Morgunblaðið - 25.11.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 25.11.2010, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Tveir kvikmynda- gerðarmenn, Hjálmtýr Heiðdal myndatöku- maður og Karl Smári Hreinsson handritshöf- undur, hafa nýlega lok- ið gerð kvikmyndar um steindar gluggarúður, sem nú eru m.a. í tveim- ur íslenskum kirkjum, en eru þangað komnar frá Bretlandi í síðari heimsstyrjöldinni. Einkum er rúða úr dómkirkjunni í Coventry gerð að umtalsefni, en sá listgripur hefur verið í Akureyrar- kirkju allt frá árinu 1943. Bæði í kvikmyndinni sjálfri, sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu 31. októ- ber sl., og í viðtalsgrein í Morgunblað- inu 27. október, gefa höfundar í skyn, að rúða þessi sé til Akureyrar komin á afar vafasaman hátt, þar komi bæði þjófnaður og smygl við sögu og þar að auki uppdiktaðar kraftaverkasögur, og er þó ekki allt talið. Kvikmyndin sé gerð til að svipta hulunni af ósóman- um. Hér er ekki rúm til að rekja feril og sögu þessarar rúðu, en í þess stað er vísað til Sögu Akureyrarkirkju, Akur- eyri 1990, bls. 287-289 og 295-297. Ekki skal heldur reynt að leiðrétta all- ar þær missagnir, villur og firrur, sem er að finna í fyrrgreindum textum. Þar er þó mikinn skóg að grisja. Kenyon Wright hét sá maður, sem séð hafði um samskipti við kirkjunnar menn á Akureyri af hálfu Coventry- manna. Hann lét af störfum þar og flutti til Skotlands sumarið 1981. Þar er að finna skýringuna á því, að fyrir- hugað samband kirknanna frestaðist um hríð. Tilhæfulaust er að gefa í skyn, að þar sé við einhverja tregðu eða pennaleti heimamanna á Akureyri að sakast. Nú er hann kominn aftur til starfa í Coventry og hefur tekið upp þráðinn. Í fyrra heimsótti hann Akur- eyrarkirkju ásamt dómkirkjuprestin- um dr. David Porter og tjáðu þeir heimamönnum meðal annars þá skoð- un sína, að gluggarúðan væri vel geymd og varðveitt í Akureyrarkirkju og þar ætti hún að vera til frambúðar. Við guðsþjónustu í Akureyrarkirkju 10. maí 2009, þar sem dr. David Porter prédikaði, afhentu þeir félagar kirkj- unni að gjöf minjagrip til staðfestingar orðum sínum. Þannig standa þessi mál nú í sátt og bróðerni. Aldrei hafa kom- ið fram tilmæli um, að rúðunni yrði skilað, og því síður kröfur. Kvikmyndagerðarmennirnir tveir virðast hafa gaman af að dæma aðra, bæði nafngreinda einstaklinga og heil sveitarfélög, af litlum eða þá tilbúnum forsendum. Mannlegt samfélag á Ak- ureyri og einstakir menn í kaupstaðn- um fóru ekki varhluta af þessari dóm- girni, og þegar hún dugði ekki til, fengu þeir vel máli farna aðkomumenn í lið með sér til að útskýra, af hverju þessi undarlegi bæjarbragur stafaði og í hverju hann birtist. Akureyringar voru taldir lokaðir og lítt mannblendn- ir, þurrir á manninn og fátalaðir, hleyptu nýbúum ekki of nærri sér. Hér voru á ferðinni gamlir, þurrir hleypidómar, sem hver tyggur út úr öðrum til þess að þurfa ekki að hugsa sjálfur. Í téðri kvikmynd eru tvö félög á Akureyri sér- staklega talin drottna yf- ir atvinnulífi, bæjarbrag og flestum lífshræring- um bæjarbúa. Þau eru Frímúrarareglan og Oddfellowstúkan og þá einkum for- ystumenn þeirra, sér í lagi frímúrara. Manni skilst, að ósýnilegur andi þeirra hljóti að liggja eins og mara yfir bæj- arlífinu. Þó var sérstaklega tilnefndur forstjóri Kaupfélags Eyfirðinga, Jak- ob Frímannsson. Helst verður ráðið af lýsingunni, að valdahrammur hans hafi vofað yfir bænum eins og svart ský, gott ef ekki fjármálalífinu í land- inu öllu. Frímúrarar hefðu verið bak- hjarlar hans og vikapiltar. Það var vissara að tala ekki of mikið um kirkjurúður upphátt. Það datt ofan yfir Akureyringa að heyra þessar lýsingar í sjónvarpi allra landsmanna. Íbúar þessa kaupstaðar höfðu ekki kynnst þeirri persónu, sem þarna var lýst. Jakob hafði komið bæj- arbúum fyrir sjónir, bæði pólitískum samherjum og andstæðingum, sem elskulegur og fágaður maður, góðvilj- aður, gamansamur, vingjarnlegur og viðmótsþýður, en jafnframt harðdug- legur, strangheiðarlegur og vel viti borinn. Vitanlega vann hann að hags- munamálum þeirra fyrirtækja, sem honum var trúað fyrir, eins og honum bar skylda til. Við Jakob vorum vel málkunnugir, og get ég því af eigin kynnum borið honum hina bestu sögu. Veiðibráðir fréttafálkar ættu að vanda verk sín, þegar þeir halda, að þeir hafi komist í feitt og séu að fletta ofan af hneykslunarefnum. Þeir gætu orðið fengsælir, fundið sannindi og hreinsað andrúmsloftið eins og Water- gate-kapparnir, en þeim gæti líka orð- ið hrösult og þeir orðið sér til minnk- unar, ef þeir eru of fljótfærir eða hroðvirkir. Fyrsta varúðarregla þeirra ætti að vera að fara rétt með staðreyndir og kanna vel málsatvik. Síðan kemur að því að draga réttar ályktanir og setja þær slysalaust fram. En framar öllu ættu menn að forð- ast að bera ósannar sakir á fólk, ekki síst látið fólk, sem getur ekki lengur varið sig, og narta í æru þess og mann- orð. Slíkt er lítill drengskapur. Engum er frami að slíku athæfi, þó að frægðin kunni að verða auðfengin og skjóttek- in – og þá að endemum. Meira: greinar@mbl.is Veiðibráðir fréttafálkar Eftir Sverri Pálsson » Aldrei hafa komið fram tilmæli um, að rúðunni yrði skilað, og því síður kröfur. Sverrir Pálsson Höfundur er fv. skólastjóri og fréttaritari Morgunblaðsins á Akureyri 1962-1982. Vaxandi umræða um aðgerðir ríkja til að halda niðri gengi gjaldmiðils síns verð- skuldar athygli. Bandaríkin hafa lengi gagnrýnt Kína fyrir þetta. Við Íslendingar höfum orðið fyrir mik- illi lækkun krónunnar. Strax fyrri hluta 2008 vegna undangeng- innar þenslu og eftirfarandi sam- dráttar og síðan um haustið við bankahrunið. Það er ekki fyrr en nýlega sem almennt er viðurkennt að hrun krónunnar hafi verið nauð- synlegt til þess að við næðum aftur vopnum okkar í útflutningi og verð- mætasköpun. Kína hefur getað haldið gengi gjaldmiðils síns niðri vegna alræðis stjórnarinnar, sem þarf ekki að taka tillit til afleiðing- anna í minni kaupmætti almenn- ings. Gjald sem verkalýðurinn þarf að gjalda til að halda „sínum“ mönnum við völd. Á vesturlöndum gengur þetta ekki. Þar heimta verkalýðsfélög strax kauphækkun ef gengið er lægra en við- skiptajöfnuður útheimtir. Þýskalandi tókst lengi að lifa vel við stöðuga styrkingu þýska marksins og svo evrunnar. Verka- lýðsfélögin þýsku sættu sig við að fá lítið meiri kaupmáttaraukningu en sem því nam og verðbólgu var þannig haldið niðri. Þar kom auð- vitað margt til, svo sem nægjusemi fyrst eftir stríð og svo að- flutt vinnuafl og mút- ur frá ríkisstjórnum í formi valds verkalýðs- félaga yfir sjóðum og þröngum lagaskil- yrðum við uppsögn starfsmanna. Vel að merkja þá hefur þetta leitt til ósveigjanleika vinnuafls sem á eftir að bitna með vaxandi þunga á nýsköpun nú þegar dreg- ur úr aðflutningi vinnuafls. Það er spennandi að fylgjast með því hvað verður ofaná í ESB, að Þýskaland taki aftur upp sitt þýska mark eða veikari ríkin svo sem Grikkland segi sig frá evrunni. Ég hallast að hinu fyrra nú eftir að ESB hefur samþykkt að styðja við Grikkland. Hér er að vísu gengið út frá því að Grikkland muni aldrei geta end- urgreitt í neinu formi þann stuðn- ing. Þýskaland hefur getað lifað við hátt gengi gjaldmiðils vegna tækniþekkingar og menntunar vinnuafls sem ekkert annað ríki trompar. Önnur ríki með evru ráða ekki við sterkan gjaldmiðil og Frakk- land mun sjá til þess að evran haldi áfram að veikjast. Til þessa er það ekkert annað en metnaður og mikilmennskubrjálæði miðstýr- ingarvaldsins sem hefur leyft evr- unni að styrkjast stöðugt. ESB og sérstaklega Frakkar vildu skáka USA. Ég er ekki viss um að það takist. Bandaríkjamenn virðast hafa fattað að tilraunir til að stýra peningamagni snerta einnig geng- ið. Hærri vextir ættu að minnka eftirspurn eftir peningum og draga úr fjárfestingu og að vísu styrkja gengið og auka neyslu innflutn- ings. Þetta með gengið gerir að vísu ekki mikið til í Bandaríkj- unum, því þar eru áhrif innflutn- ings ekki mikil. Hjá okkur gegnir öðru máli, þar sem hækkun gengis er mikil kaupmáttaraukning og hækkun vaxta getur valdið auknu framboði erlends fjármagns og fjárfesting aukist í kjölfarið en ekki minnkað. Í Bandaríkjunum veldur lækkun vaxta og aukning peningamagns einhverri aukningu fjárfestingar en meiru geta skipt áhrifin á lækkun gengis dollarans og aukin samkeppnisstaða Banda- ríkjanna. Þarna verða peningarnir bara til innanlands. Þetta er ný upplifun fyrir Bandaríkin, sem til þessa hafa tengt sterkan dollar við stórveldisdrauma sína. Hvað getum við lært af reynslu annarra þjóða? Það er takmarkað, ef við skiljum ekki samhengi at- burðanna við ástandið á hverjum stað. Nú loksins er farið að lækka vexti hér heima svo máli skiptir. Samt heldur krónan áfram að styrkjast, sem sýnir bullið í vaxta- stefnunni til þessa. Okkur vantar ekki tilfinnanlega gjaldeyri, þótt gott sé að Seðlabankinn sanki ein- hverju að sér úr því gengið þolir það. Okkur vantar vilja til að nota þá peninga sem til eru í bönk- unum. Þennan vilja vantar vegna hamlandi aðgerða ríkisvaldsins. Við þurfum raunar enga atvinnu- stefnu. Það mundi hjálpa ef ráð- herrar hefðu enga skoðun á at- vinnumálum og hættu að þvælast fyrir. Hugsanlega vill þjóðin stærra ríkisvald og meiri skatt- heimtu. Nú er ekki rétti tíminn fyrir slíkar aðgerðir. Peningamálin Eftir Halldór I. Elíasson Halldór I. Elíasson Höfundur er stærðfræðingur. »Nú loksins er farið að lækka vexti hér heima svo máli skiptir. Nú þegar dimma tekur og vetur kon- ungur gengur í garð er vert að huga að endurskini. Það fer ekki mikið fyrir end- urskinsmerkjum en þessi litlu merki geta bjargað mannslífum. Allir þurfa að nota endurskinsmerki, jafnt stórir sem smáir og jafnvel kettir, hundar og hestar svo dæmi séu tekin. Fullorðnir eiga að sjálf- sögðu að vera börnum fyrirmyndir í þessum efnum. Til eru margar gerðir og stærðir af þessum merkjum og því ættu allir að geta fundið endurskin við hæfi. Til að mynda er nauðsynlegt fyrir skokk- ara að vera í endurskinsvestum en margir þeirra hlaupa út í myrkrið í skokkhópum árla morguns eða síðla dags. Síðustu ár hefur það aukist að fólk hjóli allan ársins hring með því að setja sérstök vetrardekk undir hjólin. Þessi ferðamáti er bæði góður fyrir um- hverfið og líkamann en áríðandi er að þessir hressu hjólreiðamenn séu vel búnir og noti bæði ljós og end- urskin. Að hjóla er einhver öruggasti og heilsusamlegasti ferðamáti sem hugs- ast getur og því er mikilvægt að menn varpi ekki skugga á kosti þess að hjóla með því að tryggja ekki með sem bestum hætti öryggi sitt. Hvað hunda og ketti varðar þá er hægt að fá sérstök hunda- og kattahálsbönd og sjálfsagt er að bregða endurskinsborða um fætur hesta þegar farið er í reiðtúr. Flestir ættu einnig að skella end- urskinsmerki á barnavagna og svo er ekki slæmt að líma endurskin á göngustafina þegar lagt er af stað í stafgönguna. Í myrkri sjást gangandi vegfar- endur illa þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Það er aftur á móti staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með end- urskinsmerki fimm sinnum fyrr og því getur notkun endurskins skilið á milli lífs og dauða. Það er ekki sama hvar endur- skinsmerki eru hengd á fatnað. Þau eiga að vera sýnileg. Best er að setja endurskinsmerki fremst á ermar, á skó eða neðarlega á buxnaskálmar. Þá virka end- urskinsmerkin eins og blikkljós þegar ljós skín á þau. Hægt er að fá endurskinsmerki í flestum apótekum, stórmörk- uðum og bensínstöðvum. Þá er þeim oft dreift af fyrirtækjum, fé- lagasamtökum og íþróttafélögum. Þau eru einnig oftar en ekki til í skúffum og skápum á flestum heimilum. Endurskinsmerki eru ódýr og fyrirferðarlítil en þau skipta sköp- um. Settu á þig endurskinsmerki því við viljum sjá þig í vetur! Sjáumst í umferðinni Eftir Þóru Magneu Magnúsdóttur » Það er staðreynd að ökumenn sjá gang- andi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr og því getur notkun endurskins skil- ið á milli lífs og dauða. Þóra Magnea Magnúsdóttir Höfundur er fræðslufulltrúi hjá Umferðarstofu. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 EXECUTIVE MBA INFORMATION MEETING Tuesday November 30th at 17.30 at the Hotel Hilton Reykjavik Nordica, Surlandsbraut 2, Reykjavik. • Executive MBA • Executive MBA in Shipping, Offshore and Finance • Executive MBA in Energy • Executive Master in Energy Management All programmes are part-time and in English. Registration: www.bi.no/mba EFMD

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.