Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 21

Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Í tengslum við komandi stjórnlaga- þing hafa margir nefnt að ný stjórn- arskrá eigi að tryggja „sameign þjóðarinnar“ á nátt- úruauðlindum. Er þar átt við að ríkið eigi auðlindirnar. Ég hef grun um að sumir sem þannig tala geri sér ekki grein fyrir að náttúruauðlindir eru marg- víslegar, ekki bara fiskur í sjó, heldur einnig land, lóðir, gras, vatn, námaréttindi, veiðiréttur í ám og vötnum, útsendingartíðni útvarps og fleira. Þeir sem tala um að ríkið eigi að eiga náttúruauðlindir landsins, hljóta að vilja taka jarðir, hey, korn og veiðiréttindi af bændum og lóðir af fasteignaeigendum. Ef fólk vill hins vegar ekki taka þess- ar auðlindir af fólkinu og afhenda ríkinu, heldur bara t.d. kvótann, verður það að útskýra hvers vegna. Er það vegna þess að kvót- anum var úthlutað á óréttlátan hátt fyrir mörgum árum? Fólst í því styrkur? Gjafakvóti? Á ríkið þá að taka til baka alla styrki sem það hefur veitt? Það er áhugaverð hugmynd og ágætt úrlausnarefni fyrir lesendur þessarar greinar að átta sig á hvað það hefði í för með sér. Þess má geta að yfirgnæfandi meirihluti kvótans hefur skipt um hendur frá því að kvótakerfinu var komið á. Þannig má velta fyrir sér dæmi þar sem ríkið gefur einhverjum bíl. Ef hann selur „gjafabíl- inn“, á þá að taka bíl- inn af seinni eiganda hans? Eða á að taka andvirðið af þeim sem átti hann upphaflega? Þetta er annað gott úrlausnarefni fyrir lesendur. Hvað sem fólki finnst um aðferðina við úthlutun kvótans fyrir nokkru síðan ber að hafa í huga að það „sameignarskipulag“ sem lagt er til að tekið verði upp hvað varðar náttúruauðlindir hef- ur aldrei reynst vel. Sá sem ekki á neitt hefur meiri hag af því að auðlindir séu í einkaeigu en rík- iseigu. M.ö.o. hafa fátækir það betra í þjóðfélagi þar sem hlutir eru í séreign en ríkiseign. Bæði eru fyrir því mikil hagfræðileg rök, sem og reynsla. Allar auð- lindir eru náttúruauðlindir í upp- hafi. Allt er komið úr náttúrunni. Ef setja á í stjórnarskrá að ríkið skuli eiga allar náttúruauðlindir er verið að festa í það áhrifamikla plagg, sem erfitt er að breyta, ramma sósíalíska lífsskoðun sem nær inn á hvert svið mannlífsins með einum eða öðrum hætti. Rétt er að geta þess að „sam- eign“ svo stórs hóps sem þjóðar er ekki til. Orðið „eign“ felur í sér einhvers konar stjórn á eigninni. „Sameign þjóðar“ þýðir því í raun eignarhald valdsmanna. Það sem verra er, reglulega er skipt um valdsmennina með kosningum þannig að þeir hafa ekki hagsmuni af því að gæta eignanna eða nýta skynsamlega í þágu almennings, heldur nýta með beinum eða óbeinum hætti í sjálfs sín þágu og duttlunga sinna þann stutta tíma sem þeir eru við völd. – Rétt eins og leigjandi, sem dvelur í húsnæði tímabundið, fer yfirleitt verr með það en eigandi þess. Fólk hefur tekið eftir að lýðræðislega kjörnir stjórn- málamenn starfa oft ekki í þágu þjóðarinnar. Til marks um það tal- ar fólk um „fjórflokkinn“ – en sú orðnotkun gefur til kynna að fólk hafi í raun ekkert val í kosningum. Sumir, sem áttað hafa sig á tak- mörkum lýðræðisins, hafa gengið svo langt að hvetja til þess að það verði lagt niður og tekin verði upp ólýðræðisleg utanþingsstjórn. Það mun auðvitað ekki leysa vandann. Í mörg ár hef ég fylgst með því hvernig fjöldi fólks svekkir sig á því að stjórnmálamenn skuli ekki vera starfi sínu vaxnir, séu spilltir og vinni ekki fyrir fólkið, á sama tíma og krafist er meiri valda til handa þessum sömu óhæfu stjórnmálamönnum. Hvernig fær eftirfarandi hugsanagangur stað- ist? 1. Stjórnmálamenn eru óhæfir. 2. Færum þeim meiri völd. Eða: 1. Gjaldkeri húsfélagsins dregur sér fé úr hússjóðnum. 2. Látum hann líka sjá um persónuleg fjármál okkar. Svarið er vitanlega að láta stjórnmálamenn fá minni völd. Láta meira gerast í þjóðfélaginu með frjálsum samskiptum fólks, bæði í viðskiptum og samhjálp. Og alls ekki flytja allar nátt- úruauðlindir þjóðarinnar til stjórn- málamanna með einu pennastriki. Nú er varúðar þörf. Æs- ingamenn vilja nota upplausnar- ástandið í kjölfar bankahrunsins til að koma á róttækum og hættu- legum breytingum. Þótt stjórn- arskrá Íslands sé ekki fullkomin og veiti stjórnmálamönnum allt of mikil völd, verður maður á tímum sem þessum að skipa sér í lið með hverjum þeim sem standa gegn öfgasósíalisma. Ég mun því að þessu sinni kjósa fólk sem vill litl- ar eða engar breytingar á stjórn- arskránni. Þá er bara að finna út hverjir það eru. Eftir Gunnlaug Jónsson Gunnlaugur Jónsson » „Sameign þjóðar“ þýðir því í raun eignarhald valdsmanna. Höfundur er framkvæmdastjóri. Sameign þjóðarinnar á heyi og öðrum náttúruauðlindum - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is n o a t u n . i s H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t 100% HREIN N APPELSÍNU SAFI 900 G PASTELLA FERSKT PASTA 3 TEGUNDIR 198 KR./PK. CAVENDISH FRANSKAR 3 TEGUNDIR 198 KR./PK. ÞYKKVABÆJAR KARTÖFLUGRATÍN 419 KR./PK. FLORIDANA, 1 L APPELSÍNUSAFI 229 KR./STK.20% afsláttur UNGNAUTAHAKK KR./KG 1198 1498 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni Við gerum meira fyrir þig Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl SS LAMBASTEIK RAUÐVÍNSLEGIN KR./KG 1958 20% afsláttur 2498 Eyjólf Ármannsson á stjórnlagaþing Framboð 8914 Kveðjum stjórnkerfi flokkræðis og helmingaskipta Kynnið ykkur viðfangsefni þingsins og mína skoðun á: eyjolfurarmannsson.com Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.