Morgunblaðið - 25.11.2010, Side 22

Morgunblaðið - 25.11.2010, Side 22
22 UMRÆÐANStjórnlagaþing MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Kæri kjósandi. Laugardaginn 27. nóvember fara fram kosningar til stjórn- lagaþings og þar sem ég er einn hinna fjöl- mörgu frambjóðenda vil ég segja þér aðeins frá mér og hverjar áherslur mínar eru. Ég fæddist sléttum 60 árum eftir að Ísland varð fullvalda ríki í Reykjavík. Ég ólst upp þar og í Nes- kaupstað. Ég hætti námi fljótlega eftir grunnskólanám og hef verið á vinnumarkaði síðan. Þegar ég var 18 ára flutti ég úr Reykjavík til Nes- kaupstaðar og fékk vinnu hjá Síldarvinnsl- unni þar sem ég vann í tæp átta ár við fisk- vinnslu. Ég ætlaði mér ekki að vera þar svo lengi, en ég kynntist pólskri konu sem er töluvert eldri en ég og varð ástfanginn af henni. Hún flutti hing- að alfarið í kjölfarið ásamt dætrum sínum tveim sem ég lít á sem mín eigin börn. Því miður entist samband okkar ekki, en við erum samt góðir vinir. Í dag er ég giftur yndislegri konu frá Bandaríkjunum og við bú- um í Hveragerði. Á meðan ég bjó fyrir austan tók ég virkan þátt í verkalýðsstarfi og var trúnaðarmaður í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar með sérstaka áherslu á erlenda starfsmenn og þeirra réttindi. Ég var líka í trún- aðarmannaráði AFLs og Alþýðu- sambands Austurlands. Ég hef alltaf haft skoðanir á stjórnmálum og það hefur náð nýjum hæðum þar sem ég tók þátt í stofnun Samtaka fullveld- issinna og er í stjórn þeirra ásamt því að vera í stjórn Suðurlands- deildar Heimssýnar. Þau atriði sem ég vil helst sjá breytast í stjórnarskrá lýðveldisins eru að íslenskt tal- og táknmál séu skilgreind sem opinber tungumál lýðveldisins, að ekki sé minnst á eitt trúfélag umfram annað, að ráðherra geti ekki jafnframt gegnt þing- mennsku og síðast en ekki síst að vald almennings sem æðsta valds þjóðarinnar komi skýrt fram með ákvæðum um þjóðaratkvæða- greiðslur. Ég er ekki hlynntur fækk- un þingmanna en vil beita mér fyrir kosningakerfi sem auðveldar rödd- um minnihlutahópa að heyrast á al- þingi. Ég hvet þig kæri kjósandi til að mæta á kjörstað hinn 27. og nýta at- kvæði þitt til að hafa áhrif á hverjir sitja þetta tímamótaþing. Bréf til kjósenda Eftir Axel Þór Kolbeinsson Axel Þór Kolbeinsson Höfundur er tölvutæknir og er frambjóðandi númer 2336. Í aðdraganda kosn- inga til stjórnlagaþings skrifaði ég opið bréf til dómsmálaráðuneytis þar sem ég kallaði eftir því að frambjóðendum til stjórnlagaþings yrði gert skylt að upplýsa um hagsmunatengsl sín með því að fylla út hagsmunaskráningu. Ég taldi mjög mik- ilvægt að þetta mál kæmist í umræðuna og reyndi að fá fjölmiðla til liðs við mig án mikils ár- angurs. Hagsmunaskráning þingmanna Það er ekki flókið mál að notast við þá hagsmunaskráningu sem flestir alþingismenn nota í dag. Þeir fylla út ákveðinn fyrirfram mótaðan 12 atriða lista. Hægt hefði verið að senda listann með tölvupósti á fram- bjóðendur, láta þá fylla hann út og senda til baka og svo hefði hags- munaskráning verið birt sem ítarefni við hvern frambjóðanda á www.kosning.is kjós- endum til glöggvunar. Raunverulegt gagnsæi krefst aðgerða Ég tel að til þess að ná fram raun- verulegum breytingum á samfélagi okkar þurfum við að ráðast í aðgerðir í stað þess að tala eingöngu um hlut- ina. Gagnsæi er orð sem mikið hefur verið í umræðunni en það er lýsandi fyrir það hversu skammt við erum á Hagsmunaskráning stjórnlagaþingmanna Eftir Kristbjörgu Þórisdóttur Kristbjörg Þórisdóttir Höfundur er kandídatsnemi í sálfræði og frambjóðandi til stjórnlagaþings nr. 6582. veg komin með það að framkvæma það sem við hugsum að ekki skuli hafa verið kallað eftir hagsmuna- skráningu til okkar frambjóðenda til stjórnlagaþings. Þar hefði strax átt að taka fyrsta skrefið inn í nýja fram- tíð betra samfélags. Úr þessu verður ekki bætt héðan af. Með stjórnlaga- þingi erum við að feta braut sem við höfum aldrei farið áður og því er eðli- legt að framkvæmdin sé ekki full- komin. Við verðum hins vegar reynslunni ríkari og betur í stakk bú- in að takast á við persónukjör í náinni framtíð. Stjórnlagaþingmenn skrái hagsmuni sína Ég vil hér með gera það að tillögu minni að frambjóðendur og þjóðin sjálf geri þá kröfu að þeir sem ná kjöri á stjórnlagaþing skrái hags- muni sína sem verði svo birt á upp- lýsingasíðu um stjórnlagaþingmenn. Þannig má skapa það nauðsynlega traust sem það fólk sem nær kjöri á stjórnlagaþing þarf að njóta. Betra Ísland hefst hér og nú! Þessari spurningu svara ég hiklaust ját- andi. Við þau miklu áföll sem þjóðin varð fyrir í bankahruninu fyrir tveimur árum má segja að allt sam- félagið hafi vaknað af værum blundi. Mikil og áhugaverð umræða hefur verið síðan í samfélaginu um hvað fór úrskeiðis og hvað beri að laga. Við skipulag sam- félagsins er að mörgu að hyggja. Við lestur minn á stjórnarskránni hef ég komist að því að hún er bara mjög góð en í hana vantar samt talsverðar viðbætur. Þessar eru af- ar mikilvægar að mínu mati: Auðlindamál: Stjórnarskráin skal tryggja að skörp skil séu á milli eignarréttar og nýtingarréttar gegn gjaldi. Einnig um framsal eignarréttar og nýtingarréttar. Tryggja skal þjóðinni forræði yfir auðlindum sínum. Umhverfismál: Algerlega skal semja nýjan kafla um umhverfismál með sjálfbærni að leiðarljósi þar sem tryggt sé að farið sé að lögum við stórar ákvarðanir. Einnig að fagleg og lýðræðisleg vinnubrögð séu í heiðri höfð. Umgengnisreglur manna um náttúruna séu þó tryggðar með sanngjörnum leik- reglum. Kaflinn um umhverfismál er vissulega lengri en þessi. Lýðræði í jafnvægi við náttúruna. Dómsmál: Í þessum kafla skal bæta verulega úr. Allt of lítið minnst á dómsvaldið í gömlu stjórnarskránni. Skerpa skilin á vald- mörkum og ákæru- valdi. Val á hæstarétt- ardómurum, spurning hvort kjósa skuli þá beint af þjóðinni eftir valnefnd og kosningu lögmanna sjálfra. Óeðlilegt að þeir séu valdir af fram- kvæmdavaldinu, sem síðan „pantar“ dóm frá þeim eins og nýlegur dómur Hæstaréttar sannar. Við dóms- málakaflann þurfum við aðstoð góðra manna með lög- fræðimenntun, reyndar á það líka við alla stjórnarskrána. Mannréttindakaflinn: Yfirfara hann. Forsetaembættið: Ég tel að það þurfi að efla forsetaembættið. Þarf að hafa eftirlitsaðila hjá sér um lög- gjafarvald og framkvæmdavald. Embættisfærslur ráðherra alltaf skoðaðar. 40. greinin: Bæta í hana: Óheim- ilt er ríkinu að bera ábyrgð á fjár- málastofnunum og öðrum fyr- irtækjum í einkaeigu. Um fjármálafyrirtæki í opinberri eigu gilda strangar reglur sem Alþingi setur. Hvað gerum við ekki á stjórn- lagaþingi: Framseljum vald til Brussel, þjóðin kýs um það í sér- stakri kosningu. Við aðskiljum ekki kirkjuna frá ríkinu, á henni hvílir siðmenning okkar í 1000 ár. En kjósandi góður, til að koma markmiðum mínum í framkvæmd þarf ég traust þitt og umboð. Stjórnlagaþing – Er betri tíð í vændum? Eftir Svein Halldórsson Sveinn Halldórsson Höfundur er húsasmíðameistari – framboð 4206. Stjórnarskrá okkar er arfleifð frá tímum danskra yfirráða. Fyrstu stjórnarskrána setti Kristján IX. 1874 og varð þá „allramildi- legast“ við bón Íslend- inga og gaf út „Stjórn- arskrá um hin sjerstaklegu málefni Íslands“. Æðsta vald innanlands var falið landshöfðingja sem konungur skipaði. Alþingismenn voru 30 þjóðkjörnir og 6 sem kon- ungur kvaddi til þingsetu. Kosn- ingaréttur var mjög takmarkaður. Næst kom „Stjórnarskrá konungs- ríkisins Íslands“ staðfest af Krist- jáni X. 1920. Samkvæmt henni var stjórnskipulagið þingbundin kon- ungsstjórn. Stjórnarskrá þessi er 77 greinar en af þeim eru 56 að öllu eða mestu leyti samhljóða viðkomandi ákvæðum í stjórn- arskránni frá 1874. Al- þingismönnum var fjölgað í 40 sem allir voru þjóðkjörnir. Kosningaréttur var rýmkaður og náði til karla og kvenna 25 ára og eldri. Með stjórn- arskránni 1944 tók við á Íslandi lýðveldi með þingbundinni stjórn. Í stjórnarskrá þessari eru 35 greinar af 81 nánast sam- hljóða viðkomandi ákvæðum í stjórnarskránni frá 1920 auk fjölda ákvæða þar sem eina breytingin er að forseti kemur í stað konungs. Völd forseta eru þó meira í orði en á borði. Samanburður á þessum þremur stjórnarskrám Íslands sýn- ir að þær hafa mikið til staðist tím- ans tönn. Með ákvörðun um að halda stjórnlagaþing hefur orðið vakning í þjóðfélaginu og allt í einu vilja allir breyta „einhverju“ í stjórn- arskránni. Fæstir þeirra hafa nokkru sinni lesið stjórnarskrána. Margar þeirra hugmynda sem fram hafa komið eru góðra gjalda verðar en eiga ekki heima í stjórnarskrá. Þingmenn á stjórnlagaþingi fá í veganesti ýmsar hugmyndir frá al- mennri umræðu í fjölmiðlum, nið- urstöður þjóðfundar og hugmyndir stjórnlaganefndar um breytingar á stjórnarskránni. Ekki er ráðlegt að breyta bara breytinganna vegna. Gera þarf heildarúttekt á núgild- andi stjórnarskrá, halda því sem í henni er gott og gilt, fella niður það sem ekki er í samræmi við nútíma viðhorf, breyta öðru og bæta inn því sem við teljum á vanta. Stjórnarskráin – ekki breyta bara breytinganna vegna Eftir Sigvalda Friðgeirsson Sigvaldi Friðgeirsson Höfundur er eldri borgari og fram- bjóðandi 5141 til stjórnlagaþings. Þegar Geir Haarde bað guð að blessa Ís- land tók ég meðvitaða ákvörðun um að vera hluti af þeim breyt- ingum sem ég taldi óumflýjanlegt að samfélagið myndi ganga í gegnum á næstu árum. Það gerði ég til þess að leggja mitt af mörk- um í þeirri samfélagslegu sam- ábyrgð sem við öll berum á því að gera umhverfið okkar betra. Ég tel að Ísland eigi mikla möguleika á að vera leiðandi afl í lýðræð- islegum breytingum. Fámennið er okkar styrkur. Þátttaka í stjórn- lagaþingi er tækifæri til þess að veita samfélaginu skýran ramma, með mannréttindi að leiðarljósi. Ég er ein af fjölmörgum fram- bjóðendum á stjórnlagaþing. Ég hef alltaf haft vissar efasemdir um tímasetningu þessa þings. Þrýst- ingurinn að gera þetta núna tel ég að liggi í því mikla umróti sem samfélagið er fast í. Þar sem að mín skoðun á tíma- setningunni varð ekki þess valdandi að þessu var frestað um sinn ákvað ég að taka slaginn og enn og aftur reyna að vera þátttakandi í þeim breytingum sem landið okkar litla gengur nú í gegnum. Hið viðkvæma ástand þjóðfélagsins gefur okkur einnig tilefni til að fara varlega og vandlega í breyting- arnar. Þær þurfa að miðast við hverju þær eiga að skila okkur. Viljum við breytingu á ráðherraræði inni á þingi, viljum við breytta kjördæmaskipan sem mögulega hefur áhrif á byggðaþró- un, viljum við auka sjálfstæði dóm- stóla, viljum við geta framselt rík- isvaldið til annarra alþjóðlegra stofnana? Ég vil hógværar breyt- ingar á stjórnarskránni. Ég vil miða breytingarnar við aukið lýð- ræði og sjálfstæði landsins. Stjórn- arskrána skal meðhöndla af virð- ingu og hún er ekki handónýtt plagg eins og svo margir virðast halda, oft án þess að hafa lesið hana. Hún er ekki upphaf alls þess sem hér hefur farið úrskeiðis en breytingar á henni geta orðið til þess að hér sé hægt að lagfæra eitt og annað til hins betra. 6615 vill fara varlega í að breyta stjórnarskránni Eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur Karen Elísabet Halldórsdóttir Höfundur er MS í mannauðsstjórnun og BA í sálfræði. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is St j ó rn l agaþ ing www.mbl.is/stjornlagathing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.