Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 23
–– Meira fyrir lesendur
MEÐAL EFNIS:
Viðtöl við leikmenn
Íslenska liðsins og
þjálfara
Kynning á liðunum
Dagskrá mótsins
Ásamt öðru
spennandi efni
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað 6. desember 2010 um
Evrópumót kvennalandsliða
í handbolta þar sem 16 bestu
liðin leika til úrslita, þar á meðal
íslenska landsliðið.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, þriðjudaginn 30.nóvember.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
EM KVENNA
sérblað
Í HANDBOLTA
Blaðið er góður kostur fyrir þá sem vilja
vekja athygi á vörum sínum og þjónustu.
UMRÆÐAN 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Hugmyndin um
stjórnlagaþing er góðra
gjalda verð en tíma-
setningin afhjúpandi.
Óheppilegt er að núver-
andi stjórnvöld stefni til
slíks þings. Þau eru
ekki það sameining-
artákn sem þjóðin
þarfnast. Þar tala dæm-
in skýru máli: aðild-
arviðræður við ESB í
óþökk meirihluta þings
og þjóðar; vítaverð vanræksla á ís-
lenskum hagsmunum í Icesave-
málinu; kaldrifjuð og bíræfin fram-
ganga í Landsdómsmálinu, fyr-
irhuguð atlaga að grunnatvinnuvegi
þjóðarinnar og aðför meirihlutans í
Reykjavík að félagafrelsi og kristn-
um siðferðis- og trúargildum. Meiri-
háttar breytingar á stjórnarskrá lýð-
veldisins yrðu enn einn
myllusteinn um háls
þjóðarinnar sem stend-
ur margklofin eftir for-
gangsröð verkstjórn-
arinnar í
stjórnarráðinu.
Ólíkt núverandi
stjórnvöldum er stjórn-
arskráin sameining-
artákn. Henni er ekki
ætlað að vera lýsing á
himnaríki, heldur sátt-
máli ólíkra og ófullkom-
inna einstaklinga um þá
hugmyndafræðilegu
kjölfestu sem flestir þeirra sam-
þykkja. Góð stjórnarskrá áréttar að-
ferð fremur en áfangastað. Hún er
ekki endanleg lausn á pólitískum
álitamálum, heldur leiðarvísir um það
hvernig við útkljáum ágreining á frið-
saman og réttlátan hátt. Hún á ekki
að taka afstöðu til þeirra pólitísku
álitamála, hvort eða hvernig opinber
stjórnvöld endurútdeila verðmætum
samfélagsins. En hún áréttar með
eignarrétti að sinna verka njóti hver,
og dregur úr opinberri misbeitingu
valds með því að standa vörð um þau
sígildu mannréttindaákvæði sem skil-
yrt eru af afskipaleysi annarra – ekki
framlagi þeirra. Loks er hún yfirlýs-
ing um sjálfsákvörðunarrétt okkar í
eigin málum, fullveldi landsins.
Mér er það ekkert launungarmál
að ég tel óábyrgt af stjórnvöldum að
kalla til stjórnlagaþings við núver-
andi aðstæður. Tillögur um róttækar
stjórnarskrárbreytingar munu valda
enn meiri sundrung og tefja nauðsyn-
lega uppbyggingu. Stjórnarskráin
olli ekki hruninu og breytingar á
henni leysa ekki þann vanda sem við
stöndum frammi fyrir. Ég býð mig
því fram til stjórnlagaþings til að
standa vörð um stjórnarskrána og
fullveldið.
Sundrung eða sameiningartákn
Eftir Vilhjálm
Andra Kjartansson
Vilhjálmur Andri
Kjartansson
Höfundur er háskólanemi.
Stjórnarskráin er
undirstaða laga og
réttar í samfélaginu,
og þarf eins og aðrar
slíkar að standa sem
mest óhögguð. Því
þarf að færa stjórn-
arskrána til betri veg-
ar án þess að raska
þeim grunngildum
sem hún byggir á og
varðveitir. Af því sem
þarf að endurskoða
skal fyrst nefna ákvæði um forseta-
embættið, þjóðaratkvæðagreiðslur
og röðun á kjörlista.
Tæplega er ágreiningur um nauð-
syn jafnréttis og mannréttinda öll-
um til handa, en skilgreina þarf
hvað felst í hugtökunum. Jafnrétti
og mannréttindi kosta stundum
peninga, og það er mjög áleitin
spurning hvernig á að túlka þessi
hugtök þegar spara þarf opinbert
fé. Einfalt dæmi í þessu efni er rétt-
ur kvenna til faglegrar þjónustu við
fæðingu, sem og réttur eldra fólks
til búsetu í heimabyggð þegar þörf
er á sérhæfðri öldrunarþjónustu.
Hin evangelíska lúterska kirkja á
að vera áfram þjóðkirkja á Íslandi.
Eignarrétturinn skal áfram vera
friðhelgur, enda grunnforsenda vel-
ferðar og siðaðs samfélags. Brýnt
er að skilgreina hvað felst í orðinu
auðlind. Það er t.d. augljóst að ís-
lensk gróðurmold er ein af dýrmæt-
ustu auðlindum landsins, en hún er
að yfirgnæfandi meirihluta í einka-
eign. Sama gildir um vatnið sem
rennur um eignarlönd
og það líf sem í því
þrífst.
Skilgreina þarf hug-
takið þjóðareign og
hver getur verið hand-
hafi hennar. Verði
ákveðið að skilgreina
fiskimið innan ís-
lenskrar lögsögu sem
þjóðareign í stjórn-
arskrá þarf jafnframt
að fjalla um rétt þeirra
byggða sem byggja til-
veru sína á nýtingu
auðlindarinnar.
Undir engum kringumstæðum
mega þær breytingar sem kunna að
verða gerðar á stjórnarskránni leiða
til þess að þjóðlendustríðið (þar sem
nú er vopnahlé að kalla) verði enn
harðara. Enn síður má leggja drög
að nýju stríði á hendur landeig-
endum, grundvallað á sókn í gróð-
urmold, vatn eða hlunnindi hvers
konar sem fylgt hafa jörðum frá
landnámi.
Sjá nánar á thorolfu.blog.is.
Eftir Þórólf
Sveinsson
Þórólfur
Sveinsson
Höfundur er bóndi og er frambjóð-
andi til stjórnlagaþings/2567.
Áherslur við
endurskoðun
stjórnarskrárinnar
Framundan eru
kosningar til stjórn-
lagaþings. Þings sem,
ásamt þjóðfundi, á eftir
að kosta skuldsetta
þjóð tæpan milljarð
króna. En það virðist
engu máli skipta. Við
bætum þessum kostn-
að við vel yfir eitt þús-
und milljarða króna
sem við skuldum fyrir.
Við sendum komandi kynslóðum
reikninginn fyrir óráðsíu okkar og
rýrum þar með tækifæri þeirra til
ráðstöfunar eigin fjár.
Og síðan vinnum við að því að fram-
selja fullveldi okkar til þjóðabanda-
lags sem á í jafnvel enn verri vanda-
málum en við sjálf. Og bjargræðið á
að vera í því fólgið. Og allt sem þarf til
að keyra þetta í gegn er einfaldur
meirihluti á Alþingi. Hluti þess meiri-
hluta segist ganga ófús til verka, en
telur völdin mikilvægari en málefnin.
Stjórnarskráin tengist ekkert
hruninu, en ríkisstjórnin boðar til
þessara leikja til að dreifa athygli frá
eigin ráðaleysi. Að hlaupa nú til og
ráðast í róttækar breytingar á stjórn-
arskránni væri fráleitt.
En kannski er hér tækifæri til þess
að setja inn ákvæði í stjórnarskrána
sem geta komið í veg fyrir endalausan
fjáraustur stjórnmála-
manna, og komið í veg
fyrir að fullveldið verði
skert gegn vilja þjóð-
arinnar.
Nýtt ákvæði í stjórn-
arskrá gæti bannað lán-
tökur ríkisins til að fjár-
magna rekstur og
krafist aukins meiri-
hluta til að taka lán til
fjárfestinga. Hvað gefur
núlifandi kynslóðum
rétt til halda uppi vel-
ferð sinni á kostnað
framtíðarinnar?
Það er heldur ekki ásættanlegt að
tryggja eignarréttinn í stjórn-
arskránni en gefa heimild til tak-
markalausrar skattheimtu.
Og nýtt ákvæði mætti setja inn
sem krefðist aukins meirihluta þing-
manna til að samþykkja samninga er
framselja fullveldi eða sjálfstæði
þjóðarinnar. Og í framhaldi af slíkri
samþykkt á að leggja samninga undir
þjóðaratkvæði þar sem bæði er kraf-
ist aukins meirihluta og lágmarks-
þátttöku.
Ég býð mig fram á stjórnlagaþing-
ið til að standa í vegi fyrir róttækum
breytingum á stjórnarskránni.
Stjórnarskráin er, og á að vera, vörn
okkar gegn valdinu.
Stjórnarskráin er
vörn borgaranna
Eftir Skafta
Harðarson
Skafti Harðarson
Höfundur er rekstrarstjóri og er
frambjóðandi til stjórnlagaþings.
Stjórnarskráin er
grundvöllur að rétt-
látu og upplýstu sam-
félagi sem þjónar fólk-
inu í landinu.
Lýðræðið er horn-
steinn stjórnarskrár-
innar og taka þarf
fram að valdið komi
frá þjóðinni.
Mannréttinda-
kaflinn er mikilvægur
en til þess að tryggja
að farið sé eftir honum þarf stjórn-
kerfið að vera skilvirkt, skýrt kveð-
ið á um upplýsingaskyldu og vand-
að dómsvald sem er óháð
framkvæmdavaldi og fjársterkum
aðilum. Leiðin til að tryggja jafn-
rétti er að fólk fái fréttir af hvers
kyns mismunun svo hægt sé að
bregðast við henni. Í þessu sam-
bandi er líka mikilvægt að tryggja
sjálfstæði fjölmiðla og
eignarhald þeirra sé
opinbert, sem og allra
annarra fyrirtækja.
Með góðu aðgengi að
upplýsingum og óháð-
um fjölmiðlum berst
menntuð þjóð fyrir
rétti sínum gagnvart
valdhöfum og fjár-
sterkum aðilum. Einn-
ig þarf að auka mögu-
leika fólks til að sækja
rétt sinn gagnvart
þessum sömu aðilum í
gegn um dómskerfið.
Hæstaréttardómara ætti Alþingi að
skipa með auknum meirihluta at-
kvæða, t.d. 2⁄3 hlutum þingmanna.
Tryggja þarf eignarhald þjóð-
arinnar á náttúruauðlindum sínum
og að arðurinn af þeim renni til
þjóðarinnar. Án þeirra er grund-
vellinum undir lífsafkomu þjóð-
arinnar stefnt í hættu. Að öðru
leyti ber að tryggja atvinnufrelsi
einstaklinganna og tjáningarfrelsi.
Í nýrri stjórnarskrá þarf að
tryggja jafnvægi milli þéttbýlis og
dreifbýlis. Leiðin gæti verið að
setja reglur um lágmarksþjónustu
innan ákveðins radíusar, þannig að
allir geti búið við mannsæmandi
skilyrði óháð búsetu.
Gott er að hafa stjórnarskrár
annarra ríkja til hliðsjónar og nauð-
synlegt er að hlusta á rödd þjóð-
arinnar m.a. af vel heppnuðum
þjóðfundi.
Ég er ekki flokkspólitísk og mun
ekki setja fjármagn í kosningabar-
áttu mína þar sem það er andstætt
lýðræðinu að mínu mati. Nánari
upplýsingar um mig og stefnumál
mín er að finna á kosning.is og inni
á ýmsum vefmiðlum. Auðkennis-
númer mitt er 6681.
Stjórnarskráin
undirstaða velferðar
Eftir Elínu Ernu
Steinarsdóttur
Elín Erna
Steinarsdóttir Höfundur er leikskólastjóri.