Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.11.2010, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐANStjórnlagaþing MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 Kosningar til stjórn- lagaþings eru fyrir dyrum. Sem frambjóð- andi hef ég skoðað ýmsa málefnaþætti sem þingið mun vinna úr. Ef líkja má stjórn- arskrá við óskalista yf- ir gjafir, þá er hún sá listi sem inniheldur stóru, mikilvægu pakk- ana, harða og mjúka. Ekki eiga því allar ósk- ir heima í stjórnarskrá og mikilvægt að kjósendur geri sér grein fyrir því. Þar eiga tæpast heima óskir sem sækja kraft sinn til sjálfhverfra hópa samfélagsins heldur fremur hinar sem varða landsmenn alla og stóru grundvallaratriðin; mannréttindi; stjórnskipan lýðveld- isins, verkan hennar og vinnulag; valdmörk að- greindra þátta rík- isvaldsins og ábyrgð þess gagnvart fólkinu í landinu til framtíðar. Þá hefur sú eðlilega og brennandi krafa fengið vægi sem stjórnarskrár- mál, að auðlindir Íslands verði óframseljanleg hlunnindi þjóðarinnar. Það eru gömul sann- indi og ný að vald spillir og algert vald gjör- spillir. Það breytir ekki því að vald mun ávallt verða í höndum einhvers eða einhverra hvort sem okkur líkar betur eða verr. Okkur hefur því lengi verið ljóst að valdinu þarf að setja skorður með lögum. Það er meg- inhlutverk stjórnarskrár. Gegn henni mega önnur lög ekki ganga. Verum vakandi fyrir því, að afurð stjórnlagaþings mun að líkindum skuldbinda komandi kynslóðir um langan aldur. Því þarf visku til að skera úr um hverju endurnýjuð stjórnarskrá á að veita brautargengi og hvað að hindra. Stjórnarskrá okk- ar hefur dugað vel. Þó er það sjón- armið gilt að hún sé barn síns tíma. Það eitt segir ekki að hún sé ónýt. Störf stjórnlagaþings munu að von- um snúa að æskilegu viðhaldi á góðri eign; mati á því í hvaða efnum komið er að viðgerð og hverju kunni að vera ástæða til að breyta og skipta út. Ég vil eðlilega endurnýjun stjórn- arskrár lýðveldisins; æski skýrari að- greiningar löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds; álít nauðsynlegt að stjórnlagadómstóll starfi hér til hliðar við Alþingi án ráð- herra; vil endurmeta embætti forseta Íslands. Hér þarf að vanda til verka. Kjósum starfhæft stjórnlagaþing. Visku er þörf – 5218 Eftir Þóri Jökul Þorsteinsson Þórir Jökull Þorsteinsson Höfundur er fyrrverandi sendiráðs- prestur í Kaupmannahöfn. Lítið er fjallað um ýmis grundvallaratriði íslensks samfélags í ákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar. Af þeim sökum hefur ís- lenskum stjórn- málamönnum verið heimilt að setja almenn lög um málefni, sem eru það mikilvæg að telja verður þau grundvall- aratriði. Þessi ann- marki stjórnarskrárinnar hefur m.a. valdið því að Íslendingar geta ekki lengur treyst því að löggjöf sé haldið innan tiltekinna marka eða ramma á mikilvægum sviðum. Á þetta einkum við mál sem snerta landsbyggðina hvað mest og mikilvægt að skoða í því ljósi. Náttúruauðlindum hefur verið ráð- stafað og þær nýttar á grundvelli venjulegrar lagasetningar. Á sama hátt hefur löggjafanum verið frjálst að friða landsvæði eftir eigin hentisemi. Slíkt getur óneitanlega leitt af sér eignaréttarlega óvissu og skapað óþarfa hags- munaárekstra. Í þessum málum er jafnan um að ræða yfirgripsmikla hagsmuni og því mik- ilvægt að þessi mál séu leyst innan tiltekinna marka á hlutlægum grundvelli. Til að fyrirbyggja það að ríkjandi valdhafar hagi þessum málum eftir eigin hentisemi, er nauðsynlegt að koma inn ákvæðum í stjórnarskrá sem setur löggjafanum skorður í þessum efnum. Það að sveitarfélögin hafi ekki sjálfstæða stjórnarskrár- varða tekjustofna og verkefnaskrá er afar óheppilegt m.t.t. sjálfstæðis þeirra. Sveitarfélög starfa alfarið á grundvelli almennrar lagasetningar og hafa engin réttindi utan þess sem Alþingi hefur ráðstafað þeim. Með þessu fyrirkomulagi skapast tæki- færi fyrir Alþingi til að færa skyldur á sveitarfélög, án þess að á móti komi fullnægjandi tekjustofnar. Telja verður að það sé grundvallaratriði í valddreifingu og lýðræðislegum stjórnarháttum að sveitarfélög hafi, sem slík, stjórnarskrárvarið hlutverk og tekjustofna. Fulltrúar landsbyggðarinnar á stjórnlagaþingi munu þurfa að standa fast í lappirnar í þessum mál- um svo sátt náist um þær tillögur sem lagðar verða fram að stjórnlaga- þingi loknu. Það skiptir því máli að kosnir verði fulltrúar sem veita ofan- greindum sjónarmiðum liðsinni. Stjórnarskráin og landsbyggðin Eftir Húna Heiðar Hallsson Húni Heiðar Hallsson Höfundur er lögfræðingur og er í framboði til stjórnlagaþings/5713. Mín sýn á verkefni stjórnlaganefndar er í stuttu máli þessi: Ég býð mig fram til stjórnlagaþings með þá von í brjósti að þingið geti komist að sameiginlegri niðurstöðu um nýja stjórnarskrá fyrir ís- lenska þjóð til fram- tíðar. Ég er ekki haldinn neinum for- dómum gagnvart núverandi stjórnarskrá lýðveldisins, en tel að margt megi betur fara. Íslenska ætti að vera bundin í stjórnarskrá sem þjóðtunga Ekkert er um þjóðtungu Íslend- inga í gildandi stjórnarskrá. Það sem í raun gerir Íslendinga að einni þjóð er sameiginlegt tungu- mál, þó önnur atriði hafi áhrif að auki. Ég tel að útlendingar sem ætla að búa hér og öðlast íslensk- an ríkisborgararétt, eigi að sýna fram á lágmarksgetu við að skilja og tjá sig á íslensku. Þjóðaratkvæðagreiðslur má viðhafa í auknum mæli Ég er frekar hlynntur því að stjórnarskráin kveði á um að ákveðin mál verði einungis ráðin í þjóðaratkvæðagreiðslu og þá verði atkvæðagreiðslan bindandi. Það má hugsa sér að þetta verði t.d. samningar við erlend ríki um að þjóðin afsali sér rétti í afmörk- uðum málum. Þjóð- aratkvæðagreiðsla ætti ýmist að vera bindandi eða ráðgef- andi eftir eðli máls og atvikum. Eignarhald og nýting náttúruauðlinda Í stjórnarskrá þarf að skilgreina eign- arhald þjóðarinnar á sameiginlegum auð- lindum, hverjar þær eru og hvar þær eru, hvernig skuli fara með nýting- arrétt á þeim o.s.frv. Að auki þarf að skilgreina eignarrétt annarra á náttúruauðlindum sem falla undir t.d. land og vatnasvæði í einka- eign. Mikilvægi kosninganna Mikilvægt er að ný stjórnarskrá verði sáttmáli þjóðarinnar við sjálfa sig um framtíðina. Kjós- endur ættu ekki að láta fjölda frambjóðenda vaxa sér í augum. Ekki er nauðsynlegt að kjósa marga. Leyfilegt er að kjósa einn, tvo, þrjá eða fleiri, allt upp í tutt- ugu og fimm. En það verður bara einn frambjóðandi sem fær at- kvæðið þitt að lokum, svo röðin á atkvæðaseðlinum skiptir máli. Nánar um mínar áherslur á www.rang.is/oma. Eftir Óla Má Aronsson Óli Már Aronsson Höfundur er vélfræðingur. Framboð nr. 3491. Móðurmálið í stjórnarskrána Íslenska lýðveldið er enginn öldungur í samfélagi þjóðanna. Fólkið sem fagnaði sjálfstæðinu í þjóðhá- tíðarveðrinu á Þing- völlum árið 1944 var ekki fjarskyldir for- feður, heldur feður okkar og mæður, afar og ömmur. Enn lifir meðal okkar fólk sem ungt fagnaði fullveldi Íslands í skugga farsóttar og frostavetrar 1918. Íslenska lýðveldið hefur varla slitið barnsskónum. En þrátt fyrir það geta Íslendingar státað af lýð- ræðishefð sem hvaða þjóð gæti ver- ið stolt af. Fjölmörg vestræn lýð- ræðisríki hafa á síðustu 60 árum glímt við sídvínandi kosningaþátt- töku og áhugaleysi en Ísland er í áttunda sæti yfir mestu kosn- ingaþátttöku heims á síðari hluta 20. aldar. Íslendingar vita að kosn- ingarétturinn er grunnréttur hvers manns, og þeir nýta þennan rétt. Og kosningar eru enn hátíðlegt tækifæri á Íslandi. Fólk klæðir sig gjarnan upp á til að fara á kjörstað, býður vinafólki í síðdegiskaffi og dregur fána að hún. Og hvers vegna? Jú, í þjóðarvitundinni situr enn vitneskjan um að lýðræðið fékkst ekki ókeypis. Að þessi dýra gjöf, kosningarétturinn, kom ekki til að sjálfu sér. Að lýðræðið, réttur hvers og eins borgara til að hafa áhrif á líf sitt og stjórn ríkisins, er hvorki algilt né sjálf- sagt. Við búum vissulega við lýðræði, en við þurfum samt að búa það til á hverjum degi. Það er skylda okkar sem í dag vélum um grunngildi íslenska lýðræðissamfélagsins að ganga um þau af virðingu. Því ef lýðræðið er vegið á skálum skammtímahagsmuna og léttvægt fundið, þá var til lítils barist á árum áður. Lýðræði er ekki bara hugtak sem slengt er fram í ræðuhöldum á tyllidögum. Það er í senn hugsjón og raun- veruleiki, grundvallarréttur manna til að hafa áhrif á líf sitt og ákvarðanir samfélagsins. Því eggja ég alla þá sem hafa þennan helga rétt, kosningarétt- inn, til að mæta á kjörstað og nýta hann á laugardaginn. Höldum laugardaginn 27. nóvember hátíð- legan að íslenskum sið. Klæðum okkur upp á, drögum fánann að húni og kjósum. Tökum þátt í lýð- ræðinu. Það er bæði réttur okkar og skylda. Höldum lýðræðið hátíðlegt á laugardaginn Eftir Jóhannes Þór Skúlason Jóhannes Þór Skúlason Höfundur er grunnskólakennari og frambjóðandi til stjórnlagaþings með auðkennistöluna 8419. St j ó rn l agaþ ing www.mbl.is/stjornlagathing Síðustu ár hafa ver- ið erfið, traust almenn- ings á stjórnvöldum er lítið og margt sem hefði þurft að fara bet- ur. Ábyrgð sem ein- staklingar áttu að bera, meðal annars fyrir ofurlaunin, var fljót að fjúka út í veður og vind. Fjölmiðlar hafa sagt hverja ham- farasöguna á fætur annarri síðustu tvö ár og þolmörk einstaklinga eru orðin verulega þanin, mörgum er jafnvel ofvaxin tilhugsunin um að opna gluggapóstinn sinn um mánaðamót. Í svona aðstæðum getur verið erfitt að hugsa til framtíðar, en einmitt þá er mikilvægast að horfa fram á veginn. Núna er tækifæri til að endurskoða gildin og skoða hvað megi betur fara í stjórnskipulagi okkar. Við sem þjóð þurfum að vera hug- rökk og þora að hugsa um hvernig hlutirnir geti orðið sem bestir. Í kosningunum 27. nóvember næstkomandi er okkur falin sú ábyrgð að velja einstaklinga til að endurskoða stjórnarskrána, tökum það hlutverk alvarlega og nýtum okkur kosningaréttinn. Hvernig getur samfélagið okkar orðið sem best? Besti mælikvarðinn á hvernig samfélag við viljum eru væntingar okkar um velferð barnanna okkar í framtíðinni. Við þurfum að huga að því hvernig við kennum þeim að vera ábyrg, hug- rökk og bjartsýn. Hvernig gerum við það? Með því að setja gott fordæmi. Verum hugrökk og bjartsýn, sýnum að við viljum axla ábyrgð á samfélag- inu okkar og mætum á kjörstað 27. nóvember. Baráttukveðjur frá Akureyri Eftir Auði Jónasdóttur Auður Jónasdóttir Höfundur er sölufulltrúi og frambjóð- andi til stjórnlagaþings/8012. Hugrekki og ábyrgð þjóðar Vald forsetans til synjunar staðfestingar lagafrumvarpa var og er mjög umdeilt. Með ákvæði um að ákveðna prósentu kosn- ingabærra þurfi til að knýja fram þjóð- aratkvæði um laga- frumvarp er spurning hvort forsetinn þurfi þetta synjunarvald. Nær væri að hafa ákvæði um að forsetinn hafi vald til að seinka gildistöku laga, umfram þann tveggja vikna frest sem 26. greinin gefur í dag. Þannig myndi um- rædd grein kveða á um að forsetinn geti seink- að gildistöku um tvo mánuði, til viðbótar vik- unum tveimur, frá sam- þykkt laganna. Þannig gæfi hann þjóðinni tíma til að safna undir- skriftum til að krefjast þjóðaratkvæðis. Ef þjóðin nýtir ekki þetta tækifæri, t.d. ef ekki fæst nægilegur fjöldi undir- skrifta, þá er þetta greinilega ekki hagsmunamál þjóðarinnar allrar, forsetinn hefur þá mislesið þjóð- arviljann og lögin taka gildi að þess- um aukafresti liðnum án þjóð- aratkvæðis. Ef hins vegar nægur fjöldi krefst þjóðaratkvæðis er málið útkljáð þannig. Þessi leið gerir ríkari kröfur til að þjóðin taki ábyrgð á málum og væntanlega myndi forsetinn hvort eð er ekki synja/seinka laga- frumvarpi nema að undangenginni mikilli umræðu í þjóðfélaginu. Eftir Lárus Jón Guðmundsson Lárus Jón Guðmundsson Höfundur er verkefnisstjóri og er í framboði til stjórnlagaþings/8672 – www.2018.is. „Seinkunarréttur“ forseta og þjóðaratkvæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.