Morgunblaðið - 25.11.2010, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
✝ Sigurjón Guð-mundsson fæddist
í Reykjavík 13. júlí
1916. Hann lést á
Droplaugarstöðum
18. nóvember 2010.
Foreldrar hans voru
Guðmundur Jónsson
sjómaður, f. 2. júní
1893, d. 18. nóvember
1918 úr spönsku veik-
inni og Þóranna Rósa
Sigurðardóttir, f. 23.
júlí 1892, d. 3. sept-
ember 1989. Hálf-
systkin Sigurjóns
voru Guðmundur Kristjánsson, f. 8.
ágúst 1921, d. 22. ágúst 2007, og
Sigurbjörg Kristjánsdóttir, f. 1.
ágúst 1925. Uppeldissystir hans var
Steinunn Kristjánsdóttir, f. 5. apríl
1916, d. 29. júní 2008.
Fyrri kona Sigurjóns var Lára
Antonsdóttir, f. 3. júlí 1921, d. 30.
september 1987, þau skildu. Þau
áttu saman eina dóttur, Stefaníu
Rósu, f. 28. janúar 1940. Eig-
inmaður hennar er Heimir Ingi-
marsson, f. 1937. Börn Þeirra eru: a)
Guðgeir Hallur, maki Sigríður
Benjamínsdóttir, þau eiga tvö börn
og tvö barnabörn. Fyrir á Hallur
einn son. b) Sigþór, var kvæntur
Hrönn Einarsdóttur og eiga þau
saman 3 börn; c) Lára Ósk, maki
Björn Kristinn Björnsson, þau eiga
3 börn og eitt barnabarn; Fyrir átti
Björn einn son. d)
Hafþór Ingi, kvæntur
Jennýju Valdimars-
dóttur, þau eiga tvö
börn. Fyrir átti Jenný
einn son. Seinni kona
Sigurjóns var Þórunn
Ólafsdóttir, f. 17. apríl
1908, d. 16. ágúst
1996. Með henni eign-
aðist hann 2 börn; 1)
Þuríði Eddu f. 15. júlí
1945, maki Alexander
Þórsson, f. 1941, þau
eiga 3 börn, a) Þór-
unni, f. 1963, maki
Hjörleifur Harðarson, f. 1961, og
eiga þau 3 börn; b) Guðlaugu Haf-
dísi, f. 1965, maki John Toohey, f.
1963, og þau eiga 3 börn; c) Sig-
urjón, f. 1973, maki Signý Trausta-
dóttur, f. 1974, og eiga þau 2 syni. 2)
Guðmundur, f. 29. júlí 1948, maki
Margrét Sverrisdóttir, f. 1954, þau
eiga 2 börn; a) Karen Önnu, f. 1981,
var gift Ólafi Finni Jónssyni, f. 1973,
en þau slitu samvistum en eiga sam-
an 2 dætur; og b) Andri Már, f. 1991.
Sigurjón byrjaði til sjós 13 ára
gamall. Eftir það starfaði hann
lengst af sem vinnuvélastjóri þar til
hann hóf störf hjá Hafskip árið
1968. Vann hann þar til starfsloka
sem bifreiðastjóri og verkstjóri.
Útför Sigurjóns fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 25. nóvember
2010, og hefst athöfnin kl. 15.
Elsku pabbi minn. Nú ert þú far-
inn í ferðina miklu sem allir eiga fyrir
höndum.
Það er ótrúlegt að eiga ekki eftir
að hitta þig, drekka kaffi og spjalla
saman sem við gerðum í mörg ár, eða
réttara sagt, í marga áratugi.
Pabbi þú varst góður maður, mátt-
ir ekkert aumt sjá, og varst einstak-
lega barngóður, þú áttir alltaf ís og
eitthvað gott í skápunum og ósjaldan
spurðir þú afabörnin hvort þau væru
„ekki blönk“ og stakkst smá pening í
vasa þeirra. Það hefðu ekki allir farið
í þín spor varðandi dugnað, það var
órtúlegt að sjá þig, kominn yfir ní-
rætt, mokandi snjó, hreinsa garðinn
og eitt og annað sem þú „dyttaðir“ að
eins og þú orðaðir það sjálfur þegar
þú bjóst í Hólmgarðinum. Ég gæti
skrifað margt fleira um þig en þú
hefðir ekki viljað neina lofræðu, það
var ekki þinn háttur.
Elsku pabbi minn, ég á eftir að
sakna þín mikið, en nú ert þú kominn
til mömmu og allra þinna ættingja og
vina og það er örugglega glatt á
hjalla þar, ef ég þekki þig rétt.
Þín dóttir,
Edda.
Mig langar að minnast föður míns
sem lést 18. nóvember á Droplaug-
arstöðum. Hann ólst upp í gamla
bænum, og var því mikið að leika sér
við sjóinn. Á fermingarárinu var
hann úti að leika, þá kom maður í bíl
að leita að ákveðnum dreng, en hann
hét tveimur nöfnum, en viðkomandi
aðili spurði eftir fyrra nafninu. Hann
var spurður hvað hann vildi honum
og þá vantaði hann aðstoðarmann í
eldhús á skipi. Það fór þannig að
hann bauð sig fram í plássið, og var
hann sammála því ef hann mætti það.
Hann hljóp heim til mömmu sinnar
og sagði henni tíðindin, en hún var
ekki á því að hann færi, en hann tíndi
föt í poka sem hún tók af honum og
sagði að hann færi ekkert. Að lokun
hafði hann sitt fram, og fór þessa
ferð, en mömmu hans fannst það af-
leitt því daginn eftir að hann fór átti
hann að ganga til altaris. Þetta var
upphaf á sjómennsku hans. Hann var
stoltur þegar komið var í land, og
rétti móður sinni 100 krónur, sem
voru miklir peningar þá. Hann var á
bátum sem sigldu með aflann til út-
landa á stríðsárunum, og það voru
ýmsar uppákomur í þeim ferðum og í
einni ferðinni kom sjónpípa upp úr
sjónum við hliðina á bátnum og
þarna var kafbátur á ferð.
Þegar hann var níræður fórum við
feðgarnir saman í bíltúr, en hann
vildi aldrei vera heima á afmælisdag-
inn og fórum við norður í Miðfjörð að
Efra-Núpi, en þar hvílir Vatnsenda-
Rósa, en við erum afkomendur henn-
ar. Í þeirri ferð sagði hann mér
margar sögur frá uppvaxtaárunum
sínum. Ein sagan var um það þegar
hann var sendur í sveit að Bæ í Mið-
dölum, þá níu ára gamall, með Lax-
fossi sem sigldi frá Reykjavík og í
Borgarnes, en þangað átti að sækja
hann. Þegar í land kom var enginn
kominn, skipið fór og sat hann einn á
bryggjunni. Þarna var níu ára strák-
ur og enginn sjáanlegur. Vissi hann
ekkert hvað hann ætti að bíða lengi.
Loks kom maður á hesti og með ann-
an til reiðar sem hann var látinn á.
Þeir riðu sem leið lá upp Borgar-
fjörðinn og yfir Bröttubrekku og
þegar þeir voru komnir langleiðina
niðir af heiðinni, þurfti fylgdarmað-
urinn að hvíla sig, en lét hann sitja á
hestinum á meðan. Heimilisfólkið á
fyrsta bænum í Dölunum sá mann
sitja á hesti og þegar hann fór ekki af
baki fór húsfreyjan að athuga hver
þetta væri. Þá steinsvaf fylgdarmað-
urinn. Hann mundi enn hvað þessi
kona var reið við fylgdarmanninn, en
fór með drenginn heim að bænum,
þar fékk hann að borða og hvílast áð-
ur en farið var með hann þangað sem
hann átti að vera.
Pabbi lenti í miklu slysi um borð í
togara og var lengi frá vinnu, en fór
að vinna á krönum og var lengi á
krana hjá Togarafgreiðslunni. Árið
1968 fórstu að vinna hjá Hafskip sem
vörubílstjóri og fórst einn og einn túr
sem smyrjari á Langá. Þegar þú
varst í Lönguhlíðinni vildir þú alltaf
vera að gera eitthvað eins og þrífa úti
lauf og annað rusl. Eftir að þú komst
á sjúkradeildina á Droplaugarstöð-
um, vildir þú fá verkfæratöskuna, því
að það þyrfti þar að dytta að ýmsu.
Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú
hefur gert fyrir mig og mína fjöl-
skyldu.
Guðmundur Sigurjónsson.
Fyrir hartnær fimmtíu árum hitti
ég Þórunni og Sigurjón fyrst í Hólm-
garði 24. Ég var að vonum dálítið
stressaður eins og flestir hafa reynt,
sem hafa staðið í sömu sporum og ég
en taugaspenningur var óþarfur. Við
Sigurjón vorum ekki nándar nærri
alltaf sammála um menn og málefni
en skildum alltaf sem vinir, reyndar
held ég að aldrei hafi farið neinn frá
honum án þess að vera sáttur og
ánægður. Undir hrjúfu yfirborði sló
viðkvæmt hjarta sem ekkert bágt
mátti vita um. Hann var einstaklega
barngóður, enda sáu afabörnin ekk-
ert nema hann og komu oft í heim-
sókn til hans.
Starfsævi Sigurjóns hefst á hefð-
bundinn hátt. Hann var lengi á sjó,
aðallega á togurum þar til hann slas-
aðist mjög illa á handleggjum og
höfði og varð að hætta af þeim sök-
um. Hann talaði oft um sjómennsk-
una og alltaf var gaman að hlusta á
hann tala um þessa tíma. Seinna þeg-
ar búið var að raða honum nokkurn-
veginn saman eftir slysið, eins og
hann orðaði það, var hann illa bækl-
aður á handleggjum. Eftir þetta fór
hann að vinna á beltakrana hjá Valda
í Brekkukoti, m.a. gróf hann grunna
að ýmsum byggingum og fleiru sem
til féll. Seinna fór hann að vinna á
krana hjá Togaraafgreiðslunni hf.
Oft var vinnudagurinn langur og erf-
iður fyrir bæklaðan mann en aldrei
fann hann hjá sér ástæðu til þess að
kvarta. Hann var samviskusamur
með afbrigðum. Seinna fór hann að
vinna hjá Hafskip hf. Oft minntist
hann á veru sína hjá Hafskip en þar
líkaði honum mjög vel.
Hann var ákaflega umtalsgóður
um fólk og man ég ekki eftir því að
hann legði nokkuð illt til nokkurs
manns enda friðelskur með eindæm-
um, en það er dálítið sérstakt þar
sem lífið hefur ekki beinlínis farið
mjúkum höndum um hann. Sigurjón
kom sér upp sumarbústað uppi í
Svínadal, Hvalfjarðarstrandar-
hreppi, og er það fyrsti sumarbú-
staðurinn sem byggður var í Eyrar-
landi. Bústaðurinn var stækkaður
Sigurjón
Guðmundsson✝Eiginmaður minn og faðir okkar,
SIGURÐUR SIGURÐSSON,
Hamrahlíð 30,
Vopnafirði,
lést á heimili sínu 20. nóvember.
Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju mánu-
daginn 29. nóvember kl. 14.00.
Friðdóra Tryggvadóttir,
Sigtryggur Sigurðsson,
Sigurður Sigurðsson,
Gerður Sigurðardóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir
og aðrir aðstandendur.
✝
Móðir okkar,
VALBORG GUÐMUNDSDÓTTIR,
Tungufelli,
Breiðdal,
lést á hjúkrunarheimilinu Uppsölum mánudaginn
22. nóvember.
Útförin fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 27.
nóvember kl. 14.00.
Jón Björgólfsson,
Guðmundur Björgólfsson,
Grétar Björgólfsson,
Fjóla Ólöf Karlsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN GUÐMUNDUR BERGMANN
fyrrverandi aðalgjaldkeri,
áður til heimilis að,
Ljósvallagötu 24,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund
mánudaginn 22. nóvember.
Jarðsett verður frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 3. desember kl. 13.00.
Andreas Bergmann, Guðrún Gísladóttir Bergmann,
Ingibjörg Bergmann, Þorbergur Halldórsson,
Halldór Bergmann, Anna Lára Kolbeins,
Guðrún Bergmann, Gísli Sveinbjörnsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
GUÐNI ÞÓRARINN VALDIMARSSON,
Hamrahlíð 21,
Vopnafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð mánudaginn
22. nóvember.
Útför hans fer fram frá Vopnafjarðarkirkju miðviku-
daginn 1. desember kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Sundabúðar, í
síma 470 3077.
Ásta Ólafsdóttir,
Valdimar Guðnason,
Droplaug Guðnadóttir, Kristján Geirsson,
Páll Guðnason,
Guðrún Anna Guðnadóttir, Sigurjón Haukur Hauksson
og barnabörn.
✝
Ástkæra móðir mín, tengdamóðir og amma,
HJÖRDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Gullsmára 9,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn
22. nóvember.
Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn
29. nóvember kl. 13.00.
Guðmundur Þórðarson, Rut Ólafsdóttir,
Sólon Guðmundsson,
Hjördís Rósa Guðmundsdóttir,
Eva Rós Stefánsdóttir,
Karl Heiðar Hilmarsson,
Rökkvi Leó Karlsson.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð við andlát og útför,
JÓHANNESAR ARASONAR
fyrrverandi útvarpsþular.
Guð blessi ykkur öll.
Elísabet Einarsdóttir,
Ása Jóhannesdóttir,
Ari Jóhannesson, Jóhanna F. Jóhannesdóttir,
Einar Jóhannesson, Ívar Ólafsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Bróðir okkar og frændi,
SÆMUNDUR SALÓMONSSON
frá Ketilsstöðum,
verður jarðsunginn frá Skeiðflatarkirkju laugar-
daginn 27. nóvember kl. 14.00.
Björgvin Salómonsson,
Svandís Salómonsdóttir,
systkinabörn og fjölskyldur.