Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 27

Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 27
þrisvar eftir því sem fjölskyldan stækkaði, því engum mátti úthýsa. Sigurjón hafði gaman af því að gleðjast á góðri stundu og lyfta glasi, og var hann hrókur alls fagnaðar þegar sá gállinn var á honum. Það var ótrúlegt hvað hann var vinnu- samur. Hann þurfti ætíð að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Það var oft ótrúlegt að sjá baslið á þessum margbæklaða manni, og margur heilbrigður mað- urinn kemst ekki með tærnar þar sem hann hafði hælana. Mér er of- arlega í minni þegar hann frétti í gegnum síma að dótturdóttur vant- aði mjólk, úti var öskubylur og ófært öllum nema stærstu farartækjum. Þá tók sá gamli sig upp og öslaði snjóinn upp í klof í snarvitlausu veðri og kom með mjólk handa barnabarni sínu og fór strax til baka. Þetta er enginn smá spotti frá Hólmgarði í Njörvasund og til baka. En þetta er akkúrat myndin af Sigurjóni sem ekkert mátti aumt sjá, og síst af öllu máttu afabörnin líða skort af neinu tagi. Ef hann gat eitthvað hjálpað til, þá gerði hann það. Sigurjón hlaut hægt andlát aðfara- nótt 18. nóvember á Droplaugarstöð- um. Blessuð sé minning hans. Alexander Þórsson. Meira: mbl.is/minningar Elsku besti afi, læriskólabílstjóri minn, nú ertu farinn til ömmu, mikið held ég að hún sé ánægð að fá þig til sín og þú ánægður að hitta hana á ný. Hún var ljósið þitt, þú talaðir svo mikið um ömmu. Ég minnist sam- verustunda okkar með miklum sökn- uðu, við áttum margar góðar stundir saman alveg fram á seinasta dag elsku afi. Mér er svo kært þegar þú keyrðir mig í Ísaksskóla, og þegar ég þuldi margföldunartöfluna í stofunni heima í Hólmgarðinum. Ég var líka svo oft í pössun hja ykkur ömmu, og ég man alltaf þegar ég var lítil og með hlaupabólu, þá var afi til taks til að passa veiku afastelpuna sína. Þetta eru allt góðar minningar, og bíllinn þinn, gamli lanserinn, hann fór ekki langt, enda varstu mjög kát- ur að vita hvaða blómarósir eiga bíl- inn í dag. Eins er mér líka minnis- stæð skírnin hjá Þórunni minni, þú fékkst að halda á henni í skírninni og þú varst svo glaður þegar þú vissir að hún ætti að heita Þórunn í höfuðið á ömmu og alnafna, og skírnin var á af- mælisdaginn hennar ömmu, 17. apríl. Þú sagðir mér svo oft frá þér þeg- ar þú varst ungur og mér þykir vænt að fá að eiga þær minningar. Ég minnist þín alltaf sem glaðs manns sem vildir allt fyrir mann gera. Þú reyndist mér og stelpunum mínum rosalega vel og þú hugsaðir alltaf vel um okkur. Ég, Anna Margrét og Þórunn munum ávallt sakna þín elsku afi og langafi okkar. Megi Guð geyma þig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) Þín afastelpa, Karen Anna, og langafastelpur, Anna Margrét og Þórunn. Elskulegur bróðir minn Diddi er látinn og langar mig að kveðja hann með nokkrum orðum. Diddi var hjartahlýr og greiðvik- inn húmoristi. Alla tíð hugsaði hann einstaklega vel um móður okkar og var vakinn og sofinn ef einhvers stað- ar var aðstoðar þörf. Diddi var afkomandi Skáld-Rósu en afi okkar Sigurður var barnabarn hennar. Hann hafði gaman af kveð- skap og læt ég hér fylgja með ljóð sem faðir minn orti: Mannanna er misskipt högum, meistarinn þeim ræður lögum, áður fyrr og enn á dögum allar heims um tíðir. Allir ganga eina leið um síðir. (Kristján Schram Guðjónsson.) Börnum Didda og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur, Sigurbjörg Schram Krist- jánsdóttir (Bagga systir.) MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 ✝ Karl Emil Sig-urðsson fæddist í Hafnarnesi í Fá- skrúðsfirði 8. janúar 1924. Hann lést á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 18. nóvember 2010. For- eldrar hans voru hjón- in Kristín Sigurð- ardóttir, frá Hafnarnesi í Fá- skrúðsfirði, f. 6. okt. 1906, d. 27. maí 1981, og Sigurður Karlsson frá Garðsá í Fáskrúðs- firði, f. 29. mars 1904, d.12. ágúst 1972. Systkini Emils eru: María, f. 14. sept. 1922, d. 4. maí 2005, Jór- unn, f. 27. okt. 1925, d. 3. ágúst 1967, Óskar, f. 13. maí 1927, Rafn, f. 29. mars 1929, d. 27. ágúst 1988, Jón, f. 1. feb. 1931, d. 1931, Erna, f. 16. maí 1932, Ásta, f. 1. ágúst 1933, Fjóla, f. 13. okt. 1936, Valgerður, f. 15. des. 1942. Hálfbróðir samfeðra Ágúst, f. 23. okt. 1938, d. 25. maí 2008. Emil giftist árið 1953 Lilju Finn- bogadóttur frá Bræðraborg í Vest- mannaeyjum, f. 15. feb. 1920, d. 1. maí 1959. Lilja átti með fyrri manni sínum Gunnari Þórðarsyni frá Vík- urgerði í Fáskrúðsfirði, f. 20. maí 1914, d. 14. júní 1950, Bryndísi, f. 15. jan. 1939, maki Sigurður Jónsson, f. 30. apríl 1949, og Rósu, f. 10. sept. öðlaðist vélstjóraréttindi á Norð- firði. Hann reri næstu misseri bæði frá heimahögum og einnig suður með sjó. Um 1950 fluttist hann til Vestmannaeyja og hóf síðan búskap með Lilju og dætrum hennar. Emil stundaði sjóinn sem vélstjóri á ýms- um bátum frá Vestmannaeyjum en lengst af á mb. Sigurfara VE 38. Vegna eldgossins í Eyjum fluttu Em- il og Helga upp á land og settust að í Grindavík. Árið 1974 hóf Emil störf í Fiskimjöli og lýsi í Grindavík og vann þar allt til ársins 1991 en þá flutti hann til Reykjavíkur. Síðustu starfsárin starfaði Emil hjá Olíufé- laginu Esso eða til ársins 2002. Árið 2004 flutti hann í þjónustuíbúð á Vesturgötu 7, Reykjavík, og bjó þar fram á síðasta vor en dvaldi á Land- kotsspítala í sl. sumar og nú síðustu 2 mánuði naut hann góðrar aðhlynn- ingar á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík. Emil var félagslyndur maður og naut sín vel í spjalli og dansi. Hin síðari ár átti hann góðar vinkonur sem deildu með honum áhuga hans á dansi, spilamennsku og sólarlandaferðum. Það voru Dagný Magnúsdóttir, f. 8. okt. 1925, d. 18. okt. 1996, og nú síðustu árin naut hann vináttu Ellenar Stef- ánsdóttur, f. 24. mars 1922. Var hann þeim og fjölskyldum þeirra þakklátur fyrir vinsemd og rækt- arsemi. Útför Emils fer fram frá Nes- kirkju í dag, 25. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 11. Jarðsett verð- ur síðar í Vestmannaeyjum. 1940, maki Stefán H. Jónasson, f. 11. feb. 1941. Dætur Emils og Lilju eru 1) Gunn- hildur Björg, f. 1. nóv. 1952. Börn Gunn- hildar og f. m. Jakobs Fenger, f. 24. feb. 1952, d. júní 2008, eru a) Olga Hörn Fenger, f. 12. maí 1978, barn Kolka, og b) Emil Fen- ger, f. 10. feb. 1986, sambýliskona Ásgerð- ur Egilsdóttir, f. 7. maí 1986, barn þeirra er Jakob Eldur. 2) Ásdís Lilja Emils- dóttir, f. 5. ágúst 1956, maki Krist- ján Ingi Einarsson, f. 15. okt. 1952. Dætur þeirra a) Rósa Hrund, f. 3. jan. 1980, maki Haraldur B. Ingv- arsson, barn Hrafnhildur, b) Hildur Helga, 20. apr. 1984, sambýlismaður Egill Sigurjónsson, f. 5. mars 1978, og c) Lilja, f. 29. maí 1990. Árið 1962 giftist Emil Helgu Þorkelsdóttur frá Sandprýði í Vestmannaeyjum, f. 11. nóv. 1913, d. 22. sept. 1980. Sonur Helgu er Pétur Antonsson, f. 26. ágúst 1934, maki Sigrún Jónsdóttir, f. 31. des. 1932. Emil ólst upp í stórum systk- inahóp í Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði sem á þessum tíma var nokkuð margbýlt. Hann byrjaði sem barn að sækja sjóinn með pabba sínum og Faðir minn, Karl Emil Sigurðsson, er látinn. Ég á honum það að þakka að ég varð sjálfstæð og hugrökk og finnst mótorlyktin góð og sjórinn yndisleg- ur. Pabbi var í mínum huga sjómaður þótt hann segði mér sögur af því að hann yrði að læra að stíga ölduna í hvert sinn sem hann fór á sjóinn. Ég á honum líka það að þakka að ég fékk að alast upp með systur minni Ásdísi sem er fjórum árum yngri. Það hefur ekki verið auðveld ákvörðun þegar mamma dó að halda okkur báðum. Ég á óendanlega fyndnar minning- ar um þig við að reyna að kenna mér að spila vist og þar af leiðandi ekki að kenna mér að dansa en þér þótti það gaman og naust hylli kvenna fyrir það. Þú varst kátur, það sögðu vinnu- félagar þínir við mig þegar ég var að leita að þér niðri á Netó eða niðri í Kró. Vinkonur mínar töluðu líka um þig og sögðu hvað þú værir mjúkur karl. Og þú sýndir enn þessa mjúku hlið á þér þegar þú komst inn úr vor- regninu, hrakinn og kaldur, og færðir barnabarnabarni þínu, henni Kolku, fallega heimaprjónaða lopapeysu sem þú hafðir keypt. Þú fórst inn í rangan strætisvagn en fannst þær mæðgur þó að lokum. Senda þær ást- arkveðjur og þakkir. Mér þótti vænt um þig og þakka fyrir allt og allt. Starfsfólki á L-4 á Landakoti og á Grund þakka ég góða umönnun og hjúkrun. Gunnhildur. Í dag er kvaddur tengdafaðir minn og vinur Emil Sigurðsson vélstjóri frá Hafnarnesi í Fáskrúðsfirði. Þrjá- tíu og tvö ár eru liðin frá því að ég fór með Ásdísi til Grindavíkur og hitti Emil tengdapabba í fyrsta sinn. Þar bjó hann ásamt Helgu stjúpu Ásdísar eftir gosið í Vestmannaeyjum. Ekki er ég viss um að honum hafi í byrjun litist alltof vel á ráðahag dóttur sinn- ar. Það átti þó eftir að breytast og við áttum sameiginlegt áhugamál sem var fótboltinn. Mér tókst að gera Emil að hörku KR-ingi og við urðum miklir mátar eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Emil var á sjó allt frá unga aldri, lengst af á Sigurfara frá Vestmanna- eyjum eða þar til að gosið hófst og hann flutti til Grindavíkur þar sem hann starfaði hjá Fiskimjöli og lýsi. Emil missti Helgu konu sína árið 1980 en bjó áfram í Grindavík til árs- ins 1991. Eftir að við Ásdís eignuðumst fyrstu dóttur okkar árið 1980 fórum við nokkrar ferðir til Grindavíkur til að monta okkur af frumburðinum. Emil og Helga, meðan hennar naut við, tóku ávallt vel á móti okkur og auðséð var að Emil var stoltur afi. Eftir að Emil varð einn heimsótti hann okkur litlu fjölskylduna æ oftar en á þessum árum vorum við að gera upp gamalt hús í Vesturbænum. Em- il hafði ekki mörg orð um þennan timburhjall með ryðguðu járni og ónýtum gluggum og skildi ekki hvað við vorum að fara út í. Emil var hörkuduglegur maður og iðinn við að hjálpa okkur við endurgerðina. Hann var ekki síður hjálplegur þegar við Ásdís byggðum okkur sumarbústað við Álftavatn þar sem hann dvaldi oft með okkur. Þar naut hann þess að leggja net og veiða silung en Emil var ástríðufullur veiðimaður. Hann veiddi lunda á Vestmannaeyjaárun- um og stundaði gæsaveiðar allt til áttræðisaldurs. Alltaf var tilhlökkun hjá okkur fjölskyldunni að borða gæs um jólin sem Emil hafði veitt. Okkur Emil kom ævinlega vel saman þrátt fyrir að hann ætti það til að þrasa svolítið og skildi hann stund- um ekki okkur unga fólkið sem höfð- um allt til alls og gerðum hlutina öðruvísi en hann hafði átt að venjast. Emil var mikill sögumaður og hafði gaman af að rifja upp og segja sögur frá æskuárunum fyrir austan, frá sjómannslífinu í Vestmannaeyj- um og ekki síst af gæsaveiðinni. Þær voru margar ótrúlegar sögurnar af sjónum sem gáfu okkur innsýn í lífs- baráttu hans kynslóðar. Engan hef ég þekkt jafn fé- lagslyndan mann og Emil. Honum þótti skemmtilegt að dansa og var eftirsóttur dansherra. Sólarlanda- ferðir voru hans ær og kýr því hann naut sín í góðum félagsskap og sól og hita. Hann var mikill spjallari og var óhræddur að taka menn tali hvort heldur hann þekkti viðkomandi eða ekki. Emil var duglegur að hreyfa sig á meðan heilsan leyfði. Hann gekk um miðbæ Reykjavíkur og stundaði sundlaugarnar alla daga vikunnar. Um helgar kíkti hann inn í Kolaport- ið og naut þess að fá sér molasopa í félagsskap fastagesta. Að leiðarlokum þakka ég Emil góða samfylgd í lífinu. Hann var góð- ur tengdafaðir, vinur og ekki síst ljúf- ur og góður afi dætra okkar Ásdísar. Hvíli hann í friði. Kristján Ingi Einarsson. Nú er hann farinn frá okkur hann afi Emil. Þegar ég kveð hann afa minn hugsa ég til baka um allar minningarnar um afa. Þar sem ég er yngsta barnabarnið kynntist ég hon- um kannski öðruvísi en systur mínar og frændsystkin. Ég á þó margar góðar minningar um hann afa. Sú fyrsta er líklega eitt kvöld sem ég var í pössun hjá honum á Sólvallagöt- unni. Við fórum í Bónus og keyptum pylsur og vídeóspólu. Afi sauð pyls- urnar og setti spóluna í, það kvöld horfðum við á myndina bæði aftur á bak og áfram þangað til ég sofnaði. Þetta fannst mér frábært, að afi skyldi leyfa mér að horfa eins oft og ég vildi á spóluna. Minningarnar eru margar, allir mánudagarnir sem afi kom í ýsu, öll jólin og afmælin, þar sem afi sagði alltaf sín fleygu orð: „Hver á alla þessa krakka?“ Þó held ég að mér muni alltaf þykja vænst um minn- inguna um síðustu dagana hans afa. Síðustu dagarnir hans hér með okkur voru friðsælir. Við sátum hjá honum fjölskyldan og spjölluðum. Þrátt fyrir að vera orðinn mjög veikur sást bros læðast fram hjá honum öðru hverju þegar hann hlustaði á okkur. Hann horfði í augun á okkur og brosti. Ég mun aldrei gleyma þeirri hlýju sem hann afi sýndi mér. Afi Emil mun alltaf eiga sinn stað í hjarta mínu. Eins og presturinn sagði þegar við kvöddum hann á Grund: Svo lengi sem við höldum minningu hans uppi verður hann alltaf með okkur. Guð blessi þig afi minn. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Lilja Kristjánsdóttir. Nú er afi okkar farinn frá okkur og kominn á góðan stað í faðmi fjöl- skyldu og vina. Búinn að hitta hana ömmu Lilju og Helgu, sem við feng- um aldrei að kynnast en höfum fengið að heyra sögur af. Emil var sérstakur afi og það var alltaf gaman að segja sögur af hon- um. Afi Emil á laxableika bílnum, okkur stóð nú ekki alveg alltaf á sama að fara með honum í þennan bíl. Skömmuðumst okkar eiginlega fyrir hann. En fyrr en varði vorum við farnar að fá bílinn lánaðan hjá honum og fannst við bara vera nokkuð flott- ar á honum. Afi mætti alltaf með bros á vör þegar hann kom í heimsókn til okkar. „Hver á alla þessa krakka?“ var tíð setning hjá honum þegar hann mætti í afmælisveislur eða boð. Og þegar við komum í heimsókn til hans og lék- um okkur með dúkkurnar sem mamma og Gunnhildur höfðu átt bauð hann okkur alltaf upp á súkku- laðimola. Súkkulaði sem hann hafði keypt í einni af sólarlandaferðum sín- um til Spánar. Stundum var það byrj- að að grána eftir langa veru inni í skápnum en við létum okkur hafa það og gæddum okkur á því glaðar í bragði. Við þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með afa Emil. Það verður skrítið að hafa hann ekki hjá okkur um jólin. Hans verður sárt saknað. Hildur Helga Kristjánsdóttir og Rósa Hrund Kristjánsdóttir. Emil Sigurðsson Elsku afi minn hef- ur lokið sínu hlutverki hér á jörð. Vitrari mann hef ég ekki hitt. Það skipti engu máli hvað maður þurfti að vita, hann hafði alltaf svör. Ég man þegar ég átti að gera tillögu að ræðu í skól- anum. Fyrsta sem mér datt í hug var að kíkja á afa og biðja um aðstoð. Hann kom með frábæra tillögu um að reisa styttu af Þorbjörgu Bjarna- dóttur með hníf í hægri hendi og undir vinstri handlegg hefði hún Snorra-Eddu, Heimskringlu og Eg- ilssögu. Skyldi styttan gjarnan standa fyrir framan Þjóðarbókhlöð- una. Hefði Þorbjörgu ekki mistekist að stinga augað úr Hvamms-Sturlu hefði Snorri Sturluson ekki gengið í skóla í Odda og óvíst er hvort hann hefði lært að lesa eða skrifa og næst- um örugglega hefði hann ekki gerst heimsfrægur rithöfundur. Þegar þessi ræða var samin var Hrafnkell Helgason ✝ Hrafnkell Helga-son, fyrrverandi yfirlæknir, fæddist á Stórólfshvoli í Rang- árvallasýslu 28. mars 1928. Hann lést á Landspítalanum 19. október sl. Útför Hrafnkels fór fram frá Vída- línskirkju í Garðabæ 29. október 2010. búið að klæða styttur bæjarins í bleikt til þess að minna á að engar styttur væru til af konum. Afa fannst því tilvalið að reisa styttu af Þorbjörgu í baráttunni fyrir jafn- rétti kynjanna. Flutn- ingurinn gekk vel og ræðan vakti athygli þeirra sem hlustuðu. Afi kallaði okkur barnabörnin aldrei réttu nafni heldur gaf hann okkur öllum gælunöfn. Ég fékk nafnið Litla- Gudda og Þórður Breki sonur minn fékk nafnið Kakali eftir uppáhalds- persónu afa í Sturlungu. Mér þykir í dag ótrúlega vænt um gælunafnið mitt þótt mér hafi fundist það hall- ærislegt á unglingsárunum. Ég á margar góðar minningar um afa bæði frá Vífilsstöðum, sumarbú- staðnum og Móaflöt. Uppi í sum- arbústað leið honum vel og þar fann hann frið á sínum heimaslóðum. Það er tómlegt að fara á Móaflöt og heyra ekki afa kalla „Litla- Gudda“, sjá hann ekki sitja í stólnum sínum að lesa eða hlusta á fréttir. Ég kveð afa minn með orðum sem Sturla Þórðarson var kvaddur með: „Láti guð honum nú raun lofi betri.“ Þín Helga Lovísa (Litla-Gudda). Lokað Vegna jarðarfarar EYJÓLFS KARLSSONAR verður fyrirtækið lokað frá kl.12:00 – 16:00 í dag, fimmtudag 25. nóvember. Vörumerking ehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.