Morgunblaðið - 25.11.2010, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
✝ Sigurður ViðarÓskarsson fædd-
ist á Ísafirði 25. nóv-
ember 1960. Hann
lést á heimili sínu
16. nóvember 2010.
Foreldrar hans voru
Óskar Hinrik Ás-
geirsson og Lilý
Erla Adamsdóttir.
Systkini Sigurðar
voru þau Adam Ás-
geir, Elías Örn,
Hörður og Bryndís
ásamt hálfsysturinni
Bellu Aðalheiði
Vestfjörð.
Sigurður kvæntist 25. ágúst
1998 Ulrike Sillus hjúkrunarfræð-
ingi frá Þýskalandi.
Sigurður fluttist barnungur frá
Ísafirði með foreldrum sínum til
Akureyrar og bjó þar alla tíð.
Hann útskrifaðist sem gagnfræð-
ingur frá Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar 1977 og hélt síðan áfram
skólagöngu sinni að Hvanneyri í
Borgarfirði þaðan sem hann út-
skrifaðist sem búfræðingur árið
1979. Sigurður vann
við fjölbreytt störf á
starfsævi sinni, um
árabil vann hann hjá
Útgerðarfélagi Ak-
ureyringa, síðar hjá
Íslenskum skinnaiðn-
aði og hjá Sláturhúsi
KEA og einnig hjá
Slippstöðinni á Ak-
ureyri. Sigurður
lauk námi sem leið-
sögumaður árið 2006
og vann síðustu ár
hjá Sérleyfisbílum
Akureyrar við leið-
sögn erlendra ferðamanna. Sam-
hliða vinnu sinni sinnti Sigurður
ætíð af krafti áhugamáli sínu en
hestamennskan átti hug hans all-
an og undi Sigurður hvergi hag
sínum betur en við það að sinna
þeim hugðarefnum sínum við
ræktun, tamningar og þjálfun ís-
lenska hestsins.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag, 25. nóv-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Ég kynntist Sigga, þegar
mamma fékk pláss fyrir okkur
systurnar og sig í félagshesthúsi
Léttis árið 1995. Siggi var þar titl-
aður umsjónarmaður en fyrir okk-
ur krakkana var hann svo miklu,
miklu meira. Hann var alltaf boð-
inn og búinn til að hjálpa okkur
með allt sem tengdist hesta-
mennskunni. Hann hvatti okkur til
að keppa í félagskeppnum, var
alltaf til í að fara með okkur í út-
reiðatúra og svo langa reiðtúra um
helgar. Hann leyfði okkur að prufa
hestana sína, svona til að við
fengjum að kynnast mismunandi
„karakterum“ og meira að segja
leyfði hann mér að fara á bak á
graðhestinum sínum, sem mér sem
14 ára táningi þótti svakalegur
heiður. Þó svo að við fjölskyldan
flyttumst tveimur árum seinna til
Reykjavíkur hittum við Sigga allt-
af reglulega í kringum hesta-
mennskuna. Það var alltaf jafn
gaman að hitta hann. Hann var
alltaf glaður, innilega einlægur,
góður og áhugasamur.
Siggi minn, þín verður sárt
saknað en jafnframt alltaf minnst
með gleði í hjarta. Innilegar sam-
úðarkveðjur til Ulrike þinnar.
Þín vinkona,
Katla.
Þegar fluttum heim til Akureyr-
ar frá Svíþjóð fyrir nokkrum árum
og létum loksins drauminn rætast
að eignast okkar eigin hesta í stað
þess að ríða á sænskum reiðskóla-
hestum í viku hverri, þá vantaði
okkur tilfinnanlega húsaskjól og
fóður fyrir gripina. Góð ráð máttu
líka alveg fylgja í kaupbæti enda
vorum við að stíga okkar fyrstu
skref í íslenskri hestamenningu.
Þeir sem spurðir voru reyndust
allir vera á einu máli: „Talið við
hann Sigurð, hann hjálpar ykkur
örugglega.“
Við munum vel eftir okkar
fyrstu fundum, enda vissum við
strax að þarna var sannur íslensk-
ur hestamaður á ferð. Þú sast á
baki leirljóss gradda, sem greini-
lega vildi fara sínar eigin leiðir,
þannig að samtalið varð ekki ýkja
langt, en engu að síður var allt
saman bara einhvern veginn
klappað og klárt á skammri
stundu og þannig var það ávallt
upp frá því á milli okkar.
Við vissum að við vorum komin í
öruggt skjól með hestana okkar og
fremur takmarkaða hestakunn-
áttu. Þú lést ekki þitt eftir liggja
að hjálpa okkur og leiðbeina og
greinilega væsti ekki um hrossin
hjá þér. Það var líka alltaf heil-
mikil umferð af fólki í húsinu sem
leitaði til þín eftir ráðum og góðu
spjalli.
Kæri vin, við söknum þín en í
hugskoti okkar sjáum við þig, ríð-
andi með flaksandi skeggið á
glæstum fák á þeim víðfeðmu og
fögru lendum þar sem við endum
öll einhvern daginn, og reynum að
bera okkur vel þrátt fyrir sorgina,
líkt og þú varst vanur að gera.
Við vottum Ulrike og fjölskyldu
samúð okkar.
Jón Reynir Sigurðsson og
Irma Ósk Jónsdóttir.
Árið er 1993 og staðurinn er
hesthúsahverfið á Akureyri. Eftir
nokkra leit að réttu húsi og réttum
manni, birtist alskeggjaður náungi
sem brosir til okkar út að eyrum
um leið og hann tekur í tauminn
og biður innilega afsökunar á
seinkuninni. Aldur mannsins er
óræður þar sem skeggið hylur
andlit hans allt að augunum und-
anskildum. Náunginn virðist við
fyrstu sýn fremur undarlegur og
ekki laust við að móðirin fyllist
kvíða við tilhugsunina um að skilja
dóttur sína eftir í hans umsjá. Þær
áhyggjur hverfa þó með öllu eftir
að hafa rætt við Sigga í skamma
stund, því bros hans nær svo
sannarlega til augnanna sem horfa
óhikað í augu viðmælandans.
Þetta voru fyrstu kynni okkar
mæðgnanna af sérstaklega alúð-
legum náunga sem reyndist vera
gull af manni. Einlæg ást hans á
hestum og hestamennsku, réttlæt-
iskennd, náungakærleikur og ekki
síst fórnfýsi og ósérhlífni varð til
þess að Siggi tók að sér að leið-
beina unglingum á Akureyri í
þeirra fyrstu svo og áframhald-
andi kynnum af hestum og hesta-
mennsku, og varð um leið góður
vinur þeirra og samferðamaður.
Fyrst í „Unglingahesthúsinu“ og
síðar með því að opna eigið hest-
hús fyrir unglingunum, þar sem
þau nutu gæðinganna hans og að-
stöðunnar og fengu um leið
ómælda aðstoð við gjafir og um-
hirðu. Sjálfum sér trúr svaraði
Siggi því jafnan til að hann þyrfti
hvort sem er að hugsa um sín eig-
in hross og munaði því ekki um að
bæta við einu eða tveimur – jafn-
vel þótt þeim fylgdi einn ungling-
urinn til. Þetta viðhorf einkenndi
Sigga og endurspeglaðist í allri
hans umgengni við unglingana.
Með árunum hafa leiðir sjaldnar
legið saman eins og oft vill verða
en alltaf var jafn notalegt að hitta
Sigga og eiga við hann gott spjall.
Síðast hittum við þennan góða
dreng fyrir rúmu ári og var til-
efnið þá að leiða efnilega hryssu
undir stoltið hans, unga rauð-
bleika graðfolann. Enga umbun
vildi Siggi fá fyrir greiðann frem-
ur en jafnan áður. Skýringin að
þessu sinni var sú að ekki væri
komin reynsla á gripinn og því
ómögulegt að vera að selja undir
hann … „og svo langar mig til að
gera þetta fyrir hana Huggu
mína,“ sagði hann eins og svo oft
áður. Síðsumars kom síðan lítil
rauðstjörnótt SigurÓsk í heiminn
og verður hún um ókomin ár ein
af mörgum dýrmætum minningum
okkar um þennan góða dreng.
Hafðu bestu þakkir fyrir allt,
kæri vinur.
Rannveig (Ranný) og Hugrún.
Að sverði er hniginn vinur okk-
ar Sigurður Óskarsson og verður
til grafar borinn á Akureyri í dag.
Sigga höfum við þekkt frá barn-
æsku og eru það sameiginleg
áhugamál okkar, hestarnir, sem
tengja okkur. Við höfum um all-
langa hríð haldið hesta okkar við
sömu götu í Breiðholtinu ofan Ak-
ureyrar og átt þar gott samfélag
þar sem Siggi var ákveðið akkeri
sem aðstoðaði við morgungjafir og
fleiri verk sem til greiða má telja.
Siggi hefur margan brattan
garðinn klifið alveg frá barnæsku
því strax þá var hann haldinn al-
varlegri fötlun í fótum og var
lengst af haldið að honum yrði
ekki gangs auðið en strax þá kom
í ljós að hann léti ekki venjulegar
hamlanir stöðva sig og með ótrú-
legri hörku náði hann að koma sér
til fóta og berjast fyrir þeirri til-
veru sem bauðst. Hestarnir og allt
sem að þeim sneri var honum í
blóð borið. Það fór svo að hann
varð snemma heppinn hvað hross-
in varðar og eignaðist 1. verðlauna
hryssuna Kátínu frá Hömrum og
fór að rækta út af henni og er þar
kominn allnokkur hópur gæðinga
t.d. sá hestur er vann A-flokkinn á
síðasta landsmóti, Aris frá Akur-
eyri og einnig má nefna Þoku frá
Akureyri, Ása-Geir og Sóleyju sem
öll fengu 1. verðlaun. Það var gam-
an að spjalla um hross við Sigga
því hann var alltaf með drauma
um hvað framundan væri í rækt-
unarmálunum en fór fullkomlega
sínar eigin leiðir sem voru stund-
um öðrum lítt skiljanlegar. Siggi
fór sínar eigin leiðir í gegnum lífið.
Ekki er hægt að rita um Sigurð
Óskarsson án þess að geta þess
mikla starfs sem hann vann fyrir
akureyska hestamennsku þar sem
hann hefur verið hálfgerður guð-
faðir nær allra barna og unglinga
sem hafa verið að stíga sín fyrstu
spor í hestamennskunni undan-
farna áratugi. Fyrst sá hann um
félagshesthús Léttis þar sem ein-
göngu voru til húsa börn og ung-
lingar og var það í byrjun hreint
hugsjónastarf sem engin laun
komu fyrir, síðar keypti hann
hesthús og leigði út fyrir unglinga
sem hann veitti ómælda aðstoð
þannig að margir eiga honum að
þakka leiðbeiningu í gegnum
fyrstu árin og víst er að þar munu
blika mörg tár á hvörmum þegar
hans er minnst.
Siggi naut ekki langrar skóla-
göngu sakir þeirrar fötlunar sem
að sótti á unglingsárum en hins-
vegar menntaði hann sig sjálfur
ekki minna en margur skólinn gat
boðið upp á. Hann varð altalandi á
mörg tungumál og síðustu árin
hefur hann gert allmikið af því að
leiðsegja erlendum ferðamönnum
um landið og er víst að hann var
vinsæll í því starfi enda hafði hann
mikla þekkingu á öllu sem fornt
var og sagnabrunnur mikill og svo
var hann bæði forn í tali, töktum
og útliti. Einnig var hann vísna-
sjóður mikill og ágætur hagyrð-
ingur.
Við nágrannar Sigga viljum
þakka fyrir mörg ár og margan
greiða. Gatan okkar er fátækari en
fyrr því ekki mun lengur brosmild-
ur móskeggjaður félagi sitja í
kaffistofum okkar né halla sér um
grindverk og segja sögur, sporin
hverfa en minningin lifir.
Konu og ættingjum vottum við
samúð af heilum hug.
Kjartan, Friðrik, Sveinn Ingi,
María, Margrét, Tryggvi,
Lúðvík, Stefán, Pétur H.,
Reynir og Pétur P.
Þriðjudagsmorguninn 16. nóv.
lagði Siggi Óskars á í hinsta sinn
og reið um Gjallarbrú. Þannig sé
ég hans síðustu ferð fyrir mér því
hestarnir voru Sigga hjartans mál.
Í hrossarækt náði hann langt.
Hann ræktaði t.d. Ares, efsta gæð-
inginn á síðasta landsmóti og Þoku
er næstefst varð á landsmótinu
1998 og 1. verðlauna graðhestinn
Ásageir. Mörg fleiri úrvalshross
hafa komið frá honum eða farið
um hendur hans. Siggi var t.d. sá,
sem sneri hinum rauðblesótta
keppnishesti Oddi frá Skaga-
strönd á þá braut sem varð að
mikilli sigurgöngu í höndum Sig-
urbjörns Bárðarsonar. Siggi var
sálfræðingur í eðli sínu og hann
var snillingur í að laga kergju og
áunna galla í hestum.
Siggi reið ekki endilega sömu
götur og aðrir hestamenn og lét
engan segja sér um það, því hann
var vel gefinn og vissi vel hver var
hin besta leiðin. Hann hafði ekki
hátt og lét ekki mikið yfir sér en
vann sín störf á sinn hátt.
Ævin var Sigga ekki auðveld en
hann kom frá góðri fjölskyldu og
hún stóð með honum. Hann fædd-
ist bæklaður á fótum en með fá-
dæma dugnaði og viljastyrk, þjálf-
aði hann sig þangað til hann varð
vel fær þó alltaf sæist þetta á
göngulagi hans. Hann var ekki
gamall er hann fór að ganga upp í
Skíðahótel og Fálkafell til að
þjálfa fætur sína. Ef hann fékk
ekki einhverja stráka með sér, fór
hann bara einn og fyrir kom að
hann gekk upp að báðum þessum
stöðum sama daginn, sem er erfitt
fyrir fullfríska.
Siggi var ekki langskólageng-
inn, hafði ekki áhuga á því en
hugurinn hneigðist strax í æsku
að hestum og fór hann þá að venja
komur sínar upp í hesthúsahverf-
in og fékk þá að koma á bak, þar
til hann eignaðist hesta og hest-
hús.
Eins og með margt annað fór
Siggi sínar eigin leiðir í að mennta
sig. Þegar hann var enn á ung-
lingsárum tók hann upp á því að
fara á tjaldstæðin hér á Akureyri
til að tala við erlenda ferðamenn
og læra af þeim tungumál enda
varð hann snemma vel fær í þýsku
og ensku. Seinna fór hann í
þýskunám til Þýskalands og var
flugmæltur á báðar þessar tung-
ur. Hann varð því ákjósanlegur
leiðsögumaður og vann sem slíkur
síðustu árin. Í sinni leiðsögu-
mennsku lagði hann sig eftir að
segja frekar sögur úr umhverfinu
er farið var um og að kynna ís-
lenskan arf, heldur en að fara með
tölulegar staðreyndir, þó hann
hefði þær á hraðbergi.
Annað stórt áhugamál Sigga
var vísnaarfurinn. Hann var haf-
sjór af vísum og sjálfur var hann
prýðilega hagmæltur þó hann
gerði lítið af að yrkja í seinni tíð.
Siggi var afar hamingjusamur
er hann náði í sína þýsku Úlriku,
sem er mikil hestakona enda hefði
annað ekki hæft fyrir hann. Siggi
sagði mér í sumar hve ómetanlegt
það væri fyrir sig að eiga Úlriku
að í veikindunum og ekki spillti að
hún er hjúkrunarkona.
Þvílíkur sjónarsviptir verður að,
er maður sér Sigga ekki lengur
sitja framan við hesthúsið sitt,
Miðhús, og segja álit sitt er mað-
ur ríður framhjá.
Þór Sigurðarson.
Sigurður Viðar
Óskarsson
Elsku Lilla.
Mig langar til að
minnast þín í fáum
orðum.
Ég á margar góðar minningar um
þig. Það var alltaf svo gott að koma
niður á Heiðarveg til ykkar. Alltaf
mætti manni góðmennska og hlýja.
Ég man hvað var spennandi þegar
þú hljópst eftir gosi í gleri niður í
kjallara og oftar en ekki kom nú eitt-
Guðný Sigurðardóttir
✝ Guðný Sigurð-ardóttir fæddist í
Brautarholti, Reyð-
arfirði, 18. mars 1930.
Hún lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 10. nóvember
2010.
Útför Guðnýjar fór
fram frá Reyðarfjarð-
arkirkju 20. nóv-
ember 2010.
hvert „gotterí“ með.
Ég man líka að þið
Nafni fenguð mig til
að grafa fyrstu tönn-
ina, sem ég missti, í
blómapott hjá ykkur.
Það var líka alltaf
svo gaman að koma á
bókasafnið til þín og
Jóhönnu. Það var nú
ekki leiðinlegt að vera
með sambönd þegar
nýjar bækur komu.
Eftir stendur minn-
ing um ljúfa og góða
konu með skemmtileg-
an húmor. Ég vil þakka fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Elsku Jóhanna mín, þetta er mikill
missir fyrir þig og Guð veri með þér í
þessari miklu sorg.
Kveðja,
Sigrún Valgerður
og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt
á reitinn Senda inn efni á forsíðu
mbl.is og viðeigandi efnisliður val-
inn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt-
ingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birt-
ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda
lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að
senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt
að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ÁSDÍSAR GÍSLÍNU ÓLAFSDÓTTUR,
Miðtúni 7,
Sandgerði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki D-deildar á
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir einstaka umönnun
og hlýtt viðmót.
Arthúr Guðmannsson,
Ólafur Arthúrsson, Eygló Antonsdóttir,
Guðrún Arthúrsdóttir, Eggert Þór Andrésson,
Hallgrímur Arthúrsson, Inga Jóna Ingimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.