Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 30
30 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
25. nóvember 1902
Vélbátur var reyndur í fyrsta
sinn hér á landi, á Ísafirði. Vél
hafði verið sett í árabát en í
fyrstu ferðinni kom í ljós „að
hún var eigi nógu kraftgóð í
svo stóran bát, þar eð hann
fékk ekki jafn mikla ferð með
maskínunni eins og þegar 6
menn róa“, sagði í Auglýs-
ingablaðinu.
25. nóvember 1940
Breska herstjórnin á Íslandi
lýsti allt hafsvæðið milli Vest-
fjarða og Grænlands hættu-
svæði. Gjöfulum fiskimiðum
var þá lokað fyrir sjómönnum
þar til hættusvæðið var
minnkað í janúar 1941.
25. nóvember 1961
Sundlaug Vesturbæjar í
Reykjavík var vígð. Hún var
talin vegleg og vönduð og
standast samanburð við slík
mannvirki erlendis. „Steyptu
sér fyrst fjórar stúlkur út í til
sunds en síðan fjórir piltar,“
sagði Morgunblaðið.
25. nóvember 1966
Bókin „Landið þitt“ eftir Þor-
stein Jósepsson kom út í fyrsta
sinn. Hún hefur selst í tugþús-
undum eintaka.
25. nóvember 1993
Teresa Berganza messósópr-
ansöngkona kom fram á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í Háskólabíói. Hún átti
að baki glæstan söngferil í
fremstu óperuhúsum heims og
„heillaði áheyrendur með ynd-
isfögrum söng sínum“, sagði í
Morgunblaðinu.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
Flóðogfjara
25. nóvember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 2.09 0,6 8.22 4,0 14.44 0,7 20.48 3,6 10.29 16.02
Ísafjörður 4.14 0,4 10.16 2,2 16.55 0,4 22.38 1,8 10.59 15.41
Siglufjörður 0.54 1,2 6.28 0,4 12.40 1,3 19.07 0,2 10.43 15.23
Djúpivogur 5.35 2,3 11.54 0,6 17.44 1,9 23.58 0,5 10.04 15.25
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Nú er ekkert sem heitir að þú verður
að taka til á skrifborðinu þínu og klára öll þau
verk sem þú hefur tekið að þér. Haltu djarfur/
djörf á vit nýs árs og þeirra möguleika sem
það gefur.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Sambandið sem þú ert í gefur þínu
stórhuga hjarta frelsi. Leitaðu þér upplýsinga
um hlutina og dragðu þínar eigin ályktanir af
þeim.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Varastu að blanda eigin tilfinn-
ingum inn í viðkvæmt vandamál sem þér hef-
ur verið falið að úrskurða í. Gott ráð er að
laga skilaboðin að viðtakandanum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Flokkaðu sjálfan þig með fólki sem þú
hefur gaman af. Temdu þér skipulagningu og
taktu ekki meira að þér en þú ert maður til.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Samstarfsfólk styður þig í dag og þess
vegna gætir þú átt dásamlegan vinnudag.
Fólk á það til að sleppa fram af sér beislinu í
dag. Gamall vinur hefur samband og kemur
með skrítna tillögu.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Tilfinningarnar sem leynast í undir-
meðvitundinni koma allar upp á yfirborðið í
dag. Gefðu þér tíma til þess að slappa af.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Leitaðu stuðnings við fyrirætlanir þínar
áður en þú leggur af stað. Einhver leitar ráða
hjá þér.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er engin ástæða til þess að
láta aðra sjá öll spilin sem þú hefur á hend-
inni. Allra augu hvíla á þér – farðu varlega.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Himintunglin leggjast á eitt við að
styrkja sjálfsmynd þína. Mundu að þú þarft
að henta maka þínum ekki síður en hann/
hún þér.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú rakar saman karmastigunum
um þessar mundir. Sumar ákvarðanir sem þú
tekur eru þér framandi.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú vaknar við fyrsta hanagal og
kemur meiru í verk fyrir hádegi en á heilum
degi. Hver segir að maður þurfi alltaf að vera
að gera eitthvað?
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Vertu opin/n fyrir fleiri en einni lausn
á viðkvæmu deilumáli, sem þú stendur í.
Stjörnuspá
Sudoku
Frumstig
2
3 8
6 2 9 7 1
2 5 1 7
5 7 2 3
8 9
1 7
8 5
3 6 8
6 9 2
7 4
5
4 5 2 9
7 1 6 4
5
1 8 7 2
2 6 1 5 8
9 6
9 7 2
5 4 9
4 2 3 7
2 6
3
8
5
2 8 6 4 9 7
7 3 6
4 6 7 5 9 1 2 8 3
9 1 3 6 2 8 5 7 4
8 2 5 4 7 3 9 6 1
1 8 2 3 6 7 4 9 5
5 9 6 8 1 4 7 3 2
7 3 4 9 5 2 8 1 6
3 5 8 1 4 9 6 2 7
2 4 1 7 8 6 3 5 9
6 7 9 2 3 5 1 4 8
3 4 7 8 9 1 5 6 2
5 2 8 7 6 4 9 3 1
9 1 6 5 3 2 8 7 4
8 7 2 1 5 9 3 4 6
1 6 3 4 2 8 7 9 5
4 5 9 3 7 6 1 2 8
6 3 4 9 8 5 2 1 7
2 9 5 6 1 7 4 8 3
7 8 1 2 4 3 6 5 9
8 1 7 6 9 5 2 3 4
3 9 2 7 4 8 6 5 1
4 5 6 2 1 3 9 8 7
1 3 4 8 7 9 5 2 6
7 8 5 4 2 6 3 1 9
2 6 9 3 5 1 7 4 8
6 2 8 9 3 4 1 7 5
9 7 1 5 8 2 4 6 3
5 4 3 1 6 7 8 9 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 25. nóvember,
329. dagur ársins 2010
Orð dagsins: En ef einhver elskar
Guð, þá er hann þekktur af honum.
(I.Kor. 8, 3.)
O tempora, o mores, sögðu Róm-verjar, hvílíkir tímar, hvílíkir
siðir, og fannst ekkert jafn slæmt og
samtíminn. Þetta hefur verið við-
kvæðið í aldanna rás: Heimur versn-
andi fer. Samkvæmt því ætti sam-
tími okkar daga að vera versti tími
allra tíma. Þó tuða fáir um það að
þeir vildu fremur vera uppi á tímum
Rómarveldis, víkinga eða móðuharð-
inda fremur en í volæðinu, sem nú
mun ríkja. Það kann að hljóma
freistandi að hafa verið uppi fyrr á
öldum, en Víkverja er til efs að
margir væru tilbúnir að gefa nútíma-
þægindi upp á bátinn til langframa.
x x x
Víkverji heyrði á leið til vinnu ígærmorgun mæðulegan lestur
um að pöddur – ipod á ensku – væru
eitt helsta mein samtímans. Ung-
dómurinn rápaði um með pöddurnar
sínar, styngi þreifurum þeirra í eyr-
un og lokaði sig frá umheiminum.
Fyrir vikið hefði ungt fólk ekki hug-
mynd um hvað væri á seyði í kring-
um það, bæri ekkert skynbragð á
undur náttúrunnar, heyrði hvorki
óviðjafnanlegan söng lævirkjans né
ógnargný brimsins. Í pöddunni
byggi hrun siðmenningarinnar.
x x x
Siðmenningin er reyndar í stöð-ugri hættu. Tölvur eru stór-
hættulegar. Fólk týnist á netinu og
hending ef það á afturkvæmt. Tölvu-
leikir gleypa menn eins og svarthol.
Ýmislegt hefur þótt glepja ungt fólk
í gegnum tíðina.
x x x
Víkverja var skemmt þegar hannlas í hinni stórgóðu bók Sigrún-
ar Pálsdóttur um Þóru biskups um
þær áhyggjur, sem kviknuðu fyrir
rúmri öld vegna þeirra, sem týndu
sér í rómönum. Slíkt lesefni þótti
greinilega lítill menningarauki í þá
daga. Nú hins vegar stökkva menn
hæð sína í hvert skipti sem kemur út
bók, sem fólk fæst til að lesa. Menn-
ingarvitarnir fitja reyndar upp á nef-
ið þegar Dan Brown og hans nótar
eru nefndir, en almennt þykir lestur
fyrirmyndariðja, sama hvert lesefnið
er. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 búsílag, 4 nothæf-
ur, 7 búið, 8 veglyndi, 9
fæða, 11 geð, 13 vegur,
14 skeldýr, 15 í vondu skapi,
17 tala, 20 vínstúka, 22 ham-
ingja, 23 gróða, 24 lasta, 25
dýrin.
Lóðrétt | 1 skinnpoka, 2
hneigja sig, 3 hey, 4 biti, 5
spjald, 6 ráfa, 10 smáa, 12
ýtni, 13 op, 15 ánægð, 16
meðalið, 18 hugaða, 19 skóf í
hári, 20 stamp, 21 hása.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 klókindin, 8 góðar, 9 fenna, 10 afl, 11 lúrir, 13 innan,
15 stóls, 18 staka, 21 kát, 22 klaga, 23 ásinn, 24 farkostur.
Lóðrétt: 2 lúður, 3 karar, 4 nafli, 5 iðnin, 6 Egil, 7 kann, 12 ill,
14 net,
15 sekk, 16 óraga, 17 skark, 18 stáss, 19 atinu, 20 asni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 Rf6 2. g3 e6 3. b3 d5 4. Rf3 c5 5.
Bg2 Rc6 6. 0-0 Be7 7. cxd5 exd5 8. d4 0-0
9. Bb2 Re4 10. Rc3 Bf6 11. Ra4 b6 12.
Hc1 Ba6 13. dxc5 Bxb2 14. Rxb2 bxc5
15. Rd3 He8 16. He1 Db6 17. e3 Had8
18. Bf1 c4 19. Rf4 Rb4 20. Ha1 Df6 21.
Kg2 Rc3 22. Dc1 Rcxa2 23. Da3 cxb3 24.
Dxb3 Bc4 25. Bxc4 dxc4 26. Dxc4 Hc8
27. Db3 Dc3 28. Da4 Dc4 29. Heb1 a5 30.
Dxa5 Ha8 31. Dh5 Rc2 32. Hb6 Rxa1 33.
Rg5 h6 34. Hxh6 gxh6 35. Dxh6 Ha6 36.
Dh7+ Kf8 37. e4 Hf6 38. Rd5
Nú er röðin komin að því að sýna tíu
fléttur stórmeistarans Margeirs Pét-
urssonar en hann varð fimmtugur fyrr
á þessu ári. Hér hafði Margeir svart
gegn dönsku goðsögninni Bent Larsen
á svæðamóti sem haldið var í Gausdal í
Noregi árið 1985. 38. … Hxf2+! 39.
Kxf2 Dd4+ 40. Kf3 Dg7 41. Df5 Dg6
42. Df4 Rc2 43. Rf6 Hd8 44. De5 Rd4+
45. Kg2 Rc6 46. Db2 Rab4 47. h4 Ke7
og hvítur gafst upp.
Svartur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Jón og símanúmer.
Norður
♠84
♥KG962
♦K8
♣10984
Vestur Austur
♠KDG1092 ♠–
♥83 ♥ÁD54
♦10 ♦ÁG652
♣KG93 ♣ÁD72
Suður
♠Á7653
♥107
♦D9743
♣5
Suður spilar 2♠ doblaða.
„Tartan-tveir“ er alþjóðaheitið yfir
þá sagnvenju að opna á 2♥/♠ með
veika hönd, fimm spil í sögðum hálit og
láglit til hliðar. Á Íslandi er sagnvenjan
betur þekkt sem „Jón og Símon“, sem
helgast af því að Jón Ásbjörnsson og
Símon Símonarson voru einna fyrstir
til að taka hana í notkun fyrir um það
bil þremur áratugum. Menn sáu fljótt
að opnunin átti sínar skuggahliðar. Í
slæmri legu gátu mótherjarnir nælt
sér í tölu, sem minnti um margt á síma-
númer. Komst þá á kreik nýyrðið „Jón
og símanúmer“.
Í Champions Cup nú á dögunum
kom í ljós að Tartan nýtur enn mikilla
vinsælda. Á fimm borðum, hvorki
meira né minna, vakti suður á 2♠.
Austur doblaði, vestur sektarpassaði
og kom út með ♠K. Og útkoman? 1700-
kall í AV. Sagnhafi fékk einn slag.
„Ég ætla nú bara að halda upp á það að ég er að
klára söngnámskeið hjá Heru Björk, þannig að
það verða skemmtilegheit í sambandi við það í
dag, það er áfangi,“ segir Þórey Sigþórsdóttir,
leikkona og afmælisbarn dagsins, um áformin í til-
efni dagsins. „Ég ætla að bjóða vinkonum mínum
til mín á föstudaginn og hafa stelpupartí. Svo kem-
ur fjölskyldan í kaffi um helgina.“
Þórey, sem er 45 ára í dag, var í þann mund að
fara á annað námskeið þegar blaðamaður náði af
henni tali. Það námskeið kennir hún hins vegar
sjálf. „Ég er að kenna raddtækni á raddþjálfunar-
námskeiði sem ég held annað slagið í samvinnu við Listaháskóla Ís-
lands,“ segir hún.
„Svo var ég að leika aðeins hjá honum Friðriki Þór [Friðrikssyni] í
dag, í Tíma nornarinnar,“ bætir hún við. Um er að ræða sjónvarps-
þáttaröð sem byggð er á samnefndri sögu Árna Þórarinssonar. Fyrir-
hugað er að þættirnir verði sýndir í Ríkissjónvarpinu. Þórey segist þó
aðallega vera að kenna leiklist, en hana kennir hún nemendum í Aust-
urbæjarskóla. Hún hefur því í nógu að snúast. „Já, það er alveg
öruggt. Alveg glás,“ segir hún. „Bara skemmtilegt!“ einarorn@mbl.is
Þórey Sigþórsdóttir leikkona 45 ára
„Bara skemmtilegt!“
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is