Morgunblaðið - 25.11.2010, Qupperneq 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Bedroom Community er í hátíð-
arskapi þessa dagana. Með hinn
sanna jólaanda að leiðarljósi verður
platan – Bedroom Community:
Yule fáanleg sem frítt niðurhal með
öllum kaupum sem fara í gegnum
nýuppfærða vefverslun Bedroom
Community fram að jólum.
Bedroom Community
gefur út jólaplötu
Fólk
Heljarinnar Rokkabillý verður haldið á Faktorý
nú á föstudaginn en þá stinga The 59́s, Bárujárn
og Blue Willis í samband. DJ Gísli Glymskratti
(eftir samnefndum þætti á X-inu) mun þá þeyta
skífum.
Bassaleikari The 59’s (eða Crazy Smutt & The
59’s eins og hún mun brátt nefnast) er Smutty
nokkur Smiff, náungi sem hefur marga rokka-
billífjöruna sopið. Hann hefur verið í rokka-
billíbransanum í tæp 30 ár og sveit hans Rockats
lék m.a. með Clash, Pretenders og David Bowie.
Smutty er rokkabillíið holdi klætt, góðvinur
hans er m.a. Brian Setzer úr The Stray Cats en
fyrir tveimur árum flutti Smutty hingað til
lands, m.a. til að koma rokkabillísenu á lagg-
irnar eins og hann orðar það.
„Ég rek búðina Wildcat á Hverfisgötunni,“
segir hann í stuttu spjall við blaðamann. „Fyrir
ári settist ég niður með tveimur bræðrum frá
Vestmannaeyjum, þeim Gísla og Aroni, og við
ákváðum að setja band á laggirnar.“ Fjórði með-
limurinn er svo gítarleikarinn snjalli, Pétur Hall-
grímsson.
Allt er að gerast hjá bandinu nú um stundir,
fyrsta lagið, „Snap“ er komið í spilun og Boz
Boorer, sérleg hægri hönd sjálfs Morrisseys, hef-
ur lýst yfir áhuga á að fá að starfa með sveitinni.
„Það eru svona senur úti um allan heim og
löngu kominn tími á eina hérna,“ segir Smutty
að lokum, glaðbeittur.
Veislan hefst kl. 22:00 og það er frítt inn.
arnart@mbl.is
Rokkabillígoðsögn á Faktorý á föstudaginn
Töff Smutty Smiff er rokkabillí. Hið íslenska glæpafélag efnir til
glæpakvölds á Gallery-bar 46
Hverfisgötu 46, í kvöld. Glæpa-
kvöldin eru löngu orðin fastur liður
í skammdeginu enda fátt sem léttir
lund okkar meira í myrkinu en góð-
ar glæpasögur og glæpadjass. Tríó
Edda Lár sem spinnur glæpadjass
af fingrum fram og þeir sem lesa
eru Páll Kristinn Pálsson (les upp
úr bók Árna Þórarinssonar), Lilja
Sigurðardóttir, Óskar Hrafn Þor-
valdsson, Ragnar Jónasson, Yrsa
Sigurðardóttir, Þórunn Erlu Valdi-
marsdóttir og Ævar Örn Jósepsson.
Glæpakvöld á
Gallery-bar 46
Hann Biggi Maus er nýfarinn að
tónlistarblogga (vasadisko.blogg-
ar.is) og ætlar hann að halda fyrsta
Vasadiskó-kvöldið í kvöld á Bar 11.
Kvöldið er hannað fyrir tónlistar-
grúskrara sem vilja stöðugt fá eitt-
hvað nýtt og spennandi að heyra og
hvetur Biggi fólk til að mæta
snemma og grúska saman.
DJ Biggi Maus kynnir
Vasadiskó #1 á BAR 1
Tónlistarmað-
urinn Ríkharður
Mýrdal Harð-
arson hefur verið
að vasast í tónlist
frá unglingsaldri
og verið í ýmsum
hljómsveitum,
m.a. Draumaland-
inu en sú sveit var
á árum áður iðin
við ballaspilerí
víða um land. Í þeirri hljómsveit var
m.a. Einar Þór Jóhannsson, gítarleik-
ari Dúndurfrétta, og skipar hann stórt
hlutverk á nýútkominni plötu, Para-
dísarlaut, sem hefur að geyma frum-
samin lög og texta eftir Ríkharð og er
jafnframt hans fyrsta sólóplata. Á plöt-
unni er mikið stjörnulið söngvara, m.a.
Friðrik Ómar, Magni Ásgeirsson, Heiða
Ólafsdóttir, Pétur Örn „Jesús“, Matt-
hías Matthíasson, Sjonni Brink, Erna
Hrönn og Páll Rósinkrans.
Getur ekkert sungið
Ríkharður segist hafa tekið upp
grunnana að lögunum í heimastúdíói í
bílskúr föður síns í Borgarnesi en hafi
leitað til ýmissa söngvara með sönginn
því hann geti sjálfur ekkert sungið.
Hann hafi hringt í þá söngvara sem
hann vildi fá á plötuna og sent þeim lög-
in, þeim hafi litist vel á og slegið til.
„Þeim fannst þetta falleg og áhugaverð
lög,“ segir Ríkharður en flestir söngv-
aranna heimsóttu hann í Borgarnes til
að taka upp sönginn en platan var að
mestu tekin upp í hljóðverinu Gott hljóð
í Borgarnesi. Meðal hljóðfæraleikara á
plötunni eru Einar Þór fyrrnefndur,
Sigurþór Kristjánsson trommuleikari
og Gunnar Ringsted gítarleikari. „Þetta
er mikið um ástina og svolítil tveggja
heima sýn. Sumir textarnir fjalla um
hvort ástin sé bæði hérna megin og
flytjist með okkur yfir, þessa eilífð, og
alla vega nálgun á hamingjuna og sorg-
ina og líka vonina,“ segir Ríkharður um
lögin og textana á plötunni. „Ég reyni
að leggja áherslu á fallegar melódíur og
að textinn syngist vel,“ segir Rík-
harður. Hann sé ekki að finna upp hjól-
ið. helgisnaer@mbl.is
Ást tveggja heima,
hamingjan, sorgin og vonin
Umslagið Tónlistarmaðurinn Ríkharður Mýrdal Harðarson sendir frá
sér plötuna Paradísarlaut. Úrvalslið söngvara er að finna á henni.
Ríkharður Mýrdal
Harðarson
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Amma er fallegur og einfaldur
plötutitill, hlýr og ástríkur eins og
góð amma. Plötuna tileinkar tónlist-
armaðurinn Svavar Knútur ömmum
sínum, þeim Svövu, Vilborgu og
Þórhildi, en á henni er að finna
gömul og góð íslensk lög sem Svav-
ari eru hjartfólgin. Má þar nefna
lög á borð við „Draumalandið“,
„Sofðu unga ástin mín“, „Meyj-
armissir“ og „Hvert örstutt spor“.
Platan var hljóðrituð á tvennum
stofutónleikum Svavars heima hjá
útgefandanum Aðalsteini Ásberg
Sigurðssyni, að kveldi til hinn 12.
október sl. Ættingjar og vinir Svav-
ars sóttu þessa tónleika og var fá-
mennt en góðmennt. Meðal gesta
var amma Svavars, Svava, og hlýddi
á gömlu, góðu lögin sem Svavar
hafði alltaf langað að syngja fyrir
hana, eins og hann orðar það.
Blaðamaður sló á þráðinn til
Svavars í fyrradag og spurði hann
fyrst að því hvort hann væri svolítill
ömmustrákur. „Eru ekki allir
ömmustrákar inn við beinið? Maður
þarf bara svolítið að viðurkenna
það,“ svaraði Svavar.
– Fátt er betra en góð amma...
„Jú, þær eru svo hlýjar og vernda
mann og umbera vitleysuna í
manni, segja bara „gott hjá þér“.
Það er alltaf svolítið spes að vera
ömmustrákur,“ segir Svavar kíminn
og bætir við að platan sé eitthvað
sem ömmur kunna að meta.
Enginn glamúr eða glys
Svavar segir gaman að gera eina
millibilsplötu eins og Ömmu með
ábreiðum og nú sé hann að und-
irbúa næstu plötu með frumsömdu
efni. Á Ömmu ráði einfaldleikinn
ríkjum. „Einfaldleikinn er svo fal-
legur og fólk er svo týnt í glamúr,
glysi og stórbreytileika, mikilfeng-
leika og fjölskrúðugum útsetningum
og miklu sándi. Þetta er eins og að
elda níu rétta máltíð í hvert skipti
en gleyma því hvernig hundasúra er
á bragðið,“ segir Svavar um Ömmu.
Mikill heimur búi í einum gítar og
rödd. „Mér finnst nútíminn þurfa á
einfaldleika að halda. Að geta lifað
þannig lífi, lífi sem er ekki enda-
lausar utanlandsferðir, skíðaferðir í
Alpana, stór sjónvörp og glæsileg
fellihýsi og bílar, að eiga gott líf
með vinum sínum og fjölskyldu,“ út-
skýrir Svavar. Hann leiti einfald-
leikans í sínum verkum, hann skipti
miklu máli.
„Ef maður getur smækkað hlut-
ina niður og fundið þetta einfalda,
þá finnur maður fegurðina. Hún
dvelur í einfaldleikanum.“
Fjölskyldulist
Dóttir Svavars, Dagbjört Lilja,
teiknaði myndina á plötuumslaginu
og er hún af föðurnum með gítarinn
fyrir framan íslenskan burstabæ,
fáni blaktir og hestur stingur höfð-
inu út um glugga. Svavar segir
dóttur sína hafa myndskreytt allar
hans plötur til þessa. „Ég gerði við
hana samning um að við myndum
fylgjast að, þegar ég gæfi út sóló-
plötur myndi hún teikna kóverin,“
segir Svavar. Dóttir hans hafi
myndskreytt plötur hans til þessa.
„Hún vex svolítið með mér sem
listakona,“ bætir hann við en Dag-
björt Lilja er tólf ára. „Hún er nátt-
úrlega voða glöð að fá að vera með,
það er svo æðislegt líka að fjöl-
skyldan geti svolítið gert þetta sam-
an.“
Fegurðina er
að finna í ein-
faldleikanum
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur
syngur lög sem eru honum kær á plöt-
unni Amma Platan var tekin upp á
tvennum stofutónleikum í október
Ljósmynd/Högni Sigurþórsson
Einlægur Svavar Knútur á stofutónleikunum sem eru nú komnir út á diski
sem ber heitið Amma. Svavar tileinkar diskinn ömmum sínum.
Svavar
Knútur
Kristinsson
söngva-
skáld er
einnig for-
sprakki
hljómsveitarinnar Hrauns. Hann
hefur haldið tónleika víða und-
anfarin ár, hér heima sem er-
lendis. Hraun hefur gefið út
tvær plötur, I can’t believe it’s
not happiness árið 2007 og Si-
lent Treatment ári síðar. Fyrsta
sólóplata Svavars Knúts, Kvöld-
vaka, kom út í fyrra og Amma er
nýkomin út.
Söngvaskáld
SVAVAR KNÚTUR
Svavar Knútur heldur útgáfu-
tónleika í kvöld í Þjóðmenning-
arhúsinu, kl. 21.