Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010
Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley
og Voldemort eru komin aftur í magnaðasta
ævintýri allra tíma
BESTA SKEMMTUNIN
HARRYPOTTER kl.5 -6-8-10-11 10 ÓRÓI kl.8 -10:10 10
HARRYPOTTER kl.5 -8-11 VIP ALGJÖRSVEPPIOGDULAFULLA... kl.6 L
DUEDATE kl.5:50-8-10:20 10 FURRYVENGEANCE kl.5:50 L
RED kl.8 -10:20 12
/ ÁLFABAKKA
HARRY POTTER kl. 5 - 6 - 8 - 9 - 10:10 10 ÆVINTÝRI SAMMA - 3D ísl. tal kl. 43D L
DUE DATE kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 10 RED kl. 8 12
GNARR kl. 5:40 L KONUNGSRÍKI UGLANNA - 3D ísl. tal kl. 3:503D 7
/ EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
HHHH
- BOXOFFICE MAGAZINE
HHHH
- Time Out New York
„IT’S THE BEST FILM IN
THE SERIES.“
- ORLANDO SENTINEL
HHHH
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Bræðurnir Páll Sigþór og Haukur
Valdimar Pálssynir munu frumsýna
sína fyrstu bíómynd á föstudaginn
kemur hinn 25. nóvember í Bíó
Paradís. Páll Sigþór hefur lengi
starfað sem leikari í London og
Haukur Valdimar hefur síðustu
fimm árin unnið sem klippari við
mörg sjónvarpsverkefni en þetta er í
fyrsta skipti sem þeir gera bíómynd.
Páll Sigþór lærði leiklist í Guildford í
Englandi. Hann ílengdist í Englandi
og reynir fyrir sér í leiklistinni þar
en heldur sér uppi með því að vinna
sem mótorhjólasendill sem er ekki
óalgengt á meðal leikara í London.
Hann hitti þar meðal annars leik-
arann Ricci Harnett í sama starfi
sem nú er orðinn nokkuð frægur eft-
ir að hafa leikið í 28 days later og
Rise of the Foot soldier. En Páll
fékk einmitt Harnett til að leika
hlutverk í myndinni. En Páll kynnt-
ist fleiri áhugaverðum samstarfs-
mönnum sem varð kveikjan að bíó-
myndinni sem þeir munu frumsýna
á föstudaginn. Margir flóttamenn
frá fyrrverandi Júgóslavíu vinna
sem mótorhjólasendlar og fjallar
myndin um kosovo-albanskan mót-
orhjólasendil í London sem fer í
langferð á mótorhjóli til Mið-Afríku
ásamt kærustu sinni en segir henni
ekki frá því að markmið hans með
ferðinni er að finna serbneskan
fjandmann sinn í Kongó. Aðspurður
hvort svona fjölskylduframleiðsla sé
ekki ódýr svarar Haukur Valdimar
því játandi. „Útlagður kostnaður var
ekki nema nokkrar milljónir, en inni
í því eru engin laun, enginn hefur
fengið neitt borgað,“ segir Haukur.
„Við vorum í tökum í fjóra mánuði,
frá því í ágúst 2007 og fram eftir
haustinu. Við byrjuðum á því að taka
í London og eitt mótorhjólið eyði-
lagðist strax á Englandi eftir árekst-
ur við bíl á fullum hraða. Rafgeym-
irinn á hinu hjólinu sprakk þegar við
vorum komnir til Spánar. En samt
var aðalævintýrið í Afríku eftir. Við
sluppum sem betur fer við alvar-
legar uppákomur en þegar við
keyrðum í gegnum Nígeríu vorum
við á tímabili stoppaðir á korters
fresti af byssumönnum sem allir
hleyptu okkur samt fram hjá. Það
voru ýmsar uppreisnir í gangi á
meðan við vorum á ferð þarna um.
Stundum vorum við tæpir á pen-
ingum og ég man eftir að hafa hringt
örvæntingarfullt símtal úr síðasta
símaklefanum í Sahara til að ná í
Júlíus Kemp kvikmyndaframleið-
anda og biðja hann um pening sem
hann og reddaði fyrir okkur,“ segir
Haukur.
Hættuferð í Afríku
Aðspurður hvort þeir hafi ekki
verið í neinni hættu meðan á ferða-
laginu stóð segir hann að það sé erf-
itt að segja hvenær maður sé í hættu
og hvenær ekki. „Til dæmis var það
frekar ógnvekjandi að keyra í gegn-
um Nígeríu þar sem allir þessir
vopnuðu flokkar voru en hugsanlega
vorum við mjög öruggir þar. Aftur á
móti var allt friðsælt í Máritaníu en
mánuði eftir að við keyrðum í gegn-
um það land voru sjö franskir túr-
istar drepnir þar. Svo var óþægilegt
að keyra nálægt jarðsprengjusvæð-
um sem við þurftum stundum að
gera,“ segir Haukur.
„Við enduðum síðan í Gabon og
ætluðum að selja jeppann þar. En
Gabon er frekar efnað Afríkuland og
engan vantaði jeppa þar þannig að
við gáfum hann bara til vernd-
arsvæðis í nágrenninu sem passar
upp á górillur,“ segir Haukur.
Það er algengt við gerð ódýrra
mynda þar sem er notast við litlar
handheldar HD-myndatökuvélar að
menn sleppi því að halda vélinni
stöðugri, enda nánast óvinnandi veg-
ur í sumum tilvikum. En Haukur
segir að þeir hafi reynt að hafa stíl
tökuvélarinnar klassískan og notast
við þrífót og stöðuga tökuvél eins og
kostur var. „Við gerðum reyndar
líka heimildarmynd um myndina
sem við ætlum að sýna seinna en þar
reyndum við ekki einu sinni að hafa
myndavélina stöðuga,“ segir Hauk-
ur.
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn í Afríku
Frumsýning á nýrri íslenskri bíómynd um helgina Myndin gerist í Afríku Tökurnar kröfðust
fjögurra mánaða svaðilfarar í frumskógum Afríku Ódýr mynd sem búið er að leggja mikinn tíma í
Reynslan Flestir leikaranna eru óþekktir og óreyndir nema jaxlar eins og
Ingvar E. Sigurðsson og Ricci Harnett.
Ljósmyndarinn GuðmundurVigfússon, sem kallar sigGúnda, hefur fylgt hljóm-sveitinni Hjálmum eftir
allar götur síðan hún var stofnuð –
enda er hann sjálfur gamall hljóm-
sveitarfélagi sumra þeirra frá Kefla-
vík. Hann hefur myndað hljómsveit-
ina á heimavelli suður með sjó, í
Geimsteini þar sem þeir tóku mörg af
sínum fyrstu sporum, og í hljóðverum
og á tónleikaferðum víða um land, í
Svíþjóð, Færeyjum og í Jamaíku þar
sem ein plata hljómsveitarinnar var
tekin upp.
Keflavík Kings-
ton er svo sann-
arlega metn-
aðarfull útgáfa á
úrvali þessara
ljósmynda, bók í
stóru broti, hátt í
300 blaðsíður, og
fylgir geisladiskur með úrvali laga
Hjálma – mælt er með að lopapeys-
ureggíið hljómi á meðan bókinni er
flett til að skapa réttu stemninguna.
Hér eru margar klassískar hljóm-
sveitamyndir; uppstillingar fyrir plöt-
ur eða sem kynningarefni, en hinar
eru fleiri þar sem ljósmyndarinn er
bara einn af hópnum, hefur fullkom-
inn aðgang og tekst að skapa for-
vitnilega myndramma – sem er jú það
sem ljósmyndunin gengur út á. Hér
eru margar flottar og stemningsríkar
rokkmyndir: hreyfður bassaleikari
sem valhoppar um sviðið, hljómsveitin
í bragga á Skriðuklaustri, haugur af
kjúklingabitum fyrir uptökuheimili á
Jamaíku og tékkað á tollinum í Sví-
þjóð. Flestar myndanna eru svart-
hvítar, blessunarlega, andrúmið í
rokkmyndum er svarthvítt, en inn á
milli er skotið litmyndum og er jafn-
vægið ágætt þar á milli. Þá er prent-
unin hreint ágætlega af hendi leyst.
Gallinn við bókina er að í henni eru
of margar myndir – of margar líkar
myndir. Maður með gítar er maður
með gítar, maður með heyrnartól er
maður með heyrnartól og maður við
mixer er maður við mixer; hver ein-
asta mynd í bók þarf að bæta ein-
hverju við heildarfrásögnina, birta
nýja sýn, nýjar hugmyndir í mynd-
byggingu, kynna nýjar persónur til
leiks. Þær ljósmyndir þar sem vel
tekst til að skapa stemningu og vinna
með form ljósmyndanna og andann í
tónlistinni – hvort sem er í stúdíói, á
sviði eða á ferðalagi – eru
mjög fínar en endurtekningarnar
draga úr krafti heildarinnar.
Framtakið er hins vegar flott – og
bókin ómissandi eign fyrir sanna unn-
endur Hjálma.
Svart/hvítt „Flestar myndanna eru svarthvítar, blessunarlega, andrúmið í rokkmyndum er svarthvítt.“
Margbreytilegar svip-
myndir af reggísveit
Keflavík Kingston
bbbmn
Ljósmyndir eftir Guðmund Vigfússon,
Gúnda. Hönnun: Hrafn Gunnarsson.
Útgefandi: Borgin. 2010. 264 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
LJÓSMYNDABÓK