Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 37

Morgunblaðið - 25.11.2010, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 2010 BRUCE WILLIS, MORGAN FREEMAN, JOHN MALKOVICH OG HELEN MIRREN ERU STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU GRÍN HASARMYND HHHH - HOLLYWOOD REPORTER HHHH - MOVIELINE HHHH - NEW YORK POST SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA HHHH - H.S. MBL HHHH - Ó.H.T. – RÁS2 14.000gestir SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK GÓI JÓHANNES HAUKUR ROBERT DOWNEY JR. OG ZACH GALIFIANAKIS EIGA EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI „HELDUR ATHYGLI MANNS FRÁ UPPHAFI TIL ENDA” - MORGUNBLAÐIÐ „HELVÍTI HRESSANDI“ - ERPUR EYVINDARSSON HHHHH - ANDRI CAPONE -- RÁS 2 HHHHH - PRESSAN HHHH - FRÉTTABLAÐIÐ SÝND Í KRINGLUNNI OG SELFOSSISÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA MIÐASALA Á SAMBIO.IS HARRY POTTER and the Deathly Hallows kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 10 GNARR kl. 8 L DUE DATE kl. 8 - 10:20 10 ÆVINTÝRI SAMMA ísl. tal kl. 63D L THE SWITCH kl. 5:50 10 / KRINGLUNNI HARRY POTTER kl. 8 - 11 10 RED kl. 8 - 10:20 12 / KEFLAVÍK HARRY POTTER kl. 8 - 11 10 THE SWITCH kl. 8 10 THETOWN kl. 10:20 16 / SELFOSSI HARRY POTTER kl. 6 - 9 10 GNARR kl. 6 L DUE DATE kl. 8 - 10:10 7 / AKUREYRI SNILLDAR GAMANMYND Kvikmyndin Ástarstjarna erbyggð á síðustu þremurárunum í lífi breska ljóð-skáldsins Johns Keats og fjallar um rómantískt samband hans við Fanny Brawne, stúlku sem býr í næsta húsi. Myndin gerist árið 1818 í London. Keats og Brawne eru ólíkar persónur, hún hefur meiri áhuga á tískufatnaði en ljóðlist og því verða kynni þeirra stirð í fyrstu. En þau eru bæði listrænir og miklir persónu- leikar og laðast því hvort að öðru. Brawne nálgast Keats með því að biðja hann um að kenna sér að lesa og skilja ljóðlist og brátt eru þau orð- in yfir sig ástfangin. Ástinni eru þó settar ýmsar hömlur en þau nota hverja stund til að vera saman eða þar til þau eru aðskilin af þeim sjúk- dómi sem síðan dregur Keats til dauða, aðeins 25 ára að aldri. Bright star er vísun í eitt frægasta ljóð Keats, sem er talið að hann hafi ort um Brawne; „Bright star, would I were stedfast as thou art“. Ljóðin hans Keats skipa vissulega stóran sess í myndinni enda er hann talinn eitt höfuðskálda ensku rómantík- urinnar. Fyrir vikið er myndin ein- staklega rómantísk en líka átakanleg því allt virðist vinna gegn því að þessi ástföngnu ungmenni fái að eigast þótt nálægðin sé svo mikil. „En anda sem unnast fær aldregi eilífð að skil- ið.“ Það er ekki að ástæðulausu sem íslenska þýðingin á titli myndarinnar vísar í Ferðalok Jónasar Hallgríms- sonar. Umfjöllunarefni myndarinnar er frekar hefðbundið, fyrsta ást ung- menna, en það er framsetning efnis- ins sem er svo einstakt í þessari mynd. Þetta er eins og að horfa á ljóð eða skoða ljósmyndir þar sem ein- stök andartök eru fönguð. Mynd- irnar eru látnar tala og túlka, það er svo fallegt hvað eitt skot á fingur, blóm, eina hreyfingu eða gluggatjald sem bærist getur sagt mikið. Maður heldur eiginlega niðri í sér andanum alla myndina því hún er svo falleg. Hin ástralska Jane Campion kann þetta eins og sást í mynd hennar The Piano. Handritið er líka gott, textinn er ljóðrænn, líka stundum skondinn. Sérstaklega er það Charles Brown (Paul Schneider), vinur Keats og um- sjónarmaður, sem heldur húmornum uppi. Myndin er vel leikin og er frammistaða Abbie Cornish sem Brawne aðdáunarverð. Þeir sem hrífast af búningadrama, Jane Austin, Bretlandi á nítjándu öld, ástinni, ljóðlist og lífinu ættu að sjá þessa mynd, hún er algjört augnakonfekt. Lokaatriði mynd- arinnar er líka magnað; þegar Brawne hefur frétt af andláti Keats gengur hún út í snjóinn og fer með „Bright Star“, mjög áhrifaríkt. Bíó Paradís Ástarstjarna (Bright Star) bbbbn Leikstjóri Jane Campion. Aðalleikarar: Ben Whishaw, Abbie Cornish, Paul Schneider, Kerry Fox, Thomas Sangster. Ástralía/Bretland/Frakkland. 118 mín. 2009. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR KVIKMYND Ástarstjarna Virkilega fallegt mynd um ástina og lífið. Anda sem unnast fær ekkert að skilið Lífið er saltfiskur“ stendurþar og engum blöðum umþað að fletta að vesaldóm-ur þjóðarinnar hefði geng- ið enn nær henni ef sú gula soðning hefði ekki haldið í okkur líftórunni í harðærum sem orkugjafi og útflutn- ingsvara. Sá guli, heimildarmynd Páls Steingrímssonar, er fræðandi og markviss og segir sögu þorskveiða við landið frá landnámi. Allt frá sjó- sókn með handfærum á árabátum til nútímaveiða með rafmagnsrúllum, snurvoð, línu, botnvörpu o.s.frv. Fiskveiðiþjóðinni veitir ekki af slíkri uppfræðslu, við höfum fjarlægst þennan fisk og þennan undirstöðu- atvinnuveg á síðustu áratugum. Stór hluti vinnslunnar hefur flust um borð í togara sem eru fljótandi frystihús en hinn hluti hennar er meira og minna unninn af Pólverjum og öðrum frá fyrrum austantjalds- þjóðum og Austurlandabúum sem hafa sest hér að og flökrar hvorki við slori né fisklykt. Í söguskoðun sinni fer Páll vítt og breitt í tíma og rúmi. Það er t.d. ótrúlegt til þess að vita hversu stíft franskir „duggarar“ sóttu hér sjóinn allt fram á síðustu öld þrátt fyrir hrikaleg áföll. Þeir fórust í þúsundatali í lífshættulegri baráttunni við þann gula. Sjálfsagt eru fleiri meðvitaðir um þorskastríð- in sem við háðum við breska ljónið upp úr miðri síðustu öld. Þannig fikrar Páll sig skipulega til samtím- ans og heldur um borð í ýmsar gerð- ir fiskiskipa. Það á vel við að hann tekur drjúgan hluta myndarinnar á hinum fornfrægu veiðislóðum undir Jökli og í einni fegurstu höfn lands- ins, vestur á Arnarstapa. Það er stór kostur við Þann gula hversu auðveldlega Páli og hans flinku samstarfsmönnum tekst að aðlagast sjóurunum um borð, hvort sem það er aflaklóin Pétur frá Mal- arrifi og hamhleypur hans á Bárði, 16 tonna smábáti, eða áhöfn á trölls- legum frystitogara. Engu er líkara en maður sé sjónarvottur um borð, en blessunarlega laus við veltinginn og ógleðina. Sá guli er þörf, aðgengi- leg og auðmelt heimild um lífsbjörg okkar og einn besta matfisk hafsins og hentar því mjög vel sem fræðslu- mynd í skólakerfinu. Stutt, skil- merkileg mynd um undirstöðuþætti í atvinnu- og efnahagslífinu sem ætti að skylda okkur til að hafa einhverja grunnþekkingu á. Það á vel við að við fylgjumst að lokum með þeim gula framreiddum eftir kúnstarinnar reglum og ekki annað að sjá en neytendurnir hafi velþóknun á lostætinu. Annað hvort væri það nú! Það hefur ekki farið framhjá neinum að þorskveiðiþjóðin hefur sett hin seinni árin þennan eð- alfisk á stall með besta góðmeti mat- seðlanna og var tími til kominn. Glíman við þann gula Háskólabíó Sá guli bbbmn Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri og handrit: Páll Steingrímsson. Kvik. 55 mín. Ísland. 2010. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Gulur Sá guli, þorskurinn, syndir hjá kafara í undirdjúpunum. Bandaríski leikarinn Leonardo Di- Caprio ætlar að gefa eina milljón dollara til samtakanna World Wild- life Fund og á peningurinn að renna til verndar tígrisdýrum. Hluti af starfi WWF er að reyna að stöðva ólöglegar veiðar á dýrum í útrým- ingarhættu, vekja athygli á þeim með auglýsingaherferðum og reyna að fjölga dýrum í útrýmingarhættu. Þá hefur eyðilegging á náttúrunni einnig sín áhrif. „Ef við gerum ekki eitthvað í málinu núna gæti eitt merkasta dýr jarðarinnar dáið út eftir nokkra áratugi,“ er haft eftir DiCaprio á vef Guardian. Tígrar Leonardo DiCaprio. Annt um tígrisdýrin Söngvari Guns N’ Roses, Axl Rose, hefur höfðað mál á hendur tölvu- leikjafyrirtækinu Activision vegna tölvuleiksins Guitar Hero III og krefst 20 milljóna dollara í skaða- bætur. Rose segir fyrirtækið hafa fengið leyfi fyrir því að nota lagið „Welcome to the Jungle“ í leiknum en ekki að búa til persónu í líki gít- arleikarans Slash, eins og það gerði. Fúll Axl Rose er ekki sáttur. Í mál vegna Guitar Hero

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.