Morgunblaðið - 25.11.2010, Síða 40

Morgunblaðið - 25.11.2010, Síða 40
FIMMTUDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Leikari myrti móður sína 2. Sauð upp úr í starfsmannapartíi 3. Fóru utan og því sviptir bótum 4. Stökkti ofbeldismönnum á flótta »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  „Einfaldleikinn er svo fallegur og fólk er svo týnt í glamúr, glysi og mik- ilfengleika og fjölskrúðugum útsetn- ingum og miklu sándi,“ segir Svavar Knútur um tónleikaplötuna Amma. » 34 Enginn glamúr eða glys á Ömmu  Barnabókin Dvergasteinn eftir Aðalstein Ásberg kom út á eist- nesku í byrjun nóvember hjá for- laginu Nynorden í Tallinn, í þýðingu Toomas Lapp. Bókina prýða nýj- ar myndskreytingar eftir Krõõt Kukk- ur. Dvergasteinn hefur þegar komið út í Danmörku og Finnlandi og sænsk útgáfa er væntanleg. Barnabókin Dverga- steinn á eistnesku  Nú stendur yfir í Nýlistasafninu yf- irlitssýning á verkum Bjarna Þór- arinssonar myndlistarmanns. Sunnu- daginn nk., 28. nóvember, kl. 15, mun Bjarni ræða við sýningargesti um sýninguna og verk sín ásamt Jóni Proppé sýningarstjóra og munu þeir svara spurningum sýn- ingargesta. Safnið er á Skúlagötu 28. Fræðst um verk Bjarna í Nýló Á föstudag og laugardag Fremur hæg norðaustlæg átt og víða bjartviðri, en norðan 8-13 m/s og él við austurströndina. Frost 2 til 8 stig við sjávarsíðuna, en 8-15 til landsins. Á sunnudag Hægviðri og víða léttskýjað, en skýjað með köflum og stöku él norðaustan til. Kalt í veðri og talsvert frost til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s, dálítil él norðan og austan til, en léttskýjað sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum. VEÐUR Íslandsmeistarar Hauka mörðu sigur á botnliði Vals í N1-deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Mark Einars Arnar Jónssonar tveimur sekúndum fyrir leikslok reið baggamuninn að þessu sinni að viðstöddum á ní- unda hundrað áhorfenda á Ásvöllum í Hafnarfirði, 23:22. Valur rekur enn lestina í deildinni og Haukar eru í fimmta sæti. »3 Haukar mörðu sigur á Val „Skotar voru greinilega komnir út fyrir velsæmismörkin í gagnrýni sinni í garð svartklæddu konsertmeist- aranna. Farnir að hóta dómurunum og fjölskyldum þeirra. Vonandi verða vandræði skoska knattspyrnu- sambandsins við að manna leiki komandi helgar þörf áminning til forvígismanna íþrótt- arinnar – víðar en í landi sekkjapíp- anna og pils- anna,“ skrifar Víðir Sigurðs- son m.a. í við- horfsgrein. »2 Skotar komnir út fyrir velsæmismörkin Enska knattspyrnuliðið Tottenham er komið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrstu tilraun en liðið þreytir frumraun sína í keppninni í vetur. Tottenham vann Werder Bremen sannfærandi, 3:0. Wayne Rooney tryggði Manchester United 1:0 sigur á Rangers í Glasgow og United er komið áfram, eins og Inter, Schalke, Lyon, Valencia og Barcelona. »2 Tottenham í 16 liða úrslitin í fyrsta sinn ÍÞRÓTTIR Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Ljósin verða tendruð á Hamborg- artrénu svokallaða á Miðbakka Reykjavíkurhafnar næstkomandi laugardag klukkan 17. Félags- skapurinn Wikingerrunde frá Ham- borg í Þýskalandi hefur í 44 ár sent jólatré til hafnarinnar sem táknræn- an þakklætisvott til íslenskra tog- arasjómanna. Þar sem félagið hefur nú að mestu leyti hætt starfsemi var ákveðið að senda ekki tré til Reykja- víkur að þessu sinni. Hamborgar- tréð verður því alíslenskt í ár og kemur úr Borgarfirðinum. Það gef- ur þýskum forverum sínum ekkert eftir í glæsileika og er tíu metrar á hæð. „Við ætlum að halda í hefðina og nafnið í ár þar sem þetta er fallegur atburður og skemmtilegur að mörgu leyti,“ segir Ágúst Ágústsson, mark- aðsstjóri Faxaflóahafna sf. Þýskur blær yfir athöfninni Að sögn Ágústs hafa góðir gestir komið frá Hamborgarhöfn og Wik- ingerrunde-félagsskapnum til að fylgja gjöfinni grænu og vænu til Ís- lands í gegnum árin, en nú verði það ekki raunin. Þrátt fyrir breytinguna verður þýskur blær yfir athöfninni á laug- ardaginn. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann J. Sausen, flytur kveðjur frá Hamborg og þýsk- íslenska viðskiptaráðið tekur þátt í undirbúningnum ásamt félögum í German- iu sem munu fjölmenna við tréð. „Þjóð- verjarnir gætu alveg átt það til að reyna að halda þessu áfram, mér heyrist það á þeim. Þeir eru mjög miður sín yfir því að þetta hafi ekki gengið upp.“ Ágúst hvetur sem flesta til að koma á Miðbakkann á Reykjavík- urhöfn á laugardaginn og njóta fal- legrar jólastundar saman. Þá er þeim sem tóku á einhvern þátt í því að flytja fisk til Þýskalands á eft- irstríðsárunum sérstaklega boðið og þá ekki síst togarasjómönnum. Barnakór Kársnesskóla syngur vel valin jólalög við tréð og verður gestum boðið að þiggja heitt súkku- laði og jólabakkelsi í boði Faxaflóa- hafna. Sá sem fær þann heiður að tendra ljósin á trénu hefur enn ekki verið valinn, en Ágúst segir að hald- ið verði í gamlar hefðir og einhver af yngri kynslóðinni fenginn í verkið. Það er tilvalið enda eflaust margir krakkar sem iða í skinninu að fá að takast á við svo krefjandi verkefni. Hamborgartréð íslenskt í ár  Hefur verið sent frá Þýska- landi í 44 ár Morgunblaðið/Eggert Íslenskt Ágúst við Hamborgartréð, sem mætti eflaust kalla Borgarfjarðartréð. Líkt og sjá má gefur það íslenska þýskum forverum sínum ekkert eftir í glæsileika og stærð en það er tíu metrar á hæð. Sagan í kringum Hamborgar- tréð er bæði falleg og táknræn fyrir boðskap jólanna. Tré hafa verið send til landsins sem þakklætisvottur til ís- lenskra togarasjómanna sem gáfu svöngu fólki í Hamborg mat þegar togarar sigldu með fisk til Þýskalands fyrst eftir síðari heimsstyrjöld. Upp- hafsmenn að þessari hefð voru Hermann Schlünz og Werner Hoenig sem minntust rausnarskapar Íslendinga og ákváðu árið 1965 að minnast hans með þessum hætti. Ágúst segir að biðraðir hafi myndast þegar erlend skip lögðu að bryggju eftir seinna stríð þar sem enga vinnu var að fá, margir áttu litla sem enga peninga og nánast ekkert var hægt að versla. „Þeir voru með fiskisúpu sem þeir gerðu og gáfu fólkinu.“ Biðraðir eftir fiskisúpu GÓÐHJARTAÐIR SJÓMENN GÁFU MATARGJAFIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.