Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 29.11.2010, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Hennar hátign Esjan er drottning fjallanna við Sundin blá og turnar mannanna komast ekki í hálfkvisti við hana þótt þeir reigi sig og sperri og nái ef til vill stundum að skyggja örlítið á hana. Eggert Sjálfsbjörg lands- samband fatlaðra hef- ur áhyggjur varðandi tilfærslu málefna fatl- aðra frá ríki til sveitar- félaga. Við teljum að vinnan sé ekki nægi- lega vel á veg komin. Samningur hefur að vísu verið undirrit- aður, en það á eftir að ljúka vinnu við aðal- atriðið, hag þjónustuþega. Hvernig þjónustu verður háttað, hvað með húsnæðismál og starfsmenn sem sinna þjónustunni? Of mörgum spurningum er ósvarað og það hefur ekki verið haft nægjanlegt samráð við fatlaða. Í niðurstöðum skýrslu Ríkisend- urskoðunar til Alþingis kemur meðal annars fram að ekki liggi fyrir sam- þykkt heildarstefna fyrir málaflokk- inn, þar sem aðgerðir eru tímasettar og árangursmælingar skilgreindar. Fjárveitingar taka ekki mið af reglu- bundnu mati á þjónustuþörf eins og lög gera ráð fyrir. Eftirlit með starf- semi þjónustuaðila er ófullnægjandi og ekki er hægt að fullyrða að jafn- ræði ríki meðal þjónustuþega. Í skýrslunni segir að ráðneytið hafi ekki kallað eftir samræmd- um upplýsingum um starfsemi þjónustuað- ila fyrir árið 2004. Því má sjá að verið er að setja málaflokkinn í óvissu. Af fram- ansögðu er ekki hægt að leggja mat á hvort þjónusta við fatlaða sé skilvirk, árangursrík eða í samræmi við lög. Það er því með ólík- indum að óvissuþættirnir skuli vera eins margir og skýrslan sýnir. Helsta markmið tilflutningsins er bætt og aukin þjónusta við fatlað fólk og að nærþjónustan verði per- sónulegri og betri. Nærþjónusta er í eðli sínu til bóta, en spurningin er hins vegar hvort henni verði komið á þar sem fjárveitingar til málaflokks- ins hafa þegar verið ákveðnar. Svig- rúmið er ekkert. Varðandi þjónustuþörf hefur heildarmat ekki farið fram. Jafnræði milli þjónustuþega er því ekki tryggt. Ríkisendurskoðun kemst að þeirri niðurstöðu að fjárveiting til þjónustunnar taki ekki mið af þjón- ustuþörf eins og lög gera ráð fyrir. Í inngangi skýrslunnar kemur fram að sjónum skuli beint að velferðar- málum. Í skýrslunni var m.a. fundið að faglegu eftirliti með stofnunum sem sinna málefnum fatlaðra. Meginmarkmið úttektarinnar var að svara fjórum spurningum; 1. Hafa stjórnvöld mótað formlega heildarstefnu um þjónustu við fatl- aða með skýrri aðgerðaáætlun og mælanlegum markmiðum. Mitt svar er einfalt, nei. 2. Hefur ráðuneytið markvisst eft- irlit með málaflokknum, fjárhags- legt og faglegt? Mitt svar er einfalt, nei. 3. Byggjast fjárveitingar til þjón- ustuaðila á formlegu þjónustumati? Mitt svar er einfalt, nei. 4. Er líklegt að flutningur mála- flokksins frá ríki til sveitarfélaga skili faglegum og fjárhagslegum ávinningi? Mitt svar er, ekki hægt að fullyrða. Mikil óvissa ríkir enn varðandi starfsfólk sem hefur sinnt þessari þjónustu og þar með þjónustuna í framtíðinni. Ekki er lokið samn- ingum um tilflutning þeirra frá rík- inu til viðkomandi sveitarfélaga. Það er ljóst að ef ekki næst samkomulag við starfsfólk um tilflutning mun það hafa áhrif á okkur sem þiggjum þjónustuna. Mikil þekking hefur orðið til meðal þessa hæfa starfs- fólks sem má alls ekki glatast. Þá gæti staðan einfaldlega leitt til flutn- inga fatlaðs fólks milli svæða til að fá bestu mögulegu þjónustuna. Það þýðir einfaldlega að fatlað fólk hefur ekki valkosti um búsetu sem er skýrt í lögum að það á. Fólk mun einfald- lega að leita þangað sem þjónustan er best. Hálfgerðir hreppaflutningar eins og við þekktum þá á árum áður. Okkar skoðun er einföld. Það eiga allir að njóta sömu þjónustu, óháð búsetu. Annað er mannréttindabrot og mismunun. Tilfutningur málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga mun fara fram um næstu áramót. Sjálfs- björg hefur leitast við að fjalla um og greina á heiðarlegan og ábyrgan hátt frá því hvaða áhrif þessi flutn- ingur muni hafa á fatlað fólk í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir liggja, þar á meðal skýrslu Ríkisendurskoð- unar. Það mun því ekki standa á Sjálfsbjörg að koma að þessum breytingum, verði til okkar leitað. Samráðið hefur hins vegar verið af mjög skornum skammti. Það er ekki verið að flytja bílaverkstæði úr Dugguvogi í Hafnarfjörð. Fatlaðir eru ekki kennitala á blaði. Um er að ræða fjölda fatlaðs fólks og starfs- menn sem sinna mikilvægri þjón- ustu í þessum málaflokki. Aðildar- félög Sjálfsbjargar eru 17 og því ljóst að þeirra bíður mikið verkefni. Við munum standa vaktina af fremsta megni og bjóðum okkar lið- veislu til að þessi tilflutningur megi takast sem allra best. Þá vil ég vitna í ályktun landsþings Sjálfsbjargar. Krafist er að sett verði lög um NPA, notendastýrða persónulega aðstoð. Sveitarfélögn verði skyldug að veita slíka þjónustu. Þá verði jafnræðis gætt við mat á þjónustuþörf og við þjónustuna sjálfa. Allir fái þjónustu við hæfi og samkvæmt sínum óskum. Mannréttindi og borgaraleg réttindi fatlaðs fólks verði tryggð með lög- um. Þau verði ekki háð geðþótta varðandi útfærslu sveitarstjórna á þjónustunni. Aðalatriðið er að allir séu samstiga í málinu. Ríkið, sveit- arfélög, samtök fatlaðra og starfs- menn sem koma að málinu. Eftir Grétar Pétur Geirsson » Sjálfsbjörg lands- samband fatlaðra hefur ákveðnar efa- semdir um tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Grétar Pétur Geirsson Höfundur er formaður Sjálfsbjargar landssambands fatlaðra. Allir búi við sömu þjónustu óháð búsetu Heilbrigðiskerfið á Íslandi hefur þróast og þroskast gegnum árin eftir forskrift stjórn- valda með stjórnvalds- ákvörðunum sem og framgöngu heilbrigð- isstétta og ýmissa hagsmunasamtaka. Þessi samþætting aðila í stefnumörkun hefur þrátt fyrir allt tekist vel þar sem allir alþjóðlegir mæli- kvarðar um árangur eru okkur til sóma. Þrátt fyrir þessa staðreynd skjóta reglulega upp kollinum hug- myndir um gagngerar breytingar í heilbrigðiskerfinu, oft upprunnar frá afmarkaðri umræðu um það sem sannarlega má betur fara eða tíma- bundnum þrengingum. Stjórn- málamenn hafa í hita augnabliksins ekki síst fallið í freistni hvað þetta varðar og hoppað á þennan kröfu- vagn um grundvallar breytingar án þess þó að geta gert grein fyrir því hvað raunverulega kalli á kúvend- ingu eða hvernig menn vilja hafa þjónustuna til framtíðar þannig að betur fari. Ein dægurflugan í þessari um- ræðu er harla vinsæl þessa dagana og á skírskotun til granna okkar í Skandinavíu og kallast „norrænt velferð- arkerfi“. Þessi umræða tekur á sig skringileg- ustu myndir í munni margra málsmetandi sem skilja má á þann hátt að allt sé hér ómögulegt. En stað- reyndin er að svo er alls ekki og vert að halda á lofti því sem vel er gert. Aðgengi að al- mennri heilbrigð- isþjónustu og sér- fræðiþjónustu hefur um árabil verið gott hér á landi og biðlistar eftir þjónustu hverfandi þrátt fyrir allt. Ég er ekki viss um að fólk sætti sig við breytingar frá þessu í norrænum stíl þar sem bið eftir þjónustu hefur um árabil verið vandamál og ekki sjást breytingar í því efni. Biðlistar eru ekki farsælt hagstjórnartæki í heilbrigðisþjónustu. Það er grund- vallar misskilningur. Íslenskt heilbrigðiskerfi grund- vallast í dag á þremur meginstoðum, heilsugæslu, sjúkrahúsum og fyr- irtækjum sjálfstætt starfandi lækna. Allt myndar þetta ágæta heild. Við höfum verið þeirrar gæfu aðnjótandi fram til þessa að vel menntað heil- brigðisstarfsfólk hefur snúið heim eftir nám og starf erlendis og mynd- að okkar heilbrigðismannauð. Stofn- anir, steinsteypa, stólar og borð fá ekkert hlutverk nema hæft fólk komi að. Nú virðist vá fyrir dyrum. Efna- hagsþrengingar landsins kalla á að- hald. Samhliða þó tekið skyn- samlega á málum og ráðamenn noti ekki tækifæri til að ota sínum tota með misviturlegum ákvörðunum heillaðir af „sinni eigin pólitísku sýn“. Það hefur tekið mannsaldra að komast þangað sem við erum stödd í dag í heilbrigðismálum en þarf ekki nema nokkur pennastrik til að rífa það niður. Boðaður niðurskurður í heilbrigð- ismálum er ekki náttúrulögmál. Þetta er mannanna verk. Þessu er stýrt af þeim sem þær tölur settu á blað í fjárlögunum. Vandinn er sá að svo virðist sem ekki sé allskostar tekið tillit til þess að af misjöfnu er að taka. Allir dilkar koma ekki jafn feitir af fjalli góðærisins. Nema það sé meðvituð ákvörðun að ryðja nú veginn að breyttu landslagi í heil- brigðisþjónustu. Spurningin er hvað vill fólkið sjálft? Fyrrverandi heilbrigðisráðherra fór ekki í felur með viðhorf sitt til sjálfstætt starfandi sérfræðinga og fyrirtækja þeirra. Hennar pólitíska sýn á þeim vettvangi var athygliverð en vandséð að í því fælist umhyggja fyrir því hvernig skattfé landsmanna væri varið til heilbrigðismála. Á sama tíma þykir hið besta mál að hefja framkvæmdir við nýjan Land- spítala sem enginn hefur séð fyrir endann á. Grafskrift fjárlaganna er að þegar núverandi samningur sjálfstætt starfandi sérfræðinga rennur út í lok mars 2011 þarf að spara um 1.150 milljónir króna það sem af er árinu ef allt annað er óbreytt. Þetta kallar á um 26% lækkun á samningnum það sem lifir af árinu 2011. Samn- ingar við sérfræðilækna hafa verið á sama verði í krónum talið frá 1. októ- ber 2008 ef frá er talin 2% hækkun í júní sl. Allir eiga að vita hvað gerst hefur á þeim tíma í Íslandssögunni. Þar að auki hefur ríkisstjórnin verið dugleg við að hækka alla skatta og skyldur á fyrirtæki undanfarin miss- eri sem gerir málið ekki gæfulegra. Ef boðaður niðurskurður verður að veruleika er jafn ljóst og að sól rís í austri að þessi þjónusta fyrirtækja sjálftætt starfandi lækna leggst af. Um 300 stöðugildi eru innan þessara fyrirtækja í dag og auk þess vinna um 340 læknar í þeim. Þar af er tæp- ur helmingur þeirra sem hefur nán- ast allt sitt framfæri af þessari starf- semi en ekki aðrar tekjur frá ríki vegna annarra starfa. Hvaða starfs- vettvang á þetta fólk þá? Ef það er ætlun stjórnvalda að knésetja þessa starfsemi á þennan hátt þá vildi maður mögulega fá ein- hverja hugmynd um hvert þjón- ustan, sem veitt er í dag á samn- ingnum, á að fara. Til upprifjunar þá voru komur til lækna á samningnum árið 2009 um 430 þúsund. Þar af eru hátt í 20 þúsund skurðaðgerðir, þús- undir iðraspeglana og annarra inn- gripa og að auki 120 þúsund komur í blóð-, röntgen- og meinafræðirann- sóknir. Til samanburðar voru heild- arkomur til lækna á öllum heilsu- gæslustöðvum á landinu samtals á sama tímabili um 688 þúsund og all- ar komur á göngudeildir og dag- deildir Landspítala um 360 þúsund. Er nema von að maður spyrji hvert stefni? Eftir Stefán E. Matthíasson »Ég er ekki viss um að fólk sætti sig við breytingar frá þessu í norrænum stíl þar sem bið eftir þjónustu hefur um árabil verið vanda- mál og ekki sjást breyt- ingar í því efni. Stefán E. Matthíasson Höfundur er læknir og er formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. Umbreyting heilbrigðisþjónustunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.