Morgunblaðið - 29.11.2010, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010
✝ Haukur LárusHauksson, blaða-
maður og ráðgjafi,
fæddist í Reykjavík
28. júní 1957. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 21. nóvember
2010.
Foreldrar hans
voru hjónin Edith
Olga Clausen hús-
freyja, f. 7. september
1917, d. 18. mars
2006, og Haukur
Bragi Lárusson vél-
stjóri, f. 27. apríl 1916, d. 22. apríl
1975. Systkini Hauks eru Elísabet
Hauksdóttir, f. 12 mars 1939, maki
Arnór Valgeirsson, f. 9. ágúst 1932,
og Karl Pétur Hauksson, f. 8. apríl
1942.
Haukur giftist 30. desember 1982
eftirlifandi eiginkonu sinni, Heru
Sveinsdóttur, f. 22. september 1963.
stúdentsprófi frá Menntaskólanum
við Tjörnina 1977 og stundaði nám í
sálfræði við Háskóla Íslands og síð-
an við Kaupmannahafnarháskóla.
Haukur dvaldist í Danmörku á ár-
unum 1981-1987 en þar starfaði
hann meðal annars sem fréttaritari
DV á árunum 1985-87. Eftir að
Haukur fluttist aftur heim starfaði
hann lengst af sem blaðamaður á
DV. Á síðustu árum starfaði hann
sem ráðgjafi í almannatengslum
hjá fyrirtækinu AP almannatengsl.
Auk þess gegndi Haukur ýmsum
trúnaðarstörfum í tengslum við
störf sín sem blaðamaður. Hann sat
meðal annars í stjórn Blaðamanna-
félags Íslands um skeið, var for-
maður Félags blaðamanna á DV og
fór lengi fyrir ritstjórninni í starfs-
manna- og fagmálum hennar.
Haukur var virkur í baráttu sinni
við krabbamein. Hann ferðaðist
meðal annars um landið með fyrir-
lestur um glímu sína við sjúkdóm-
inn. Haukur var einn stofnenda fé-
lagsins Framför en það stendur
fyrir átakinu Karlar og krabba-
mein.
Útför Hauks fer fram frá Hall-
grímskirkju í dag, 29. nóvember
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
Foreldrar Heru: Guð-
rún Björnsdóttir, f. 8.
júlí 1934, d. 26. mars
2009, og Sveinn Arn-
ar Davíðsson, f. 3.
mars 1927. Systkini
Heru eru: Birna El-
ísabet, f. 1951, maki
Árni Árnason, f. 1953,
Sesselja Guðrún, f.
1954, maki Sigurður
Kristinsson, f. 1951,
Hilmar, f. 1955, maki
Pála A.L. Vilhjálms-
dóttir, f. 1956, Davíð,
f. 1956, maki Anna
María Rafnsdóttir, f. 1958, Vignir,
f. 1960. Börn Hauks og Heru eru
Arinbjörn, f. 2. ágúst 1984, maki
Lára Sigríður Lýðsdóttir, f. 20.
mars 1986, og Edda Þöll, f. 31. júlí
1989, maki Haraldur Þór Svein-
björnsson, f. 6. október 1986.
Haukur ólst upp í Langholts-
hverfinu í Reykjavík. Hann lauk
Þegar ég hugsa um pabba þá veit
ég ekki alveg hvort ég á að brosa eða
gráta. Gráta af söknuði eða brosa við
tilhugsunina um allar þær stundir
sem við áttum saman. Hann pabbi var
lífsglaður maður og hann sagði oft við
mig að honum þætti fátt skemmti-
legra en að halda góðar veislur, stór-
ar sem smáar. Honum þótti bara svo
gaman að eiga góðar stundir með
fólki sem honum þótti vænt um. Við
fjölskyldan deildum ótal góðum
stundum saman og sátum oft heilu
kvöldstundirnar þar sem mamma og
pabbi rifjuðu upp gamlar góðar
stundir yfir eins og einu rauðvíns-
glasi. Það var bara ekki hægt að sjá
annað en að þau væru alltaf eins ást-
fangin og þegar þau hittust í fyrsta
sinn.
Við pabbi vorum svo heppnir að
deila sama áhugamáli og ég man sér-
staklega eftir einu atviki þegar ég var
u.þ.b. 6-7 ára. Við sátum heima á
Kirkjuteigi og horfðum á United
keppa við eitthvert smærra lið, okkar
mönnum gekk frekar illa og pabbi
bölvaði svo mikið að ég varð hálf-
smeykur. Þá skildi ég ekki alveg
þessa ástríðu sem fótboltinn er.
Þannig að ég fer til mömmu og bið
hana að segja pabba að hætta að blóta
svona. Stuttu síðar kemur pabbi til
mín og gerir mér grein fyrir því að
hann sé nú ekki að beina þessu blóti
til mín heldur leikmannanna, tekur
svo utan um mig og segist elska mig.
En þetta gerði hann alltaf ef manni
leið illa eða eftir að hann hafði þurft
að skamma mann svolítið. Svo má nú
segja að síðastliðin ár höfum við
pabbi báðir setið og rifist og skamm-
ast yfir boltanum. En við höfum verið
það lánsamir að okkar mönnum hefur
gengið frekar vel svo að við feðgar
höfum nú oftast nær verið að röfla yf-
ir eintómum smámunum.
Mér er það mjög minnisstætt að
pabbi lýsti því að það að greinast með
krabbamein hefði verið eins og að fá
högg frá Mike Tyson. Eftir alla þessa
baráttu get ég nú ekki annað sagt en
að hann hafi staðið þann bardaga
prýðisvel af sér. Ég verð því bara að
segja að ég er stoltur af honum pabba
mínum og ég er viss um að hann hefur
verið fyrirmynd margra sem urðu á
vegi hans í gegnum tíðina. Hann er
allavega fyrirmyndin mín og ég kveð
hann með söknuði en get þó glaðst yf-
ir öllum minningunum sem ég á um
hann.
Arinbjörn Hauksson.
Sunnudaginn 21. nóvember síðast-
liðinn missti ég pabba minn. Ekki
bara pabba minn heldur líka besta vin
minn. Pabbi var með stærsta hjarta í
heimi og sýndi fólki kærleik og um-
hyggju hvert sem hann fór. Mér þótti
alltaf svo vænt um þegar hann tók
fast utan um mig, kyssti mig og kall-
aði mig litla gullmolann sinn, það var
ekki ósjaldan sem hann gerði það.
Hann hvatti mig áfram í öllu og
studdi alltaf við bakið á mér og kom
því svo stundum inn ef ég varð of
stórtæk að ég þyrfti að taka einn bita
í einu ef ég ætlaði mér að klára heilan
fíl.
Við vorum mjög náin og það var oft
sem við gerðum eitthvað saman bara
tvö. Hann bauð mér þá oft út að borða
niður í miðbæ þar sem við gátum
spjallað um allt sem okkur lá á hjarta
á léttum nótum hvort sem það hét
krabbamein, vinna, skóli, dauðinn eða
lífið. Eftir matinn gengum við svo
Laugaveginn hönd í hönd og brostum
út í lífið, okkur fannst það svo ynd-
islegt.
Þegar sumrið nálgaðist blómstraði
pabbi með blómunum í garðinum því
þetta var hans uppáhaldstími. Þá
setti hann góðan disk í græjurnar, fór
í litríka sumarskyrtu og settist út á
svalir þar sem hann naut sín í botn í
kringum alla fallegu sumarlitina. Ég
sat oft við hliðina á honum og þá
horfðum við á náttúruna í kringum
okkur og svifum um í okkar eigin
draumaheimi og hlustuðum á músík-
ina sem heyrðist innan úr stofu. Hann
var algjör nautnamaður og hann elsk-
aði að borða góðan mat og fá sér vín í
góðra vina hópi og kunni alltaf að
njóta augnablikanna og gera þau eft-
irminnileg.
Pabbi kenndi mér að hlusta á tón-
list og gátum við setið saman langa
stund inni í stofu þar sem við hlust-
uðum á allt frá Eivöru upp í Deep
Purple og þá sagði hann mér stund-
um sögur frá því þegar hann og
strákarnir settu músíkina í botn í
gamla daga og fengu sér í glas og
rokkuðu fram á nótt. Svo hlógum við
saman og héldum áfram að láta okkur
dreyma við tónlistina sem hann hafði
sett í tækið. Við fórum á fullt af tón-
leikum saman í gegnum tíðina og man
ég sérstaklega eftir því að við fjöl-
skyldan fórum á Kim Larsen á Nasa
og dönsuðum eins og við ættum lífið
að leysa.
Hjónaband mömmu og pabba var
það fallegasta í veröldinni. Það sást
hvert sem þau fóru að þarna væru
hjón sem elskuðu hvort annað og
sagði pabbi alltaf að hann ætti glæsi-
legustu og fallegustu konuna.
Mamma var algjör hetja og stóð við
hlið pabba eins og klettur alla barátt-
una við krabbameinið og studdi hann
áfram. Ég trúi því að það hafi verið
jákvætt hugarfar og þessi þrjóska
„að ætla“ sem drifu pabba áfram í
baráttunni og gáfu honum aukastyrk
til þess að halda henni áfram. Þegar
hann dó hafði hann barist við krabba-
mein í fjögur og hálft ár. Allt sem ég
upplifði með pabba, allt það sem hann
kenndi mér og hvaða persónu hann
hafði að geyma mun ég geyma í
hjarta mínu að eilífu. Hvíl í friði elsku
pabbi.
Edda Þöll Hauksdóttir.
Baráttu Hauks Lárusar við erfiðan
sjúkdóm er lokið, eftir fjögur og hálft
ár. Haukur trúði á, að hann myndi
sigrast á sjúkdómnum og barðist
hetjulega gegn honum, með öllum til-
tækum ráðum. Ekki aðeins tókst
hann á við sjúkdóminn með traustum
stuðningi eiginkonu sinnar Heru og
barna þeirra, Arinbjörns og Eddu
Þallar, tengdabarna og vina, heldur
miðlaði hann af reynslu sinni og þekk-
ingu til annarra, með viðtölum í sjón-
varpi, útvarpi og fundahöldum. Hann
var einn af stofnendum félagsins
Framför, sem er félag þeirra sem
glíma við krabbamein í blöðruháls-
kirtli. Haukur var óþreytandi í þessu
starfi. Kynni okkar Hauks, mágs
míns, hófust þegar hann kom heim á
Leifsgötu 9 af fæðingardeildinni, en
þá höfðum við Elísabet systir hans
þegar kynnst. Haukur var fallegur
drengur og augasteinn foreldra
sinna, þeirra Edithar Olgu Clausen
og Hauks Braga Lárussonar, yfirvél-
stjóra hjá Eimskip, sem bæði eru lát-
in. Haukur var þriðja barn foreldra
sinna, sem áttu fyrir Elísabetu og
Karl Pétur. Fjölskylda Hauks flutti
fljótlega að Goðheimum 13, í hús sem
foreldar hans byggðu ásamt föður-
bræðrum hans, þeim Friðþjófi og
Sverri. Æskuheimili Hauks var mikið
myndarheimili, enda foreldrar hans
dugnaðarfólk, sem lagði kapp á að
búa börnum sínum sem best heimili
og veita þeim gott uppeldi. Þrátt fyrir
tíðar fjarverur föður síns, vegna
starfs hans, fékk Haukur tækifæri til
þess að eiga góðan tíma með honum,
því hann fór alloft í siglingar með föð-
ur sínum til annarra landa er gaf
þeim tækifæri til þess að vera saman,
sem stuðlaði að aukinni víðsýni og
þroska Hauks. Aðeins eitt og hálft ár
skilur að son okkar Val og Hauk og
urðu þeir því fljótt góðir vinir, sem
hélst alla tíð síðan. Tengsl Hauks við
systur sína Elísabetu voru alla tíð
mjög góð og sama er að segja um
tengsl Hauks við eldri bróður sinn,
Karl Pétur, en þau tengsl voru mjög
náin og studdi Haukur bróður sinn í
ýmsu því sem hann tók sér fyrir
hendur.
Haukur kynntist eiginkonu sinni
Heru eftir að hann kom til Kaup-
mannahafnar og þegar Arinbjörn
fæddist máttum við Elísabet til með
að heimsækja fjölskylduna í Kaup-
mannahöfn og sjá afkomandann.
Þegar Haukur, Hera og Arinbjörn
fluttust heim 1987 áttu þau sitt fyrsta
heimili á Íslandi hjá okkur Elísabetu,
í Seljugerði 10. Fljótlega fjölgaði í
fjölskyldunni þegar Edda Þöll fædd-
ist og þá þurfti að stækka við sig hús-
næðið og þau fluttu að Kirkjuteigi 25,
þar sem þau áttu heima næstu árin,
eða allt þar til þau fluttu að Laug-
arásvegi 8. Þau Haukur og Hera voru
samhent í því að búa sér og börnum
sínum glæsilegt heimili, þar sem við
höfum átt margar ánægjulegar
stundir á ýmsum tímamótum hjá fjöl-
skyldunni. Einstök smekkvísi og
dugnaður þeirra Heru og Hauks við
frágang á húsi sínu og fallegum garði
eru eftirtektarverð. Við Elísabet og
Valur, Unnur tengdadóttir og Vikt-
oría barnabarn okkar söknum Hauks
mjög mikið. Hann var einstakur mað-
ur, sem verður okkur ávallt eftir-
minnilegur. Hans er sárt saknað.
Arnór Valgeirsson og fjölskylda.
Þetta er lífið – sagði Haukur eitt
sinn þegar hann sat við matarborðið
heima hjá okkur, það var jóladagur
og við höfðum nýlokið góðri jólamál-
tíð og sátum saman fjölskyldan,
nokkuð stór hópur, og spjölluðum
saman og hlógum, hlógum mikið,
fram eftir kvöldi, fram á nótt.
Þessi orð og þessi stund lýsa Hauki
vel. Hann var stemningsmaður sem
kunni að njóta lífsins í öllum sínum
myndum, naut þess í botn að vera
umvafinn fólki og fékk okkur hin til
að staldra við að taka eftir hvað við
erum í raun heppin, fékk okkur til að
meta litlu hlutina sem við tökum allt
of sjálfsagða. Haukur var maður sem
gat talað um alla heimsins hluti, hann
sýndi alltaf áhuga, hann var vel með á
nótunum, dæmdi aldrei og var tilbú-
inn til að sjá nýjar hliðar á málunum,
miðla og leiðbeina.
Þetta er lífið – er lýsandi fyrir líf
Hauks, líf hans í þökk og gleði, þess
vegna geislaði af honum elskan og
umhyggjan. Hann yfirgaf þetta líf allt
of snemma en dánarstundin var í
hans anda, umkringdur vinum og fjöl-
skyldu sem elskuðu hann og hann
elskaði.
Við þökkum Hauki samfylgdina og
allt sem hann hefur gefið okkur og
kennt. Við vottum Heru, Arinbirni og
Eddu samúð okkar og þökkum þeim
fyrir að hafa leyft okkur að njóta
Hauks með þeim.
Guðríður og Grétar.
Haukur var gæfumaður og kunni
að lifa lífinu. Móðir hans Edith var
húsmóðir af gamla skólanum og nutu
gestir ávallt mikillar gestrisni og
hlýju á heimili þeirra. Faðir Hauks
var vélstjóri á fraktskipi og fáséðar
erlendar munaðarvörur stundum á
boðstólum. Haukur var snemma mik-
ill fylgismaður Manchester United og
stóð með liði sínu sama á hverju gekk.
Við veðjuðum ósjaldan um úrslit
leikja í landsprófinu gamla. Í húfi
voru snúður og kókómjólk. Haukur
fylgdi liði sínu niður í 2. deild þann
vetur en liðið mitt varð meistari og ég
því mörgum snúðum ríkari. En holl-
usta Hauks borgaði sig þó síðar með-
an ég lifði mörg mögur ár með liðinu
mínu.
Síðar áttum við tónlistaráhuga
sameiginlegan og marga plötuna
hlustuðum við á og skeggræddum
hinar ýmsu tónlistarstefnur. Há-
punktinum náðum við félagarnir þeg-
ar við fórum ásamt Kristjáni til Amst-
erdam 2008 og sáum goðið okkar Neil
Young. Tvennir frábærir hljómleikar
í glæsilegri tónleikahöll á besta stað
og við nutum hverrar einustu mínútu.
Ætíð var gott að koma heim til
Hauks og Heru. Heimili þeirra er fal-
legt og munir valdir af smekkvísi. Þar
áttum við Kristín margar góðar
stundir með Hauki, fjölskyldu hans
og öðrum vinum. Fimmtugsafmæli
Hauks er sérlega eftirminnilegt.
Blásið var til mikillar garðveislu og
stórum vinahring boðið heim til
Hauks og Heru. „Veðrið verður gott,“
sagði Haukur og auðvitað varð hon-
um að ósk sinni. Fallegasta sumar-
daginn bar upp á afmælisdaginn hans
og veislugestir skemmtu sér vel fram
á rauða nótt.
Karakter Hauks kom einkar skýrt
fram í veikindum hans. Hann tók
þeim af yfirvegun eins og hverju öðru
verkefni sem taka þyrfti á. Engin
tepra eða umgengni eins og köttur
kringum heitan graut. Haukur ræddi
sjúkdóminn opinskátt og aflaði sér
upplýsinga sem hann miðlaði ötullega
til annarra. Hera og fjölskyldan öll
stóðu ætíð þétt við hlið hans og Hauk-
ur hélt reisn sinni til síðasta dags.
Hauks verður sárt saknað en minn-
ingin um góðan dreng mun ætíð lifa.
Helgi og Kristín Hildur.
Í kistulagningu Hauks fór prestur-
inn með tilvitnun úr Biblíunni um
kærleikann, um kærleikann sem trúir
öllu, vonar allt og umber allt. Það var
vel við hæfi því Haukur var afskap-
lega kærleiksríkur maður. Og einnig
vegna þess að fyrir 40 árum gáfu Óð-
menn út plötu með fallegu lagi við
þennan texta, sem hann hélt mikið
upp á. Við Haukur vorum sammála
um það að þessi plata væri ein besta
plata íslenskrar rokksögu. Haukur sá
ástæðu til að hringja í Rás 2 og kvarta
þegar valinn var listi yfir 100 bestu
plötur Íslands og Óðmannaplötuna
var hvergi þar að finna. Hann lét sér
nefnilega fátt mannlegt óviðkomandi
og hafði ákveðnar skoðanir á hlutun-
um.
Haukur hlustaði mikið á tónlist.
Við áttum margar sameiginlegar
hetjur frá ýmsum löndum. Meðal
annars Neil Young. Einar eftirminni-
legustu stundir lífs míns eru ferðalag-
ið sem við þrír vinirnir, Haukur,
Helgi og ég, fórum til Amsterdam til
að sjá þessa hetju okkar á tónleikum.
Það var löngu uppselt á alla þrenna
tónleikana, sem voru í sal sem tók um
Haukur Lárus
Hauksson
Hjá okkur var hún
alltaf kölluð Magga
frænka í Framnesi.
Hún hét Margrét Loftsdóttir og var
systir Bergs tengdapabba. Þau voru
3 systkinin frá Klauf í V-Landeyj-
um, sem komust upp, en auk hennar
voru Bergur og Kristín, hún var
yngst þeirra og er hún sú síðasta af
þeim sem kveður.
Við Magga kynntumst fyrir tæp-
um 50 árum. Hún var skemmtileg
kona, hláturmild og kát og ekkert
Margrét Loftsdóttir
✝ Margrét Lofts-dóttir var fædd í
Klauf í Vestur-
Landeyjum 17. nóv-
ember 1917. Hún lést
á heimili sínu 24.
október 2010.
Útför Margrétar
fór fram frá Kálf-
holtskirkju 6. nóv-
ember 2010.
fyrir það að vera að
kvarta. Hún var ætt-
rækin og traust og
fylgdist vel með sínu
fólki. Við hittum ætt-
ingjana stundum þeg-
ar við heimsóttum þau
hjónin, Möggu og
Guðbjörn í Framnesi,
en það var gott að
heimsækja þau. Kaffi-
brauðið hennar bragð-
aðist vel og ekki
gleymast hrossabjúg-
un, sem hún sendi
okkur og voru engu
lík. Myndarskapur einkenndi hana,
dugnaður og seigla.
Við Magga höfðum líkar skoðanir
á ýmsum málum og töldum að það
væri ekki síst vegna þess að við vor-
um í sama stjörnumerki og höfðum
oft gaman af því.
Við áttum margar góðar, glaðar
stundir með Möggu á öllum þessum
árum, hér hjá okkur og í sveitinni
hjá þeim hjónum, og erum þakklát
fyrir þær.
Guðbjörn og Magga eignuðust
tvíburadæturnar, Jónu og Þórunni
og voru þær foreldrum sínum mikill
stuðningur þegar aldurinn færðist
yfir þau og þær, ásamt Guðbirni,
gerðu Möggu kleift að vera á heimili
sínu, þar til yfir lauk, með stuðningi
hjúkrunarfólks. Barnabörnin henn-
ar Möggu voru sannarlega stolt
ömmu sinnar og ljómaði hún þegar
hún talaði um þau. Sambandið milli
þeirra var einstaklega fallegt það
leyndi sér ekki.
Elsku Guðbjörn, Jóna, Þórunn og
fjölskyldur, við fjölskyldan sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi elsku Möggu frænku
og allar góðu minningarnar um
hana.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar
Ben.)
Erna Sigurjónsdóttir.