Morgunblaðið - 29.11.2010, Page 23

Morgunblaðið - 29.11.2010, Page 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ODDI, ÞAÐ ER EINHVER VIÐ HURÐINA! HVER? ÞAÐ ERT ÞÚ GÁFNALJÓS! YIP! YIP! YIP! YIP! HÚN ÆTLAR AÐ KOMA MEÐ MÉR! FYRST ÞÚ GETUR EKKI PASSAÐ UPP Á MIG, ÞÁ VERÐUR HÚN BARA AÐ GERA ÞAÐ! ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ SKIPTA MÉR ÚT FYRIR VARAMANN! HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA Í DAG? ÉG HAFÐI HUGSAÐ MÉR AÐ MÁLA HÚSIÐ... ...EÐA KÍKJA Á KRÁNNA MEÐ STRÁKUNUM ÉG BIÐ AÐ HEILSA STRÁKUNUM AF HVERJU TÓKSTU MIG EKKI MEÐ ÞÉR? GUÐRÚN GPS? ÉG VEIT HVAR ÞÚ VARST, ÉG VEIT ALLTAF HVAR ÞÚ ERT ÞAÐ ER FREKAR ÓHUGGULEGT AF HVERJU ÞEFARÐU EKKI AF MÉR, EINS OG ÞÚ ÞEFAÐIR AF TÍKINNI SEM ÞÚ HITTIR!?! VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ ERT EKKI MEÐ... ÉG MYNDI LÁTA ÞETTA ÓSAGT UPP Á SÍÐKASTIÐ ÞÁ HEFUR JÓNA VERIÐ AÐ FORÐAST MIG Í VINNUNNI ÆTLI HÚN SÉ BARA Í VONDU SKAPI ÞESSA DAGANA EÐA ÆTLI ÉG HAFI GERT HENNI EITTHVAÐ? HVAÐA MÁLI SKIPTIR ÞAÐ? ÞETTA VERÐUR ALLT Í LAGI ÞAÐ SKIPTIR MIG MÁLI! HVERNIG LÍÐUR FRÆNKU ÞINNI? HÚN ER KOMIN HEIM AF SPÍTALANUM MIG LANGAÐI BARA AÐ ATHUGA HVORT ÞAÐ VÆRI EKKI ALLT Í LAGI MEÐ ÞIG? AF HVER- JU ÆTTI EKKI AÐ VERA Í LAGI MEÐ MIG? ÚPS! ÉG Á EKKI AÐ VITA AF INNBROTINU Sandur í Land- eyjahöfn Fyrir nokkrum ára- tugum hlustaði ég á fyrirlesara, sem var að segja frá suður- hluta Íslands, sem hann sagði að væri stærsta samfellda flatlendi landsins, þ.e. Suðurlandsundir- lendið. Einnig sagði hann að þetta undir- lendi hefði smám sam- an myndast (byggst upp) af sandi. Fyrir utan sjálfa ströndina er einnig sandur, sem sjórinn ber sífellt að landi og þannig stækkar flatlendið jafnt og þétt. Þeir, sem skoða landakort af þessu svæði, sjá að meðfram allri strand- lengjunni þarna eru mjög fáar báta- hafnir, allt frá Hornafirði vestur að Stokkseyri. Ætli Landeyjahöfn sé ekki svona nokkurn veginn miðja vegu þar á milli? Nú þegar sífelldar fréttir berast af vand- ræðunum við Land- eyjahöfn og sífelldum sandburði þar, þrátt fyrir sanddælingu og aftur sanddælingu, væri fróðlegt að vita hvort þessi sífelldi sandburður væri nokkuð ný bóla og hefði átt að vera mörg- um ljós. Hefðu jarð- fræðingar t.d. ekki séð þetta fyrirfram? Hugsandi og for- vitinn Íslendingur. Ást er… … að finna einhvern til að hefja nýtt líf með. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna/smíðar/ útskurður kl. 9, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Dalbraut 18-20 | Myndlist/postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, bænastund og umræða kl. 9.30, leik- fimi kl. 11, upplestur kl. 14. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist, sem halda átti annan hvern þriðjudag í félagsheimilinu Boðanum, Boðaþingi 9, Kópavogi, er frestað fram yfir áramót vegna ónógrar þátttöku. Fé- lagsvist er spiluð í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30, en í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Jóga kl. 9.30, brids kl. 13, kaffi/spjall kl. 13.30, danskennsla- námskeið kl. 18. Félagsheimilið Boðinn | Handavinna og jóga kl. 9, stafaganga kl. 16 (Glóðin), hringdans kl. 18. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30, gler- og postulín kl. 9.30 og kl. 13, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræf- ing kl. 17, skapandi skrif kl. 20. Félagsmiðstöðin Bólstaðarhlíð | Jólafagnaður 2. des. kl. 18, salur opn- aður kl. 17.30. Jólahlaðborð, jóla- hugvekja, Gissur Páll Gissurarson syng- ur við undirleik Jónasar Þóris. Thelma Lind Victorsdóttir 9 ára syngur og Arn- þór Birkir Sigurðsson 10 ára les jóla- sögu. Skráning eigi síðar en 1. des. Uppl. í síma 535-2760. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 10.45, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9, 10 og 10,45, gönguhópur kl. 11, vatnsleikfimi kl. 13, skráning á jólahátíð í Jónshúsi 4. des. kl. 19.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, spilasalur op. Guðrún Ögmundsd. les kl. 14.30 . Kóræf. kl. 15.30. Mið. 1. des. bíóferð á Með hangandi hendi og kaffiveit., farið frá Gerðubergi kl. 13.30, skrán. á staðnum og s. 5757720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Félagsvist kl. 13. Hraunbær 105 | Handavinna, bæna- stund, matur, myndlist. Hraunsel | Morgunrabb kl. 9, ganga kl. 10 frá Haukahúsi, kór kl. 10.30, gler- bræðsla kl. 13, tréskurður kl. 13, fé- lagsvist og botsía kl. 13.30. Vatns- leikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30, 9.30 og 10.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðja kl. 9.15. Stef- ánsganga kl. 9. Tölvuleiðb. kl. 13.15- 14.15. Félagsvist kl. 13.30. skapandi skrif kl. 16. Morgunstund með Stein- unni Finnbogadóttur á morgun kl. 9.30. Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Smár- anum kl. 11.30. Korpúlfar Grafarvogi | Ganga í Egils- höll kl. 10, skartgripa- og kortagerð á Korpúlfsstöðum kl. 13. Sjúkraleikfimi í Eirborgum við Fróðengi kl. 14.30. Á morgun er sundleikfimi kl. 9.30. Norðurbrún 1 | Handavinna kl. 9 og 13. Útskurður kl. 9. Botsía kl. 10. Samvera með djákna kl. 14. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókband og postulínsmálun kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, framhaldss. kl. 12.30, handavinnustofa eftir hádegi, spil, stóladans kl. 13. Grétar Snær Hjartarson var aðblaða í gömlum pappírum og fann nokkrar vísur á blaði, sem rötuðu til Vísnahornsins í bréfi: „Læknir á Húsavík hélt þar tölu á fundi um sóðaskap þeirra norðanmanna og taldi minnka lífslíkur. Maður nokkur, sóði en höfðingjadjarfur, stóð upp og sagði að nú væri búið til lyf úr myglu, sem ekki hefði þótt annað en óhreinindi. Sjálfur hefði hann atvinnu af því að bera skít á tún og því sennilega étið meiri skít en aðrir, en lifði þó góðu lífi. Þá kvað Egill Jónasson: Læknarnir bregðast lífsins vonum lyfin selja einskis nýt, í stað þess að segja sjúklingonum að sitja heima og éta skít. Manni að nafni Þorsteinn Þor- steinsson var heldur í nöp við arkitekta. Hann kvað: Ég byggði mér hús eins og bænda er siður og bjó þar af mikilli spekt. Þröskuldinn upp, en þakið niður, þá var ég arkitekt. Um mann, sem gjarnan orkti níð um samferðamenn sína, orkti Þorsteinn Þorsteinsson, yngri: Ár og síð og alla tíð einn af Hlíðar sonum, yrkir níð um land og lýð, lítil prýði að honum. Þegar Karl Kristjánsson al- þingismaður hætti þingmennsku var honum haldið hóf á Húsavík. Í hófinu var sýnd koparstunga af Karli, en þess látið getið að kop- arstunguna ætti ekki að hengja upp á Húsavík, henni væri ætl- aður staður frammi á Laugum. Egill Jónasson orkti þá: Karl í bronsi kominn er krýndur geisla baugum, hann á ekki að hengja hér heldur fram á Laugum.“ Vísnahorn Af skít og lífslíkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.