Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Nú er tími til að gefa ...og líka þiggja. Skráðu þig á americanexpress.is og fáðu tvöfalda Vildarpunkta Icelandair af allri veltu fram að jólum! Jólabónus American Express FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Besti flokkurinn og Samfylkingin lögðu fram fjárhagsáætlun fyrir 2011 til fyrri umræðu á borgar- stjórnarfundi í gær og segja þeir að mánaðarleg útgjöld hjá meðalfjöl- skyldu muni aukast um allt að 4.100 krónur. Í yfirlýsingu frá Sjálfstæðis- flokknum segir hins vegar að barna- fjölskyldur þurfi að auka útgjöld sín um 8.000-12.000 kr. á mánuði. Jón Gnarr borgarstjóri sagði í ræðu sinni að loka hefði þurft fimm milljarða króna gati vegna minni tekna og aukins kostnaðar og taka hefði þurft erfiðar ákvarðanir. „Það er óhugsandi að hagræða um fimm milljarða án þess að það bitni á einhverjum,“ sagði borgarstjóri. En áhersla hefði verið lögð á að verja sérstaklega velferðarþjónustuna. Fjárhagsaðstoð verður hækkuð frá áramótum og segir borgarstjórnar- meirihlutinn að farin sé „blönduð leið, hagræðing í rekstri, hækkun þjónustugjalda og útsvarshækkun“. Ný útgjöld Þótt borgarstjóri ræði um fimm milljarða gat sem þurfi að loka er at- hyglisvert að 65% af því gati eru til komin vegna þess sem nefnt er einu nafni „kostnaðarauki“. Þar er í reynd um að ræða ný útgjöld sem efnt er til þótt skorið sé niður á öðr- um sviðum. Sjálfstæðismenn hafa m.a. andmælt fyrirhugaðri hækkun á fjárhagsaðstoð, skynsamlegra sé að beita forvirkum aðferðum til að draga úr atvinnuleysi. Með einhliða hækkun aðstoðarinnar sé verið að gera það hagkvæmara að vera at- vinnulaus en á lágum launum. Álögur og samdráttur Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sagði útsvar hækka úr 13,03% í 13,20%, fasteignaskatt úr 0,214% í 0,225% og lóðaleigu úr 0,08% í 0,165%. Í umræðum um fjár- hagsáætlunina í borgarstjórn fyrr um daginn harmaði Sóley Tómas- dóttir, fulltrúi VG, niðurstöðuna. „Þessi staðreynd – að hér stendur til að skilja eftir 0,08% ónýtt útsvar en auka jaðarskatta svo um munar – gerir það að verkum að við Vinstri græn teljum grunnhugmyndafræð- ina óásættanlega.“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, leið- togi borgarstjórnarflokks sjálfstæð- ismanna, minnti á kosningaloforð borgarstjóra um að skattar yrðu ekki hækkaðir. „Hér er farin leið sem flest lönd í kringum okkur vilja ekki fara sökum þess að hún hægir enn frekar á umsvifum í samfélaginu og lengir kreppuna,“ sagði Hanna Birna. „Þau lönd sem eru að ná ár- angri hafa einbeitt sér að því að auka tekjur og minnka álögur á íbúa til þess að koma hagkerfinu af stað. Nú hefur verið tekin sú ákvörðun í Reykjavík að fara leið ríkisstjórnar- innar og reyna að skattleggja sig út úr kreppunni.“ Velferðin sögð í fyrirrúmi  Jón Gnarr segir fimm milljarða króna hagræðingu erfiða og hún hljóti að bitna á einhverjum  Hanna Birna Kristjánsdóttir telur meirihlutann ætla að „skattleggja sig út úr kreppunni“ Álögur hækka í Reykjavík Skatttekjur Áætlun 2010 í mkr. Áætlun 2011 í mkr. Fasteignaskattur á íbúðum 2.600 2.446 Fasteignaskattur af atvinnuhúsnæði 7.000 6.804 Fasteignaskattur opinberar byggingar 1.790 1.755 Lóðarleiga íbúðir 130 253 Lóðarleiga atvinnuhús & opinb. húsn. 680 609 Fasteignagjöld alls, mkr. 12.200 11.867 *15%meðaltal Fjölskylda 1 Fullorðnir: 1 Mánaðartekjur f. skatta: 300.000 Börn: 2 [ á leiksóla: 1, í grunnskóla: 1, á frístundaheimili: 1 ] Fasteignamat húsnæðis og lóðar: 20.000.000 | Fasteignamat lóðar*: 3.000.000 Greitt á ári 2010 2011 Útsvar 469.080 475.200 Fasteignaskattur íbúðir 47.251 45.000 Lóðarleiga 2.650 4.950 Leikskólagjöld 146.484 154.320 Skólamatur 45.000 49.500 Frístundaheimili 75.285 90.342 Útjgöld alls 2010 785.750 2011 819.312 Hækkun á mánuði: 2.797 kr. Fjölskylda 2 Fullorðnir: 2 Mánaðartekjur f. skatta: 600.000 Börn: 2 [ á leiksóla: 1, í grunnskóla: 1, á frístundaheimili: 1 ] Fasteignamat húsnæðis og lóðar: 20.000.000 | Fasteignamat lóðar*: 3.000.000 Greitt á ári 2010 2011 Útsvar 938.160 950.400 Fasteignaskattur íbúðir 47.251 45.000 Lóðarleiga 2.650 4.950 Leikskólagjöld 247.860 261.121 Skólamatur 45.000 49.500 Frístundaheimili 75.285 90.342 Útjgöld alls 2010 1.356.206 2011 1.401.313 Hækkun á mánuði: 3.759 kr. Fjölskylda 3 Fullorðnir: 2 Mánaðartekjur f. skatta: 800.000 Börn: 2 [ á leiksóla: 1, í grunnskóla: 1, á frístundaheimili: 1 ] Fasteignamat húsnæðis og lóðar: 20.000.000 | Fasteignamat lóðar*: 3.000.000 Greitt á ári 2010 2011 Útsvar 1.250.880 1.267.200 Fasteignaskattur íbúðir 47.251 45.000 Lóðarleiga 2.650 4.950 Leikskólagjöld 247.860 261.121 Skólamatur 45.000 49.500 Frístundaheimili 75.285 90.342 Útjgöld alls 2010 1.668.926 2011 1.718.113 Hækkun á mánuði: 4.099 kr. samkvæmt fjárhagsáætlun Morgunblaðið/Eggert Saman Fulltrúar meirihlutans kynna fjárhagsáætlunina í Ráðhúsinu í gær. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðu- sambands Íslands, var staddur í út- löndum í gær og vildi því ekki tjá sig að svo stöddu um skattahækkanirn- ar í Reykjavík og áhrif þeirra. Sig- urður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, segir of snemmt að meta hvaða áhrif þær geti haft á kröfur í kjarasamningunum. „En auðvitað minnka ráðstöfunar- tekjur fólks við skattahækkanir og það er hætta á að það hafi síðan áhrif yfir í samfélagið með samdrætti,“ segir Sigurður. „Þá höfum við nátt- úrulega áhyggjur af störfum.“ Hann segir að sama sé hvar menn hækki og hve lítið, allt hafi þetta sín áhrif á kjör fólks. En menn hafi ekki séð neinar tölur ennþá um það hvaða áhrif þetta muni hafa á vísitöluna. „Hættan er sú að þetta sé að gerast mjög víða í samfélaginu, hvort sem er hjá ríkinu eða sveit- arfélögunum. Allt er þetta skattfé tekið úr sömu buddunni og hefur áhrif á afkomu fólks. Og síðan inn í samfélagið með auknum samdrætti.“ Viðskipti og öll athafnasemi minnki þegar álögur hækki, alls staðar dragi úr veltunni. „Að vísu tala þeir um að þeir muni reyna að verja störfin eins og hægt er. Auðvitað fögnum við sérhverri yfirlýsingu um að það sé reynt.“ – En hefði átt að fara varlegar í þessar hækkanir? „Nú er verið að kynna fjárhags- áætlun og borgarstjórnin á væntan- lega eftir að ræða tillöguna frekar. En við hefðum viljað að farið væri vægar í allar skattahækkanir. Sér- staklega núna þegar við erum að fara inn í veturinn, að menn hugsi frekar um það hvernig þeir geti eflt atvinnulífið til að koma skattstofn- unum aftur í gang. Ef eina leiðin fyr- ir okkur er sú að fara í gegnum nið- urskurð aftur og aftur og síðan skattahækkanir þá förum við bara mjög hratt niður spíralinn.“ kjon@mbl.is „Allt er þetta skattfé tekið úr sömu buddunni“  Formaður Eflingar óttast áhrif hækkana í Reykjavík Sigurður Bessason Sjálfstæðismenn í borgarstjórn eru mjög ósammála út- reikningum meirihlutans á því hvernig hækkanirnar muni koma niður á almenningi. Segja þeir að barna- fjölskyldur muni þurfa að taka á sig 100-150 þúsund króna útgjaldaaukningu á ári, 8.000-12.000 kr. á mán- uði. Um sé að ræða sögulega háar hækkanir á álögum á borgarbúa, þrátt fyrir góða stöðu borgarsjóðs. Lækkun sem fasteignaeigendur hefðu átt að njóta vegna lækk- andi fasteignamats sé þurrkuð út með því að hækka fasteignaskatta og lóðagjöld. Systkinaafsláttur í leik- skólum fari úr 100% í 75%. Einnig hækki sorphirða um 10% og fjöldi annarra liða eins og skólamáltíðir, sund, ferðir í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, menningarkort og sumarnámskeið fyrir börn. Sjálfstæðismenn taka m.a. dæmi af fjölskyldu með alls 700 þúsund króna tekjur á mánuði, tvö börn í leik- skóla og eitt í grunnskóla. Fasteignamat íbúðarinnar er 24 milljónir og lóðaverð hennar 3,6 milljónir. Leikskólagjöldin hækka á næsta ári úr kr. 227.205 í kr. 239.360, skólamáltíðir úr 52.500 í 57.750, sorp- hirða úr 16.300 í 21.300. Fasteignaskattar lækka að vísu úr kr. 51.360 í 48.600 en lóðaskattur hækkar hins vegar úr 2.880 í 5.346. Útsvar hækkar úr kr. 1.050.739 í 1.064.448, gjöld til Orkuveitunnar úr 105.600 í 134.400. Gjöld vegna frístunda fara úr kr. 87.833 í 105.399 og síðdegishressing fer úr kr. 22.575 í 27.090. Samanlögð útgjaldahækkun fjölskyldunnar á næsta ári er því 165.322 krónur. Meðalfjölskylda borgi 165.000 krónum meira NIÐURSTAÐA SJÁLFSTÆÐISMANNA ALLT ÖNNUR EN MEIRIHLUTANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.