Morgunblaðið - 01.12.2010, Síða 7

Morgunblaðið - 01.12.2010, Síða 7
Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra hefur ákveðið að Ísland taki sér óbreytta hlutdeild í makrílveið- um á næsta ári, að teknu tilliti til aukningar í ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknarráðsins. Ráðherra gaf út 130 þúsund tonna aflamark íslenskra skipa á þessu ári og er það um 16% af heildarafla makrílþjóða við Norð- austur-Atlantshaf. Miðað við sömu forsendur gæti makrílaflinn orðið um 147 þúsund tonn á næsta ári. Þessu til viðbótar koma um átta þúsund tonn af makrílkvótanum sem ekki veiddist í ár. Samkvæmt aflareglu er aflamark í makríl fyrir næsta ár að hámarki 646 þúsund tonn, en var að hámarki 572 þúsund tonn fyrir þetta ár. Heildarafli á makríl í NA-Atlants- hafi í ár er hins vegar áætlaður um 930 þúsund tonn og þar af var afla- mark Íslendinga 130 þúsund tonn eins og áður sagði. Samningar liggja ekki fyrir Á lokafundi strandríkjanna fjög- urra sem aðild eiga að makrílveið- um í NA-Atlantshafi varð ljóst að ekki næst samkomulag um hlutdeild Íslands í makrílveiðum næsta árs. Ekki liggja heldur fyrir samningar eða ákvarðanir um aflaheimildir annarra makrílveiðiþjóða við Norð- austur-Atlantshaf. Þegar ESB og Noregur, og hugs- Aukning á makrílkvóta líkleg  Óbreytt hlutdeild og kvótinn gæti orðið um 147 þúsund tonn á næsta ári anlega Færeyjar, hafa samið eða tekið ákvarðanir um sínar aflaheim- ildir gefur sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytið út viðeigandi reglugerð. Þar með verður afla- heimild ársins í tonnum talið fast- sett með tilliti til heildarveiði úr stofninum. Ísland mun beina því til hinna strandríkjanna að taka tillit til þess- arar ákvörðunar við kvóta- ákvarðanir sínar með það í huga að heildarveiðar fari ekki fram úr vís- indalegri ráðgjöf, segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Íslenskum stjórn- völdum hefur ekki borist nein beiðni frá Banda- ríkjastjórn um að þau beiti sér fyr- ir lokun Wiki- Leaks-vefjarins. Þetta fékkst staðfest í svari frá utan- ríkisráðuneytinu en tilefni fyr- irspurnarinnar voru þau ummæli Elizabeth Che- ney, lögfræðings og dóttur Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkj- anna í forsetatíð George W. Bush, 2001-2009, að beita ætti íslensk stjórnvöld þrýstingi um að loka síð- unni og láta þá svara til saka sem bera ábyrgð á henni. Ísland til umræðu í sjónvarpi Ummælin féllu í viðtalsþætti á Fox News, einni vinsælustu sjón- varpsstöð Bandaríkjanna, og má því ætla að milljónir Bandaríkja- manna hafi heyrt um kröfu hennar. Í svari utanríkisráðuneytisins er bent á að vefur WikiLeaks sé ekki vistaður á Íslandi. Eins og komið hefur fram er vefurinn vistaður í Svíþjóð og hafa sænsk stjórnvöld verið undir þrýstingi af hálfu Bandaríkjastjórnar af þeim sökum. Enginn þrýstingur vegna WikiLeaks Álitsgjafi Cheney beinir spjótum sín- um að Íslandi í þætti Fox News. Sigríður J. Frið- jónsdóttir, sak- sóknari Alþingis, kveðst ekki hafa séð frumvarp um breytingar á landsdómslögum í heild fyrr en það var komið inn á vef Alþing- is. Eitt ákvæði laganna hafi ver- ið borið undir hana áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigríði sem hún sendi vegna umfjöllunar um „meinta aðkomu“ saksóknara Alþingis að breytingum á lögum um landsdóm, sbr. m.a. bréf Geirs H. Haarde frá 26. nóv- ember sem bar yfirskriftina „Um- sögn saksóknara Alþingis um frum- varp til laga um breytingar á lögum um landsdóm nr. 3/1963“. Sigríður segir að saksóknari Alþingis hafi ekki fengið frumvarpið til umsagn- ar og engin samskipti átt við for- seta landsdóms vegna frumvarps- ins. Aftur á móti hafi settur skrifstofustjóri í dómsmálaráðu- neytinu hringt í hana 4. nóvember til að ræða eitt ákvæði frumvarps- ins sem reyndist vera 3. gr. þess. Úr varð að skrifstofustjórinn sendi tölvupóst sem Sigríður svaraði samdægurs. Í tölvupóstsamskipt- unum komi fram vangaveltur um túlkun þessa eina ákvæðis. Ákvæðið sem um ræðir fjallar um að ef kveða þurfi upp úrskurð um rannsóknaraðgerðir eða um atriði sem varða rekstur máls skuli for- seti landsdóms kveðja til tvo aðra úr röðum hinna löglærðu dómara til að standa að því með sér. Ræddu um eitt ákvæði frumvarps Sigríður J. Friðjónsdóttir á táknmáli í fyrsta sinn Fylgstu með Sprota og vinum hans á hverjum degi fram til jóla í spennandi ævintýri um leyndarmál Destu prinsessu. Ævintýrið er í fyrsta sinn á táknmáli í tilefni 50 ára afmælis Félags heyrnarlausra. Sagan er skrifuð og lesin af Felix Bergssyni og Kári Gunnarsson myndskreytir. Sprotarnir eru talsmenn barnaþjónustu Landsbankans og eru skemmtilegir og skynsamir í fjármálum. Gjafakort Sprotanna er sniðug gjöf fyrir káta krakka og fæst í öllum útibúum Landsbankans. LEYNDARMÁL DESTU PRINSESSU FYLGSTU MEÐ Á SPROTI.IS ÆVINTÝRI SPROTA OG VINA HANS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.