Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 11

Morgunblaðið - 01.12.2010, Page 11
ina á neðri hæð vinnustofunnar þar sem flestir voru í verkefnum fyrir Húsasmiðjuna. Ein stúlka var að raða merki- spjöldum frá Kórund kortum í poka og í einu horni voru tölvur sem starfsmenn nota til að skanna myndir inn fyrir almenning. Á öðrum stað í húsinu voru fleiri að telja skrúfur í poka og setja málningarrúllur saman og pakka inn, allt fyrir Húsasmiðj- una. Einstakar töskur Á efri hæð vinnustofunnar eru hannyrðirnar og þar mátti sjá brot af því sem í boði verður á markaðnum. Rakel og Helga Mar- grét voru þar að ganga frá vör- unum fyrir jólamarkaðinn ásamt henni Gunnu. Vanalega eru þær með lítið gallerí þarna uppi en nú var allt á hvolfi vegna markaðarins að þeirra sögn. Þarna mátti sjá allskonar jólaskraut, hálskraga, barnaföt, hettutrefla, servíettuhringi, tösk- ur, hálsfesta og glerverk. „Við fáum efnið gefins og vinnum út frá því sem við fáum. Þetta er einstakt, t.d eru tösk- urnar unnar úr útsaumspúðum Árlegur jólamarkaður vinnu- stofu Skálatúns verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 2. des- ember, frá kl. 11-17.30. Markaðurinn verður í gróð- urhúsi staðarins og þar verða á boðstólum ýmsir fallegir munir unnir á handavinnustofum og í glervinnslu í Skjóli. Starfsmenn hafa unn- ið ötullega að nýjum og spennandi verk- efnum sem nú sjá dagsins ljós. Einnig verður hægt að nálgast vörur eftir markaðinn í Skálatúni frá kl. 8.00-16.00 alla virka daga. Jóla- markaður Skálatúns Á BOÐSTÓLUM Skraut Gunna með jólaskraut. Innpökkun Dísa t.v. pakkar skrúfum ásamt vinkonu sinni. sem okkur hafa verið gefnir og við breytum í töskur svo það eru eng- ar tvær töskur eins,“ segir Helga Margrét. Hún segir um þrjátíu og fjóra einstaklinga vinna í Skála- túni og búa flestir á staðnum. Þau halda markaði tvisvar á ári, vor- markað og jólamarkað og segja þær þá hafa slegið í gegn. Mark- aðirnir eru til fjáröflunar fyrir Skálatún. Tilvalið Merkispjöld fyrir pakka og glerverk. Jólatröll Þessir loðnu vinir verða til sölu á markaðinum. Fínt Hálsfestar með hnetum innaní. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Jólasveinar eru ómissandi á aðvent- unni og mörg börn eiga dýrmætar minningar frá fyrsta fundi sínum með sveinum þeim. Sumir bregða sér sjálfir í búning til að gleðja börnin sín og nánustu vina og ættingja en það getur líka verið handhægt að panta sér jólasvein til að koma í afmæli eða veislu í heimahúsi eða til hvers konar samkundur sem tengjast jólum. Þetta er einmitt hægt að gera í gegn- um vefsíðuna jolasveinar.is en þar er boðið upp á að panta sér jólasvein og ýmsa aðra skemmtun. Úrvalið er gott því ekki er aðeins hægt að fá þessa þrettán bræður í heimsókn (ekki kannski alla í einu) heldur er hún Grýla mamma þeirra líka tilbúin að gleðja eða kannski hræða börnin fyrir jólin með nærveru sinni. Einnig er hægt að fá jólasýningar með ýmsum öðrum persónum í heimsókn fyrir jól- in og má þar nefna Rauðhettu og úlf- inn en þá fer hún Rauðhetta litla með jólasmákökur til ömmu sinnar, Hér- astubbur og bakaradrengurinn úr Dýrunum í Hálsaskógi geta litið inn á skemmtanir með allt sitt vesen tengt jólapiparkökubakstrinum, vandræða- gemlingarnir og Grýlusynirnir Lápur og Skrápur fara að leita að jólaskap- inu, jólaálfar fara á stjá og margt fleira. Auk allra þessara persóna sem tengjast jólum er líka hægt að panta ýmsa aðra aðila og sýningar við önn- ur tækifæri og má þar nefna Bjössa bollu, tvo töframenn, trúð, Gunna og Felix og marga fleiri. Vefsíðan www.jolasveinar.is Morgunblaðið/Golli Jólasveinar Kærkomnir gestir á jólaböllin og aðrar jólaskemmtanir. Jólasveinar eftir pöntun Hluti af aðventunni er að skoða fallegt íslenskt handverk og jafnvel kaupa slíkt til að setja í jólapakka. Ár- leg jólasýning handverks og hönn- unar verður opnuð í dag í elsta húsi Reykjavíkur, Aðalstræti 10. Sýningin ber yfirskriftina „Allir fá þá eitthvað fallegt …“ og er þetta sölusýning þar sem 24 aðilar sýna íslenskt hand- verk, listiðnað og hönnun og eru munir afhentir í sýningarlok. Allir munirnir á jólasýningunni eru nýir en sérstök valnefnd valdi inn á sýn- inguna. Stór hópur hönnuða verður með verk sín þarna. Sýnendur eru Ás- laug Aðalsteinsdóttir, Bjargey Ing- ólfsdóttir, Dóra Árna, Guðný Haf- steinsdóttir, Guðrún Indriðadóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Halldóra Haf- steinsdóttir, Helga Rún Pálsdóttir, Hrafnhildur Bernharðsdóttir, Hulda og Hrafn / Raven Design, Inga Elín, Ingibjörg Magnúsdóttir, Ingiríður Óð- insdóttir, Íris rós Söring, Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir, Katrín Jóhann- esdóttir, Kjartan Gunnarsson, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Lára Gunn- arsdóttir, Margrét Guðnadóttir, Maria del Carmen, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríður Ásta Árnadótt- ir og Þuríður Steinþórsdóttir. Aðsókn á jólasýninguna hefur verið mjög góð undanfarin ár og óhætt að segja að sýningin hafi skipað sér fastan sess í jólaundirbúningi lands- manna. Sýningin er opin eins og verslanir í miðborginni til 23. desember. Aðgangur er ókeypis. Endilega … Englakrans Bjargey Ingólfsdóttir. … njótið íslenskrar hönnunar Í hinu virta tímariti Financial Times er dálkur sem fjallar um „Líf og listir“ og það sem er vinsælt á hverjum tíma fyrir sig. Hinn 26. nóvember birtist þar umfjöllun um Kalda línuna frá 66°NORÐUR. Línan hefur vakið verð- skuldaða athygli erlendis frá því hún kom fyrst fram, en fjöldi blaða og tímarita hefur keppst við að mæra Kalda jakkann, vettlingana og húfuna. Í Finacial Times er sérstaklega tekið fram að ullin sem er í húfunni og vett- lingunum ætti að þola nístandi frost og að jakkinn sé fullkomin einangrun. Íslensk hönnun Kalda línan í Financial Times Kalda Vettlingarnir eru hlýlegir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.