Morgunblaðið - 01.12.2010, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 01.12.2010, Qupperneq 15
E N N E M M / S ÍA / N M 4 2 8 7 7 Farsíminn hluti af Símavist FYRIRTÆKI Í Símavist eru farsímar hluti af IP símkerfinu og er greitt fast mánaðargjald á hvern notanda. Við erum sérfræðingar í rekstri símkerfa Öll símtö l innan fyr irtækis á 0kr. Það er 800 4000 • siminn.is Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samtökin Blaðamenn án landamæra, Reporters Sans Frontiéres, hafa frá stofnun árið 1985 beitt sér fyrir frelsi fjölmiðla. Umhverfi fjölmiðla hefur síðan gjörbreyst og netið margfaldað aðgengi blaðamanna að upplýsingum. Því liggur beinast við að hefja símasamtal við Gilles Lordet, rit- stjóra samtakanna í París, á þeirri spurningu hvort hann telji að Wiki- Leaks-málið sé til marks um að nýir tímar séu að fara í hönd þegar að- gengi að upplýsingum sé annars veg- ar. Hann segir tvær hliðar á málinu. „Ég myndi ekki segja það því að um leið hefur tækninni til að ritskoða fleygt fram. Um leið og það er orðið auðvelt að skiptast á upplýsingum heimshorna á milli hefur tæknin til að fylgjast með dreifingu upplýsinga og stjórna flæði þeirra aldrei verið meira,“ segir Lordet og bendir á að víða búi blaðamenn við skertan að- gang að netinu. Í Kína, Íran og öðrum ríkjum þar sem lýðræðið eigi undir högg að sækja sé aðgangurinn tak- markaður og fylgst með netnotkun. Yfirfara gögnin áður Aðspurður hvernig fjölmiðlarnir fimm, Der Spiegel, The New York Times, The Guardian, El País og Le Monde, vinni úr gögnunum segir Lor- det að blaðamennirnir og aðstand- endur WikiLeaks yfirfari skjölin áður en þau birtast á vefnum til að tryggja að viðkvæmar upplýsingar, nöfn og önnur gögn, verði ekki til að valda við- komandi tjóni. Allt sé gert til að tryggja að mannslíf séu ekki í hættu. Hvað varði sjálf gögnin staðfesti þau yfirleitt það sem reyndir og sér- hæfðir blaðamenn hafi vitað, hvað svo sem síðar eigi eftir að koma í ljós. – Uppljóstr- arinn „Deep Throat“ á sinn sess í sögubók- unum vegna þáttar síns í að binda enda á forsetatíð Richards M. Nixons. Verður Ástralans Julian Assange minnst á sambærilegan hátt? „Við skulum sjá til en ég tel að hann sé ekki langt frá því. Þetta brýt- ur blað í sögu upplýsingamiðlunar. Með WikiLeaks hefur Assange fært heiminum eitthvað nýtt.“ Á annað hundrað blaðamenn – Mikið hefur verið rætt um að dregið hafi úr getu fjölmiðla til að kafa ofan í viðfangsefni. Hvernig eru fjölmiðlar í stakk búnir til að fjalla um skjalafjall WikiLeaks-síðunnar? „Þeir vinna úr skjölunum skref fyrir skref. Hver fjölmiðill sem fékk það hlutverk að vinna úr þeim hefur sett saman vinnuhóp sem leggur nótt við dag við verkið. Þetta er gríðarlega umfangsmikið verkefni en blaða- mennirnir hafa sýnt að þeir eru til- búnir að axla þá ábyrgð. Fram að þessu virðast þeir vel ráða við verk- ið,“ segir Lordet og bendir á að Sylvie Kauffmann, útgáfustjóri Le Monde hafi sagt að alls hafi 120 manns verið settir í verkið, þar af 50 hjá franska stórblaðinu. Lordet telur aðspurður að hver fjölmiðill hafi fengið sinn hluta af skjölunum á rafrænu formi en ekki allan staflann eins og haldið var fram í blaðinu í gær og leiðréttist það hér með. Þá skal tekið fram að hinn eiginlegi uppljóstrari er ungur hermaður eins og rakið er hér til hlið- ar. Assange er hins vegar maðurinn að baki WikiLeaks. Á sér engin fordæmi  Ritstjóri samtakanna Blaðamenn án landamæra í París segir leka WikiLeaks brjóta blað  Verkefnið sé risavaxið Gilles Lordet Ræða má WikiLeaks- málið frá ýmsum hlið- um. Ein þeirra varðar aðferðina við dreifingu skjalanna en hún hefði ekki verið möguleg fyrir tilkomu netsins. Hermaðurinn sem grunaður er um lekann, Bradley Manning, sótti skjölin á rafrænu formi í tölvu sem tengd var gagna- grunnum Bandaríkjastjórnar þegar hann sinnti greiningu á leyniþjónustuupplýsingum fyrir Bandaríkjaher í Bagdad. Manning, sem er 23 ára, not- færði sér aðgangsheimild sína til að hlaða gögnunum inn á minnisdiska en óhugsandi er að hann hefði getað prentað út slíkt magn skjala og flutt þau frá Írak án þess að það kæmist upp. Ómögulegt án netsins ÞÁTTUR TÆKNINNAR Bradley Manning Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sjeik Jaber al-Khaled al-Sabah, innanríkisráðherra Kúveits, lagði til á fundi með fulltrúum Bandaríkja- stjórnar að föngum í Guantanamo- búðunum á Kúbu yrði komið fyrir á miðju átakasvæði í Afganistan. Það væri besta leiðin til að losna við þá. Þetta kemur fram í skjölum WikiLeaks, að því er The Guardian greinir frá, en þar segir einnig að Bandaríkjastjórn treysti ekki stjórn- völdum í múslímaríkinu Jemen til að taka við föngum í búðunum af ótta við að þrýstingur á þarlend stjórnvöld heima fyrir myndi leiða til lausnar þeirra úr fangelsi. En forseti Jemens, Ali Abdullah Saleh, hafði þá boðist til að taka við föngunum. Dagblaðið New York Times greinir einnig frá þessu á vef sínum en þar kemur fram að um helmingur af þeim 174 föngum sem eftir eru í búðunum sé frá Jemen. Þá sé lokun búðanna ekki lengur í forgangi hjá Obama forseta en hann hét því að þeim yrði lokað á fyrsta ári sínu í embætti, enda væru þær smánar- blettur á ímynd Bandaríkjanna. Stakk upp á örflögum í fanga Segir þar einnig að Abdullah, konungur Sádi-Arabíu, hafi stungið upp á því í mars í fyrra að föngunum yrði komið fyrir í múslímaríki, t.d. Jemen, og örflögum komið fyrir í lík- ama þeirra, svo hægt væri að fylgjast með þeim hvert fótmál. Ýmsar leiðir voru skoðaðar og sýna skjölin að George W. Bush, fyrrv. Bandaríkjaforseti, bauð stjórn- völdum Kyrrahafsríkisins Kíribatí 3 milljónir bandaríkjadala fyrir að taka við 17 kínverskum föngum. Nokkru síðar hættu litháísk stjórnvöld við að taka við föngum frá búðunum vegna uppljóstrana um að bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefði rekið leynifangelsi í Litháen. Það hefur því ekki gengið þrautalaust hjá Bandaríkjastjórn að finna föngunum nýjan samastað og þykja skjölin sýna að þau hafi víðast hvar komið að lokuðum dyrum í Evr- ópu þegar mál fanganna bar á góma. Reuters Eldfimt Mörg dagblöð hafa slegið uppljóstrunum WikiLeaks upp á forsíðu sinni. Lekinn gæti tekið marga mánuði. Ráðherra lagði til að fangar yrðu fluttir á átakasvæði  Tillaga innanríkisráðherra Kúveits um lokun Guantanamo

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.