Morgunblaðið - 01.12.2010, Síða 19

Morgunblaðið - 01.12.2010, Síða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Góðan dag, Birgir og vertu vel- kominn. Þetta voru fyrstu móttökur sem ég fékk þegar ég mætti á Landspít- alann við Hringbraut einn mið- vikudagsmorgun til þess að láta skera í burt smá hluta af ristli þar sem blöðrur höfðu myndast og sýk- ing hafði verið að koma í af og til undanfarin ár. Ekki stórmál í sjálfu sér og varla tilefni til þess að upp- lýsa landann um það í blaðagrein, nema vegna þeirrar umræðu og deilna sem nú fylla heilu dálkana í blöðum og heilu síðurnar á netinu um niðurskurð hér og þar og þá sérstaklega á sjúkrahúsum lands- ins. „Sæll Birgir. Ég heiti Ellen og er hjúkrunarfræðingur. Það verður smá bið á að komi að þér þar sem fyrstu aðgerð morgunsins seink- aði.“ „Allt í fínu mín vegna,“ sagði ég hinn rólegasti, þótt kvíðinn innra með mér leyndi sér ekki. 59 ára gamall og hafði aldrei kennt mér meins svo heita megi þar til þessar blessaðar blöðrur birtust óbeðnar. Veikindi gera ekki boð á undan sér, því miður. Ef svo væri, væru málin ekki flókin. Hægt væri að plana flestöll út- gjöld hins opinbera til sjúkrahúsa og sníða kostnaðaráætlanir og greiðslur eftir því. En veikur maður getur ekki stjórnað því hversu mik- ið hann veikist, hvar og hvenær hann þarf á hjálp að halda, hvað þá heldur hver kostnaður hlýst af hans veikindum. Sorry. Tveir sjúkraliðar sem birtust á stofunni þar sem ég beið bjóða góð- an dag og segja: „Þá er komið að þér, Birgir.“ Síðan renndu þær rúminu með mig innanborðs niður á næstu hæð og inn á skurð- stofugang. Á að skella manni á skurðborðið ísköldum og ódóp- uðum? hugsaði ég með mér. Hvurs- lags eiginlega er þetta! Er fólk ekki vant að fá einhverja sælusprautu fyrir svona aðgerðir? Þessi hugsun var ekki fyrr flogin úr huga mér en ég heyrði aðra rödd segja: „Góðan dag, Birgir. Ég heiti Sólrún og er svæfingahjúkr- unarfræðingur.“ „Sæl, Sólrún.“ Nú útskýrði hún fyrir mér í smá- atriðum hvernig undirbúningurinn gengi fyrir sig. Meðan á því stóð hugsaði ég hvað allt það fólk sem fram að þessu hafði sinnt mér hefur mikla þekkingu á því hvernig á að umgangast sjúkling sem er að fara í aðgerð. Það var eins og hvert orð og hver hreyfing væri úthugsuð og til þess fallin að skapa þá bestu líðan sem hugsast getur fyrir sjúklinginn. Nú geri ég þetta og nú geri ég hitt sagði svæfingahjúkunarfræð- ingurinn. Þú bara slappar af. Allt skipulagt í þaula og ég lá bara þarna í rúminu og leið eins og ég væri á nuddbekk austur í Tyrk- landi, eða þannig. Nú birtist svæfingalæknirinn ásamt tveim aðstoðarlæknum. „Góðan dag, Birgir. Ég heiti Guð- mundur og verð með þér í gegnum alla aðgerðina.“ Hann framkvæmdi síðan mænudeyfingu um leið og hann útskýrði fyrir mér hvernig svæfingin gengi fyrir sig og sagðist síðan sjá mig aftur inni á skurð- stofu. Þvílík fagmenska, hlýtt við- mót og umhyggja. Þvílíkt sómafólk sem þarna stóð yfir mér. Nú taldi ég að forleiknum væri lokið og mér yrði rúllað inn á skurð- stofuna. En öðru nær. Nú birtist skurðlæknirinn, Páll H. Möller. „Góðan dag, Birgir. Hvernig líður þér? Erum við ekki að verða klárir í slaginn?“ Þar sem ég lá þarna af- slappaður af lyfjum og í góðri um- hyggju varð mér fátt um svör. Mig minnir þó að ég hafi sagt: „Ég er klár og mundu eftir að við ræddum um að líma skurðinn, ekki hefta.“ Fékk hlýlegt bros og svo var hann horfinn. Sú tilhugsun, að vita að við Ís- lendingar eigum eina bestu lækna í heimi er ómetanleg og gefur manni trú á að allt svona inngrip inn í lík- amsstarfsemina muni takast eins og best verður á kosið. Síðan var mér rúllað inn á skurð- stofuna, svæfður, síðan ekki söguna meir þar til ég vaknaði að nýju. Ég er kannski einn af þessum heppnu. Enginn flökurleiki eða nokkur vanlíðan sem orð er á gerandi eftir svæfingu. Bara vakn- aði eins og á hverjum venjulegum morgni heima. Samspil mænu- deyfingar og svæf- ingar sem þessir snill- ingar stjórna er með ólíkindum. M.ö.o., eins og ég skil það, þá er reynt að nota svæfing- arlyfin sem minnst til þess að líkaminn nái sér sem fyrst. Frá því að ég vaknaði aftur má segja að hver mínúta næstu fjóra daga eftir aðgerð hafi liðið eins hendi væri veifað. Ótrúlegt en satt. Umhyggja og fag- mennska lækna, hjúkr- unarfræðinga, sjúkra- liða og alls starfsfólks skurðdeildarinnar var aðdáunarverð. Það er dapurt til þess að vita að nið- urskurðarhnífur hinnar svokölluðu norrænu velferðarstjórnar skuli reiddur hæst til höggs á þær stofnanir og það frábæra fag- fólk í okkar landi sem um okkur hugsar sem veikjumst, án þess að hafa beðið um það. Heilbrigður maður á sér margar óskir, en sjúkur aðeins eina. Skyldi velferðarstjórnin vita hvaða ósk það er? Ég hvet alla landsmenn til þess að standa vörð um sjúkrahús lands- ins og vera óþreytandi við að for- dæma með öllum ráðum þær fyr- irætlanir um niðurskurð sem til standa. Landspítalinn við Hringbraut og allt starfsfólk þar fær 10 í einkunn frá mér. Þess vegna segi ég aftur: „Takk fyrir mig.“ Takk fyrir mig Eftir Birgi Hrafnsson »Heilbrigður maður á sér margar óskir en veikur aðeins eina. Skyldi velferðarstjórnin vita hvaða ósk það er? Birgir Hrafnsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Eftirfarandi tilkynning er birt til að fullnægja þeirri skyldu sem kveðið er á um í 13. gr. Tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2001/24/EB frá 4. apríl 2001 um endurskipulagningu og slit lánastofnana. Hinn 22. nóvember 2010 kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp þann úrskurð að Landsbanki Íslands hf., kt. 540291-2259, Austurstræti 16, Reykjavík („bankinn“) yrði tekinn til slitameðferðar eftir almennum reglum B-liðar XII. kafla laga nr. 161/2002, sbr. þó 3. og 4. tölulið ákvæðis V. til bráðabirgða í sömu lögum og með þeim réttaráhrifum sem leiða af 2. tölulið sama ákvæðis, eins og því var breytt með 2. gr. laga nr. 132/2010. Fjármálaeftirlitið hafði hinn 7. október 2008 tekið sér vald hluthafafundar og skipað bankanum skilanefnd. Samkvæmt heimild í lögum nr. 129/2008, sbr. lög nr. 21/1991, var bankanum veitt heimild til greiðslustöðvunar með úrskurði héraðsdóms 5. desember 2008. Heimildin hefur síðan verið framlengd þrívegis, síðast 31. ágúst 2010 til 5. desember 2010. Frekari framlenging var ekki heimil að lögum. Lög nr. 44/2009, sem tóku gildi 22. apríl 2009, höfðu í för með sér breytingar á eðli og inntaki greiðslustöðvunar fjármálafyrirtækis. Samkvæmt 2. tölulið ákvæðis II. til bráðabirgða í lögum nr. 44/2009 (ákvæði V. til bráðabirgða í lögum nr. 161/2002) skyldu ákvæði 1. mgr. 101. gr., 102. gr. og 103. gr. og 103. gr. a laga nr. 161/2002, eins og þeim var breytt með 1. mgr. 5. gr. og 6–8 gr. laga nr. 44/2009, gilda um greiðslustöðvunina með sama hætti og ef bankinn hefði verið tekinn til slitameðferðar með dómsúrskurði á gildistökudegi laganna. Kveðið var á um að slitameðferðin skyldi þó nefnd heimild til greiðslustöðvunar svo lengi sem sú heimild stæði. Lög nr. 44/2009 kváðu jafnframt á um að þegar slík heimild rennur út skuli fyrirtækið sjálfkrafa, og án þess að sérstakur dómsúrskurður komi til, talið vera í slitameðferð samkvæmt almennum reglum. Var bankanum skipuð slitastjórn með ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur hinn 29. apríl 2009. Innköllun til kröfuhafa var birt og kröfulýsingarfrestur ákveðinn til 30. október 2009. Einnig var birt auglýsing 2009/C 125/08, um framlengingu greiðslustöðvunar bankans, í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Auk innköllunar kom fram í auglýsingunni ábending um þá fresti sem virða skyldi. Þrír fundir hafa verið haldnir um lýstar kröfur og tveir í viðbót hafa verið ákveðnir 1. desember 2010 og 19. maí 2011. Ráðgert er að á þeim fundi verði lokið við að kynna afstöðu slitastjónar til viðurkenningar krafna á hendur bankanum. Með lögum nr. 132/2010, sem tóku gildi 17. nóvember 2010, voru gerðar breytingar á lögum nr. 161/2002 þess efnis að áður en heimild fyrirtækis til greiðslustöðvunar rynni út gætu skilanefnd þess og slitastjórn í sameiningu farið fram á að fyrirtækið yrði með dómsúrskurði tekið til slitameðferðar eftir almennum reglum, enda væri þá að mati dómsins uppfyllt efnisleg skilyrði sem fram koma í 3. tölulið 2. mgr. 101. gr. laganna. Yrði fallist á slíka málaleitan af hálfu dóms skyldu þær ráðstafanir standa óraskaðar sem gerðar voru í greiðslustöðvun fyrirtækisins frá gildistöku laga nr. 44/2009. Gerð var krafa um slíkan úrskurð af hálfu skilanefndar og slitastjórnar bankans og var úrskurður kveðinn upp 22. nóvem- ber 2010 á grundvelli laganna eins og þeim var breytt með lögum nr. 132/2010. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að fullnægt væri skilyrðum laga fyrir úrskurði um slitameðferð. Eignir bankans nema u.þ.b. 1.138 milljörðum króna (miðað við núverandi horfur um heimtur eigna og gengi krónunnar 30. september 2010) en skuldir u.þ.b. 3.427 milljörðum. Bankinn var því ógjaldfær að mati dómsins og ekki líkur á því að greiðsluvandi sé tímabundinn, sbr. 3. tölulið 2. mgr. 101. gr. laga nr. 161/2002. Með ákvörðun sinni staðfestir dómurinn jafnframt að í samræmi við lögin skuli þær ráðstafanir halda gildi sínu sem gerðar voru í greiðslustöðvun fyrirtækisins eftir gildistöku laga nr. 44/2009, en það þýðir m.a. að skipun skilanefndar bankans og slitastjórnar heldur gildi sínu, svo og allar þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið á grund- velli 101.–103. gr. og 103. gr. a laga nr. 161/2002, sbr. nánar 2. tölulið ákvæðis V. til bráðabirgða í lögunum. Úrskurðurinn staðfestir einnig að miða skuli áfram við gildistökudag laga nr. 44/2009, þ.e. 22. apríl 2009, að því leyti sem rétthæð krafna og önnur réttaráhrif ráðast almennt af þeim degi sem úrskurður gengur um slitameðferð. Reykjavík, 30. nóvember 2010. Slitastjórn Landsbanka Íslands hf. Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. Halldór H. Backman hrl. Lárentsínus Kristjánsson hrl. Herdís Hallmarsdóttir hrl. Einar Jónsson hdl. Kristinn Bjarnason hrl. AUGLÝSING UM ÚRSKURÐ UM SLITAMEÐFERÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.