Morgunblaðið - 01.12.2010, Blaðsíða 30
Menning
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010
Þann 4. janúar 2011 kemur út
glæsilegt sérblað um skóla og
námskeið semmun fylgja
Morgunblaðinu þann dag.
Í blaðinu verður fjallað ummenntun og
þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir
þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika
með því að afla sér nýrrar þekkingar
og stefa því á nám og námskeiða.
MEÐAL EFNIS:
Háskólanám..
Verklegt nám og
iðnnám.
Endurmenntun.
Símenntun.
Listanám.
Sérhæft nám.
Námsráðgjöf og góð
ráð við námið.
Kennsluefni.
Tómstundanám-
skeið og almenn
námskeið.
Nám erlendis.
Lánamöguleikar til
náms.
Ásamt fullt af öðru
spennandi efni
Skó
lar o
g ná
msk
eið
Skólar og
námskeið
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 22. desember
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Benni Hemm býr nú í Skotlandi
en þangað flutti hann fyrir tveimur
árum þegar konan hans ákvað að
fara í framhaldsnám til Edinborg-
ar. Hann er að gefa út nýja plötu
sem nefnist Skot og Morgunblaðið
náði á honum í Edinborg þar sem
hann var í fimbulkulda og snjó sem
var svo mikill að mestallt skólahald
lá niðri og almenningssamgöngur
líka.
Á þessari nýju plötu spilar Retro
Stefson með honum en Benni segir
að sú hugmynd hafi komið upp í
einhverju jólafríinu að þau myndu
spila undir í einhverjum af lögunum
hans. „Síðan þróaðist þetta út í það
að þau tóku upp heila plötu með
mér,“ segir Benni. „En þetta eru
lög eftir mig. Ég kenni þeim lögin
og við spilum þau saman. Ég vann
með þeim eins og ég hef unnið með
minni hljómsveit, ég er svolítill ein-
ræðisherra. Ég hef heyrt frá þeim
sem hafa hlustað á tónleikana okk-
ar að menn hafi búist við meiri
Retro Stefson í þessum lögum en
raunin er. Ég skipaði þeim óhikað
fyrir og þau voru frábær í þessu.
Þau eru magnaðir tónlistarmenn,“
segir Benni.
Hissa á eigin lögum
Aðspurður hvernig tónlistin á
nýja disknum sé segist hann eiga
erfitt með að lýsa því. Hann sé ekki
viss um neitt nema það að hann sé
ósammála öllu sem aðrir skrifa um
tónlistina. „Ég er yfirleitt ósam-
mála því sem ég les um mína eigin
tónlist, en ég veit svo sem ekki hvað
ég myndi skrifa sjálfur um hljóm-
sveitina mína. Mér finnst þetta yf-
irleitt asnalegar samlíkingar sem
er komið með í blöðunum,“ segir
Benni. En eftir þó nokkurn þrýst-
ing er hann tilbúinn til að lýsa tón-
listinni sem öðruvísi á þessari plötu
en hinni. „Það er til dæmis
engin bras-
stónlist á nýju
plötunni. Mér
finnst það ágæt
tilfinning að
breyta aðeins til.
Þetta er kannski
nær því að vera
hefðbundnari popp-
tónlist. Textar með
lögunum og þau eru
beinskeyttari. Það er
minni áhersla á útsetn-
ingar á þessari plötu. Þegar ég
flutti hingað út til Edinborgar fyrir
tveimur árum fór ég að semja mikið
á ensku. En núna á þessari plötu er
ég bara með íslenska texta. Fyrir
mittt leyti er allt öðruvísi að semja
íslenska texta um hitt og þetta
hérna í Skotlandi en að gera það
heima. Þetta kom mjög auðveldlega
hér. Ég held að ég hefði ekki getað
samið þessa texta heima á Íslandi.
Ég er mjög hissa á þessum lögum,
en mjög ánægður með þau. Það er
betra að vera hissa á því sem maður
er að gera en að finnast það kunn-
uglegt og vera þá kannski fastur í
því sama,“ segir Benni.
Sekkjapípuáhrif
Spurður hvort sekkjapípurnar í
Skotlandi séu ekki farnar að hafa
áhrif á tónlistina hafnar hann því
ekki. „Mér finnst sekkjapípurnar
mjög fallegar. Það er mikil sena í
kringum þær hljómsveitir sem eru
að taka nýjan vinkil á þjóðlaga-
tónlistina. Alistair Roberts, sem ég
spilaði með á Listahátíðinni núna
síðast, er kannski gott dæmi um
það sem er í gangi hérna. Hann gef-
ur út til skiptis gömul þjóðlög í sín-
um útsetningum og síðan sín eigin
lög. Þegar maður hlustar á plöt-
urnar hans í fyrsta sinn veit maður
ekki hvað er gamalt lag og hvað er
nýsamið af honum. Það er fullt af
fólki að vinna með þjóðlegan arf hér
í Skotlandi á mjög spennandi hátt.
Það er erfitt að ímynda sér eitthvað
sambærilegt á Íslandi. Það er allt
öðruvísi þjóðlagahefð hér en þar.
En það má segja að ég leyfi mér
smá áhrif frá þeirri tónlist, til dæm-
is í gítarstillingum og smá nörda-
skap í þjóðlagatónlistinni sem mað-
ur er að detta í. Ég les þessi kvæði
sem þau eru að syngja og finnst þau
spennandi,“ segir Benni.
Textasmíðin
Textarnir eru ýmiskonar á plöt-
unni og segir Benni að áhrifin að
þeim komi víða að. „Einn textinn er
byggður á skáldsögunni Falli kon-
ungs eftir danska nóbelsverðlauna-
hafann Jensen. Hann segir að bókin
skýri að miklu leyti hvers vegna
Danir séu orðnir svona linir. Þetta
er mjög brútal bók. Það er svo fal-
legt móment í bókinni þar sem
kóngurinn ætlar að flýja yfir sundið
og síðan hættir hann við og siglir til
baka. Hættir síðan við að hætta við.
Þetta móment er svona hans fall.
Hann veit ekkert hvað hann á að
gera. Svo er annað lag þarna þar
sem ég er að reyna að telja sjálfan
mig á að borða ekki kjöt. Textinn að
því lagi sprettur út frá þessum
vangaveltum mínum, því mig hefur
lengi langað til að neita mér um
kjöt en alltaf er maður borðandi
þetta. Ég er eiginlega búinn að
sannfæra mig með þessu lagi, ég á
fáar afsakanir eftir. Svo er eitt sem
fjallar um dauðann. Nokkrar mis-
munandi sýnir á það fyrirbrigði.
Síðan er þarna saga af því þegar ég
fór með hljómsveitinni minni Rúnk
til Belgíu. Við fórum á vegum Hins
hússins í evrópskt samvinnuverk-
efni með Ásu Hauks sem vinnur hjá
Hinu húsinu. Þetta var frábær ferð
en furðuleg. Það voru margar
áhugaverðar týpur sem komu að
verkefninu sem koma fram í laginu.
Það sem gerðist í ferðinni er útlist-
að nokk nákvæmlega í laginu,“ seg-
ir Benni.
Benni segist vera tilbúinn með
næstu plötu á eftir og þar séu
skosku áhrifin enn meiri. „Þar er ég
með lög á ensku sem ég geri með
skosku hljómsveitinni minni. Ég er
með hardcore-gítarnördapælingar
með ígrunduðum útsetningarpæl-
ingum. Sú hljómsveit varð til út frá
kunningsskap hér á staðnum. Í
Glasgow og Edinborg er mikið af
góðu tónlistarfólki og mikil sam-
vinna á milli tónlistarmanna hér,“
segir Benni.
Blanda Ólíkar stefnur mætast á nýrri plötu Benna Hemm Hemm því þar spilar Retro Stefson með honum.
Skotar hafa áhrif á
Benna Hemm Hemm
Retro Stefson spilar með Benna á nýju plötunni
Ný plata Benna Hemm Hemm,
Skot, er undir áhrifum af nýja
heimalandinu hans Benna,
Skotlandi. Benni kemur heim
frá Skotlandi til að halda út-
gáfutónleika vegna Skotsins í
desember. Tónleikar
verða hinn 11. des-
ember á Bakkusi.
Prins Póló mun
hita upp fyrir
Benna og Báru-
járn spilar á eftir
honum, en það
ku vera ein
uppáhalds-
hljómsveit
Benna. DJ Öf-
ull lokar svo
gigginu.
Skot
SKOTLAND