Morgunblaðið - 01.12.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 01.12.2010, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2010 Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley og Voldemort eru komin aftur í magnaðasta ævintýri allra tíma BESTA SKEMMTUNIN HARRY POTTER kl. 5 - 6:30 - 7 - 8 - 10 10 RED kl. 8 - 10:20 12 HARRY POTTER kl. 5 - 8 VIP ÓRÓI kl. 10 10 DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 FURRY VENGEANCE kl. 5:50 L / ÁLFABAKKA HARRY POTTER kl. 5 - 6 - 8 - 9 - 10:10 10 GNARR kl. 5:40 L DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 RED kl. 8 12 / EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - Time Out New York „IT’S THE BEST FILM IN THE SERIES.“ - ORLANDO SENTINEL HHHH „ÞETTA ER KLASSÍK VORRA TÍMA.“ - Ó.H.T. – RÁS 2 HHHH Aðsóknarmesta myndin á Íslandi í dag SÝND Í KRINGLUNNI „EXCELLENT. A ZEITGEIST FILM.“ - RICHARD CORLISS, TIMES „SHARP, TIMELY AND VERY FUNNY.“ - KAREN DURBIN, ELLE AF LEIKARA Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hinn mikli gleðigjafi LeslieNielsen er allur. Nielsenvar kanadískur leikari, þekktastur fyrir óborganlegan leik sinn í kjánagrínmyndum á borð við hina sígildu Airplane! og Naked Gun (titill hinnar síðarnefndu fékk hina eftirminnilegu þýðingu Beint á ská á sínum tíma). Nielsen var einn þeirra gam- anleikara sem þurfa varla að gera nokkurn skapaðan hlut til að fá áhorfandanna til að hlæja sig mátt- lausan en í þann flokk fellur m.a. breski gamanleikarinn John Cleese. Oftar en ekki var svipurinn á Nielsen þannig að engu líkara var en hann væri gjörsamlega búinn að gleyma textanum eða á leiðinni í pottinn hjá mannætuættbálki. Þá brást hann við bráðfyndnum uppá- komum með grafalvarlegum svip, sem gerði uppákomurnar mun fyndnari en þær annars hefðu orð- ið. Nielsen lék oft á tíðum persónur sem leysa þurftu flókin mál og voru gjörsamlega ófærar um það en tókst það engu að síður, fyrir al- gjöra heppni eða tilviljun. Ein þess- ara persóna var leynilögreglumað- urinn Frank Drebin sem birtist upphaflega í gamanþáttunum Po- lice Squad! árið 1982 en þættirnir voru háðsádeila á dramatíska lög- regluþætti. Hlutverk Drebin var skrifað sérstaklega með Nielsen í huga en að þáttunum stóð þríeykið Zucker/Abrahams/Zucker sem á marga snilldargrínmyndina að baki, m.a. Kentucky Fried Movie, Top Secret!, Airplane! og Naked Gun.    Þó svo Nielsen sé öðru fremurminnst fyrir grínleik átti hann langan feril að baki í margs konar kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Það var þó ekki fyrr en hann lék óútreiknanlegan lækni um borð í hrapandi flugvél í Airplane! árið 1980 að frægðarsól hans tók að rísa. Hinn þekkti kvikmyndarýnir Roger Ebert sagði m.a. um frammi- stöðu hans í þeirri mynd að hann væri „Olivier skopstælinganna“, vísaði þar í stórleikarann Laurence Olivier. Það er við hæfi að enda þessa minningargrein á vel á góð- kunnum frasa úr Airplane! Nielsen er spurður: „Surely you can’t be serious?“ og hann svarar eft- irminnilega: „I am serious. And don’t call me Shirley.“ Þessi brand- ari verður ekki þýddur á íslensku þannig að hann skili sér til fulls. Ekki kalla hann Shirley! » Oftar en ekki varsvipurinn á Nielsen þannig að engu líkara var en hann væri gjör- samlega búinn að gleyma textanum eða á leiðinni í pottinn hjá mannætuættbálki. Óborganlegur Nielsen í hlutverki Franks Drebin í Naked gun. Söngvaskáldið Svavar Knútur hef- ur á undanförnum árum flutt gamlar, íslenskar voðir (þýðing hans á enska orðinu „co- ver“, þ.e. tökulagi) á tónleikum, auk eigin laga. Lög þessi segir hann hafa haft djúp áhrif á sig, snert sig í líf- inu. Þessar voðir ákvað hann að gefa út á plötu, fremja voðaverk, eins og hann orðar það, og hér er sú plata komin, upptökur af tvennum stofu- tónleikum sem hann hélt í október sl. Plötuna tileinkar hann ömmum sínum og titill hennar er ástríkur og einfaldur: Amma. Þetta er virkilega falleg plata hjá Svavari og greinilegt að lögin eru flutt af innlifun. Há rödd Svavars nýtur sín vel og flutningur hans á „Draumalandinu“ er hreinn unaður með bakröddum ungmeyja úr kórnum Karítur Íslands. Einfald- leikinn er í fyrirrúmi á þessari plötu og hann hittir beint í mark. Svavar Knútur – Amma bbbbm Fagurt voðaverk Helgi Snær Sigurðsson Kalt úti, kertaljós inni, kakó, koníak, kósíheit, kelerí og Kalli. Tónlistarmað- urinn Karl Henry (úr Tenderfoot) hefur sent frá sér sína aðra sólóplötu, Last Train Home. Upptökur fóru fram í Nashville og með Kalla spila þekktir menn t.d Bob Moore sem lék m.a. með Prestley í ellefu ár, úhú! Það er auðheyrt að reynsluboltar koma að plötunni því hún er einstaklega vel unn- in og hljómurinn svolítið útlenskur, ef svo má segja. Það eru kántríáhrif en það þarf ekkert að hlusta á plötuna með kúrekahatt. Fyrsta lagið, „Nothing at All“, er í myndinni Óróa og hefur verið nokkuð spilað. Titillagið „Last Train Home“ er afskaplega huggulegt eins og öll platan. Lagasmíðarnar eru lágstemmdar, fal- legar, tregafullar. Ég fíla þennan disk, hann inniheldur fullkomna bakgrunnstónlist fyrir skammdegislífið. Kalli er næsti James Blunt, bara betri. Kalli og kósíheitin Kalli – Last Train Home bbbbn Ingveldur Geirsdóttir Þó starfsferill Skúla Sverrissonar sé að mestu erlend- is og hafi verið und- anfarin ár hefur hann verið iðinn við að vinna með íslenskum listamönn- um. Dæmi um það var platan Sería sem kom út fyrir fjórum árum og svo eins Sería II, sem kom út um daginn. Ekki er Skúli þó bara að vinna með íslenskum listamönnum á skífunni, því við sögu koma er- lendir spunalistamenn, þeirra þekktastur líklega lágfiðluleikarinn Eyvind Kang. Annars er hljóðfæra- leikur í höndum Skúla, Davíð Þórs Jónssonar, Hildar Guðnadóttur og Óskars Guðjónssonar en þær Krist- ín Anna og Ólöf Arnalds leggja til raddir. Í dómi um Seríu hina fyrri lét gagnrýnandi svo um mælt að erfitt eða ógerningur væri að lýsa tónlist- inni og það er ekki síður snúið á Seríu II; hún er tilraunakennd en þó ekkert torf, rennur vel í bak- grunni, en stenst alla nánari hlustun. Hápunktur þessarar plötu að mínu viti er „Móðir“, sem hefst á gítarfléttu Skúla og syngjandi lág- fiðlu Eyvinds, tregafullur hljómur, en þó engin sorg, sem klarín- ettleikur Athonys Burrs og hnéf- iðluleikur Hildar gæða frekara lífi og fegurð. Frábær flétta. „The Arr- angement“ er svo önnur hlið á sama peningi, heldur snarpari stígandi. Eins og getið er þá er tónlistin tilraunakennd. Tilraunirnar eru þó ekki allar á yfirborðinu; eins og get- ið er gerir tónlistin ekki kröfu um að á hana sé hlustað, hún getur sem best hljómað í bakgrunni, en eftir því sem hún fær að hljóma þar oftar er erfiðara að líta framhjá henni, hún smýgur inn í kollinn á manni, stingur sér inn á milli hugsana og lætur mann ekki í friði. Tilraunakennd fegurð Skúli Sverrisson - Sería II bbbbn Árni Matthíasson Morgunblaðið/Kristinn Að lokinni upptökulotu Seríu II hélt Skúli tónleika í Þjóðmenningarhúsinu. Íslenskir plötudómar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.