Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 0. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  289. tölublað  98. árgangur  FJÖLNIR FLÚRAR FÆREYINGA LISTIR OG MENNING Í GARÐI BESTU BRETTA- OG SKÍÐASVÆÐI Á ÍSLANDI FERSKIR VINDAR Í GARÐI BRETTAÍÞRÓTTIN Í SÓKN 10FLÚREYJAR FRUMSÝND 30 frá PwC, hefði mátt vera ljóst árið 2007 að staða bankanna væri mun verri en ársreikningar gáfu til kynna. Formaður slitastjórnar Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir, segir að ákveðið hafi verið að höfða ekki mál gegn PwC Global, en málið hafi hins vegar slæm áhrif á ímynd vörumerkisins. Hvorki slitastjórn Glitnis né Landsbanka höfðu fengið skýrsl- una í hendur í gær og hefur PwC óskað eftir því við sérstakan sak- sóknara að hann veiti þeim aðgang að henni. » 15 Slitastjórn Glitnis útilokar ekki frekari málshöfðanir á hendur endurskoðunarfyrirtækinu PwC á Íslandi. Mál slitastjórnarinnar gegn PwC er til meðferðar fyrir dómi í New York. Stjórnarformaður PwC gagn- rýnir það að tvær skýrslur, sem unnar voru fyrir embætti sérstaks saksóknara, hafi lekið til fjölmiðla og að hann geti ekki svarað þeim ásökunum, sem fram í þeim koma án þess að hafa séð þær sjálfur. Í skýrslunum segir að endur- skoðendum Glitnis og Lands- banka, sem í báðum tilvikum voru Fleiri dómsmál í skoðun Morgunblaðið/Árni Sæberg Skýrsla Endurskoðendur Glitnis eru gagnrýndir í skýrslunni. dagar til jóla 14 Sendu jólakveðjur á www.jolamjolk.is  Hollenskur hagfræðiprófess- or sem hefur kynnt sér skil- mála Icesave- samkomulagsins segir Íslendinga ekki geta staðið undir skuldbind- ingum sínum. „Ég skil ekki hvers vegna íslensk stjórnvöld gera þetta því þau eru ekki skuldbundin til að borga,“ segir prófessor Sweder van Wijnbergen. »4 Íslendingar ráða ekki við skuldirnar Agnes Bragadóttir, Þórður Gunnarsson Heildaráhætta ríkissjóðs vegna nýs samkomu- lags um ríkisábyrgð á skuldbindingum Trygging- arsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) hleypur á hundruðum milljarða króna. Í gær var nýjasta samkomulagið sem íslenska ríkið hefur náð við ríkisstjórnir Breta og Hollendinga kynnt landsmönnum. Vaxtabyrði á kröfum þjóðanna tveggja minnk- ar umtalsvert frá því sem Svavarssamningarnir hljóðuðu upp á, eða úr 5,55% í 3,2%. Krafa TIF í þrotabú Landsbankans nemur 674 milljörðum króna, en það er sú skuld sem ríkissjóður ábyrg- ist að greiðist upp í topp. Samkvæmt nýjasta uppgjöri skilanefndar Landsbankans er áætlað reiðufé í eigu skilanefndarinnar 348 milljarðar króna í lok þessa árs og verðmæti skuldabréfs á NBI var 282 milljarðar. TIF á tilkall til um 52% af eignum skilanefndarinnar. Mismunur heild- arkröfu TIF og hlutdeildar sjóðsins í þeim eign- um sem nefndar eru, nemur um 381 milljarði króna. Ef 52% hlutdeild TIF í væntu sjóðstreymi af eignum Landsbankans mun ekki duga fyrir þeirri upphæð, mun hún lenda á ríkissjóði ef lög um ríkisábyrgð á skuldbindingum TIF öðlast gildi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sem Morgun- blaðið ræddi við í gærkvöld voru ekki á því að Icesave skyldi fá einhvers konar hraðmeðferð á þingi. Einum þeirra varð á orði að stjórnarand- staðan hefði haft rétt fyrir sér allan tímann. „Það reyndist hægt að gera svo miklu betri samning, en Steingrímur og Jóhanna og þeirra fólk héldu fram. Þau reyndu að troða mörg hundruð millj- arða skuldbindingu ofan í kokið á þjóðinni,“ segir þingmaður. Margir þingmenn eru á þeirri skoðun að íslenska ríkinu beri ekki að taka á sig neinar skuldbindingar vegna taps einkafyrirtækis. Aðrir telja þó að ljúka beri málinu og ef það eigi að gerast með samningi, þá verði sennilega ekki lengra komist en greint var frá í gær. Mikil áhætta ríkissjóðs Morgunblaðið/Kristinn Icesave Nefndarmennirnir Lee Buchheit og Guðmundur Árnason á kynningarfundi vegna nýja samkomulagsins í gærkvöld. Samninganefnd Íslands ráð- gerir að kostnaður ríkissjóðs nemi 47 milljörðum króna hið mesta. Áætlaðar vaxtagreiðslur á næsta ári eru taldar nema um 17 milljörðum króna.  Áhætta ríkissjóðs vegna nýs samkomulags um greiðslu á kröfum Breta og Hol- lendinga nemur hundruðum milljarða  Sex milljarða vaxtagreiðsla eftir áramót M 17 milljarða vextir »2 og 4  Össur Skarp- héðinsson telur ekki skynsamlegt að bíða lengur með að ljúka samningum í ljósi þess að nú sjáist miklu hærri vextir í samningum vegna fjárhagserfiðleika ríkja í Evrópu. „Ég tel að í gervi þessara samningsdraga sé ákveðin gæs á flögri fyrir framan okkur og tel að það ætti að grípa hana áður en þjóð- irnar kippa að sér höndunum.“ »4 Gæs á flögri sem við ættum að grípa  Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formað- ur Framsóknar- flokksins, telur rétt að leggja Ice- save-samninginn fyrir þjóðina, burtséð frá efni hans, í ljósi þess að þjóðin hafnaði fyrri samningi. „Ef niðurstaðan er góð efast ég ekki um að þjóðin sam- þykki samninginn en ef ekki er það samt sem áður á hennar valdi að taka afstöðu,“ segir hann. »4 Icesave-samningur fari í þjóðaratkvæði  Starfsmenn svæðisskrifstofa mál- efna fatlaðra búa margir við mikla óvissu um þessar mundir, en leggja á störf þeirra niður um áramót. Þeir hafa ekki fengið uppsagnarbréf eða loforð um vinnu hjá sveitarfélögum og vita því ekki hvort þeir eiga að mæta til vinnu 1. janúar nk. til að vinna út uppsagnarfrest eða ekki. „Þetta hefur sannarlega tekið á starfsmannahópinn,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Hún gerir athugasemdir við vinnubrögðin enda segi í sam- komulagi að sveitarfélögin muni leitast við að bjóða starfsmönnum skrifstofanna störf. »12 Vita ekki hvort starf bíður eftir áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.