Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Labrador Retriever hvolpar. Hreinræktaðir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Tilbúnir til afhendingar. Upplýsingar í síma 695 9597 og í síma 482 4010. Jólagjöf fjölskyldunnar 11 vikna, ungverskar vizlur til sölu. Örm. Ættbókarfærðir HRFÍ. Tilb. til af- hendingar. Uppl. í síma 772 5350. Fatnaður Upphlutur og möttull til sölu Stærð M-L. Metinn á 1 milljón - til- boð óskast. Uppl. Í síma 8494588 milli kl. 17 og 19 föstudag til mánudags. Gisting AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s. 897- 5300. Atvinnuhúsnæði Fyrir heilbrigðisgeirann Til leigu 11m² vinnuherbergi í miðbæ Mosfellsbæjar, ásamt afnotum af: Móttöku,steril, kaffiaðstöðu og snyrt- ingu. Aðstaðan er vottuð af Heilb- rigðiseftirliti. Verð pr. mán. kr. 40.000. Uppl. Auður 893 8711. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Tómstundir Lampar með stækkunargleri í úrvali. Gott verð. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600. www.tomstundahusid.is Til sölu ÚR DÁNARBÚI: BRÚNA RÓSIN 8 manna danskt, handmálað matar- og mokkastell frá Royal Copenhagen; 56 stykki. Höfðaleturs kaffisilfur; 14 stk. og fleiri gamlir munir. Uppl. sími 552 0326Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Frábært poolborð frá RILEY, 6 fet. Verð kr. 76.400. www.billiard.is Suðurlandsbraut 10 (2h), 108 Reykjavík, s.568 3920. Auðvelt, þægilegt, flott, Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði. www.prentlausnir.is BÚÐU TIL ÞITT DAGATAL JÚLÍ 20 08 BÚÐU TIL ÞÍN JÓLAKORT Gleðileg jól! Auðvelt, þægilegt, flott, Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði. www.prentlausnir.is Auðvelt, þægilegt, flott, Ódýrt!!!...eftir þínu höfði. www.prentlausnir.is BÚÐU TIL ÞITT MYNDA- ALBÚM Fótboltaborð Mini Kidz. Verð kr. 10.900 m/vsk. Ótrúlega skemmtilegt fótboltaborð Frá Riley. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568 3920. Mokkajakkar Mokkakápur Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali. Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bílaþjónusta Húsviðhald Parket er okkar fag í 26 ár Verið í góðum höndum Notum eingöngu hágæða efni Förum hvert á land sem er FALLEG GÓLF ehf - Sími 898 1107 www.falleggolf.is - golfslipun@simnet.is Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. ✝ Björg ElísabetElísdóttir fæddist 23. mars 1910 í Hólshúsum Húsavík, Borg- arfirði eystri, og ólst þar upp og á Seyðisfirði. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 4. desember 2010. Foreldrar henn- ar voru Elís Guð- jónsson og Guð- björg Gísladóttir. Systkini Bjargar voru Þórhild- ur, Guðrún Sigríður, Þórhildur, Sigrún Ólafía, Guðrún Þórdís, Gísli, Lukka, Óskar Júlíus og Oddrún. Björg var síðust sem kvaddi. Björg Örlygsdóttir Husby, gift Írisi Örnu Smáradóttur, Íris á soninn Smára. c) Jóhann Pétur Ölygsson Husby. d) Dóttir fædd andvana 1975. e) Örlygur Ö. Ör- lygsson, giftur Elínu M. Óladótt- ur, eiga þau drengina Arnar Már, Óla Þór og Sævar Inga. f) Jón Ingi Örlygsson, sambýlis- kona hans er Ágústa Guðrún Ólafsdóttir, Jón Ingi á tvö börn af fyrra sambandi þau Óskar Marinó og Elísabetu Helgu, Ágústa á svo Áslaugu Guðrúnu og Ólöfu Huldu. 3) Ragnar M. Óskarsson Husby, giftur Eddu Baldvinsdóttur, börn þeirra eru a) Guðrún B. Ragnarsdóttir, sambýlismaður hennar er Ás- mundur Ísak Jónsson, eiga þau tvö börn. b) Baldvin Davíð Husby. c) Linda Kristín Husby. Björg bjó síðustu sex og hálfa árið á Hjúkrunarheimilini Skjóli þar sem hún lést. Björg Elísabet verður jarð- sungin frá Áskirkju í dag, 10. desember 2010, og hefst athöfn- in kl. 13. Björg giftist 5.9. 1943 Óskari Ingi- mari Husby, f. 29.10. 1918, d. 1.6. 1998. Foreldrar hans voru Johann og Ragnhild Husby frá Þrándheimi í Noregi. Systkini Óskars voru 10 og eru tvö þeirra á lífi, Eling og Mar- git. Börn Bjargar og Óskars eru 1) Reidar J. Ósk- arsson Husby, sambýliskona Kristín María Bagguley, látin. 2) Þórdís S. Óskarsdóttir Husby, gift Örlygi R. Þorkelssyni, börn þeirra eru a) Óskar I. Örlygsson, sambýlis- maður hans er Robyn. b) Elísa Nú er hún elsku besta amma mín dáin. Síðasta skiptið sem ég sá hana ömmu vissi ég að hún ætti ekki mikið eftir. Hún var mikið veik þennan dag. Amma var sérstök kona. Ég á svo margar góðar minningar um hana og afa. Þau voru bæði svo góð og vildu allt fyrir alla gera. Afi dó fyrir 12½ ári, það var mjög erfitt fyr- ir ömmu. En Jesús hjálpaði henni í gegnum sorgina. Annars hefði hún ekki getað lifað. Þegar ég var að alast upp, kom amma oft til okkar og gisti í nokkra daga. Þá var gaman. Hún söng barnasálma og bað með okkur á kvöldin. Steikti kleinur, bak- aði lummur, skonsur og pönnukökur. Ég fór mikið með ömmu og afa. Ég fór oft með þeim í kirkjuna þeirra, Áskirkju, þar sem þau nutu þess að koma. Sr. Árni Bergur og allt starfs- fólkið var alltaf svo gott og hlýlegt. Ég fór í heimsókn með ömmu og afa til systkina ömmu og ættingja. Seinna þegar afi keypti bíl fórum við til Hveragerðis og Selfoss og margt annað. Ég fór með ömmu og afa til Seyðisfjarðar á hverju sumri í nokk- ur ár til systur ömmu. Alltaf var gaman að ferðast með ömmu og afa, harmonikkumúsík oft á og mikil gleði. Amma var dugleg að vinna ýmsa handavinnu, eftir að hún varð 67 ára byrjaði hún að vinna mikið með leir, sauma og mála dúka og svo mikið annað sem ég hef ekki nafn yfir. Amma var í handavinnu á Norður- brún og Furugerði fyrst en svo bara á Norðurbrún. Ef maður kom þegar amma var í handavinnu þá bauð hún manni sæti við borðið. Þetta var hennar vinna. Amma prjónaði alltaf sokka og vettlinga frá því hún var ung. Það fengu börnin og barnabörn- in og barnabarnabörn að njóta. Allt- af gat maður komið til ömmu og fengið sokka og vettlinga ef mann vantaði. Amma var mjög hugulsöm, hugsaði mikið um sín börn, barna- börn og barnabarnabörn og ættingja og vini. Amma bakaði alltaf, alltaf voru til kökur hjá ömmu, eplakaka og fleiri góðar kökur. Og þegar mað- ur kom í heimsókn var maður alltaf spurður: „Ertu svangur langar þig í eitthvað?“ Amma eldaði góðan mat og bakaði góðar kökur. Amma sagði oft frá því þegar hún var að alast upp. Það var ekki auðveldur tími. Þegar fólk var að ferðast þurfti að fara á hestum yfir kaldar ár og fjöll. Og hún sagði frá systkinum sínum og foreldrum sem henni þótti mikið vænt um. Amma var alltaf nægju- söm með allt sem hún átti. Það hefur verið gott veganesti fyrir mig. Ég er svo þakklátur fyrir ömmu. Takk, elsku amma mín, að þú fannst og varst alltaf til fyrir mig, fjölskylduna og vini. Minningin um þig og afa mun alltaf lifa. Elsku mamma og pabbi, takk fyrir allt sem þið hafið gert fyrir ömmu. Amma var mjög þakklát fyrir allt sem þið gerð- uð fyrir hana. Hún talaði um það. Eins vil ég segja takk til allra ann- arra sem hafa hjálpað ömmu. Í Matt. 11:28 til 30 stendur: „Kom- ið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mín veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ Blessuð sé minning þín, elsku amma mín. Hvíl í friði. Þinn dóttursonur, Pétur. Björg Elísabet Elísdóttir HINSTA KVEÐJA Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku amma sofðu rótt. Óskar, Elísa, Pétur, Örlygur, Jón Ingi, og fjölskyldur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Hjartans þakkir til starfs- fólks hjúkrunarheimilisins Skjóls fyrir frábæra umönnun og guð blessi störf ykkar. Reidar, Þórdís, Ragnar og fjölskyldur. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Pétur og Hörður Akureyrarmeistarar Þriðjudaginn 7. desember fór fram lokakvöldið í Akureyrarmótinu í tvímenningi 2010 en 18 pör tóku þátt. Pétur og Hörður höfðu góða forystu eftir þrjú kvöld og voru enn öruggir á toppnum eftir fjórða kvöldið þó aðrir hafi reynt að sækja á þá. Þetta varð lokastaðan: Pétur Guðjónss. - Hörður Blöndal 60,8% Stefán Vilhjálmss. - Örlygur Örlygss. 57,8% Ævar Ármannss. - Árni Bjarnas. 55,3% Stefán Sveinbjss. - Kristj. Þorsteinss. 54,2% Grettir Frímannss. - Stefán Ragnarss.54,1% Efstu pör 4. kvöldið: Gylfi Pálsson - Helgi Steinsson 59,6% Grettir Frímannss. - Stefán Ragnarss.58,3% Frímann Stefánss. - Reynir Helgason 58,1% Næstu tvö þriðjudagskvöld verður spilaður Hangikjötstvímenningur Norðlenska þar sem betra skor gild- ir svo ekki er nauðsynlegt að spila bæði kvöldin. Tvímenningur hjá Miðviku- dagsklúbbnum og Suður- nesjamönnum Sl. miðvikudag var reiknaður sam- eiginlega út tvímenningur hjá Mið- vikudagsklúbbnum og bridsfélögun- um á Suðurnesjum. Spiluð voru sömu spil í báðum klúbbunum og úr- slit sameinuð að spilamennsku lok- inni. Þátttökupörin voru 44 og sigruðu Guðný Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir örugglega. Lokastaðan: Guðný Guðjónsd. - Hrafnh. Skúlad. 63,2% Garðar Garðarss. - Gunnl. Sævarss. 58,5% Leifur Aðalstss. - Þórhallur Tryggvas. 58,1% Sigríður Eyjólfsd. - Grethe Iversen 56,7% Arnór Ragnarss. - Svavar Jenssen 56,5% Guðrún Jóhannesd. - Soffía Daníelsd. 56,2% Ekki hallar á milli félaga því af 6 efstu pörum koma 3 frá hvoru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.