Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 ✝ Björn EysteinsKristjánsson var fæddur á Hjöllum í Ögursveit 19. ágúst 1920. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 1. desember 2010. Foreldrar hans voru Kristján Ein- arsson, f. 1887, d. 1927, og Kristjana Guðmundsdóttir, f. 1890, d. 1983. Systk- ini Björns: Að- alheiður, f. 1913, d. 1925, Guðmundur, f. 1917, d. 1980, Sigríður, f. 1919, d. 2006, Ari Magnús, f. 1922, d. 2001, Halldór, f. 1923, og Aðalsteinn, f. 1925. Björn kvæntist Auði Axelsdóttur 7.12. 1941. Hún var fædd 15.4. 1920, d. 4.8. 2009. Foreldrar hennar voru Axel Jónsson, f. 1889, d. 1927 og Sigríður Jóhannesdóttir, f. 1882, d. 1970, ábúendur í Ási í Keldu- hverfi. Börn Björns og Auðar: a) Axel, f. 25.9. 1942, kvæntist 1964 Ástu Vigbergsdóttur, f. 12.1. 1942. Þau skildu. Þau eignuðust tvo syni: 1) Björn, f. 16.3. 1967 og kona hans Ólöf Tryggvadóttir, f. 27.6. 1966, eignuðust tvö börn, Sólrúnu Ástu, f. 1997 og Steinar, f. 2000. Þau skildu. við Djúp. Björn var sendur 7 ára í Efstadal og var þar fram undir fermingu er hann gerðist vinnu- maður í Ögri. Honum tókst að safna fyrir skólagöngu í tvo vetur í Reykjanesskóla. Um tvítugt fer hann að Hvanneyri og verður búfræðikandidat. Þaðan lá leiðin til Reykjavíkur í verkamannavinnu uns hann ákvað að ganga í lögregl- una. Í Reykjavík hittir hann Auði, verðandi konu sína. Aleiga þeirra var í tveimur koffortum og tveimur ferðatöskum. Björn og Auður hófu búskap á Njálsgötu 29b árið 1942 og þar fæddust börnin. Auk lög- reglustarfsins vann Björn ýmis aukastörf til að framfleyta fjöl- skyldunni. Auður hugsaði um heim- ilið. Þau náðu að kaupa litla íbúð á Rauðarárstíg 11 og um 1950 fluttu þau í eigið hús á Flókagötu 67. Helsta áhugamál þeirra var að ferðast, fyrst innanlands en síðar fóru þau með tjald og bíl í margar ferðir um Evrópu. Um 1970 flytja þau í eigið hús í Skipholti 52 og búa þar uns heilsunni hrakar og flytja á Hrafnistu í upphafi nýrrar aldar. Björn var einstaklega vinnusamur og hugsaði vel um börn sín og barnabörn. Með aðstoð hans tókst þeim að mennta sig, koma sér upp húsnæði og ná góðri fótfestu í líf- inu. Útför Björns fer fram frá Foss- vogskapellu í dag, 10. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 15. Seinni kona Björns er Helga Laxdal, f. 1970. 2) Egil, f. 3.11. 1971, kvæntur Höllu Sverr- isdóttur, f. 30.4. 1970, og eiga þau tvö börn, Silju, f. 2004, og Styrmi, f. 2007. Seinni kona Axels er Hrefna Kristmannsdóttir, f. 20.5. 1944. Hún á fyr- ir þrjú börn, Svan- hildi, f. 1971, Björn, f. 1974, og Ásdísi, f.1982. b) Aðalheiður, f. 12.1. 1944, giftist 1968 Poul Jensen, f. 9.6. 1943. Þau eiga tvo syni: 1) Björn Einar, f. 23.3. 1969, kvæntur Annabel Jensen, f. 14.6. 1974 og eiga þau þrjú börn, Lucas, f. 2000, Amelie, f. 2002, og Leon Kristján, f. 2007. 2) Axel Ey- stein, f. 9.6. 1974, kvæntur Marie Teglhus Möller, f. 23.2. 1976, og eiga þau Harald, f. 2008. Foreldrar Björns bjuggu fyrst í Stóruhlíð í Vatnsdal 1912-1915, síð- an í Hnífsdal, í Efstadal og síðast á Hjöllum í Skötufirði þar sem Krist- ján byggði veglegt steinhús. Hann lést frá sex ungum börnum. Ekkjan reyndi að halda fjölskyldunni sam- an en það reyndist þungur baggi og var börnunum komið fyrir á bæjum Látinn er níræður tengdafaðir minn, Björn E. Kristjánssson fyrr- um lögregluvarðstjóri. Kynni okkar hófust ekki fyrr en Björn var orðinn talsvert roskinn en urðu þó mjög elskuleg og hann sagði mér margt úr æsku sinni fyrir vestan. Björn var heljarmenni að burðum og mikill vinnuþjarkur og sundgarpur. Hann synti úr Viðey út í gömlu höfn, 16 km á Spáni sjötugur og 75 ára vann hann Kópavogssund í sínum aldursflokki og synti 7,5 km. Eftir að hann flutti á Hrafnistu fyrir um 10 árum synti hann daglega um 1 km og púttaði hvern dag uns heilsan fór að bila fyr- ir um tveimur árum. Hann sagði frá því að þegar hann var 6 ára leiddu hann og eldri bróðir hans hesta upp snarbratta hlíð með steypuefni í bæ- inn sem faðir hans var að byggja að Hjöllum. Ég kom þar síðar með langafabörnin hans og hefði ekki sleppt af þeim hendinni eitt andar- tak hvað þá leyft þeim að labba ein- stigið niður í fjöruna, jafnvel í okkar fylgd. Þegar Björn var 7 ára lést fað- ir hans og heimilið var leyst upp. Birni var komið fyrir hjá geðveilum einsetumanni í Efstadal. Hann sagði mér frá því þegar hann 11 ára gamall var skilinn eftir einn sumarlangt á bænum í Efstadal þegar húsbóndinn fór suður á spít- ala. Hann mjólkaði kýrnar tvær og drakk svo meginhlutann af mjólkinni og bakaði klatta með. Heyskapinn réð hann ekki alveg við einn og fékk nokkra hjálp frá nágrönnunum til að ljúka honum. Um 14 ára gamall vildi hann breyta til og fór að Ögri og bað um vinnumannsvist. Eftir að hafa lyft stórum steini til að sýna hús- freyjunni krafta sína var hann ráð- inn og fékk kostnað við fermingu sína greidda fyrirfram. Síðar tókst honum að komast í skóla í Reykja- nesi við Djúp og loks á Hvanneyri þaðan sem hann varð búfræðikandi- dat. Hann fluttist svo til Reykjavíkur og stundaði ýmis störf og varð lög- reglumaður og að lokum bæjar- starfsmaður við endurskoðun. Fyrir ungan mann var það mikil lífs- reynsla að vinna í lögreglunni á stríðsárunum, þar sem þá var oft róstusamt. Björn sagði oft frá því þegar hann stóð vaktina dag og nótt gegnblautur í úrhellinu á Þingvöllum við stofnun lýðveldisins 1944 og einnig var hann í óeirðunum á Aust- urvelli 1949 þegar aðildin að NATO var samþykkt. Björn vann allajafna mörg aukastörf samhliða aðalstarfi og tókst með elju og útsjónarsemi að koma undir sig fótunum og efnast talsvert. Honum var annt um að af- komendur hans nytu afraksturs af vinnusemi hans og sparsemi. Hann var með eindæmum barngóður og allt fram á síðustu daga ljómaði hann þegar langafabörnin litu inn til hans í heimsókn. Björn var einstaklega ljúfur í umgengni og hafði lag á að láta fólki líða vel í návist sinni. „En hvað þú lítur vel út, ertu í nýrri dragt, gaman að þú gast litið við“ – þetta var venjuleg kveðja þegar ég leit inn til hans á hlaupum í heim- sóknum til höfuðborgarinnar. Þó heilsa Björns hafi verið orðin léleg hin síðustu ár þá er það samt mikill missir fyrir okkur að hann skuli hafa kvatt og ég á eftir að sakna hans verulega. Guð blessi góðan mann og takk fyrir samfylgdina. Hrefna Kristmannsdóttir. Fyrir nokkrum árum var ég að velta fyrir mér lífshlaupi afa míns og þeim ótrúlegu breytingum á þjóð- félagsgerðinni sem orðið hafa á ævi hans, sem eyddi fyrstu árunum í torfbæ að Hjöllum við Skötufjörð og lauk henni við öll nútímaþægindi í Reykjavík. Ég bað hann að segja mér aðeins frá uppvaxtarárunum fyrir vestan og lýsa aðstæðum en einnig langaði mig að fá einhverja til- finningu fyrir því hvernig lífið hefði mótað afa minn í æsku. Þar sem við sátum inni á Hrafnistu fékk ég að heyra ýmsar sögur frá gamla mann- inum, sem þótti gaman að segja frá. Ein sagan lýsir eiginleikum hans á þann hátt sem ég þekkti hann. Eins og venja var í þá daga þurftu börn ung að aldri að aðstoða við flest störf heima við. Á Hjöllum við Skötufjörð hefur búseta ekki verið sérlega auð- veld sé tekið mið af landslagi og veðralagi. Snarbrött Fossahlíðin og bærinn á hjalla í hlíðinni í tuga metra hæð yfir sjó. Afa reiknast til að hann hafi verið um 5 ára gamall en þá var Aðalheiður systir hans nýlega látin. Kristján föður afa vantaði aðstoð við að reka féð ofan úr fjöru en frá bæn- um liggur brött sjávargata niður að sjó. Afi bauð fram aðstoð sína en þetta var um hávetur. Afi fer með pabba sínum niður í fjöru og fylgist um stund með honum brytja síld nið- ur í tunnur. Síðan segir Kristján við afa: Farðu nú innfyrir uppganginn og láttu féð fara upp slóðina. Afi gerir sem honum er sagt en má sín lítils gagnvart fénu, sem ýtir honum frá og tekur strikið aftur niður í fjöru. Þegar Kristján sér þetta kallar hann á afa og segir honum að koma. Krist- ján biður þá afa að taka með sér salt- fisk og fara upp að bæ, hann skuli sjá um rollurnar. Mikil lausamjöll er í bökkunum en afi heldur af stað með saltfiskinn sem er ekki mikið minni en hann sjálfur. Afa reynist erfitt að bera fiskinn meðan hann er að fikra sig í snjónum upp brekkuna og rennur í sífellu í mjöllinni á leið sinni upp á hjallann. Kristján sér hvernig komið er fyrir snáða og kallar á hann að sleppa fisknum. Afi ætlar sér að koma fisknum heim fyrst búið var að biðja hann um þetta verkefni og bregður á það ráð að bíta í sporðinn og skríða þannig upp á hjallann. Þegar afi kemur inn á bæ, allur löðr- andi í salti, er Kristjana móðir hans að baka pönnukökur. Hún þrífur framan úr drengnum sínum og að launum fyrir hjálpsemina fær hann tvær pönnukökur en systkini hans höfðu einungis fengið eina hvert. Þetta voru bestu pönnukökur sem afi hafði smakkað á ævinni. Vinnusemi og dugnaður hafa alltaf verið aðalsmerki afa. Að sinna öllum verkum af alúð, einhug og kappsemi hefur verið honum eðlislægt og sjálf- sagt lærðist það í æsku hjá foreldr- um hans. Hin þjóðþekkta vestfirska þrjóska hefur einnig skilað honum langt í lífinu, ásamt keppnisskapinu sem hann ól með sér allt sitt líf. Afi var einstaklega barngóður maður og hann hefur með vinnusemi sinni og sparsemi veitt okkur barnabörnun- um gott veganesti út í lífið. Fyrir það verð ég að eilífu þakklátur. Takk, afi, fyrir allar góðu stundirnar og sér- staklega fyrir frásagnirnar úr lífi þínu. Egill Axelsson. Átján holur að baki og afi minn hrósar sigri á púttvellinum á Hrafn- istu. Mér er alveg sama og ég sam- gleðst með honum. Aldrei vann ég kallinn. Margar ánægjulegar minn- ingar sitja eftir í hugarfylgsninu. Þannig var hann. Kankvís, smá- stríðinn, fullur af keppnisskapi að njóta stundarinnar í brids, sundi eða á púttvellinum eða að grínast í okkur krökkunum. Við hændumst að hans léttu lund og lífsorku sem hann naut langt fram eftir aldri. Í söknuðinum er jafnframt þakk- læti. Þakklæti fyrir að hafa átt þenn- an mann fyrir afa og langafa barnanna minna, Sólrúnar Ástu og Steinars. Við þau lék hann sér af sömu lífsgleði og hann gerði fyrir margt löngu við lítinn snáða í garð- inum á Flókagötunni þar sem hægt var að dunda sér endalaust við að finna eitthvað nýtt og framandi. Í barnsaugunum um hátíðirnar var notalegt heimili afa og ömmu jafnan eftirminnilega skreytt einu fegursta jólatré á byggðu bóli en endurspeglaði að öðru leyti sjálf- stæði og nægjusemi. Þá umgjörð byggði afi upp með þrotlausri elju og krafti eigin handa. Í lögreglubúningnum var lotning barnanna fyrir afa ósvikin en í hon- um starfaði hann í mörg ár. Ég ber ómælda virðingu fyrir mönnum eins og afa sem byggðu þetta land upp. Okkar velferð er þeirra strit. Vega- nestið út í lífið er traust, umburð- arlyndi og nægjusemi. Við erum af- anum og langafanum fátækari í dag en minningin um hann mun lifa með okkur um ókomna tíð. Björn Axelsson. Í minni sveit var lögreglan ákaf- lega fjarlæg og lögregluþjónar bara til í Basil fursta og Sherlock Holmes. Nema Björn mágsi. Mamma kallaði hann alltaf mágsa, hann var kvæntur systur hennar og var kallaður mágsi af öllum á heimilinu. Ímynd yfir- valdsins varð mild og jafnvel glettin þegar Björn var í vegalögreglunni á sumrin og kom við á Grímsstöðum. Var sírenan þá gjarnan sett í gang og ekið á fullri ferð um túnin á eftir hestum og dráttarvélum. Fótgöngu- liðar sem rökuðu dreifar með hrífu voru snarlega handteknir af stæði- lega lögreglumanninum úr Reykja- vík. Ég var alin upp við það að full- orðnir karlmenn væru frekar alvar- legir og brygðu helst ekki á leik með börnum. Björn mágsi breytti þessari sýn, hann hafði alltaf tíma til þess að skemmta smáfólki. Og þegar við sveitakrakkarnir stækkuðum hlökk- uðum við til þess að Björn og Auður kæmu í sumarfrí í sveitina. Við viss- um að Björn gæfi sér tíma til að skemmta okkur en einnig að fræða, eins og að kenna okkur að þekkja og safna jurtum. Enn minnist ég Björns í hvert skipti sem ég reyni að príla á fjall, því hann kenndi mér að „anda í hverju skrefi“. Það hafði hann lært í Ölpunum í einni af sínum ótal ferð- um um Evrópu. Björn Kristjánsson var mikill að líkamsburðum og hraustmenni, alinn upp vestur við Ísafjarðardjúp við óblíð kjör á köflum. Ásamt glettninni var í fari hans sterk réttlætiskennd. Hann var gagnrýninn á misskiptingu auðs og valda sem hann kynntist í uppvextinum og fylgdist með í starfi sínu sem lögregluþjónn á götum Reykjavíkur. Ég spurði hann að því þegar hann var hættur störfum hvort ekki hefði verið erfitt á stund- um að verja ríki borgarastéttarinn- ar. Hann gerði ekki mikið úr því en nefndi þó að það hefði verið sárt að þurfa að bæla niður mótmæli þegar ungt fólk fór loksins að hafa þau í frammi seint á sjöunda áratugnum. Ég kveð Björn Kristjánsson með þakklæti fyrir að hafa kennt mér að þekkja jurtir og ganga á fjöll en ekki síst fyrir að sýna að það er hægt að vera gagnrýninn á valdastéttina en starfa jafnframt af heilindum í op- inbera kerfinu. Samúðarkveðjur sendi ég Axeli, Öllu og þeirra fjölskyldum. Ævar Kjartansson. Björn Kristjánsson V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 329 7877 21374 34603 44556 53260 60031 71028 487 8213 21446 34987 44664 53320 60355 71947 806 8567 23379 36042 44730 53556 60598 72332 1061 8922 23980 36130 45078 53570 61127 72674 1504 8942 24046 36131 45301 53671 61818 72768 1768 9120 24160 36150 45414 53915 62996 73688 1856 9339 24415 36535 46084 53952 63719 74032 2160 9431 24761 36613 46331 54051 63775 74390 2436 9453 25459 36785 47486 54377 64206 74850 2847 9760 25464 36866 47593 54390 64303 74920 2955 10447 26363 38278 47700 55393 64555 75008 3139 10545 27747 38638 48083 55595 64609 75073 3180 10721 28718 39187 48193 55672 64616 75482 3778 11609 28777 39476 48249 55726 64695 76276 3905 11742 28811 40402 48718 56086 64883 77539 3916 12949 28971 41283 48970 56119 65997 77747 4097 13431 30202 41370 49910 56387 66317 77777 4713 14332 30240 41529 50008 56389 66497 77786 4767 14363 31215 41868 50015 56502 66932 78139 4780 14989 31513 41964 50070 56536 67245 78322 5515 15307 31579 42061 50250 56892 67384 78860 5641 16642 32139 42307 50352 56921 67403 79051 5902 17386 32404 42366 50508 57386 68325 79068 6230 17471 33017 42434 50704 57640 68369 79140 6467 18303 33097 42463 51264 57682 68463 79553 6539 18842 33303 42488 51397 57761 68565 79828 6793 18892 33413 42632 51554 57900 68628 6937 19106 33462 43786 51690 58050 68775 7036 19332 33582 44139 51732 58400 68948 7216 19886 34066 44190 51860 58439 69008 7286 20669 34450 44308 52009 59395 69748 7871 21365 34476 44468 53097 59867 70569 Næstu útdrættir fara fram16. des, 23. des & 30. des 2010 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.