Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 Hátíðlegt Hann vandaði sig pilturinn sem bar lifandi ljós að kerti í Grafarvogskirkju í gær en leikskólabörn í Grafarvogi koma árlega í kirkjuna sína á aðventunni til að tendra jólaljósin. Árni Sæberg Kjósendur vita að Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir ráðdeild og samfélagslegri ábyrgð í opinberum rekstri. Ráðdeild í op- inberum rekstri felur meðal annars í sér að sköttum sé haldið í lág- marki. Samfélagsleg ábyrgð krefst þess að þau verkefni, sem lög og reglur kveða á um og vilji almenn- ings stendur til að verði sinnt, skuli unnin af trúmennsku. Bæjarfélagið verður bæði að huga að gæðum þjón- ustunnar við íbúana og hagkvæmni fyrir skattgreiðendur. Seltjarnarnesbær stóð frammi fyrir tekjufalli vegna hrunsins í október 2008. Afleiðingarnar eru enn að koma fram. Tekjur bæjarfélags eru fyrst og fremst af útsvari íbúa og þær tekjur hafa lækkað jafnt og þétt eftir hrun. Önnur áföll tengd hruninu voru vegna minni tekna af lóðasölu og fjármagns- tekjur lækkuðu. Fyrstu viðbrögð Seltjarnarnes- bæjar voru að taka til hendinni í rekstrinum og lækka útgjöld. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár var bæjarfélaginu vandi á höndum. Um- talsverður niðurskurður hafði þegar átt sér stað, en þrátt fyrir það var lagt í mikla vinnu og hverjum steini velt við í leit að enn frekari lækkun útgjalda. Ég tel að við höfum gengið eins langt og hægt var miðað við aðstæður án þess að skerða þjónustu bæjarins. Tekjufallið var meira en svo að nið- urskurður dygði til að mæta minni tekjum. Seltjarnarnesbær hækkaði gjald- skrár sínar við síðustu áramót um 7,5 prósent. Niðurgreiðsla bæjarfélagsins á þjónustu, s.s. leikskóla, lækkaði sem hækkuninni nam og urðu þeir sem nýta þjónustuna að greiða meira fyrir hana.Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár var bæjarfélaginu vandi á höndum. Niðurskurður á rekstri hafði farið fram og ekki meira að sækja í þá átt nema að skerða þjónustuna. Búið var að hækka gjaldskrár vegna þjónustu bæj- arfélagsins við íbúana og ekki forsvaranlegt að leggja meiri byrðar á barnafólk sem einkum ber gjaldskrárkostn- aðinn. Nýjar fjárfestingar eru ekki á dagskrá, heldur einbeitum við okkur að því að verja þjónustuna við íbúana á sviði menntunar, íþrótta- og æskulýðsstarfs og félags- mála. Um 95 prósent af skatttekjum bæjarins fara í þessa þrjá málaflokka. Undir stjórn sjálfstæðismanna hef- ur Seltjarnarnes boðið íbúum sínum upp á lægstu útsvarsprósentu sem þekkist í landinu, 12,1. Þegar við sett- um á vogarskálarnar keppikefli okk- ar að halda sköttum lágum annars vegar og hins vegar að standa vörð um þjónustuna við bæjarbúa varð niðurstaðan að hækka útsvars- prósentuna upp í 12,98. Þrátt fyrir þessa hækkun er aðeins eitt bæj- arfélag á landinu sem leggur lægra útsvar á íbúa sína. Fjárhagsáætlunin fyrir næsta ár ber vitni um ráðdeild og samfélags- lega ábyrgð. Seltjarnarnes er sjálf- bært bæjarfélag og mun sýna já- kvæða afkomu sem er forsenda fyrir frekari uppbyggingu innviða sam- félagsins. Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í síðustu bæjarstjórnarkosn- ingum undir kjörorðinu „Lífsgæðin eru á Nesinu“. Við sem fengum kosn- ingu i bæjarstjórn ætlum að standa undir kjörorðinu og leggja okkur fram um að Seltjarnarnes verði það bæjarfélag sem veitir bestu þjón- ustuna á sem hagkvæmustu kjörum fyrir íbúana. Eftir Ásgerði Halldórsdóttur » Tekjufallið var meira en svo að niður- skurður dygði til að mæta minni tekjum. Ásgerður Halldórsdóttir Höfundur er bæjarstjóri. Lífsgæði eru meira en lágir skattar Frumvarp Besta flokksins og Samfylkingarinnar að fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar fyrir ár- ið 2011 var lagt fram í síðustu viku. Frumvarp þar sem tekjur duga ekki fyrir óbreyttri þjónustu þriðja árið í röð. Við slíkar aðstæður verð- ur stjórnmálafólk að hafa skýra sýn og kjark til að fylgja henni eft- ir. Stefnuleysi Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur geta seint státað af skýrri sýn. Besti flokkurinn hefur beinlín- is talið það kost að vera ekki með hugmyndafræði sem sé að þvælast fyrir þeim og mörg dæmi mætti nefna um sveigjanlega stefnu Sam- fylkingarinnar. Nið- urstaðan verður eftir því. Fjárhagsáætlunin er miðjumoðsplagg án framtíðarsýnar. Skoðanaleysi styrkir það viðtekna hverju sinni og það bitnar á þeim sem minnst mega sín. Fjárhags- áætlunin sýnir það svart á hvítu, því enda þótt meirihlut- inn segist verja vel- ferð og barna- fjölskyldur er raunveruleikinn annar. Gjaldskrárhækkanir í stað útsvars Í stað þess að nota viðurkennda tekjujöfnunaraðferð skattkerfisins er gert ráð fyrir stórfelldum gjald- skrárhækkunum fyrir grunnþjón- ustu. Hækkanirnar munu leggjast flatt á alla tekjuhópa og hafa mest áhrif á það fólk sem lægstar tekj- urnar hefur. Þessi leið mun skila borgarsjóði 227 milljóna króna tekjuauka. Borgin hefur heimild til að hækka útsvar um 0,25% en meiri- hlutinn kýs að hækka það um 0,17%. Þetta þýðir að útsvar hjóna með 800.000 kr. á mánuði eykst um 1.360 kr. á mánuði en hefði hækkað um 2.000 kr. ef útsvarið hefði verið fullnýtt. Þessi upphæð breytist í hlut- falli við tekjur. Með fullnýtingu útsvars hefði mátt innheimta 713 milljónir í stað 485, eða 228 milljónir um- fram það sem áætlað er. Meðfylgjandi mynd sýnir áhrif ákvörðunar meirihlutans á foreldra í sambúð með 800.000 króna mánaðartekjur en með börn á ólíkum aldri. Þar er ekki tekið til- lit til hækkunar á valkvæðri þjón- ustu, heldur aðeins hækkun um 1.105 kr. á mánuði vegna leik- skóladvalar með fæði, 500 kr. vegna skólamáltíða og 3.515 kr. vegna frístundaheimila með síðdeg- ishressingu. Á sömu mynd sést svo hver áhrifin væru ef útsvarið væri fullnýtt og gjaldskrám haldið óbreyttum. Samfélagsleg ábyrgð víkur Myndin sýnir ósanngirnina glögglega. Félagshyggja og jöfn- uður felst ekki í því að auka enn á útgjöld barnmargra heimila, og enn síður án tillits til tekna. Í sann- gjörnu samfélagi væri þessi sjálf- sagða grunnþjónusta greidd úr sameiginlegum sjóðum. Sanngjarnt samfélag myndi axla ábyrgð gagn- vart komandi kynslóðum og við- urkenna að framtíð barna væri ekki einkamál foreldranna. En það gerir ekki meirihluti borg- arstjórnar Reykjavíkur. Hann telur eðlilegt að barnafjölskyldur borgi brúsann. Þegar valið stendur milli út- svars- og gjaldskrárhækkana ætlar Besti flokkurinn ekki að gera það sem er best fyrir alla. Bara það sem er best fyrir ríka fólkið. Og þá finnst Samfylkingunni það bara best líka af því að hún virðist hvort eð er ekki hafa sjálfstæðar skoð- anir í þessum efnum. Eftir Sóleyju Tómasdóttur »Hækkanirnar munu leggjast flatt á alla tekjuhópa og hafa mest áhrif á það fólk sem lægstar tekjurnar hef- ur. Hugrekki og póli- tíska sýn skortir alveg. Sóley Tómasdóttir Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. Best fyrir ríka fólkið Ólík áhrif gjaldskrár- og útsvarshækkana á fjölskyldu með 800.000 krónur á mánuði Frumvarp meirihlutans: 0,17% útsvarshækkun og gjaldskrárhækkanir Leið Vinstri grænna: 0,25% útsvarshækkun og engar gjaldskrárhækkanir Ekkert barn Eitt barn í leiksk., eitt barn í grunnsk. Tvö grunnskólabörn Tvö leikskólabörn 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 4.000 3.000 2.000 1.000 0 3.570 kr. 2.000 kr. 2.000 kr. 2.000 kr. 2.000 kr. 9.390 kr. 6.480 kr. 1.360 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.