Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010
Sýnd kl. 4 og 6
Sýnd kl. 4
Sýnd kl. 6, 8 og 10
EINN BESTI
SPENNUTRYLLIR ÁRSINS...
SEM GEFUR FYRRI MYNDINNI EKKERT EFTIR!
HVERSU LANGTMYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞÁ SEM ÞÚ ELSKAR?
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND
HHH
Sýnd kl. 8 og 10:30
HHH
“Heldur manni í heljargreipum.
Ég sef með kveikt ljósin á næstunni...”
T.V. - Kvikmyndir.is
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA!
Sýnd kl. 4, 7 og 10
HEIMSFRUMSÝNING
-bara lúxus
Sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is
5%
Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ
NARNIA 3 3D kl. 5.40 - 8 - 10.20
FASTER kl. 8
PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 10
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 5.40
7
16
16
L
Nánar á Miði.is
NARNIA 3 3D kl. 4 - 5.30 - 8 - 10.30
NARNIA 3 3D LÚXUS kl. 5.30 - 8 - 10.30
FASTER kl. 8 - 10.10
PARANORMAL ACTIVITY 2 kl. 8 - 10.10
THE NEXT THREE DAYS KL. 10.10
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 4 - 6
JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8
ARTHÚR 3 KL. 3.40
7
7
16
16
12
L
12
L
NARNIA 3 3D kl. 6 - 9
FASTER kl. 8 - 10.10
AGORA KL. 6 - 9
NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 6
UNSTOPPABLE KL. 10.10
EASY A KL. 6
YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8
7
16
14
L
L
L
L
HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR
ÍSL. TALÍSL. TAL
T.V. - KVIKMYNDIR.IS
Hann leitar
hefnda á þeim
sem sviku hann.
Frábær hasarmynd!
"MYND SEM HITTIR Í MARK!"
-H.H, MBL
HEIMSFRUMSÝNING Í 3-D
AF LISTUM
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Í flóðinu fyrir jólin berast þær fréttir aðeinnig hið smáa virðist fá súrefni. Ljóða-bækur seljast víst ágætlega. Það vakti at-
hygli í fyrra þegar ljóðabók Sindra Freyssonar
Ljóðveldið Ísland seldist þrælvel. Þá seldist
bók Óskars Árna Óskarssonar, Þrjár hendur,
líka nokkuð vel og er enn að seljast. Í ár hafa
Brúður eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur og
Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju vakið athygli.
Brúður hennar Sigurbjargar spilar skemmti-
lega með þá stund sem er hvað stærst í lífi
fólks, þótt upplifunin reynist stundum einsog
fólk sé strengjabrúður í annars manns verki.
Maður er farinn að kvíða janúarmánuð-inum. Eftir stórkostlegt listahaust þar-
sem maður hefur á hverju kvöldi haft úr að
velja mörgum afbragðstónleikum, útgáfu-
veislum, frumsýningum eða opnunum mun
janúar koma með sínu myrkri og ládeyðu.
Stanslausum hringingum frá tónlistarmönn-
um, rithöfundum, leikurum og leikstjórum
mun linna. Opnanir munu einskorðast við
búða- og bankaopnanir klukkan níu á morgn-
ana. Listahátíðir verða í formi sjónvarpshátíð-
ar RÚV þarsem boðið er upp á endursýningu á
Army wives. Eina útgáfuveislan verður þegar
VISA gefur út háan reikning og sendir heim til
manns. Tónleikarnir verða lágvært þunglynd-
israul í huga manns: „afhverju eyddi ég svona
miklu?“
Alþekkt fæðingarþunglyndi mun gríparithöfunda í janúar. Eftir margra ára
meðgöngu fæða þeir barn sitt í nóvember.
Áhugi kvikmyndafyrirtækja á bókum virðist
vakna á sama tíma og markaðsfræðingum út-
gáfunnar hentar; í lok nóvember og byrjun
desember. Samningar eru gerðir á hægri og
vinstri. Góðir ritdómar fást frá stóru blöð-
unum og er skellt á auglýsingar en ef góðu
dómarnir fást ekki frá blöðunum eru hægt að
finna einhvern bóksala eða bloggara til að
dæla ríflega út af stjörnunum og birta með
auglýsingunni. En svo er eins og enginn vilji af
barninu vita eftir það. Einu fréttirnar sem rit-
höfundar fá af barninu í janúar er að svo og
svo margir hafi skilað því aftur í bókabúðir.
Tónlistarmenn sem hafa þurft að hafna
mörgum giggum fyrir jól fá ekki tilboð í jan-
úar. Eftir að hafa staðið uppi á sviði í desem-
ber við hlið stórstjarna þurfa þeir að sætta sig
við maka sinn í janúar.
En svo eru aðrir sem finnst gleðin og
hraðinn fyrir jólin vera þrúgandi. Fyrir þá er
jólahátíðin kvöl og aðeins aprílmánuður slær
henni við enda er hann grimmastur allra mán-
aða með vaxandi ljóstýru og brosum á andlit-
um landsmanna.
Janúar kemur víst
»Einu fréttirnar sem rithöf-undar fá af barninu í janúar
er að svo og svo margir hafi skil-
að því aftur í bókabúðir.
Birta Upphafning ljóssins í dimmasta
skammdeginu er rökrétt. En það má ekki
gleymast að það er ennþá ansi dimmt í janúar.
Fyrir margt löngu fór ég út að borðameð góðum Íslendingi í Winnipeg íKanada. Þekktur píanóleikari spilaðiundir borðum, en svo undarlega brá
við að í matsal þessa virta hótels voru fáir mat-
argestir þetta kvöldið. Í einhverju hléinu kom
píanóleikarinn til okkar, spurði meðal annars
um uppruna og svo fór að hann bað okkur um
að kenna sér íslenskt, þekkt lag. Litla flugan
Fúsa kom strax upp í hugann hjá okkur báðum
og hann náði laginu á svipstundu. Við borð-
uðum oft á þessum stað og það brást ekki að
þegar við gengum í salinn spilaði píanóleikarinn
Litlu fluguna. Lagið hitti í mark.
Mörgum árum seinna kom Björn Thorodd-
sen gítarleikari og hljómsveit til sögunnar í
Vesturheimi en undanfarin áratug hefur hann
verið ötulastur tónlistarmanna við að kynna ís-
lenska tónlist vestra enda orðinn vel þekktur í
Íslendingabyggðum. Egill Ólafsson hefur líka
snert þar marga strengi.
Lög eftir Sigfús Hall-
dórsson svíkja aldrei og það
er einstök ánægja að hlusta
á Björn og félaga flytja lög
hans, ekki síst með fyrr-
nefnda tengingu í huga.
Heiðursborgari Kópavogs, Sigfús Hall-
dórsson, tónskáld og myndlistarmaður, hefði
orðið 90 ára í september sl. og af því tilefni voru
Kópavogsdagar í ár sérstaklega tileinkaðir hon-
um. Meðal annars skipulagði Björn Thorodd-
sen sex tónleika fyrir fullu húsi í Salnum og
voru þeir hljóðritaðir.
Valinn maður er í hverju rúmi á þessum
diski. Í hljómsveitinni með Birni eru píanóleik-
arinn Pálmi Sigurhjartarson, Jón Rafnsson
bassaleikari og trommarinn Jóhann Hjörleifs-
son. Söngvarar eru Stefán Hilmarsson, Hera
Björk Þórhallsdóttir, Andrea Gylfadóttir og
Egill Ólafsson.
Djössuð lögin eru frekar í rólegri kantinum,
en þau rifja upp gamlar minningar og eru í raun
sígild. Söngurinn gefur tónlistinni aukið vægi
og þar ber Egill af með fullri virðingu fyrir hin-
um. Björn og hljómsveit hans hafa lengi verið á
háum stalli og platan styrkir stoðirnar enn
frekar. Þetta verður varla betur gert.
Morgunblaðið/Golli
Magnað „Söngurinn gefur tónlistinni aukið vægi og þar ber Egill af með fullri virðingu fyrir
hinum,“ segir Steinþór Guðbjartsson um hljómdiskinn og má vart mæla fyrir hrifningu. Hér er
Egill ásamt nokkrum samverkamönnum sínum.
Ýmsir – Fúsi Halldórs – Vinsælustu lögin
bbbbb
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
TÓNLIST
Fúsi snertir hvern hjartastreng