Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ígær kváðuhæstaréttar-dómararnir
Markús Sigur-
björnsson, Árni
Kolbeinsson og
Gunnlaugur Claes-
sen upp athyglis-
verðan dóm í
Hæstarétti Íslands. Dómurinn
fjallar um skaðsemisábyrgð og
hafði í málinu verið vísað til af-
stöðu Evrópudómstólsins sem
hefði þýðingu um niðurstöðu
málsins.
Í dómi Hæstaréttar segir:
„Þótt fyrir liggi í málinu að
dómstóll Evrópubandalaganna
hafi í dómi 10. janúar 2006
komist að þeirri niðurstöðu að
ákvæði danskrar löggjafar um
skaðsemisábyrgð, sem felldu
skaðabótaskyldu án sakar á
dreifingaraðila samhliða fram-
leiðanda vöru á hliðstæðan hátt
og gert er hér með lögum nr.
25/1991, væru andstæð til-
skipun ráðsins 85/374/EBE
verður að gæta að því að hún
hefur ekki lagagildi á Íslandi. Í
3. gr. laga nr. 2/1993 er mælt
svo fyrir að skýra skuli lög og
reglur, að svo miklu leyti sem
við á, til samræmis við EES-
samninginn og þær reglur, sem
á honum byggja. Slík lögskýr-
ing tekur eðli máls samkvæmt
til þess að orðum í íslenskum
lögum verði svo sem framast er
unnt gefin merk-
ing, sem rúmast
innan þeirra og
næst kemst því að
svara til sameigin-
legra reglna sem
gilda eiga á Evr-
ópska efnahags-
svæðinu, en hún
getur á hinn bóginn ekki leitt
til þess að litið verði fram hjá
orðum íslenskra laga. Orð 10.
gr. laga nr. 25/1991 um beina
ábyrgð dreifingaraðila á skað-
semistjóni gagnvart tjónþola
hafa ótvíræða merkingu og
gefa ekkert svigrúm til að
hliðra þeirra ábyrgð með skýr-
ingu samkvæmt 3. gr. laga nr.
2/1993.“
Sjálfsagt þykir leikmönnum
þessi texti nokkuð tyrfinn en
innihaldið og afstaða Hæsta-
réttar er þó í senn skýr og þýð-
ingarmikil og hefur ríkt for-
dæmisgildi. Enda er það svo,
að hefði niðurstaða Hæsta-
réttar orðið önnur mætti færa
fyrir því rök að Alþingi hefði
gengið gegn ákvæðum Stjórn-
arskrár lýðveldisins við sam-
þykkt EES-samningsins. Þá
hefði sjálfstætt innlent dóms-
vald (og löggjafarvald) verið
skert og hluti þess færður öðr-
um og ekki var í raun ágrein-
ingur uppi þá um það að Al-
þingi hefði ekki að óbreyttri
stjórnarskrá vald til slíks.
Dómur Hæstaréttar
í gær er árétting á
því að sjálfstæði Ís-
lensks dómsvalds
skertist ekki við
EES-samninginn}
Þýðingarmikill dómur
Þegar spurt vará fundi í
Seðlabankanum
um Icesavesamn-
ing og mat á
áhættu vegna
hans kom fram hjá
talsmönnum bank-
ans að miðað við
samtöl sem þeir hefðu átt við
ýmsa hjá AGS og í útlendum
bönkum hefði verulegt fjár-
hagstjón orðið af því að hafa
ekki staðfest Icesave-
samning upp á hundraða
milljarða skuldbindingu!
Snakk af þessu tagi er ekki
frambærilegt af slíkum að-
ilum. Ekkert er handfast, en
menn sem taka sjálfa sig og
kollega sína óbærilega hátíð-
lega leyfa sér að meta viðhorf
þeirra og hugsanlega eigin til
verðmæta sem komið geta á
móti hundruðum milljarða
króna. Þó geta þeir ekki nefnt
til sögunnar eitt né neitt sem
sannreyna má.
Framkvæmdastjóri SA var
á sama róli og trúverðugleik-
inn álíka þar á bæ. Það væri
ekki hægt að meta það til fjár
annars vegar að taka á sig
hundraða milljarða skuld-
bindingu og hins vegar hvað
kynni að hafa tapast við að
gera það ekki. Það
er með miklum
ólíkindum að
menn leyfi sér
framgöngu af
þessu tagi. Af
hverju lýsir fram-
kvæmdastjóri SA
því ekki yfir að fé-
lagar samtaka hans muni
greiða úr eigin vasa þær byrð-
ar sem hann vill velta yfir á
skattpíndan almenning í land-
inu? Það ætti að vera auðvelt
að nota röksemd fram-
kvæmdastjórans fyrir því að
slík skuldayfirlýsing félaga í
Samtökum atvinnulífsins upp
á svona eitt hundrað milljarða
króna yrði fljót að borga sig
fyrir þá. Slík framganga yrði
mun trúverðugri en hið ömur-
lega hlutverk smalahunds
Steingríms J. Sigfússonar,
sem framkvæmdastjórinn er
hrokkinn í aftur eftir að þjóð-
in gerði þá tvo afturreka með
svo ógleymanlegum hætti fyr-
ir rúmu ári. Ef stuðningur SA
við Icesave-klyfjarnar væri
bundinn slíku loforði, þá
mætti vera að sú afsök-
unarbeiðni sem formaður
Sjálfstæðisflokksins hefur
réttilega krafist væri orðin
óþörf.
Innihaldslausar full-
yrðingar um tjón
vegna frestunar Ice-
save-samnings eru
einskis virði og
ósæmilegar}
Án buddunnar er bullið bara bull
Þ
eir sem höfðu mikinn áhuga á vís-
indaskáldskap og -kvikmyndum
á sínum yngri árum og hafa jafn-
vel ennþá slíkan áhuga velta því
gjarnan fyrir sér hvar öll undra-
tækin séu sem fjallað er um í bókunum og
sjá má í kvikmyndunum. Viðkvæðið „hvar er
flugbíllinn sem okkur var lofað“ heyrist
ósjaldan þegar rætt er um tækniframfarir á
þessum nótum. Flugbílar hafa jú komið fram
í vísindaskáldskap af öllu tagi um áratuga-
skeið.
Sumir vilja meina að slík tækniundur séu
hreinlega ómöguleg, að of mikla orku þurfi
til að lyfta bíl og fljúga honum til að gera
hann hagkvæman. Aðrir halda enn í vonina
um að þeir eigi eftir að geysast um loftin blá
í einum slíkum áður en yfir lýkur.
Ég held hins vegar að ef öðruvísi hefði verið á mál-
um haldið í hagstjórn Vesturlanda væri alls ekki úti-
lokað að almenningur gæti nú þegar keypt ódýra flug-
bíla eða fljótandi sýndarskjái eða tekið lyftu upp í
geiminn.
Röksemdafærsla mín er eftirfarandi: Langflestar
tækniframfarir síðustu hundrað ár hafa orðið til í sam-
félögum sem njóta mests frelsis. Efnahagslegt frelsi
skiptir í þessu sambandi mestu máli, en frjáls
lýðræðissamfélög standa sig almennt best.
Frjáls markaður með vörur og hugmyndir leysir úr
læðingi sköpunar- og framleiðslukrafta heilu samfélag-
anna. Því meiri höft sem sett eru á markaðinn, hvort
heldur í formi reglugerða eða skattlagn-
ingar, því erfiðara er fyrir þessa krafta að
brjótast fram. Hlutur ríkisvaldsins í hag-
kerfum Vesturlanda hefur vaxið ár frá ári
undanfarna áratugi og má sem dæmi nefna
að hlutur hins opinbera í breska hagkerfinu
er meiri en helmingur. Þá er bara talað um
peninga, en ekki áhrifin af reglugerðum
sem gera rekstur fyrirtækja erfiðari.
Þegar þetta tvennt er haft í huga getur
maður ekki annað en velt því fyrir sér
hvaða undratæki menn gætu hafa fundið
upp og framleitt ef ríkið sogaði ekki til sín
um helming þess sem vestræn samfélög
framleiða á ári hverju. Hvað fyrirtæki og
einstaklingar gætu áorkað ef sköpunar-
kraftur þeirra væri ekki drepinn í dróma af
reglugerðum og embættismönnunum sem
framfylgja þeim.
Auðvitað er ekki hægt að fullyrða að ef Vesturlönd
hefðu síðustu ár verið frjálshyggjuparadísir þá væri
flugbíllinn minn í bílskúrnum, en það er hægt að full-
yrða að hagkerfin væru stærri, velmegun meiri og al-
mennari en hún er núna. Þetta er einmitt stóri vandinn
við inngrip ríkisvaldsins. Það er ekki hægt að sjá eftir
á hvað hefði gerst ef ríkið hefði ekki vaxið. Það er ekki
hægt að sjá allar vörurnar og tækninýjungarnar sem
við annars gætum notið. Það er frábært að iPod-
spilarar eru núna með háskerpuskjái og geta tekið
hreyfimyndir og sett þær beint á netið. Ég myndi
sjálfur frekar vilja hafa flugbílinn minn. bjarni@mbl.is
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Hvar er flugbíllinn minn?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Í
fjárlagafrumvarpi næsta
árs, sem tekið var til um-
ræðu á Alþingi í október-
byrjun, er kveðið á um að
framlög til varnarmála
dragist saman um 8,2% á milli ára.
Þetta sé „hagræðingaraðgerð til að
mæta markmiðum ríkisstjórnar-
innar um aðhald í ríkisfjármálum.“
Þrátt fyrir niðurskurð verða framlög
til varnarmála enn umtalsverð, en í
frumvarpinu er gert ráð fyrir því að
þau verði 889 milljónir. Þarna er um
umtalsverða upphæð að ræða, en
eins og staðan er nú er með öllu
óljóst í hvað henni verður varið.
Samkvæmt frumvarpinu er hún ætl-
uð Varnarmálastofnun, en ákveðið
var fyrr á árinu að stofnunin yrði
lögð niður frá og með áramótum.
Fé fært til „til að byrja með“
Ráðgert var að tillögur um
breytingar, og þar með viðtakanda
fjárframlaga ríkisins, kæmu fram
við aðra umræðu um fjárlaga-
frumvarpið. Þeirri umræðu er nú
lokið, en stefna í málaflokknum virð-
ist enn ómörkuð. Í breytingartillögu
meirihluta fjárlaganefndar, sem haft
hefur fjárlagafrumvarpið til umfjöll-
unar, er framlagið til varnarmála
lækkað um 20 milljónir, og þau færð
undir nýjan lið. Í stað þess að fjár-
veitingin sé til Varnarmálastofnunar
er hún nú eyrnamerkt „varnar-
málum.“ Í skýringum segir að þessi
háttur sé hafður á „til að byrja með,“
þar sem ekki liggi fyrir hvernig fjár-
heimildunum verði skipt upp.
Í ljósi þess að ekki eru nema
þrjár vikur þar til Varnarmálastofn-
un verður lögð niður er hætt við að
þetta orðalag nú valdi mörgum von-
brigðum, ekki síst starfsmönnum.
Ekki nógu afdráttarlaust
Í lögum frá 28. júní, sem kveða
á um að Varnarmálastofnun skuli
lögð niður, kemur fram að starfs-
fólki hennar skuli boðin störf hjá
þeim stofnunum sem „kunna að“
taka við verkefnum hennar. Starfs-
menn stofnunarinnar eru uggandi
vegna þessa orðalags, þar sem það
þykir ekki afdráttarlaust. Ekkert sé
fast í hendi með áframhaldandi
vinnu, né heldur uppsagnarfrest til
handa þeim sem enga fá.
Í lögunum var jafnframt kveðið
á um að frá og með 1. september síð-
astliðnum tæki verkefnisstjórn,
skipuð af utanríkisráðherra, við
starfsskyldum forstjóra, sem léti af
störfum. Formaður verkefnastjórn-
arinnar, Guðmundur B. Helgason,
segir að kapp sé lagt á að eyða þeirri
óvissu sem starfsmenn standi
frammi fyrir. Um sé að ræða lög-
bundin verkefni, og fyrir liggi að þau
verði unnin áfram. Jafnframt sé ólík-
legt að hún verði flutt af Suður-
nesjum, þar sem starfsemin sé að-
stöðubundin, og aðstaðan sé á
Keflavíkurflugvelli.
Flutt til gæslunnar?
Á blaðamannfundi, sem ríkis-
stjórnin blés til í síðasta mánuði
vegna slæmrar stöðu atvinnumála á
Suðurnesjum, var tilkynnt að skoðað
yrði hvort skynsamlegt gæti reynst
að flytja starfsemi Landhelgis-
gæslunnar á Keflavíkur-
flugvöll. Georg Lárusson,
forstjóri gæslunnar, sagði í
samtali við Morgunblaðið að
sú ráðstöfun gæti verið skyn-
samleg til lengri tíma, en þá
gæti jafnframt borgað sig að
athuga hvort fjölgun verk-
efna, til að mynda með flutn-
ingi á verkefnum Varn-
armálastofnunar til
Landhelgisgæslunnar
ætti ekki að fylgja í
kjölfarið.
Ekki vitað hvað tek-
ur við eftir áramótin
Morgunblaðið/RAX
Höfuðstöðvar Varnarmálastofnun er á Keflavíkurflugvelli. Hjá stofnuninni
eru 54 fastráðnir starfsmenn. Óljóst er hvað bíður þeirra eftir áramót.
Starfsemi Varnarmálastofn-
unar er byggð á lögum um
varnarmál sem samþykkt voru
á Alþingi í apríl 2008. Stofn-
unin hefur þannig ekki verið
lengi við lýði, en hún var með-
al annars byggð á grunni Rat-
sjárstofnunar. Sú stofnun var
lögð niður og öllu starfsfólki
sagt upp, en áður hafði fjöldi
starfsmanna misst vinnu sína
í hagræðingaraðgerðum.
Í varnarmálalögunum frá
2008 er ákvæði um það að
fyrrverandi starfsmönnum
Ratsjárstofnunar yrðu boðin
störf hjá Varnarmálastofnun.
Þó að aðstæður séu svip-
aðar nú var gengið frá
starfsmannamálunum með
lengri fyrirvara þá og
þannig komist hjá
óvissu eins og
þeirri sem nú rík-
ir.
Kunnuglegar
aðstæður
LAGT NIÐUR
Heræfing