Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. DESEMBER 2010 BAKSVIÐ Andri Karl andri@mbl.is „Starfsfólkið hefur verið að gantast með það hér að það vildi óska þess að desembermánuður væri bara búinn. Og það er ekki oft sem fólk óskar þess að missa af jólunum og hátíð- arhöldunum. Þannig að þetta hefur sannarlega tekið á starfsmannahóp- inn,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi, og vísar til þess að starfsfólk vilji fá ýmsa hluti á hreint sem tengjast flutningi málefna fatlaðra til sveitar- félaganna. Taka ber fram að allar starfsein- ingar fara beint yfir til sveitarfélaga og starfsfólk þar heldur sömu laun- um – og stéttarfélagi. Svæðisskrif- stofurnar sjálfar verða hins vegar lagðar niður með þeim störfum sem þar er að finna. Starfsfólk hefur þó ekki enn fengið uppsagnarbréf, enda ekki búið að samþykkja frumvarp til laga um flutninginn. „Stjórnsýslu- lega séð geta þeir ekki sagt okkur upp fyrr en búið er að samþykkja lögin, en við héldum að um leið og fyrsta samkomulagið var undirritað hefði verið hægt að gera samninga við starfsfólk,“ segir Sigríður og vís- ar til 7. greinar samkomulagsins milli ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í greininni segir að sveitarfélögin muni leitast við að bjóða starfsmönnum skrifstofanna í umsýslu og ráðgjöf störf. Landslag misjafnt eftir svæðum Landslagið er raunar misjafnt eft- ir skrifstofum, sem eru sex, þ.e. í Reykjavík, á Reykjanesi, Vestur- landi, Vestfjörðum, Austurlandi og Suðurlandi. Þannig hefur tveimur af fjórum starfsmönnum á skrifstof- unni á Vestfjörðum verið boðið starf. Á Vesturlandi hefur hins vegar að- eins einum af þremur ráðgjöfum ver- ið boðið starf en engu skrifstofufólki. Og á Reykjanesi hafa þrír af nítján starfsmönnum fengið munnlegt lof- orð um starf en ekkert skriflegt. Þar hefur fólk hins vegar verið hvatt til að sækja um þau störf sem verða auglýst. Svo virðist sem engri skrifstofu sé hægt að loka um áramót því tölu- verður frágangur er eftir. Laufey Jónsdóttir, framkvæmdastjóri skrif- stofunnar á Suðurlandi, segir víst að starfsmenn vinni uppsagnarfrest eða hluta af honum. „Það þarf að ganga frá skrifstofunum, öllum skjölum og senda upplýsingar.“ Magnús Þorgrímsson, fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar á Vest- urlandi, tekur undir það, að ganga þurfi frá. Hann segir stöðuna hins vegar mjög óþægilega. „Við þyrftum líklega nokkra mánuði til að gera þetta sómasamlega, en við vitum ekkert hvað við höfum langan tíma og höfum verið að keyra okkur út undanfarið.“ Sigríður segist telja að ráðuneytið sé að leggja drög að því hverjir eigi að halda áfram vinnu eftir lokunina. „og það er þá jafnvel í höndum fram- kvæmdastjóranna að ákveða. En fólki finnst þetta vissulega óþægi- legt. Það veit ekki hvort það verður látið hætta 1. janúar eða gert að vinna í þrjá mánuði í frágangsmál- um. Það er þessi óvissa sem hefur verið í langan tíma og nú er komið vel inn í desember.“ Óviðunandi óvissa Þeir sem helst hafa verið ráðnir eða lofað störfum hjá sveitarfélög- unum eru ráðgjafar svæðisskrifstof- anna. Þeir eru þó margir hverjir einnig í óvissu. „Þeir eru að sinna fólki um allt Vesturland og kannski með mál í gangi sem þeir vita ekki hvort þeir getur haldið áfram með eftir áramót. Hvort þeim verði yf- irleitt sinnt áfram. Gagnvart skjól- stæðingum sem við veitum þjónustu er þetta mjög óþægilegt,“ segir Magnús en líkt og áður segir hefur einum af þremur ráðgjöfum verið lofað starfi. „Víst hefur verið ámálg- að við þau eitt og annað. Að ámálga er bara allt annað en að hafa hlutina í hendi. Fólk veit ekki hvað felst í þessu. Þessi óvissa er óviðunandi.“ Laufey segir það sína skoðun að ráðgjafarþjónustan hefði átt að fylgja með í samningnum. „Starfs- menn á einingunum fara yfir á óbreyttum launum en það er ekki sjálfgefið með ráðgjafana.“ Allir framkvæmdastjórarnir missa vinnu sína en tóku fram að það væri eðlilegur fórnarkostnaður. Um væri að ræða mikið framfaraskref og auðvelt að fórna sér fyrir góðan mál- stað. Starfsfólk á svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra lifir í mikilli óvissu Morgunblaðið/Kristinn Ingvarss Fatlaðir Ekki er hægt að ganga út af svæðisskrifstofum málefna fatlaðra 1. janúar. Ganga þarf frá lausum endum.  Skrifstofufólk veit ekki hvað gerist um áramót þegar málaflokkurinn á að færast til sveitarfélaganna Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni fatlaðra var rætt í félags- og trygginga- málanefnd Alþingis í gærmorgun. Fyrsta umræða hefur þegar farið fram og tók hún um tvær klukku- stundir. Enn eiga eftir að fara fram önn- ur og þriðja umræða um frum- varpið og óvíst hvenær málið kemst á dagskrá. Hins vegar er ljóst að málið verður að afgreiða fyrir jólafrí Al- þingis enda eiga lögin að taka gildi 1. jan- úar nk. Ólafur Þór Gunnarsson nefndarmaður segir góðan gang í vinnunni og yfirgnæfandi líkur á að málið fái afgreiðslu Alþingis fyrir jól. Gengur vel og ætti að klárast RÆTT Í FÉLAGSMÁLANEFND ALÞINGIS Í GÆRMORGUN Ólafur Þór Framkvæmda- og eignasvið Reykja- víkur hefur frestað framkvæmdum við göngu- og hjólastíg neðan við Grundarhverfi á Kjalarnesi. Það leggur áherslu á að ákvarðanir um framhald lagningar stígsins „verði teknar í samráði við Hverfisráð og Íbúasamtök Kjalarness. Þar til sú ákvörðun liggur fyrir hefur fram- kvæmdum verið frestað,“ sagði í til- kynningu sviðsins í gær. Íbúar sem búa næst fyrirhuguðum göngustíg voru ósáttir við hæð og út- lit stígsins og skrifuðu 34 undir mót- mæli sem skilað var fyrr í vikunni. Ámundi V. Brynjólfsson, skrif- stofustjóri framkvæmda- og eigna- sviðs, sagði að göngustígur hefði ver- ið teiknaður meðfram ströndinni á þessum slóðum og má sjá hann á deiliskipulagi frá 1998. Þar er ekki tilgreint hvernig stígurinn verði uppbyggður. Orkuveita Reykjavíkur fór síðan í fráveituframkvæmdir á Kjalarnesi og var lagður bráða- birgðavegur meðfram ströndinni þannig að malarlagi var sturtað ofan á tún. Hverfisráð Kjalarness óskaði eftir því í bókun 4. nóvember 2009 að bráðabirgðavegurinn yrði ekki fjar- lægður eftir fráveituframkvæmdirn- ar fyrr en kannað hefði verið hvort nýta mætti hann sem göngustíg. Rætt var um málið á fundi ráðsins 23. september sl. og greint frá óánægju íbúa varðandi stíginn. Ámundi sagði að framkvæmdasvið hefði ekki verið sérlega ginnkeypt fyrir því að nýta vinnuveginn undir göngustíg. Venjulega sé stígstæðið grafið upp og fyllt í það og stígurinn lagaður að landinu. Þegar verktaki mætti til vinnu við stíggerðina átt- uðu íbúar sig á því að bæta þurfti möl í bráðabirgðaveginn og hækka hann upp. Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segir að flestir séu óhressir með þá lausn að gera upphækkaðan göngustíg. Með upphækkuninni verði stígurinn svo hár að fólk horfi af honum niður í stofurnar hjá íbúum sem næst búa. Ásgeir kvaðst vona að malarfyll- ingin yrði hreinsuð upp og að gerður yrði stígur sem falli vel að landinu. Hann segir að Kjalnesingar vilji fá göngustíga. gudni@mbl.is Framkvæmdum við göngustíg frestað Íbúar á Kjalarnesi ósáttir við hæð og legu göngustígs Morgunblaðið/Árni Sæberg Stígurinn Íbúar við Esjugrund voru óánægðir með hvað stígurinn yrði áberandi og sendu inn mótmæli. Framkvæmdinni hefur nú verið frestað. Í tilefni opnunar á sýningarrými okkar í Sóltúni 20 verðum við með opið hús laugardaginn 11. des. kl. 12-16. Hönnuður innréttinganna Valgerður Á. Sveinsdóttir innanhússarkitekt fhi verður á staðnum. Eldhúsval Sóltúni 20 - 105 Reykjavík - sími 561 4770 Opið hús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.