Morgunblaðið - 18.12.2010, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
Jólapakkarall
Jólasveinar á mjólkurbílum aka Laugaveg að Ingólfstorgi
kl. 15 og leggja af stað frá Hallgrímskirkjuplani kl. 16 og
aka niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi.
Á leiðinni taka jólasveinarnir við pökkum sem þeir munu
afhenda Fjölskylduhjálpinni og Mæðrastyrksnefnd.
Látum gott af okkur leiða.
Mjólkursamsölunnar og Miðborgarinnar
okkar í dag 18. desember.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
„Við getum ekki tekið fram fyrir hendur korthafanna
eða ráðskast með það hvernig þeir nota kortin sín, svo
framarlega sem notkunin er innan laga og reglna, frek-
ar en að Seðlabankinn geti stjórnað því hvernig fólk
notar peninga,“ segir Viðar Þorsteinsson, forstjóri
VALITOR, spurður að því hvernig hann bregðist við
ummælum Ögmundar Jónassonar, dómsmála- og
mannréttindaráðherra. Ögmundur sagði við Morgun-
blaðið í gær að kortafyrirtæki ættu að „íhuga eigin
ábyrgð“ hvað fjárhættuspil á netinu varðaði. Færu þeir
sem haldnir væru spilafíkn „sér og sínum að voða í
spilamennsku á netinu [væri] ábyrgðin þeirra sem opn-
uðu á slíka möguleika“. Viðar segir fyrirtækið starfa
eftir landslögum og reglum alþjóðlegu kortafélaganna
um viðskipti á netinu.
Martha Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Kreditkorta,
tekur í sama streng. Greiðslukort séu eins og hvert
annað tæki til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu og
ekki sé auðvelt að stýra því hvað notendur greiði fyrir.
Hvað fjárhættuspil á netinu varðar segir Martha erfitt
að setjast í dómarasæti um það hvenær spilamennskan
sé eðlileg eða hvenær um fíkn sé að ræða. Kreditkort
sjái til þess að umgjörðin sé í lagi, og reglur um korta-
viðskipti virtar. Hvorki Martha né Viðar kannast við
það að borist hafi erindi eða fyrirspurn frá dómsmála-
og mannréttindaráðuneytinu. einarorn@mbl.is
Kortafyrirtækin setjast
ekki í dómarasætið
Ráðherra segir kortafyrirtæki þurfa að íhuga eigin ábyrgð
Morgunblaðið/Kristinn
Fíkn Sífellt fleiri ánetjast fjárhættuspilum af ýmsu tagi.
Gunnar I. Birgisson, bæjar-
fulltrúi og fyrrverandi bæjar-
stjóri Kópavogsbæjar, hefur
gefið út sína eigin fjárhags-
áætlun fyrir sveitarfélagið árið
2011. Gunnar telur jafn miklar
hækkanir á sköttum og þjón-
ustugjöldum, líkt og meirihluti
bæjarstjórnarinnar leggur til,
óþarfar. Álögur meirihlutans
eru tæplega hálfum milljarði
hærri en fjárhagsáætlun Gunnars gerir ráð fyrir.
Ósáttur við tillögur meirihlutans
Gunnar fann sig knúinn til að leggja fram sína
eigin áætlun. „Minnar nærveru var ekki óskað,
eða þannig. Ég var mjög ósáttur við bæði aðferð-
ina, grunninn og þær tillögur sem voru á lofti. Ég
sem sjálfstæðismaður gat bara ekki staðið á
þessu, því miður,“ segir Gunnar. Í fjárhagsáætlun
hans eru rekstrarliðirnir sundurliðaðir. „Restin er
svo niðurskurður í mannskap. Það má minnka
mannskap án þess að fara í uppsagnir með því að
ráða ekki í stað þeirra sem hætta. Stærstu þætt-
irnir í vinstriáætluninni eru hækkanir á sköttun
og þjónustugjöldum.“
Það sama og er að gerast í þinginu
Fulltrúar sex flokka í bæjarstjórn lögðu fram þá
fjárhagsáætlun sem Gunnar mótmælir. „Menn
koma sér ekki saman um niðurskurðinn og þá
ákveða menn að hækka skatta. Þetta er auðvelda
leiðin. Þetta er það sama og er að gerast inni á
þingi,“segir Gunnar sem kveður áætlun sína ekki
skerða grunnþjónustu sveitarfélagsins. „Á árun-
um 2003-2008 vorum við að bæta í. Það var aukin
krafa um mannskap. Sveitarfélögin kepptu við at-
vinnulífið sem blómstraði þá mjög og voru laun
hækkuð og mannskapur aukinn. Til dæmis hefur
starfsmönnum í grunnskólum fjölgað miðað við
litla fjölgun nemenda. Ég er að taka til baka af því.
Án þess að kennsla barna skerðist.“
Fjölskyldur verða óánægðar
Gunnar segir það óviðunandi að Kópavogsbær
fylgi fordæmi ríkisstjórnarinnar með því að
hækka álögur á íbúa sína.
„Það verður ekki mikil ánægja meðal fjöl-
skyldna í Kópavogi þegar þær fá reikninginn í jan-
úar og febrúar. Þetta er árás á ungar barnafjöl-
skyldur,“ segir Gunnar að lokum.
Vill lækka álögur um hálfan milljarð
Gunnar I. Birgisson gefur út sína eigin fjárhagsáætlun fyrir Kópavogsbæ árið 2011
Segir nærveru sinnar ekki óskað við gerð fjárhagsáætlunar meirihlutans
Gunnar Birgisson
Engar við-
ræður enn
farið fram
Ekkert miðar í
kjarabaráttu
slökkviliðsmanna,
en kjarasamn-
ingar þeirra
runnu út um síð-
ustu mánaðamót,
líkt og á við um
fjölda annarra
stétta. Lands-
samband slökkvi-
liðs- og sjúkra-
flutningamanna (LSS) hefur farið
fram á fund með Launanefnd sveit-
arfélaga, en þeirri beiðni hefur enn
ekki verið svarað. Samtök atvinnu-
lífsins boðuðu hinn 2. desember síð-
astliðinn til fundar með ríki, sveit-
arfélögum og launþegahreyfingunni.
Til stóð að sá fundur færi fram 9.
desember, en honum var aflýst á síð-
ustu stundu. Í bréfi sem fulltrúar
LSS hjá Slökkviliði höfuðborg-
arsvæðisins (SHS) sendu stjórn
SHS í byrjun desember voru vinnu-
brögð stjórnarinnar fordæmd. Þá
hafði áhættuálag starfsmanna, sem
bættist ofan á mánaðarleg laun
þeirra, verið fellt niður. Í bréfinu
segir að starfsmenn SHS séu mjög
óánægðir með þá ákvörðun, og að
ábyrgðin á ófyrirséðum afleiðingum
aðgerða stjórnar sé alfarið hennar.
einarorn@mbl.is
Slökkviliðsmenn
eru óánægðir.
Ekki útlit fyrir
viðræður á þessu ári
Karmelnunnurnar í Hafnarfirði sitja aldrei auðum
höndum og handavinna þeirra er víða vel þekkt. Þær
taka að sér útsaum á hátíðarfánum og messuklæðum,
skrautrita texta í bækur og fleira, mála íkonamyndir,
skreyta kerti, umslög, kort og gestabækur og mála á
styttur, svo eitthvað sé nefnt. Fyrir jólin leggja þær
sérstaka áherslu á að eiga mikið úrval af vörum sem
tengjast hátíðinni, jólatrésskreytingar og fleira.
„Við vinnum sérstaklega mikið með kerti,“ segir
varaabbadísin Agnes sem hefur verið á Íslandi í 26 ár,
lengst allra í klaustrinu, en þar eru nú 13 pólskar nunn-
ur. Agnes segir að margir komi reglulega í verslunina í
klaustrinu og auk þess hafi þær verið með varning sinn
til sölu í Jólaþorpinu í Hafnarfirði frá byrjun. Hagn-
aðurinn fari til líknarmála og í rekstur klaustursins. Á
myndinni er systir Melkorka. steinthor@mbl.is
Morgunblaðið/Ernir
Alltaf með sölubás í Jólaþorpinu
Nóg að gera hjá Karmelnunnunum í Hafnarfirði
Ögmundur Jónasson dóms-
málaráðherra segir að raunhæfasta
leiðin til að létta hratt þrýstingi af
fangelsiskerfinu felist í því að sam-
þykkja sem fyrst breytingar á fulln-
ustulögunum sem fela í sér mögu-
leika á að taka upp rafrænt eftirlit
með föngum og aukna nýtingu á
samfélagsþjónustu.
Þetta kemur fram í skriflegu
svari hans, við fyrirspurn Vigdísar
Hauksdóttur á Alþingi. Segir þar
að dómsmálaráðuneytið vinni að
frumvarpi í samráði við nefnd sem
fer yfir lög um fullnustu refsinga
og mótar stefnu í fangelsismálum.
Rafrænt eftirlit
með föngum
Dómsmála- og mannréttinda-
ráðuneytið ætlar ekki vinna að und-
irbúningi löggjafar um spilavíti, að
sögn Höllu Gunnarsdóttur, aðstoð-
armanns dómsmálaráðherra.
Fyrir ríflega ári barst erindi til
dómsmálaráðherra og iðnaðar-
ráðherra í sambandi við rekstur
spilavíta hérlendis. Iðnaðarráðu-
neytið leitaði umsagna og voru þær
almennt neikvæðar. Heilbrigð-
isráðuneytið lagðist alfarið gegn
því og tók undir orð landlæknis um
neikvæð áhrif spilavíta á heilsu
landsmanna. Á meðal lögreglu-
stjóra voru viðhorfin líka neikvæð.
Iðnaðarráðuneytið ákvað að beita
sér ekki fyrir lögleiðingu þessarar
starfsemi og Halla segir að sama
viðhorf ríki í dómsmála- og mann-
réttindaráðuneytinu.
steinthor@mbl.is
Spilavíti ekki á dag-
skrá í ráðuneytinu
Í fjárhagsáætlun Gunnars eru
tekin dæmi um þjónustu-
gjaldahækkun til samanburðar
við áætlun bæjarins. Þar kemur
m.a. fram að gjöld foreldris sem
hefur eitt barn á leikskóla og
eitt í grunnskóla þurfa aðeins
að hækka um 46 þúsund krónur
í stað 146 þúsund króna líkt og
gert er ráð fyrir í áætlun bæj-
arins.
100.000 kr.
munur
DÆMI UM ÞJÓNUSTUGJÖLD