Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 8

Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Þó að þingstörfin séu oft mikilmæða fyrir almenning má ekki gleyma því að þar gerist líka margt sem fær menn til að brosa út í ann- að.    Þannig verður þvítæpast á móti mælt að það er bráð- skemmtilegt að það skuli einmitt vera Róbert Marshall sem gerir það að sínu helsta þing- máli að leggja fram þingsályktun- artillögu um að færa til klukkuna.    Róbert er líklega eini Íslending-urinn sem hefur beinlínis þurft að hætta störfum af því að upp komst að hann kunni ekki á klukku og áttaði sig ekki á tíma- mismun á milli landa.    Og nú leggur hann fram tillöguum lagfæringar á tímamismun á milli landa. Íslendingar ættu að vakna klukkustundu seinna að hans mati. „Myrkum morgnum fækkar til muna,“ segir í greinargerð, og einnig það að ungmenni vakni þreytt á morgnana, „enda enn nótt“ þegar þau vakna á núverandi tíma- belti.    Það er svo ekki til að spilla fyriránægjunni að á meðal rök- semdanna er að Ísland sé í raun nær Ameríku og fjær Evrópu en klukk- an gefi til kynna. Tímamismunur á milli Íslands og Ameríku eigi því að minnka um eina klukkustund en munurinn gagnvart Evrópu að aukast sem því nemur.    En ef menn vilja að ungmennigeti sofið út, sem er út af fyrir sig metnaðarfullt markmið, og vilja færa sig fjær Evrópu í leiðinni, er þá ekki nær að færa klukkuna um fleiri klukkustundir og sofa til há- degis? Róbert Marshall Hvers vegna ekki að sofa út? STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.12., kl. 18.00 Reykjavík -1 skýjað Bolungarvík -3 alskýjað Akureyri 0 snjókoma Egilsstaðir 0 snjókoma Kirkjubæjarkl. -1 skýjað Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 0 skýjað Ósló -8 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 snjókoma Stokkhólmur -2 alskýjað Helsinki -6 skýjað Lúxemborg -5 léttskýjað Brussel -2 heiðskírt Dublin 0 léttskýjað Glasgow -2 léttskýjað London -1 léttskýjað París 1 snjókoma Amsterdam -1 skýjað Hamborg -3 snjókoma Berlín -3 snjókoma Vín -6 skýjað Moskva -10 snjókoma Algarve 12 heiðskírt Madríd 6 heiðskírt Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Róm 3 skúrir Aþena 7 léttskýjað Winnipeg -10 snjókoma Montreal -8 léttskýjað New York -1 heiðskírt Chicago -8 heiðskírt Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:20 15:30 ÍSAFJÖRÐUR 12:07 14:53 SIGLUFJÖRÐUR 11:52 14:34 DJÚPIVOGUR 10:59 14:50 Umhverfisverðlaun Ferða- málastofu voru veitt í 16. sinn í fyrradag og koma þau að þessu sinni í hlut farfuglaheimilanna í Reykjavík. Fram kemur í rökum dómnefndar að farfuglaheimilin í Reykjavík séu einu umhverfisvott- uðu gistihús á Reykjavíkursvæðinu. Það vó einnig þungt við ákvörðun dómnefndar að bæði farfuglaheim- ilin eru með Svaninn, opinbert um- hverfismerki Norðurlanda. Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra af- henti Stefáni Haraldssyni, for- manni Farfugla, verðlaunin við at- höfn á Grand Hótel. Við sama tækifæri var kynnt nýtt gæða- og umhverfismerki ferðaþjónustunnar sem hlotið hefur nafnið VAKI. Farfuglaheimili fá umhverfisverðlaun Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák, sem haldið er til heið- urs fyrsta stór- meistara lands- ins, Friðriki Ólafssyni, verður haldið á morgun, sunnudag, kl. 13- 16:30 í útibúi Landsbankans í Austurstræti. Um er að ræða langsterkasta hraðskákmót landsins en af 80 keppendum eru m.a. 18 titilhafar og þar af 4 stórmeistarar. Mikil að- sókn var í mótið og komust færri að en vildu. Friðrik sjálfur tekur ekki þátt í mótinu en leikur engu að síð- ur fyrsta leik mótsins. Þetta er sjöunda árið í röð sem Landsbankinn og Skáksamband Ís- lands standa fyrir Friðriksmótinu í skák. Efsti keppandinn verður Ís- landsmeistari í hraðskák. Friðriksmót í hraðskák gefur titil Friðrik Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.