Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 14

Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alvarleg staða í saltfiskframleiðslu var til umræðu á fundi sjávarútvegs- nefndar Alþingis í gærmorgun. Óvissa ríkir um hvert framhaldið verður í kjölfar á banni Eftirlits- stofnunar EFTA, ESA, við notkun fosfata við framleiðsluna. Þar kom fram að framleiðendur óttast að störf kunni að tapast og fiskur sem hefur verið unninn í salt fyrir Spán verði fluttur ferskur eða hausaður og heilfrystur á erlenda markaði. Fundurinn var haldinn að frum- kvæði Einars K. Guðfinnssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Auk nefndar- manna sátu fundinn forstjórar MAST og Matís, þrír fulltrúar fram- leiðenda og fulltrúar sjávarútvegs- og utanríkisráðuneyta. Einar K. Guðfinnsson sagði fundinn hafa ver- ið mikilvægan og ljóst væri að staðan í greininni væri mjög alvarleg. Ekki margir kostir í stöðunni „Tvennt er efst í huga í þeim efn- um,“ sagði Einar. „Annars vegar harkan og óbilgirnin sem einkennir framkomu ESA og Evrópusam- bandsins, en ESB hefur haft í hót- unum. Sambandið hefur jafnvel hót- að viðskiptaþvingunum af þessu tilefni og ég þekki tæpast önnur dæmi af hálfu Evrópusambandsins um svo ofsafengin viðbrögð. Hins vegar virðist sú hætta vera fyrir hendi að vinnsla á fiski flytjist úr landi, störfum fækki hér á landi og verðmætasköpun minnki. Fram kom hjá framleiðendum að bannið gæti leitt til þess að fiskurinn yrði fluttur út ferskur eða frystur og unn- inn áfram á erlendum mörkuðum. Það er þröngt um á öðrum mörk- uðum og þetta gæti haft miklar af- leiðingar fyrir verðmætasköpun í þjóðarbúinu,“ sagði Einar. Hátt hlutfall af þorski sem berst á land á Íslandi fer í söltun og Spán- armarkaðurinn er mikilvægastur fyrir þessar afurðir. Fosföt hafa síð- ustu ár verið notuð við framleiðslu á megninu af saltfiski sem farið hefur héðan til Spánar, Ítalíu og Grikk- lands. Framleiðendur segja ekki marga kosti í stöðunni fyrir svo mikla og verðmæta framleiðslu. Til viðbótar má nefna að Norðmenn hafa aukið aflaheimildir um 140 þús- und tonn af þorski á næsta ári. Einar segir stjórnvöld og hags- munaaðila í þröngri stöðu þar sem fosfötin væru ekki leyfð, hvorki sem aukefni né tæknilegt hjálparefni við saltfiskvinnslu. Stóra verkefnið væri að freista þess að fá banninu frestað meðan unnið væri að lausn. Endanlegt svar eftir ár Aukefnanefnd ESB er með málið til skoðunar, en að sögn Einars, er talið að það geti tekið allt næsta ár að fá endanlegt svar um hvort efnið verður leyft. Fosföt eru leyfð í vinnslu ýmissa annarra matvæla. Um tveggja ára aðdragandi er að banninu, sem nú hefur verið til- kynnt. Í lok síðasta árs voru fram- leiðendur síðan varaðir við að nota fosföt og í framhaldi af því sótti fos- fatframleiðandinn um leyfi fyrir þau hjá aukefnanefnd ESB. Fjallað var um erindið á tveimur fundum í fyrra- vetur og í framhaldinu var óskað eft- ir frekari gögnum. Þau liggja fyrir og til stóð að framleiðendur í Noregi, Færeyjum, Danmörku, Þýskalandi og hér á landi hefðu samflot um svör til aukefnanefndarinnar. Norðmenn hafa síðan helst úr lestinni, en um- beðin gögn frá Íslandi verða vænt- anlega send á næstunni. Óbilgirni ESA og óvissa um störf  Hætta á að vinnsla á fiski flytjist úr landi, störfum fækki og verðmætasköpun minnki  Um tveggja ára aðdragandi að banni við notkun fosfata við saltfiskverkun  Stóra verkefnið að fá banninu frestað Morgunblaðið/Kristján Blikur á lofti Óvissa er um framleiðslu á saltfiski fyrir Spán, Grikkland og Ítalíu og óljóst hvernig markaðir þróast. Jón Gíslason forstjóri segir að MAST muni ekki gera athuga- semdir við saltfisk sem inni- heldur fosföt hafi hann verið framleiddur áður en tilkynnt var um aðgerðir, þ.e. 13. desember. Norðmenn hafa þegar byrjað eftirlit og gert fosföt upptæk á stöðum þar sem ekki er heimilt að framleiða vöru sem inniheld- ur fosföt. Þeir munu einnig hafa stöðvað dreifingu á afurðum sem innihalda efnin. ESA hefur óskað eftir samræmdum að- gerðum í löndum EES. Miðað við 13. desember AÐGERÐIR VEGNA FOSFATA Borgarráð hefur samþykkt breyt- ingar á sorphirðu í Reykjavík. Breyt- ingarnar ganga í gildi í áföngum á næsta ári. Veigamesta breytingin er sú að hafin verður söfnun á flokkuðu sorpi við heimili. Tvenns konar tunnur verða við hvert heimili, ílát fyrir sorp til endurvinnslu auk núverandi íláts fyrir blandað sorp. Frá og með 1. janúar 2011 verður heimilissorp sótt á 10 daga fresti í stað 7. „Magn heimilissorps í Reykja- vík hefur minnkað um 20% á síðast- liðnum árum og því ætti breytingin að hafa óveruleg áhrif á borgarbúa. Þetta er einnig í samræmi við sorp- hirðutíðni í nágrannasveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í til- kynningu frá borginni. Önnur breyting felst í því að stytta vegalengdir milli sorphirðubíla og sorptunna en víða eru sorpílát tugi metra inni á lóðum, jafnvel á bak við hús og hefur það valdið töluverðum töfum á sorphirðu. Áætlað hefur ver- ið að um 50% af vinnutíma starfs- manna við sorphirðu í Reykjavík hafi hingað til farið í það að ganga inn á lóðir. „Til að nýta tíma starfsmanna betur og þróa betra verklag verða sorpílát frá 1. apríl 2011 sótt að há- marki 15 metra frá sorpbíl. Vonir standa til að með tímanum styttist þessi vegalend. Borgarbúar geta þangað til keypt viðbótarþjónustu ef sækja þarf ílát lengra en 15 metra og kostar hún 4.800 krónur á ári. Annað úrræði er að færa sorpílátin á los- unardögum eða flytja sorpgerðin þar sem það er hægt,“ segir í tilkynning- unni. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Samdráttur Magn heimilissorps í Reykjavík hefur minnkað um 20%. Hefja söfnun á flokkuðu sorpi  Hætt að sækja sorp inn á lóðir Eldhússorp verður sótt » Lagt er til að hafin verði söfnun og vinnsla á lífrænum eldhúsúrgangi árið 2013. Sú söfnun kallar ekki á viðbót- artunnu heldur verður sérstakt ílát hengt inn í sorpílátið. » Breytingar verða kynntar ítarlega fyrir borgarbúum á næstu vikum. Kostnaður við málsókn slitastjórnar Glitnis gegn fyrrum hluthöfum og stjórnendum Glitnis fyrir dómstóli í New York nemur nú 375 milljónum króna, samkvæmt upplýsingum frá slitastjórninni. Þá upplýsir stjórnin að 90% kröfuhafa Glitnis séu erlend- ir og eignir séu að langmestu leyti staðsettar utan Íslands. Segir í tilkynningu að kostnaður- inn sé ekki mikill samanborið við þá hagsmuni sem slitastjórn sé að berj- ast fyrir að ná til baka til kröfuhafa. Dómari í New York ákvað í vikunni að vísa máli Glitnis frá á grundvelli þess að allir aðilar þess væru ís- lenskir. „Ákvörðun um málsókn var tekin á grundvelli ráðgjafar virtrar banda- rískrar lögmannsstofu enda snerist málareksturinn að grunni til um út- boð sem fór fram í Bandaríkjunum og á grundvelli þarlendra laga. Þess utan háttar svo til að margir hinna stefndu eru með lögheimili utan Ís- lands,“ segir meðal annars í tilkynn- ingunni. Kostnaður málsóknar 375 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.