Morgunblaðið - 18.12.2010, Síða 20

Morgunblaðið - 18.12.2010, Síða 20
LÆKNIR Í BLÍÐU OG STRÍÐU holar@simnet.is Hér segir Páll Gíslason frá ýmsum uppákomum á löngum læknisferli sínum, störfum innan skátahreyf- ingarinnar og átökum innan stjórnmálanna, jafnt á meðal andstæðinga og samherja 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Nemendur Rimaskóla voru heldur betur í jólaskapi í gær þegar hinar árlegu jólaskemmtanir skólans fóru fram í fagurskreyttum hátíðarsal. Þar sem skólinn telur um 700 nem- endur voru skemmtanirnar þrjár talsins og var það í höndum fjórðu- og sjöttubekkinga að skemmta skólasystkinum sínum og kennurum með söng, tónlist og leik. Fallegur boðskapur „Nemendur úr fjórða bekk sýna helgileik og svo skapaðist sú hefð fyrir tveimur árum að láta sjöttu- bekkinga setja upp jólasýningu ár- lega. Ég og tónmenntakennarinn, Rakel María Axelsdóttir, ákváðum, eftir að hafa kynnst krökkunum í vetur, að setja á svið sýningu sem við köllum „Myndir úr litlu stúlkunni með eldspýturnar og jólaævintýri Scrooges“. Þessar sögur eru drama- tískar en hafa líka marga skemmti- lega vinkla, í gamni og alvöru, og fallegan boðskap. Svo er ekki langt í grínið, en það verður alltaf að vera eitthvað sem þau geta líka hlegið að,“ segir Eggert Kaaber, leiklist- arkennari skólans. Aðspurður segir hann útkomuna virkilega skemmti- lega og er skólastjórinn, Helgi Árna- son, sama sinnis. Í fyrradag frumsýndu krakkarnir leikritið fyrir foreldra sína, kennara og starfsmenn skólans, sem voru spenntir að fá að sjá árangur vinn- unnar sem þeir lögðu á sig. Að sögn Eggerts liggur heilmikil vinna að baki sýningunni, sem hefur vænt- anlega ekki komið að sök þar sem margir lögðu hönd á plóg. Smíða- kennarinn hjálpaði til við að hanna leikmyndina, myndmennta- kennarinn kom að gerð búninga og svo höfðu allir sem að sýningunni stóðu áhrif á leikritið og leikgerð- ina. Ör hjartsláttur Allir nemendur Rimaskóla í fimmta bekk og upp úr læra leiklist á einn eða annan hátt og segir Egg- ert það styðja vel við námið og styrkja krakkana. En ætli enginn lendi í því að fá sviðsskrekk þegar stóra stundin rennur upp? „Það er náttúrlega mikið af fiðrildum í maga og ör hjartsláttur, en þau sigrast á því öllu saman. Þetta er ný áskorun og þau vinna mörg hver persónu- lega sigra og koma út úr þessu miklu sterkari einstaklingar.“ Á milli sýninga voru litlu jólin haldin og auðvitað dönsuðu allir í kringum jólatréð að gömlum sið. Svo var gervið tekið af og búning- urinn skilinn eftir í skólanum að sögn Eggerts, sem bætir við: „Þau fara svo vonandi sæl og glöð í jólafrí- ið.“ Nemendur vinna persónu- lega sigra með fiðrildi í maga Morgunblaðið/Eggert Leiksigur Nemendur úr sjötta bekk í Rimaskóla settu á svið leikrit byggt á tveimur klassískum jólasögum eftir H.C. Andersen og Charles Dickens. Morgunblaðið/Eggert Jólagleði Það geislaði af nemendum Rimaskóla í Reykjavík þegar börnin dönsuðu í kringum jólatré á árlegri jólaskemmtun skólans í gær.  Söngur, tónlist og leikur á jólagleði Rimaskóla  Leiklistin styrkir krakkana Samgöngu- ráðuneytið vinn- ur nú drög að frumvarpi til nýrra umferð- arlaga sem lagt verður fyrir Al- þingi eftir ára- mót. Þar er með- al annars að finna efnisgrein sem fjallar um að heimila sveit- arfélögum gjaldtöku á notkun nagladekkja. Heimila einhvers konar gjald- töku af notkun nagladekkja Karl Sigurðsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, segist vona að þessi hugmynd nái fram að ganga. „Mér skilst að þetta sé í nefnd hjá Alþingi og nú er verið að ræða þetta fram og til baka. Við fáum þetta svo til umsagnar í ráðuneyt- inu og ef þessi klausa helst inni mun Reykjavíkurborg vinna að því að heimila einhvers konar gjald- töku á notkun nagladekkja svo að beinn og heilsufarslegur kostnaður vegna svifryks verði greiddur af þeim sem valda honum. Ef hún helst ekki inni eigum við eftir að segja okkar.“ „Við bíðum róleg eftir að Alþingi klári sitt“ Aðspurður hvort búið sé að ákveða hvers konar gjaldtöku eigi að taka upp segir Karl að öll vinna sé enn á hugmyndastigi. „Það er ekki einu sinni komin tillaga, svo við bíðum róleg eftir að Alþingi klári sitt.“ Inntur eftir því hvers konar gjaldtaka væri hugsanleg bendir Karl á að ein leið væri sú að leggja gjöld á dekkin sjálf og þau myndu þá kosta sem því nemur. Að- spurður hvort sú leið yrði ekki flókin í framkvæmd segir Karl: „Þetta verður örugglega ekkert vinsælt og jú þetta er flókið fyrir þá sem fara mikið út á land. En al- mennt duga heilsársdekk fyrir þá sem keyra ekki mikið út fyrir borg- ina, nema í einhverjum sérstökum erindagjörðum. Ef maður þarf að fara út á land þá væri hægt að fá sér góð harðkornadekk. Einhverja aðra leið en þessa nagla. Þetta er ekki auðvelt mál, en eitthvað þarf að gera. Ég held að það séu allir sammála um að við eigum að borga fyrir okkar eigin neyslu,“ segir hann. hugrun@mbl.is Hlynntur gjaldtöku á notkun nagladekkja Karl Sigurðsson  Ein leið að leggja gjöld á dekkin sjálf Landsvirkjun áformar að fjárfesta fyrir 1.500 milljónir íslenskra króna í verkefnum á Norðausturlandi árið 2011 samkvæmt fjárhagsáætlun fyr- irtækisins sem samþykkt var á fundi stjórnar Landsvirkjunar í gær. Skv. upplýsingum fyrirtækisins er í áætluninni gert ráð fyrir auknum fjármunum í rannsóknir og undir- búning virkjana á Norðausturlandi, bæði af hálfu Landsvirkjunar og dótturfélags hennar, Þeistareykja ehf. Landsvirkjun hefur þegar varið um níu milljörðum íslenskra króna í rannsóknir á Norðausturlandi. Áætl- að er að verja rúmlega 720 milljónum króna til áframhaldandi rannsókna og annars undirbúnings á Þeista- reykjum. Þar er fyrirhugað að boruð verði ein rannsóknarhola, farið verði í verkefni tengd vegagerð og fjárfest í frágangi við borholur. Auknu fé verður einnig varið til ýmissa rann- sókna og mælinga. Á Þeistareykjum er nú til reiðu orkugeta upp á um það bil 45 MW. Um 580 milljónum króna verður varið í rannsóknir og undir- búning á Kröflusvæði. Umfangsmestu rannsóknir á svæðinu beinast að því að ná tökum á nýtingu gufu úr holum með hátt sýrustig. Á Kröflusvæði er þegar til reiðu gufa fyrir 50-60 MW virkjun, ef mögulegt reynist að nýta súra gufu. Tæpar 200 milljónir króna eru áætl- aðar í undirbúning Bjarnarflags- virkjunar á næsta ári. Gert er ráð fyrir álagsprófunum borhola, úrvinnslu úr mælingum, öðrum rannsóknum auk fjárfestinga í mæli- búnaði. Aukin áhersla verður jafnframt lögð á markaðsstarf og á það að ná samningum við viðskiptavini sem hafa áhuga á að byggja upp starf- semi á Norðausturlandi. 1,5 milljarða fjárfesting  Landsvirkjun undirbýr virkjanir á Norðausturlandi Morgunblaðið/RAX Haldið áfram Verja á 720 millj- ónum í rannsóknir á Þeistareykjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.