Morgunblaðið - 18.12.2010, Side 22
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ótti stjórnvalda við óviðráðanlegar
biðraðir á kjörstöðum varð til þess að
kjörstöðum var breytt í kosningunum
til stjórnlagaþings, frá því sem tíðk-
ast í almennum kosningum. Að þessu
er fundið í tveimur kærum til Hæsta-
réttar og því haldið fram að kosning-
arnar geti ekki talist leynilegar við
þessar aðstæður og því beri að ógilda
þær.
Þrjár kærur bárust Hæstarétti
vegna stjórnlagaþingskosninganna
en kærufrestur rann út í gær. Tvær
eru frá kjósendum, þeim Óðni Sig-
þórssyni í Borgarfirði og Þorgrími S.
Þorgrímssyni í Neskaupstað, og sú
þriðja frá Skafta Harðarsyni, fram-
bjóðanda til stjórnlagaþings.
Ákvörðun um næstu skref í máls-
meðferð Hæstaréttar verður tekin
strax eftir helgi.
Framkvæmd sögð ólögmæt
Kærur kjósendanna ganga ekki
síst út á það að kosningin hafi ekki
verið leynileg og Óðinn kærir auk
þess úthlutun sæta á þinginu. Þor-
grímur segir að framkvæmd kosning-
anna hafi verið „aldeilis ófullnægj-
andi og ólögmæt“. Óðinn telur að
ákvæði laga sem eiga að tryggja
leynilega kosningu hafi verið brotin
með þeim hætti „að segja má að at-
höfn kjósanda á kjörstað hafi í sam-
fellu farið í bága við lögin eftir að
hann tók við atkvæðaseðli úr hendi
kjörstjórnar að undanskildu því er
hann áritaði seðilinn“.
Kosningaleynd er tryggð í stjórn-
arskrá, varðandi þær kosningar sem
þar eru tilgreindar, og ýmis ákvæði
eru í lögum um kosningar til Alþingis
sem tryggja eiga þann rétt kjósenda
að kjósa leynilega og í friði. Tekið er
fram í lögunum um stjórnlagaþing að
kosningin skuli vera leynileg. Fyrir-
mæli eru um það hvernig atkvæða-
seðillinn eigi að vera en vísað til laga
um kosningar til Alþingis um kjör-
deildir, kjörstaði og framkvæmd at-
kvæðagreiðslunnar að öðru leyti,
„eftir því sem við á“.
Kærendur vekja athygli á ýmsum
atriðum sem þeir telja að brjóti í bága
við lögin. Óðinn og Þorgrímur nefna
pappaskilrúmin sem látin voru duga í
stað þess að vísa kjósendum í lokaða
kjörklefa. „Útilokað er annað en að
kjósendur geti hafa kíkt á kjörseðil
næsta kjósanda, t.d. þegar þeir
standa upp við hliðina á öðrum sem er
að fylla út seðil, eða ganga fyrir aftan
hann og horfa yfir öxl hans,“ segir í
kæru Þorgríms.
Kjósendum var bannað að brjóta
saman kjörseðil að lokinni áritun,
eins og skylt er í alþingiskosningum,
og þeir sem það gerðu voru beðnir að
fletta seðlinum í sundur og skila hon-
um þannig í kjörkassa. Fólk var beðið
að snúa árituninni niður en eigi að síð-
ur telja kærendur að þetta atriði leiði
til þess að leynd kosninganna hafi
ekki verið tryggð.
Fleiri atriði í þessa veru eru til-
greind í kærum. Þannig nefnir Þor-
grímur að atkvæðaseðlar hafi verið
merktir með númeri á bakhlið auk
strikamerkis. Einnig að kjörkassar
hafi verið ófullnægjandi þar sem not-
aðir hafi verið pappakassar í stað
hefðbundinna kjörkassa.
Óttuðust biðraðir
Þrátt fyrir ítrekaðar óskir hafa
ekki fengist upplýsingar hjá dóms- og
mannréttindaráðuneytinu um það
hvaða fyrirmæli voru gefin til umsjón-
armanna kosninganna hjá sveitar-
félögunum um breytingar á fyrir-
komulagi kjörstaða og meðferð
atkvæðaseðla.
Fyrir liggur að sveitarfélögin töldu
sig ekki geta framkvæmt kosningarn-
ar sómasamlega með því fyrirkomu-
lagi sem viðhaft hefur verið til þessa.
Töldu að þar sem það gæti tekið
hvern kjósanda allt að tíu mínútum að
kjósa myndu óviðráðanlegar biðraðir
myndast á kjörstöðum. Vitaskuld
gengu menn út frá því að kjörsókn í
stjórnlagaþingskosningunum yrði
svipuð og í öðrum sambærilegum
kosningum. Þess vegna var farið að
huga að kjörborðum í stað kjörklefa,
skipulagningu biðraða og öðru slíku.
Að vísu leystu kjósendur sjálfir
þennan vanda með því að sniðganga
kosninguna að verulegu leyti. Það
vissu þeir sem undirbjuggu kosn-
inguna ekki.
Vakin er athygli á kæru Þorgríms
S. Þorgrímssonar á vef lögfræðistof-
unnar Réttvísi ehf. á Eskifirði sem fer
með mál hans. Veltir höfundur færsl-
unnar fyrir sér afleiðingum þess ef
niðurstaðan verður sú að öll grund-
vallaratriði um að kosningar skuli
vera leynilegar séu að engu hafandi.
Nefnir í því sambandi hvort þá hefði
ekki verið einfaldara að leyfa kjósend-
um að koma og skila hjálparkjörseðl-
inum sem allir fengu sendan heim.
Slakað á kröfum um leynd
Þrír kærðu stjórnlagaþingskosningarnar Brot á kosningaleynd ofarlega á blaði í kærum
Stjórnvöld óttuðust óviðráðanlegar biðraðir Málsmeðferð ákveðin hjá Hæstarétti strax eftir helgi
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
Ákvæði kosningalaga
um leynd kosninga
» Í hverri kjördeild skal vera
hæfilegur fjöldi kjörklefa.
Kjörklefi skal þannig búinn að
þar megi greiða atkvæði án
þess að aðrir geti séð hvernig
kjósandi kýs. Í hverjum kjör-
klefa skal vera lítið borð sem
skrifa má við.
» Kjörseðlana skal brjóta
saman þannig að óprentaða
hliðin snúi út.
» Þá er kjósandi hefur tekið
við kjörseðlinum fer kjósandi
með hann inn í kjörklefann,
þar sem kjósandinn má einn
vera, og að borði því er þar
stendur.
» Þegar kjósandi hefur geng-
ið frá kjörseðlinum […] brýtur
hann seðilinn í sama brot og
hann var þegar hann tók við
honum, gengur út úr klef-
anum og að atkvæðakass-
anum og leggur seðilinn í
kassann í viðurvist fulltrúa
kjörstjórnar. Kjósandi skal
gæta þess að enginn geti séð
hvernig hann greiddi atkvæði.
» Það varðar sektum ef kjós-
andi sýnir af ásettu ráði
hvernig hann kýs eða hefur
kosið og ef maður njósnar um
hvernig kjósandi kýs eða hef-
ur kosið.
„Það getur vel verið að menn vilji hafa atkvæðaseðlana
númeraða í framtíðinni til að fá „rússneska kosningu“,
en ég treysti þeim ekki,“ segir Þorgrímur S. Þor-
grímsson, rennismiður og vélvirki í Neskaupstað, einn
þeirra sem kærðu framkvæmd stjórnlagaþingskosninga.
Hann segir ekki hægt að ræða um leynilega kosningu
þegar kjósendur eru skermaðir af með pappaspjöldum
og atkvæðaseðlarnir númeraðir.
Honum finnst stjórnlagaþingið vitlaus hugmynd. „Ég
tel að stjórnvöld hafi um nóg annað að hugsa en þetta
stjórnlagaþing. Við kjósum alþingismenn til að annast
þetta verk,“ segir Þorgrímur sem segist taka undir með Sigurði Líndal
prófessor sem telji að Íslendingar ættu að fara að vinna eftir núverandi
stjórnarskrá áður en ráðist væri í breytingar.
Vill ekki „rússneska kosningu“
KÆRIR KOSNINGAR TIL STJÓRNLAGAÞINGS
Þorgrímur S.
Þorgrímsson
Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is
Áttablaðarós
Sængurfatnaður
Sendum frít
t úr vefvers
lun
fram að jólu
m
www.lindes
ign.is
❄ ❄❄❄ ❄
❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄
❄ ❄ ❄❄ ❄
❄❄
❄
❄ ❄ ❄❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
❄ ❄ ❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄ ❄❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄ ❄❄ ❄
Þjónusta á Þorláksmessu
og aðfangadag
Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 9:00 og 15:00 verða starfsmenn
að störfum í Fossvogskirkjugarði, Gufuneskirkjugarði, Kópavogskirkju-
garði og Hólavallagarði og munu þeir leiðbeina eftir bestu getu.
Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum
www.gardur.is
Þjónustusímar:
Skrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími
585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9:00 til 15:00
Ratkort er hægt að fá afhent á skrifstofunum eða prenta út á
www. kirkjugardar.is
Upplýsingar eru veittar í síma allan desembermánuð á skrifstofutíma.
Fossvogskirkja verður opin á aðfangadag frá kl. 9:00 til 12:00
Á aðfangadag frá kl. 9:00 til 15:00 er allur akstur um
kirkjugarðinn í Fossvogi óheimill, nema fyrir hreyfihamlaða.
Tilkynning frá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma
Gleðilega jólahátíð
❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄
❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄
❄ ❄❄ ❄
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
www.kirkjugardar.is