Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 25

Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 25
Lífsþor Lífsþor er heildarsafn ljóða Árna Grétars Finnssonar, sem áður hafa birst í fjórum bókum. Árni Grétar var landsþekktur fyrir störf sín sem hæstaréttarlögmaður og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Fyrri ljóðabækur Árna Grétars hafa verið ófáanlegar um hríð svo að börn hans réðust í útgáfu á þessu heildarsafni verka hans til minningar um föður sinn. Boðskapur margra ljóðanna á tvímælalaust erindi við þjóðina í dag – það lífsþor sem einkenndi ævigöngu Árna Grétars Finnssonar. Lífsþor Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boðun, manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi, einurð til að forðast heimsins lævi, visku til að kunna að velja og hafna, velvild, ef að andinn á að dafna. Þörf er á varúð víðar en margur skeytir. Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir. Þá áhættu samt allir verða að taka og enginn tekur mistök sín til baka. Því þarf magnað þor til að vera sannur maður, meta sinn vilja fremur en fjöldans daður, fylgja í verki sannfæringu sinni, sigurviss, þó freistingarnar ginni. Ljóðasafn Árna Grétars Finnssonar D R E I F I N G E I N N I G F R Á L J Ó S M Y N D Ú T G Á F U : Sími 893 5664 | ljosmynd@lallikalli.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.