Morgunblaðið - 18.12.2010, Side 28
28 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
létta gjaldeyrishöftum á næstu árum,
er nærtækt að líta til aflandsgengis
krónunnar til að fá hugmynd um
hvaða jafnvægi krónan muni ná. Sam-
kvæmt vefsíðunni keldan.is er af-
landsgengi krónunnar skráð um það
bil 50% lægra en hjá Seðlabanka Ís-
lands.
Skiptir máli hvenær greitt er út
Sigurður Hannesson, stærðfræð-
ingur, hefur sett upp reiknilíkan til að
meta núvirtan kostnað við Icesave-
kröfuna eftir að skilanefnd Lands-
bankans byrjar að greiða út úr þrota-
búinu. Miðað við að greiðslur hefjist í
upphafi fjórða fjórðungs næsta árs
mun kostnaður ríkisins við Icesave
nema um 55 milljörðum króna, núvirt.
Veikist krónan um 25% mun kostn-
aðurinn nema 173 milljörðum króna.
Úr töflunni er hægt að lesa samspil
tímasetninga útgreiðslna og gengis-
þróunar krónunnar. Eins og sjá má
verður kostnaður ríkisins í besta falli
21 milljarður króna, sem miðast þó
við að krónan styrkist um 25% og út-
greiðslur hefjist næsta haust.
Sambærilegt við myntkörfulán
TIF mun aldrei fá meira en sem nemur 674 milljörðum króna greitt úr þrotabúi Landsbankans óháð
gengi krónunnar Gengisvörn sem felst í verðhækkunum eigna í krónum takmörkunum háð
Gengisáhætta vegna Icesave-samningsins
Getur að hámarki
fengið 674 milljarða
króna úr þrotabúi
Landsbankans,
óháð því hvert gengi
krónunnar gagnvart
öðrum gjaldmiðlum er.
Þegar nýtt Icesave-samkomulag við
Breta og Hollendinga var kynnt í
síðustu viku hafði gengi krónunnar
styrkst nokkuð frá 22.apríl 2009, en
kröfufjárhæð Tryggingasjóðs inni-
stæðueigenda og fjárfesta miðast við
gengi krónunnar þann dag. Gangi sú
styrking til baka og gott betur munu
endurheimtur á kröfu Tryggingsjóðs
auðveldlega ná upp í 100%, en út af
stendur greiðsla upp á 1,3 milljarða
evra og 2,3 milljarða punda sem ríkið
þarf að ábyrgjast samkvæmt nýjum
Icesave-samningi.
Stöðu íslenska ríkisins og Trygginga-
sjóðs og má því líkja við aðila sem er
með tekjur í íslenskum krónum, en
þarf að standa skil á skuld í erlendri
mynt. Margir Íslendingar brenndu sig
á að taka slíka áhættu á árunum fyrir
gjaldþrot bankanna með svokölluðum
myntkörfulánum.
Tryggingasjóður
innistæðueigenda
og fjárfesta
Tryggingasjóður
innistæðueigenda
og fjárfesta
Samkvæmt nýjasta samkomulaginu
við Breta og Hollendinga þarf
íslenska ríkið að ábyrgjast að greiðsla
sem samsvarar 1,3 milljarði evra
berist hollenska innistæðutrygginga-
kerfinu, óháð því hvernig gengi
íslensku krónunnar kann að þróast á
greiðslutímabilinu.
Samkvæmt nýjasta samkomulaginu
við Breta og Hollendinga þarf
íslenska ríkið að ábyrgjast að greiðsla
sem samsvarar 2,3 milljörðum
punda berist breska innistæðu-
tryggingakerfinu, óháð því hvernig
gengi íslensku krónunnar kann að
þróast á greiðslutímabilinu.
Núvirtur kostnaður ríkissjóðs vegna ríkisábyrgðar á Icesave
miðað við hvenær útgreiðslur hefjast úr þrotabúi Landsbankans
Útreikningar dr. Sigurðar Hannessonar, stærðfræðings
Tölur í milljörðum kr. 1.10.2011 1.1.2012 1.7.2012 1.1.2013 1.7.2013 1.1.2014
25% sterkara gengi 21,6 23,0 26,1 29,7 33,7 37,9
15% sterkara gengi 34,7 36,3 39,8 43,8 48,2 52,9
5% sterkara gengi 47,9 49,7 53,5 57,9 62,7 67,9
Óbreytt gengi 54,5 56,4 60,3 65,0 70,1 75,5
5% sterkara gengi 61,1 63,0 67,2 72,1 77,4 83,1
10% sterkara gengi 67,7 69,7 74,1 79,1 84,7 90,6
15% veikara gengi 101,4 103,4 107,9 113,2 119,0 125,2
25% veikara gengi 173,0 175,2 180,1 185,8 192,0 198,7
30% veikara gengi 210,4 212,7 217,8 223,7 230,2 237,1
40% veikara gengi 287,5 290,0 295,4 301,7 308,6 316,1
50% veikara gengi 371,2 373,9 379,6 386,4 393,8 401,7
FRÉTTASKÝRING
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Staðan sem íslenska ríkið lendir í,
verði ríkisábyrgð á Icesave-kröfum
Breta og Hollendinga fest í lög, er
sambærileg við stöðu lántakenda er-
lendra lána á Íslandi síðustu misserin
fyrir gjaldþrot bankanna. Eignir
Landsbankans eru að vísu í erlendri
mynt, en þeim er ætlað að ganga upp í
Icesave-kröfuna. Hins vegar hefur
krafa Tryggingasjóðs innistæðueig-
enda og fjárfesta (TIF) verið fest í
krónum, miðað við gengi krónunnar
gagnvart erlendum gjaldmiðlum 22.
apríl 2009, í 674 milljörðum króna.
Hámarksheimtur sem TIF fær úr
þrotabúi Landsbankans eru festar í
674 milljörðum króna, óháð því hvern-
ig krónan verður skráð á tímabilinu
sem áætlað er að greitt verði inn á
kröfur Breta og Hollendinga. Verð-
mætaaukning eigna Landsbankans,
sem eru að mestu leyti í erlendum
gjaldmiðli, virkar því ekki sem full-
komin gengisvörn.
Takist Seðlabanka Íslands að halda
innlendri gengisskráningu krónunnar
stöðugri innanlands á greiðslutíman-
um, mun kostnaður vegna Icesave-
krafna Breta og Hollendinga hins
vegar mælast á annan hátt, enda
strembið að henda nákvæmlega
reiður á þeim kostnaði sem fylgir
gjaldeyrishöftum í krónum og aurum
talið. Verði gerðar tilraunir til að af-
Bjarni Ólafsson og
Örn Arnarson
Lögfræðingar, sem Morgunblaðið
ræddi við í gær, segja að neyðarlög-
in standi ekki í veginum fyrir því að
farin yrði sú leið við lausn Icesave-
málsins að þrotabú Landsbankans
fengi lán frá kröfuhöfum, sem notað
yrði til að greiða lánin frá Bretum
og Hollendingum. Hugmyndirnar
eru frá almennum kröfuhöfum
gamla Landsbankans komnar og
kynntu þeir þær íslenskum stjórn-
völdum í vor. Tillaga þeirra felur
meðal annars í sér að íslenska ríkið
myndi losna undan allri ábyrgð
vegna Icesave-skuldbindinga.
Í Morgunblaðinu í gær sagði fjöl-
miðlafulltrúi fjármálaráðuneytisins
að þessar hugmyndir gengju út á að
ná til baka forgangsrétti innstæðu-
eigenda, sem þeim var veittur um-
fram almenna kröfuhafa.
Lögfræðingarnir segja að hags-
munir erlendu innstæðueigend-
anna séu nú hjá innstæðutrygg-
ingasjóðum Hollendinga og Breta
og lagalega skipti engu máli hvort
sjóðirnir fái greitt frá íslenska
tryggingasjóðnum eða frá þrotabúi
Landsbankans. Sjóðunum sé heim-
ilt að gera samninga á þessa lund,
en hugmyndir almennu kröfuhaf-
anna gerðu ráð fyrir því að sam-
þykki erlendu tryggingasjóðanna
þyrfti til að þær fengju fram að
ganga.
Ekki bann við lántöku
Breskir og hollenskir innstæðu-
eigendur hafa nú þegar fengið
tryggðar innstæður sínar af viðkom-
andi ríkjum og eru því ekki kröfuhaf-
ar í þrotabúið, heldur hafa trygg-
ingasjóðirnir tveir tekið við þeim
kröfum.
Hugmyndirnar ganga út á að
tryggingasjóðirnir falli frá kröfum á
Landsbankann vegna fjárhæða sem
eru umfram 21.000 evrur á hverja
innstæðu. Breska og hollenska ríkið
hafa ábyrgst þessa fjárhæð til sinna
þegna og því myndu sjóðirnir að öll-
um líkindum fá minna í sinn hlut en
ella. Staða innstæðueigendanna
sjálfra ætti hins vegar að vera
óbreytt.
Þá hefur sú athugasemd verið
viðruð að fjármálafyrirtæki í
greiðslustöðvun, eins og gamli
Landsbankinn, geti ekki tekið á sig
nýjar skuldbindingar. Lögfræðing-
arnir segja hins vegar að það sé
hægt, að ákveðnum skilyrðum upp-
fylltum. Það sé því ekki til staðar
ófrávíkjanlegt bann við slíku.
Reyndar hafa lögmenn erlendu
kröfuhafanna sem blaðið hefur rætt
við verið á þeirri skoðun að hugs-
anlega ætti að breyta lögunum þann-
ig að þau verði skýrari hvað þetta úr-
ræði varðar. Hinsvegar telja þeir að
núverandi löggjöf komi ekki í veg
fyrir að hægt sé hrinda þeirri lausn í
framkvæmd sem almennu kröfuhaf-
arnir kynntu.
Hugmyndir stríða ekki
gegn neyðarlögum
Lögfræðingar segja erlendu sjóðina allt eins geta fengið greitt frá þrotabúinu
Morgunblaðið/Kristinn
Samkomulag Nýtt samkomulag milli Íslands, Bretlands og Hollands var kynnt í síðustu viku og er það í stórum
dráttum samhljóða því fyrra, en gert er ráð fyrir lægri vöxtum á lánum Hollendinga og Breta til Íslands.
● Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur
lokið sölu skuldabréfa í útboði að fjár-
hæð 5 milljarðar króna. Bréfin voru
seld til innlendra fagfjárfesta. Fyrir-
tækið vinnur áfram að fjármögnun
langtímaverkefna innan lands og utan.
Verðtryggðir vextir á bréfunum eru
4,65%, sem eru talsvert hærri vextir en
OR býr við í annarri fjármögnun verk-
efna fyrirtækisins.
„Þetta er til marks um að sá upp-
skurður á rekstrinum, sem gripið var til
í sumar, er að skila sér í aukinni tiltrú
innlendra fjárfesta á fyrirtækinu,“ segir
Helgi Þór Ingason, forstjóri OR, í
fréttatilkynningu frá félaginu. Aðgerð-
irnar sem Helgi vísar til eru gjald-
skrárbreytingar, niðurskurður rekstrar-
útgjalda og eignasala, sem ákveðnar
voru af stjórn OR og sú ákvörðun eig-
endafundar að falla frá arðgreiðslum.
OR greiðir hærri vexti
● Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið
Moody’s lækkaði í gær lánshæfis-
einkunn Írlands úr Aa2 í Baa1 vegna
aukinnar óvissu um efnahag landsins
og fjármál hins opinbera. Jafnframt
eru horfur neikvæðar, samkvæmt til-
kynningu frá Moody’s.
Írska þingið samþykkti í vikunni
frumvarp til laga um að fá 85 millj-
arða evra að láni hjá Evrópusam-
bandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðn-
um.
Írland í B-flokk
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-,.
+/0-,1
++2-,/
.0-3,4
+5-2,1
+4-02/
+.0-21
+-143+
+44-34
+,1-5
++,-/
+/0-54
++2-5.
.0-4+4
+5-,+
+4-05/
+.0-44
+-1/0+
+4/-.
+,2-11
.0/-.+32
++3-0/
+/+-2+
++,-.3
.0-444
+5-,54
+4-+2/
+.+-++
+-1/2+
+4/-41
+,2-43