Morgunblaðið - 18.12.2010, Side 34

Morgunblaðið - 18.12.2010, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ ÁsmundurEinarDaðason, þingmaður Vinstri grænna, flutti stutta en at- hyglisverða ræðu í fyrradag þegar hann út- skýrði þá afstöðu sína að styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Ásmund- ur sagði að það sem mestu skipti í frumvarpinu væri for- gangsröðunin. „Þessi for- gangsröðun birtist skýrast þegar kemur til að mynda að Evrópusambandsumsókninni þar sem lagðir eru milljarðar í þá umsókn á sama tíma og skorið er niður til velferðar- og heilbrigðismála. Og ég hef gagnrýnt það alls staðar. Þessi afstaða er ekki ný hjá mér og meðal annars af þess- um sökum þá get ég ekki stutt fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarp og þá forgangs- röðun sem þar birtist hvað þetta og fleiri þætti snertir,“ sagði Ásmundur. Það er hárrétt hjá Ás- mundi að fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar snýst að stærst- um hluta um forgangsröðun og í því er að finna áherslur ríkisstjórnarinnar og á hvaða leið hún er. Því er stundum haldið fram að hér sitji nú fyrsta hrein- ræktaða vinstri stjórnin og að hún verði af þeim sökum að fá að haltra áfram þó að öllum sé orðið ljóst að hún er komin að fótum fram. En í hvaða skilningi er hér um að ræða fyrstu vinstri stjórnina? Um hvað snýst gagnrýni þeirra þingmanna Vinstri grænna sem vilja ekki lengur bera ábyrgð á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar? Vinstri stjórn sem ýtir vel- ferðarmálum til hliðar svo að leggja megi í rándýrt að- lögunarferli að Evrópusambandinu stendur að sjálf- sögðu ekki undir nafni. Vinstri stjórn sem á kostnað velferðar Íslendinga vill leggja tugi eða hundruð milljarða króna í að mæta ólögmætum kröfum erlendra ríkja, stendur ekki heldur undir nafni. Formaður Vinstri grænna hefur fundið mjög að því að þrír þingmenn flokksins hafi ákveðið að fylgja samvisku sinni en ekki forgangsröðun hans. Hann telur þá ekki geta haldið áfram innan þingflokksins eins og ekkert hafi í skorist. Þeim að- finnslum hefur einn þing- mannanna þriggja, Lilja Mósesdóttir, svarað með af- gerandi hætti: „Spurning hverjum er sætt í þing- flokknum – þeim sem fylgja eftir vilja félaganna og álykt- unum flokksins eða þeim sem afvegaleiðast innan múra valdsins,“ segir Lilja. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, hefur fyrir löngu sagt skilið við stefnu flokksins og vilja flokksmanna. Óánægja með framgöngu hans verður æ meira áberandi og ekkert bendir til að úr því muni draga. Margir flokksmanna hans hafa fengið nóg af svik- unum við stefnuna og kosn- ingaloforðin og nú hafa þrír þingmanna flokksins sýnt óánægjuna með skýrari hætti en fyrr. Haldi rík- isstjórnin sig við óbreytta forgangsröðun gæti það orð- ið afdrifaríkt fyrir núverandi formann Vinstri grænna. Ríkisstjórnin stend- ur ekki undir nafni sem hreinræktuð vinstri stjórn} Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar ÞingmennirnirBirgir Ár- mannsson og Sig- urður Kári Krist- jánsson velta upp athyglisverðu sjón- armiði í nefndar- áliti um frumvarp um styttan fyrningarfrest vegna gjald- þrotaskipta hjá einstaklingum. Þingmennirnir benda á að fæstir þeirra sem lendi í fjár- hagskröggum fari alla leið í gjaldþrot, heldur sé nær alltaf látið staðar numið við árang- urslaust fjárnám. Almenningur muni því lítið fá út úr því þó að samþykkt séu lög um að stytta fyrningarfrest krafna í tvö ár. Að sögn þing- mannanna gegnir öðru máli um þá sem verið hafa í forsvari „umfangs- mikilla fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem stóðu í útrás en voru úr- skurðuð gjaldþrota í kjölfar efnahagshrunsins“. Þegar í ljós er komið að frumvarp velferðarríkisstjórn- arinnar um styttan fyrning- arfrest er þannig úr garði gert að það þjónar nær eingöngu hagsmunum auðmanna hlýtur að þurfa að spyrja í þágu hverra þessi ríkisstjórn starf- ar? Styttri fyrning- arfrestur nýtist helst auðjöfrum en ekki almenningi} Í þágu hverra? H vað get ég gefið konunni minni í jólagjöf? Ég hef ekki efni á pelsi, gulli eða slíkum verald- legum gersemum. Hvað þá nýjum bíl eða heimsreisu. Og hún veit að ekki þýðir að gefa henni loforð í jólagjöf um að ég verði duglegri að taka til og elda á næsta ári en síðustu 30. Það er eins og að gefa henni innistæðulausa ávísun. Þetta er alltaf sama sagan. Ég sest niður 1. janúar ár hvert og hyggst hugsa málið vel og vandlega. Svo þarf ég að vinna smá og fara á völlinn, í sund og út í fótbolta með stelpunum og hún þarf að þvo bílinn og slá lóðina og klippa runnann, þannig að ég hef varla tíma til að þess að veiða upp úr henni hvað hana langar í. Það er ekki við hæfi að eyða sumarfríinu í að spyrja hver draumagjöfin sé og svo er allt í einu vika til jóla og konan er á fullu við að prjóna síðustu gjafirnar og pakka þeim inn. Þá hefur hún varla tíma til þess að segja mér frá óskagjöfinni. Svo er mér reyndar bent á, með mjög lúmskum hætti, að kápan sem Steina vinkona var í þegar við hittum hana um daginn sé ægilega fín og hringurinn sem fæst hjá gullsmiðnum sé eins og sniðinn fyrir ákveðna stúlku af ’63-árgerðinni. Ég er niðursokkinn í lestur eða annan óþarfa og loks þegar ég átta mig á því að hún átti ekki við að þetta myndi fara einhverri ótilgreindri jafnöldru hennar vel eru gjafirnar uppseldar. Ekki stoðar að lýsa því yfir að mig minnti að hún væri fædd ’73. Það er of ódýr lausn. En ég er reglulega minntur á að gjöf handa henni sé gjöf handa henni. Ekki handa okkur. Eldhúsáhöld eða slíkt eru á svörtum lista, nema þá handa okkur saman. Mér skilst á tengdapabba að svipurinn á dóttur hans hafi verið skrýtinn á aðfanga- dagskvöldi fyrstu eða önnur jólin eftir að ég kynntist henni. Þá var hún með fjölskyldu sinni á aðfangadagskvöld og ég með minni, eins og tíðkast á siðsömum heimilum. Til Sirru frá Skapta var lesið (kannski meira að segja til Sigrúnar, það voru jólin), og henni færður assgoti stór og myndarlegur pakki. Þegar bréfið var tekið utan af kassanum hvarf brosið af andlitinu og óveðursskýin hrönnuðust upp í stofunni hjá ömmu Báru. „Hann er að gefa mér hrærivél,“ á hún að hafa þrumað yfir viðstöddum. Heimildum ber ekki saman um hvort hún hafi blótað. Þegar ég kom í heimsókn seinna um kvöldið var þá- verandi unnusta mín og núverandi eiginkona farin að brosa aftur og tók mér fagnandi. Mér er sagt að kass- inn hafi verið fullur af dagblöðum og öðrum nauðsynj- um en fallegur skartgripur falinn í öskju innst í blaða- draslinu. Ég er búinn að gleyma þessu en trúi því að sjálf- sögðu, enda alveg drepfyndinn náungi. Einhverju er ég búinn að sanka að mér yfir árið en er samt enn í vandræðum. Mig vantar eitthvað aðal. Hugmyndir eru vel þegnar í pósthólfið en það er ljóst að trixið með kassann dugar ekki aftur. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Hver er jólagjöfin í ár? STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Engar kollsteypur hafa orð-ið á ástandi barnavernd-armála á Íslandi í kjölfarbankahrunsins. Umsókn- um um fósturúrræði frá barnavernd- arnefndum fjölgar eitthvað á milli ára en fjöldi tilkynninga til barna- verndaryfirvalda stendur svo gott sem í stað. Vísbendingar eru þó um að uppeldisskilyrði verst stöddu barnanna hafi versnað eftir efna- hagshrunið. Fyrstu níu mánuði þessa árs bárust 5.773 tilkynningar til barna- verndarnefnda og er það 1% aukning frá því í fyrra. Alls bárust 9.353 til- kynningar árið 2009 sem vörðuðu 5.322 börn. Bragi Guðbrandsson, for- stöðumaður Barnaverndarstofu, seg- ir hins vegar að tilkynningum hafi fjölgað verulega milli 2008 og 2009 sem skýrist kannski helst af aukinni samfélagsvitund í kjölfar banka- hrunsins og þeirri umræðu sem varð í kjölfarið um hættuna sem steðji að börnum þegar foreldrar verða fyrir fjárhagslegu áfalli. Það hafi skilað sér í fjölgun tilkynninga. „Mín túlk- un er að þetta sé jákvæð þróun og þetta sé mælikvarði á samfélagsvit- undina frekar en endilega verri að- stæður barnanna,“ segir Bragi. Slíkt sé þó erfitt að mæla í með- altölum. Ákveðnar vísbendingar séu þó um að sá hópur barna sem lakast standi eigi við meiri erfiðleika að stríða nú en áður. Einn mælikvarði á það sé vistun barna utan heimilis og fósturráðstafanir. Hæg aukning sé í þeim umsóknum án þess að um koll- steypu sé að ræða. „Þessar tölur gefa mér ekki tilefni til að álykta að eitt- hvað stórt sé að gefa sig.“ Réttmæt gagnrýni? Oft heyrist sú gagnrýni á barna- verndaryfirvöld að ekki sé gripið nógu fljótt inn í mál eða af nógu mik- illi festu, til dæmis með að taka börn af foreldrum. Halldóra Dröfn Gunn- arsdóttir, forstöðumaður Barna- verndar Reykjavíkur, segir að það sé kannski réttmæt gagnrýni að börnin gjaldi þess að einhverju leyti hversu lengi er reynt að styðja við foreldra. „Það er nú samt þannig að flestar rannsóknir benda til þess að þar sem því verður við komið líði börnum best hjá foreldrum sínum og í sínu upp- runalega umhverfi.“ Hún segir grundvallarsjón- armið barnaverndarlaga vera að sameina fjölskyldur og styðja for- eldra í uppeldishlutverki svo þeir geti búið með börnunum sínum við tryggar aðstæður. Meirihluti lag- anna fjalli um hvernig það sé gert og hvað sé reynt áður en gripið sé til þess að taka börn af heimilum. „Það þarf alltaf að vera búið að reyna það sem er minna íþyngjandi áður en far- ið er út í slíkar aðgerðir. Því horfir fólk stundum á og spyr hve lengi eigi að reyna,“ segir hún. Foreldrar fá stuðning Bragi Guðbrandsson segir að ýmis úrræði séu í boði fyrir foreldra sem lenda í því að börn þeirra séu vistuð tímabundið utan heimilis. Þeir sem eigi við fíknivanda að stríða séu studdir í meðferð. Þá standi þeim til boða allt frá sálfræði- viðtölum til námskeiða í for- eldrafærni og ráðgjafa sem koma inn á heimili og ráð- leggja og aðstoða við uppeld- ið. Segir Bragi að í lang- flestum tilvika takist góð samvinna milli starfsfólks barnaverndaryfirvalda og for- eldra. „Það vilja allir for- eldrar gera sitt besta fyrir börnin.“ Mælikvarði á sam- félagsvitundina Morgunblaðið/Ásdís Barnavernd Umsóknir um fósturheimili frá barnaverndarrnefndum á fyrstu níu mánuðum 2010 voru 93. Í fyrra voru þær alls 110 svo stefnir í fjölgun. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ákvað á fimmtudag að börnum, sem Hæstiréttur hafði staðfest að skyldu vistuð utan heimilis í tvo mánuði, skyldi komið aftur til móður sinnar að því tímabili liðnu. Var það þvert á ráðlegg- ingar starfsmanna Barnavernd- ar. Beitti móðirin börnin meðal annars ofbeldi og játaði hún að hafa klipið í munn og hendur barnanna. Þá kom fram að konan hefði látið börnin sofa úti í bíl á meðan hún spilaði í spilaköss- um en hún þjáðist af spilafíkn. Ráðstöf- unartekjur hennar voru 350.197 krónur á mánuði en henni hafði þó tekist að safna þriggja milljóna króna skuld vegna leikskóla og 1,6 millj- óna króna skuld vegna húsaleigu. Börnum skil- að til móður BARNAVERNDARMÁL 93 fjöldi umsókna um fósturheimili fyrstu níu mánuði ársins 2010. 5.773 fjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda fyrstu níu mánuði 2010. ‹ HÆGFARA FJÖLGUN › »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.