Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 35
35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
Árni Sæberg
Jólatónar Árlegir jólatónleikar útvarpsstöðvarinnar X-ið 977 fóru fram í Sódómu í Reykjavík í gærkvöldi til styrktar Stígamótum. Dikta var á meðal hljómsveita sem komu fram.
Ýmsar athygl-
isverðar fullyrð-
ingar eru settar
fram í grein-
argerð með frum-
varpi til laga um
ráðstafanir í rík-
isfjármálum og
hljóta að vekja
spurningar. Mig
langar að biðja
ráðherrann að
skýra mál sitt betur.
Í greinargerðinni segir t.d.
„Þá verður fjármagns-
tekjuskattur og skattur á hagn-
að lögaðila enn lægri en í flest-
um öðrum löndum.“ Því spyr ég
ráðherrann, sem hiklaust held-
ur þessu fram, hversu hár fjár-
magnstekjuskattur á t.d. sölu-
hagnað af hlutabréfum sé í Sviss
og EES-löndunum hverju fyrir
sig (miðað við t.d. 3 ára eign-
arhald). Og hefur ráðherrann
látið greina áhrif verðbólgu á
varanlega fastafjármuni í sam-
bandi við skatt á hagnað lög-
aðila, þ.e. þá rýrnun frádrátt-
arliða sem verðbólga leiðir til?
Hver er annars tekju-
skattsprósenta á hagnað lög-
aðila í Sviss og EES-löndunum
hverju fyrir sig?
Þá segir „Í skattalegu tilliti er
almennt litið á erfðafjárskatt
sem ígildi tekjuskattlagningar.“
Þetta er áreiðanlega nýtt fyrir
fleirum en mér. Ætli séu ekki
fleiri en ég sem eygja fyr-
irheitið. Þarna þarf að ná fram
„jöfnuði“. Erfð sem sé ígildi
tekna?
Um auðlegðargjaldið svo-
nefnda (réttnefni væri búsetu-
réttargjald) segir: „Það er ein af
forsendum tekju-
áætlunar fyrir árið
2011 að hinn tíma-
bundni (húmorinn
leynir sér ekki)
auðlegðarskattur
verði hækkaður
sem liður í aukinni
tekjuöflun stjórn-
valda. Miðað er við
að hann skili 1,5
milljörðum kr. í
viðbótartekjur með
hækkun á skatt-
hlutfallinu…“ Brýna nauðsyn
ber til að stjórnlagagrínið breyti
eignarréttarákvæðum stjórn-
arskrárinnar til að heimila
þennan skatt ofan á fjármagns-
tekjuskatt. En burtséð frá hinni
hættulegu stjórnarskrá gæti
Þorvaldi reynst þrautin þyngri
þegar kemur að Mannréttinda-
sáttmála Evrópu. Ég og margir
fleiri álítum, öfugt við ráð-
herrann, að tekjutap ríkisins af
búseturéttargjaldinu verði stór-
fellt. Þetta getur þing og ráð-
herra auðveldlega sannreynt
með því að fara yfir tekjutap
ríkisins vegna brottflutnings
þeirra sem átt hefðu að greiða
gjaldið, en hafa flutt af landi
brott árið 2009 og 2010 og fylgj-
ast svo með 2011.
Eftir Einar S.
Hálfdánarson
Einar S. Hálfdánarson
ȃg og margir
fleiri álítum, öf-
ugt við ráðherrann,
að tekjutap ríkisins
af búseturéttargjald-
inu verði stórfellt.
Höfundur er hæstaréttar-
lögmaður og löggiltur
endurskoðandi.
Hvað segir
fjármálaráðherra?
Oft hefi ég haft bæði
gagn og ánægju af að
hlusta á Spegilinn,
fréttaskýringaþátt RÚV.
Þar hefur verið tekið af
fagmennsku á málum.
Góð blaðamennska, sem
er byggð á vandaðri
heimildavinnu, er virð-
ingarverð. Meðal þeirra
sem flutt hafa slíka
pistla um hrunið er Sig-
rún Davíðsdóttir, sem stundað hefur
blaðamennsku á breskri grund um ára-
bil. Hún hefur mikil og góð sambönd
sem nýtast henni vel. Ástæða er til að
þakka hvernig hún hefur verið óþreyt-
andi við að afla upplýsinga og veita inn-
sýn í framferði svonefndra útrásarvík-
inga þar í landi og víðar. Öll sú
framganga og nafngiftin „víkingar“
minnir á að sagan endurtók sig, menn
gerðu „strandhögg“ til að ná sér í fjár-
muni annarra og „hjuggu mann og ann-
an“. Við eigum margt sameiginlegt með
forfeðrum okkar og þar á meðal að
heiðurinn er okkar dýrmætasta eign.
Mannvíg bættu þeir fébótum, en ef
heiður þeirra var í húfi drógu þeir
sverð úr slíðrum.
Lagst á lárviðarsveiginn
Bretar kalla það að „hvílast á lárvið-
arsveigum“ þegar fólk fer að slaka á
kröfunum til sjálfs sín í ljósi fyrri ár-
angurs. Þetta fannst mér henda Sig-
rúnu mánudaginn 13. desember sl. Hún
nefnir „dekurrófur bankakerfisins, fé-
lög sem fengu endalaust miklar fyr-
irgreiðslur“ og að Icelandic Group, fé-
lag sem fór í þrot sé í þessum hópi.
„Landsbankinn tók það yfir og seldi
Framtakssjóði lífeyrissjóðanna. Nýr
stjórnarformaður Icelandic kemur
beint úr kollsigldu félagi í Existu-
veldinu“, sagði Sigrún Davíðsdóttir og
spurði: „Hvað segir þetta um aðkomu
lífeyrissjóðanna að endurreisn íslensks
viðskiptalífs?“ Sigrún rakti síðan í
löngu máli efni sem áður
hafði komið í pistli frá
henni, um viðskipti fyrri
eigenda félagsins við
Landsbankann. Með að-
gerðinni „copy – paste“ er
unnt að vera afkastamikill
pistlahöfundur um stund,
þegar metnaðurinn fer að
dvína. Meira en helmingur
pistilsins var af þessu tagi
og var það efni alveg óvið-
komandi niðurstöðu henn-
ar, ef grannt er skoðað.
Pistlahöfundurinn er orðinn
„dekurrófa ríkisfjölmiðils“.
Skjóta fyrst, spyrja svo?
Rétt er að staldra við og minna á að
svonefndar lögpersónur, félög, gera
aldrei neitt af sér sjálf, það eru menn-
irnir sem þeim stjórna. Það er órökrétt
og beinlínis rangt að líta svo á að meint
brot fyrri eigenda hvíli á fyrirtækjum
til eilífðarnóns, eins og sjálf erfðasynd-
in. Það er því ekkert rangt við það að
lífeyrissjóðir almennings kaupi undir-
stöðufélög sem hafa lent í fangi bank-
ans, þegar bankinn er búinn að taka sín
töp og afskrifa. Það er þvert á móti
beinlínis til þess fallið að endurreisa líf-
vænlegan rekstur, tryggja atvinnu
fólks og viðsnúning í efnahagslífinu.
Það er loks klárlega til þess fallið að
endurheimta skerta ávöxtun lífeyris-
sjóða að kaupa slík félög, færa rekst-
urinn til betri vegar og skrá þau á
markað. Það er líka rangt að „hengja
og skjóta“ alla þá sem unnu með útrás-
arvíkingunum. Það ber ekki vott um
ríka réttlætiskennd að vilja refsa slíku
fólki, t.d. með því að synja þeim um at-
vinnu. Hið eðlilega er að forkólfarnir
verði dregnir til ábyrgðar og það er í
undirbúningi. Margir tala eins og sjálf-
sagt sé að öllu því unga fólki sem vann í
bönkum verði synjað um atvinnu. Vilja
menn þá fela atvinnurekendum að beita
refsivopni réttlætisins, vegna anna
ákæruvaldsins? Þetta gengur ekki upp.
Sama gildir um reynda stjórnendur fyr-
irtækja sem forkólfarnir keyptu. Þeir
réðu engu um þau kaup. Stjórnendur
dótturfélaga bera ekki heldur ábyrgð á
því sem gerist í móðurfélögum. Sigrún
býr til hugtak, „lykilfyrirtæki“, og segir
Skipti hafa verið slíkt félag í „Existu-
veldinu“. Hugtakið er merkingarlaust.
Hún fer líka rangt með tölur, lætur
gamlar duga, því blaðamenn með lár-
viðarsveig um hálsinn eru sjálfkrafa
undanþegnir rannsóknarskyldu.
Góð blaðamennska?
„Því heyrist stundum fleygt að það
eigi ekki að dvelja við fornsögur úr við-
skiptalífinu sem var heldur horfa fram
á veginn. En það er ekki alveg svona
einfalt“ segir Sigrún. „Fortíðin býr í fé-
lögum eins og Icelandic og enn frekar
með nýja stjórnarformanninum. Með
eign sinni í Icelandic eru lífeyrissjóð-
irnir sem eiga Framtakssjóðinn orðnir
nátengdir fornsögunni um Icelandic.“
Af því sem að framan segir er ljóst að
þetta er rökleysa. Á þeim stað sem við
erum núna í hagsveiflunni er afar mik-
ilvægt að við höfum vilja og kjark til að
leggja fyrirtækjunum til nýtt áhættufé.
Við okkar aðstæður nú eru það einkum
og sér í lagi lífeyrissjóðir sem hafa slíkt
fjárfestingarfé með höndum. Bölmóð-
urinn í fjölmiðlum er nú slíkur að al-
menningi er skotinn skelkur í bringu.
Því miður er raunveruleg hætta á því
að einstakir stjórnarmenn lífeyrissjóða
séu svo beygðir undan umræðunni að
kjarkur þeirra bili. Að ríkisvaldið sjálft
reki fjölmiðil sem standi að slíkri niður-
rifsstarfsemi er mikið umhugsunarefni.
Dekurrófa ríkisfjölmiðils
Eftir Ragnar
Önundarson » Það er órökrétt og
beinlínis rangt að líta
svo á að meint brot fyrri
eigenda hvíli á fyrirtækj-
um til eilífðarnóns, eins
og sjálf erfðasyndin
Ragnar Önundarson
Höfundur er viðskiptafræðingur
og er varaformaður stjórnar
Framtakssjóðs Íslands slhf.