Morgunblaðið - 18.12.2010, Side 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
Dansk julegudstjeneste
holdes i Domkirken fredag, den 24. december kl.
15.00 ved pastor Þórhallur Heimisson.
Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík.
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Munið að slökkva
á kertunum
Eldtefjandi efni er sprautað er
á kertaskreytingar koma
aldrei í veg fyrir bruna
www.gisting.dk/gisting.html
sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer)
Ódýr gisting í Kaupmannahöfn
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200
Undanfarið, í kjölfar
útgáfu bókar Guðna Th.
Jóhannessonar sagn-
fræðings um ævi Gunn-
ars Thoroddsen, hafa
enn á ný komið fram
umræður um störf
stjórnmálaflokkanna og
hvernig þeir hafa í ára-
tugi valtað yfir sam-
félagið, bæði ein-
staklinga og heilu
félagasamtökin eins og
nú er rætt sérstaklega hvernig stjórn-
málaflokkarnir hafa beitt allskonar
úrræðum til að halda „sínum“ hlut í
samfélaginu með njósnum.
Það var einmitt þannig að þó að
stjórnmálaflokkarnir hafi í reynd ver-
ið kynntir til sögunnar sem stjórn-
málaafl þá voru þeir í reynd harðar
undirheimaklíkur og hagsmunamask-
ínur, misnotaðir herfilega af þröngum
flokksklíkum til að hygla þeim sem
voru í flokkunum og þá oftar en ekki
hygla og þjóna best þeim sem ann-
aðhvort voru fremstir í goggunarröð-
inni eða þeim sem voru í einhverskon-
ar aðstöðu til að geta bætt stöðu
flokksins eða valdakjarna hans til að
komast til valda.
Þetta voru til dæmis tilfelli þar sem
lítil framboð, stundum nánast ein-
staklingsframboð, gátu komið stórum
og öflugum stjórnmálaflokki að rík-
isjötunni með sínum stuðningi gegn
þóknun sem kölluð er helmingaskipti
þannig að flokksbrotið fékk jafn mikil
völd og stóri flokkurinn.
Oft voru Alþýðuflokkur eða Fram-
sóknarflokkur í þessari aðstöðu en
stundum alls konar flokksbrot og sér-
framboð.
Í umræddri bók Guðna er að finna
viðamiklar lýsingar á klækjum stjórn-
málaflokkanna um hvernig þeir komu
upp eins konar fulltrúaneti eða
njósnakeðju sem var plantað inn í fyr-
irtæki og samtök. Engin leið er að
halda að það hafi bara verið einn
flokkur umfram annan sem hafi
stundað ólöglega starfssemi af þess-
um toga en þó er hugsanlegt að hver
flokkur fyrir sig hafi haft sitt „kerfi“.
Flokkarnir hafa svo oft verið alger-
lega samstiga í alls konar málum sem
hafa snúið að hagsmunum þeirra
sjálfra svo sem eftirlaunafrumvarpið
sem var samþykkt bæði af vinstri-
mönnum jafnt sem hægrimönnum að
oftar en ekki eru stjórnmálaflokk-
arnir eins og einn flokkur.
Í svona litlu samfélagi er meinið
það að hér þekkja allir alla og nær
ekkert vandamál að vita allt um alla –
ef fólk bara vill. Upplýsingar liggja
um allt svo sem læknaskýrslur, upp-
lýsingar um tekjur, skatta, húsnæði,
bíla og margt fleira sem flæðir um
samfélagið að maður tali nú ekki um
alla delluna með ættfræðiskráning-
arnar sem eru arfleifð frá bænda-
samfélaginu að vita hvort fólk var
undan hinum eða þessum bóndanum
eða prestinum eða var húsgangar eða
jarðlaust utangarðsfólk.
Á þeim tíma skipti slíkt miklu máli
en dellan hefur haldist og ofan á allar
aðrar upplýsingar sem liggja á glám-
bekk í samfélaginu þá bætist þetta
við. Öfgahópar stjórnmálaflokkanna
þurfa því ekki að hafa mikið fyrir hlut-
unum til að safna veglegum skrám um
nær alla sem þeim dettur í hug og
ekki hefur hriplekt
tölvupóstkerfi lands-
manna bætt úr skák.
Skoðið bara jólabæk-
urnar.
Það sem er alvarleg-
ast í þessari umræðu er
hvernig stjórn-
málaflokkarnir komu
fram við fólkið í landinu,
almenning sem ekki var
hluti af þessari hags-
munamaskínu sem
stjórnmálaflokkarnir
voru og eru og hafa í
fjölda mála snúið bökum
saman um sín sér hagsmunamál með
eftirlaunafrumvarpið í broddi fylk-
ingar.
Pólitískir andstæðingar eru skip-
aðir í stöður erlendra sendiráða eða í
önnur gæluverkefni til að þakka fyrir
að hafa verið „andstæðingar“ í ára-
tugi. Það er öll andstaðan sem þessir
flokkar eru í þegar upp er staðið.
Pólitískar mannaráðningar í haug-
um og áratugum saman þar sem nánir
samstarfsmenn æðstu stjórnmála-
manna eða náinna samverkamanna,
jafnvel nánir ættingjar (sbr. fjölmiðla
þessa dagana) fá nær endalaust og
miskunnarlaust gaukað að sér tæki-
færum, verkefnum og vinnuráðn-
ingum fyrir allra augum og ekki verið
neitt að fela það. Þetta tekur engan
enda.
Einkavæðing ríkisfyrirtækja sem
sumir kölluðu einkavinavæðinguna,
bæði bankar og fjöldi annarra væn-
legra fyrirtækja sem flæddu frá rík-
inu á spottprís eða jafnvel nánast fyrir
ekki neitt – fært frá ríkinu yfir á
einkavini stjórnmálamanna – eða
menn settu upp nýtt einkafyrirtæki
með samningi við ríkið – að einkafyr-
irtæki þeirra væri rekið með pen-
ingum frá ríkinu.
Sumt af þessu er núna að koma í
andlitið á þjóðinni í formi algers hruns
og virðist sem fólkið í landinu ætli að
taka því þegjandi að nær allar fast-
eignir og peningar landsmanna (nema
nokkurra útvalinna eins og venjulega)
eru þurrkuð út og það nánast ein-
göngu vegna einkavinavæðingar
nokkurra stjórnmálamanna. Af-
skriftir bankanna núna á milljörðum
til útvalinna hrunverja hafa síðan kór-
ónað allt saman.
Er þetta hægt?
Nei, þetta er ekki hægt.
Heildstæðustu samantektir á or-
sökum hrunsins eru þó líklega í bók
Rogers Boyes „Meltdown Iceland“
sem rekur vel spillingarplott stjórn-
málanna á Íslandi en einnig í viðauka-
skýrslu dr. Huldu Þórisdóttur sem
unnin var fyrir vinnuhóp um siðferði á
vegum rannsóknarnefndar Alþingis
og lýsir hvernig þetta glæpsamlega
stjórnkerfi er siðferðislega.
Það verður gaman að sjá hvernig
nýja stjórnlagaþingið ætlar að leið-
rétta glæpakerfi íslenskra stjórnmála.
Jólakveðja
stjórnmálanna
til landsmanna
Eftir Sigurð
Sigurðsson
»Enn á ný hafa komið
fram umræður um
störf stjórnmálaflokk-
anna og hvernig þeir
hafa í áratugi valtað yfir
samfélagið
Sigurður
Sigurðsson
Höfundur er cand. phil.
byggingaverkfræðingur.
Undanfarna ára-
tugi hafa uppeldis-
fræðingar og barna-
sálfræðingar haldið
því fram að hrós bæti
sjálfstraust barna.
En eftir að efasemdir
komu fram um ágæti
hróss hafa sálfræð-
ingar í auknum mæli
rannsakað hvort það
að hrósa börnum fyr-
ir meðfædda hæfileika eins og t.d.
greind geti jafnvel skaðað þau.
Í einni rannsókn var hópi 128
barna á aldrinum 10-11 ára skipt í
tvo hópa og látin taka einföld vits-
munagreindarpróf. Börnunum í
hópi 1 var sagt að þau hefðu stað-
ið sig mjög vel og hlytu því að
vera mjög greind. Börnunum í
hópi 2 var sagt að þau hefðu stað-
ið sig mjög vel og hlytu að hafa
lagt sig mikið fram. Annar hóp-
urinn fékk s.s. hrós fyrir greind,
hinn fyrir viðleitni. Aðspurð hvort
þau væru til í aðeins
erfiðara próf voru
börnin sem höfðu
fengið hrós fyrir
greind treg og völdu
frekar að taka aftur
einfalt próf. Af þeim
sem höfðu fengið hrós
fyrir viðleitni voru
90% á hinn bóginn óð-
fús að taka meira
krefjandi próf. Í loka-
prófinu sýndi þessi
hópur marktækt betri
árangur en hópurinn
sem hafði fengið hrós fyrir greind.
Margir þeirra sem höfðu fengið
þau skilaboð að vera mjög greind-
ir voru með lakasta árangurinn.
Svo virðist sem þau hafi haldið að
þau gætu náð góðum árangri án
þess að leggja mikið á sig af því
að þau væru mjög greind, á með-
an hin börnin höfðu fengið þau
skilaboð að þau gætu bætt sig
með því að leggja meira á sig.
Þróunarsálfræðingurinn Carol
Dweck og teymi hennar við Col-
umbia-háskólann gerðu rannsókn
þar sem börn á aldrinum 10-11
ára tóku þrjú próf. Annað prófið
hafði viljandi verið gert það erfitt
að þau féllu öll. Það sem rannsak-
endur komust að var að börn sem
höfðu fengið hrós fyrir viðleitni
sína náðu sér á strik eftir að hafa
fallið með því að ná 30% betri ein-
kunnum í þriðja prófinu en því
fyrsta á meðan þau börn sem
höfðu fengið hrós fyrir það hversu
klár eða greind þau voru fengu
20% lakari niðurstöðu en í fyrsta
prófinu.
Öfugt við það sem hefur áður
verið haldið fram gefur hrós fyrir
greind eða gáfur börnum ekki
sjálfstraust og hvetur þau ekki til
að ná betri námsárangri, að mati
Carol Dweck sem starfar í dag við
Stanford-háskólann. Dweck, sem
er höfundur bókarinnar Mindset:
The New Psychology of Success,
segir að við ættum að hrósa börn-
um fyrir atriði sem þau geta haft
áhrif eða stjórn á, eins og við-
leitni.
Hrósaðu börnunum fyrir
viðleitni frekar en greind
Eftir Ingrid
Kuhlman
Ingrid Kuhlman
» Þau börn sem fá hrós
fyrir meðfæddar
gáfur sínar eru oft ofur-
viðkvæm fyrir því að
mistakast og líklegri til
að gefast upp þegar á
móti blæs.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar.