Morgunblaðið - 18.12.2010, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
✝ Sigrún Skírn-isdóttir fæddist á
Akureyri 16. ágúst ár-
ið 1968. Hún andaðist
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri 11.
desember síðastliðinn.
Foreldrar Sigrúnar
eru Hjördís Sig-
urbjörnsdóttir, f. 26.
júlí 1936 og Skírnir
Jónsson, f. 10. mars
1928, d. 23. júlí 2007,
bændur á Skarði í
Dalsmynni. Systkini
Sigrúnar: 1) Sig-
urbjörn Ingi, f. 14. maí 1956, maki
Kristín Tryggvadóttir og eiga þau
þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Jón
Bragi, f. 13. maí 1957, maki Sig-
urbjörg Helga Pétursdóttir og eiga
þau þrjú börn og fimm barnabörn. 3)
Jóhann, f. 29. júní 1959, maki Frey-
dís Ágústa Halldórsdóttir og eiga
þau tvær dætur. 4) Bessi, f. 30. októ-
ber 1960, maki Eiríksína Þorsteins-
dóttir og eiga þau tvö börn. 5) Hann-
es Trausti, f. 8. maí 1964, maki
Katrín Eymundsdóttir og eiga þau
þrjú börn. 6) Skafti, f. 3. nóvember
1965, maki Kristbjörg Lilja Jóhann-
esdóttir og eiga þau
tvö börn. 7) Sigurlaug,
f. 11. október 1970,
maki Víðir Ársælsson
og eiga þau tvö börn.
8) Guðrún Elfa, f. 3.
febrúar 1972, maki
Kjartan Guðmundsson
og eiga þau þrjú börn.
9) Hjördís Sunna, f. 23.
apríl 1977, maki Magn-
ús Þór Helgason og
eiga þau tvö börn.
Uppeldisbróðir Sig-
rúnar er Brynjólfur
Gunnarsson, f. 24. des-
ember 1970, maki Anna Birna Sæ-
mundsdóttir og eiga þau fjögur börn.
Sigrún, eða Sísa eins og hún var
alltaf kölluð, ólst upp á Skarði í Dals-
mynni þar sem foreldrar hennar
stunduðu búskap um árabil. Eftir að
hefðbundnu grunnskólanámi á
Grenivík og á Stórutjörnum lauk
flutti Sísa til Akureyrar. Þar starfaði
hún um árabil hjá Pósti og síma eða
allt þar til hún lét af störfum vegna
veikinda.
Útför Sigrúnar verður gerð frá
Laufáskirkju í dag, 18. desember
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
Mig langar langar að kveðja góða
konu, systur mína, hana Sísu. Eitt-
hvað er þetta svo óraunverulegt,
fyrir nokkrum vikum varstu svo
frísk og flott að engan grunaði að
handan við hornið biði eitthvað sem
mannlegur kraftur réði ekki við. Við
áttum margar góðar stundir saman
og umfram allt vorum ávallt sáttar
hvor við aðra. Ég bauð nánast aldrei
til veislu án þess að bjóða þér með
eða fór á rúntinn með fjölskyldunni
án þess að heyra í þér, enda sagðist
þú vera stóra barnið mitt. Þú varst
mér einstök stoð þegar ég var í
námi, komst hvern morgun í strætó
í vetrarkuldanum og passaðir fyrir
mig frumburðinn minn hana Ing-
unni Emblu. Þið Ingunn Embla
bundust vinaböndum þennan vetur
sem aldrei rofnuðu. Einnig varstu
einstök að stökkva til er ég hringdi í
þig með skömmum fyrirvara og bað
þig um aðstoð með börnin mín. Það
mætti eflaust telja á fingrum ann-
arrar handar þau skipti sem þú gast
ekki komið. Því má segja að við höf-
um verið góðar hvor við aðra. Ávallt
kvaddir þú okkur með þessum orð-
um: „En hvað það er yndislegt að
koma til ykkar, manni líður alltaf
svo vel hjá ykkur.“
Þú krafðist ekki mikils af þínum
nánustu en ef beiðni kom þá vorum
við öll sannarlega tilbúin að rétta
þér hjálparhönd. Við munum sakna
þín við borðið á Þorláksmessu, jól-
um, áramótunum, afmælum, matar-
boðum og í öll hin skiptin sem við
hefðum hist Sísa mín. Ég kveð þig
með sorg í hjarta stóra systir og ef
ég mætti einhverju ráða myndi ég
óska þess að þú hefðir ekki verið
kölluð svo fljótt til annarra verka.
Mikið er ég glöð í hjarta að ég gat
gefið þér hluta af lífi mínu því þar
fannstu svo sannarlega að þú varst
einstök. Hvíl í friði elsku systir og
minning þín mun lifa með okkur að
eilífu.
Þú verður að
reikna með því að
lifa hvern dag
á þann hátt sem
þú telur að þér
muni hugnast að
lifa lífinu – þannig
að ef því lyki
á morgun gætirðu
glaðst yfir
unnu verki.
(Jane Seymour)
Guðrún Elfa Skírnisdóttir
(Gunnella).
Elsku Sísa mín. Ég á svo erfitt
með að trúa því að þú sért farin frá
okkur. En nú er þjáningunum lokið
og þú þarft ekki lengur að leika
hetjuna. Einhvern veginn hafði
maður gert ráð fyrir því, eins og svo
mörgu öðru, að við ættum eftir að
eiga ótal góðar stundir saman. En
lífið getur verið óútreiknanlegt og
ósanngjarnt. Þetta kennir manni að
lifa lífinu fyrir hvern dag og njóta
hverrar stundar.
Ég er svo þakklát fyrir vikuna
sem við áttum saman eftir að þú
fékkst þessar hræðilegu fréttir og
ekki síður fyrir þessa síðustu viku.
Ég átti dýrmætan tíma með þér og
náði að kveðja þig og það mun
hjálpa mér í sorginni. Það var ynd-
islegt að sjá hvað þér leið vel þegar
við vorum sem flest hjá þér, því
þannig höfum við alltaf viljað hafa
það Sísa, því fleiri því betra. Og best
þegar allir tala hátt og hlæja mikið.
Við erum svo rík að eiga þessa ynd-
islegu samhentu fjölskyldu og eigum
að þakka svo mikið fyrir hana. Ef ég
hefði bara átt eina ósk hefði ég þó
óskað þess að jólin ættum við sam-
an, mikið verða þau skrítin án þín.
Ég var búin að hlakka til að koma
heim með krílin mín sem hafa
stækkað svo mikið frá því þú sást
þau síðast. En við munum reyna að
njóta jólanna eins og þú hefðir gert
og horfa fram á veginn.
Við höfum öll lært mikið af þér,
þér sem heillaðir alla sem kynntust
þér með æðruleysi þínu og þroska.
Það var ótrúlegt hversu mikinn
styrk þú sýndir, ekki bara núna
heldur alla tíð í þínum miklu veik-
indum. Ég held að ég muni aldrei
eftir að hafa heyrt þig kvarta, sama
hversu mikið var á þig lagt. Og nú
þegar þú kvaddir kveiðstu engu því
þú vissir að þú hafðir aldrei gert
neinum illt og áttir ekkert nema vini
og ástvini í kringum þig.
Ég mun varðveita allar góðu
minningarnar og segja börnunum
mínum frá þér, því það er það sem
mér þykir sárast, að þau fái ekki að
kynnast þér. Elsku besta Sísa mín,
ég vona að nú dansir þú á Skarði,
sem prinsessa eins og þú sagðist
ætla að gera og að pabbi standi þér
við hlið. Ég óska þess að þið gætið
okkar hinna og veitið okkur styrk.
Hvíldu í friði elsku systir mín.
Saknaðarkveðja.
Þín systir,
Hjördís Sunna (Bella).
Klukkan er að verða sex, Sísa
hlýtur að fara að koma. Þannig
minnist ég Sísu mágkonu minnar,
þegar hún var að koma suður í sínar
hefðbundnu læknisferðir. Hún var
vön að koma alltaf á sama tíma til
okkar til að gista, hún vildi hafa rút-
ínu og reglu á hlutunum. Ég er ein-
staklega þakklát fyrir allar góðu
stundirnar sem við fjölskyldan átt-
um með Sísu þegar hún var hjá okk-
ur. Hún var svo dugleg að fylgjast
með heimsmálunum og gaman að
heyra hana segja frá. Þakklát fyrir
gleðistundirnar á Ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn fyrir rúmum tíu ár-
um þegar við fórum út og Skafti gaf
henni nýrað og allt gekk svo vel,
þessar stundir eru ógleymanlegar.
Þakklát fyrir hvað Sísa reyndist
Rúnari Steini og Lilju vel og var góð
við þau, það er mjög dýrmæt minn-
ing fyrir þau. Elsku Dísa, stórt
skarð er höggvið í hópinn þinn en þú
átt yndislega fjölskyldu sem stendur
þétt við bakið á þér, sendi mínar
dýpstu samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Elsku Sísa, ég kveð þig með sorg í
hjarta, takk fyrir allt.
Kristbjörg Lilja.
Elsku Sísa mín, þú varst æðisleg
og sterk mannseskja. Ég man þær
stundir þegar þú komst til okkar í
Vallengi og gistir í herberginu mínu.
Það var alltaf gott að fá þig til okkar
og er ég mjög þakklát fyrir að fá að
lifa þær stundir með þér. Alltaf
þekkti maður þig þegar þú varst að
keyra í bænum á flotta bláa bílnum
með stóru teningana hangandi í
speglinum.
Þakka þær góðu stundir sem við
höfðum, hvíldu í friði.
Þín frænka,
Lilja.
Sísa var mjög góð frænka og hún
var alltaf svo gjafmild. Á hverju ári
gaf hún okkur jóladagatal, páska-
egg, Þorláksmessugjafir og stund-
um líka nýársgjafir. Hún gaf mér
skemmtilegar gjafir sem gaman er
að eiga og skoða. Hún passaði okkur
Sigrún Skírnisdóttir✝
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi,
GUÐNI STEFÁN VALSSON,
Garðbraut 84,
Garði,
lést á heimili sínu aðfaranótt mánudagsins
6. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey miðvikudaginn
15. desember.
Einlægar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu
sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug á erfiðum tíma.
Sérstakar þakkir fær Björgunarsveitin Ægir.
Með Guðs blessun og jólakveðjum,
Valur Kristinsson, Jóhanna Andrea Markúsdóttir,
Þórunn Ólöf Valsdóttir,
Kristinn Ingi Valsson,
Markús Karl Valsson, Guðrún Sonja Hreinsdóttir,
Daníel Þór Valsson,
Jóhanna Andrea Markúsdóttir,
Guðmundur Hreinn Markússon,
Valur Ingi Markússon,
Þorvaldur Markússon.
✝
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN SMÁRI FRIÐRIKSSON,
Grundargerði 5e,
Akureyri,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 15. desember.
María Daníelsdóttir,
Dýrleif Jónsdóttir,
Dýrleif Jónsdóttir, Ármann Guðmundsson,
Kolbrún Jónsdóttir, Kristinn Hreinsson,
Guðrún Jónsdóttir, Sölvi Ingólfsson,
Rúnar Jónsson, Brynja Rut Brynjarsdóttir
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR ÞÓRÐARSON,
Dvalarheimilinu Garðvangi, Garði,
áður Smáratúni 44,
Keflavík,
lést þriðjudaginn 14. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn
22. desember kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hans er bent á Blindrafélagið.
Erlendur Ragnarsson, Þórdís Pálsdóttir,
Kristín Hrönn Ragnarsdóttir, John R. Brantley,
María Hafdís Ragnarsdóttir, Sveinbjörn Þórisson,
Þórður Ragnarsson, Guðbjörg Jónsdóttir,
Ómar Ragnarsson,
Rut Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur,
HAUKUR KARLSSON
Brúasmiður,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju
mánudaginn 20. desember kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent
á Umhyggju (félag til stuðnings langveikum
börnum).
Hafdís Hauksdóttir Kjærgaard, Mikkel C. Kjærgaard,
Eva Kjærgaard,
Marinó Bóas Karlsson, Sigfríð Elín Sigfúsdóttir,
Íris Karlsdóttir, Guðmundur Haraldsson.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HILMAR R. B. JÓHANNSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk þriðjudaginn
7. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Fyrir hönd aðstandenda,
Birgir Hilmarsson.