Morgunblaðið - 18.12.2010, Síða 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
Safneign Listasafns Reykjavíkurnemur um 16 þúsund listaverkum,þarf af eru verk í almennri lista-verkaeign safnsins 3136, þ.e. verk
sem hvorki eru í almenningsrými utandyra
eða tilheyra sérsöfnum kenndum við ein-
staka listamenn, t.d. Kjarval og Erró. Ný-
lega áskotnaðist safninu á fjórða hundrað
verka að gjöf frá Erró, þ. á m. nokkur
Kjarvalsverk. Á síðastliðnum 5 árum hafa
245 verk verið keypt inn og á sýningunni
„Ný aðföng“, sem nú stendur yfir á Kjar-
valsstöðum, má glöggva sig nánar á þessum
innkaupum og sjá sýnishorn verkanna.
Verkin á sýningunni endurspegla nokkuð
jafnt kynjahlutfall og þótt verk eftir karla
séu ívið fleiri, er þetta mikil breyting frá
fyrri tíð. En hvað ræður helst för í vali á
verkum, annað en jafnréttissjónarmið? Þar
eru gæði að sjálfsögðu í fyrirrúmi; fólkið
sem valist hefur í innkaupanefnd hefur allar
faglegar forsendur til að meta hvað telst
góð myndlist – og hvaða myndlist end-
urspeglar helstu strauma og stefnur en
slíkt er mikilvægur hvati á bakvið söfn-
unina. Safninu ber að verða eins „fullkomið“
og unnt er, með áherslu á listsköpun í
Reykjavík. Mikilvægur þáttur í þeirri við-
leitni felst í því að stoppa upp í göt eða eyð-
ur í safneigninni, eða jafnvel í leiðrétt-
ingum: sífellt er verið að endurmeta
listasöguna.
Nokkur fjöldi verka er frá sýningum á
vegum safnsins sjálfs. Þannig er að finna
verk frá því snemma á ferli Braga Ásgeirs-
sonar frá yfirlitssýningunni „Augnasinfonía“
árið 2008, myndir eftir Eyborgu Guðmunds-
dóttur (frá 1975) og Arnar Herbertsson frá
sýningunni „Blik“ sem haldin var í fyrra og
fjallaði um op-list, og vatnslitaverk, m.a.
eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá
frá sýningunni „Blæbrigði vatnsins“ fyrr á
þessu ári. Æting eftir Ragnheiði Jónsdóttur
var hluti sýningarinnar „Með viljann að
vopni“ á haustmánuðum og plöntuþrykk eft-
ir Eggert Pétursson sáust á yfirlitssýningu
á verkum hana árið 2007 en þessar sýn-
ingar voru allar haldnar á Kjarvalsstöðum.
Verk eftir fjóra listamenn tengjast svo sýn-
ingunni „Ljóslitlífun“ sem haldin var í
Hafnarhúsinu í ársbyrjun. Málverk Þórdís-
ar Aðalsteinsdóttur var sýnt á einkasýningu
hennar á Kjarvalsstöðum árið 2006 auk
þess sem sjá má verk eftir marga listamenn
sem komið hafa að sýningarhaldi á vegum
safnsins, þótt verkin séu ekki þau sömu og
þar voru sýnd. Þannig fara saman rann-
sóknir safnsins á myndlist, miðlun og inn-
kaup – og söfnunin undirstrikar það list-
sögulega mat sem felst í sýningum þess. Af
þessari upptalningu má sjá að slík starfsemi
lýtur bæði að því að greina strauma og mik-
ilvægi listamanna í samtímanum, og í end-
urliti að bæta við því sem vantar inn í safn-
eiginina, svo sem ákveðnum miðlum eða
tímabilum, verkum eftir tiltekna listamenn
og þ. á m. verkum kvenna sem litið hefur
verið framhjá.
Mörg verkanna hafa auðvitað verið keypt
á ýmsum sýningum utan safnsins, með
áherslu á fjölbreytni miðla; þarna má sjá
teikningar, vatnslitamyndir og málverk,
keramík, skúlptúr- eða rýmisverk, grafík,
textaverk, vídeó, hljóðverk, textílverk og
ljósmyndir. Umfjöllunarefni listamannanna
spanna allt frá sígildri glímu við liti og form
á tvívíðum fleti, frásagnarlegum verkum
þar sem annarleikinn er í fyrirrúmi, ljós-
myndum sem taka á samfélagslegum álita-
málum, til viðamikilla innsetninga. Breidd
listamanna er af hinu góða en meðal þess
sem vert er að gefa gaum eru teikningar
frá eftirminnilegri sýningu Guðjóns Ketils-
sonar í Listasafni ASÍ, skemmtilegar klippi-
myndir eftir Jón Laxdal, kögurklætt og
húmorískt verk í anda naumhyggjunnar eft-
ir Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur, fant-
asíukennt safn Olgu Bergmann og ögrandi
skúlptúr Jóns Gunnars Árnasonar frá árinu
1973 sem talar beint inn í samtímann.
Safnað í sarpinn
Morgunblaðið/Golli
Ný aðföng Hér má m.a. sjá verk eftir Ingu Þórey Jóhannsdóttur, Þórdísi Aðalsteinsdóttur og
Guðrúnu Hrönn Ragnarsdóttur. Verkin á sýningunni endurspegla ýmsar stefnur og strauma.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir
Ný aðföng 2006-2010
bbbmn
Til 23. janúar 2011. Opið alla daga kl. 10-17. Að-
gangur ókeypis.
ANNA JÓA
MYNDLIST
Þetta er ævintýralega góðplata og segir minnst aðgefa henni fimm stjörnurá þeim tíma þegar fimm
stjörnur skreyta umsagnir um
allskonar meðalverk í tónum og
orðum; sem er kannski ekkert
skrítið þegar fjölmenni sest í sæti
gagnrýnenda
og engin við-
mið eru sett
af fjölmiðlum
um stjörnu-
gjafir.
Horn er
fimmti disk-
ur Jóels með eigin hljómsveit á
tólf árum og flestir þeirra marglof-
aðir og verðlaunaðir bæði heima
og erlendis. Tónlist Jóels hefur
breyst síðan Prím kom út 1998 –
sérí lagi hefur hrynmyndin þróast
– orðið sterkari og ágengari einsog
varð m.a. hjá Miles Davis og ýms-
um af strákunum hans eftir að
þeir yfirgáfu meistarann. Harð-
bopp-yfirbragð sumra verkanna
verður ekki eins heyranlegt í hry-
norgíunni, en ballöðulínurnar
fögru skjóta upp kollinum – jafn-
vel enn magnaðri en fyrr einsog
„Keilir“ og „Þel“, þarsem hinn
mjúki blástur með rætur í vold-
ugum tenórtóni millistríðsáranna
ásamt Rollins og Coltrane, gnæfir
við himin. Allt mótað í hinn jóel-
íska stíl sem hefur haft mikil áhrif
á yngri saxófónleikara hérlendis.
Það ekki bara Jóel sem er
stjörnusólisti á plötunni. Hinn ungi
Ari Bragi Kárason hefur aldrei
leikið jafnvel og þarna og flyg-
ilhornssóló hans í „Þeli“ er full-
þroska. Eyþór Gunnarsson er líka
flottur í sóló sínum í þeirri ballöðu
glæsilega studdur hljómavef Dav-
íðs Þór, sem á fína orgelspretti
víða ss. í „Togi“ og „Tjörn“. Einar
Valur er svo kjölfesta hins oft
massífa hljómaveggs Eyþórs og
Davíðs Þórs sem og hrynurinn
magnar list einleikaranna . Lögin
eru níu og má segja að þau myndi
eina svítu frá fyrstu píanóhljómum
Eyþór í „Stigmál“ þartil Jóel end-
ar „Bíslag“ oft rifinn einsog fríd-
jassararnir, en líka rafmagnaður
og lokatónninn websterískur
framhjáblástur. Fullkomin lok á
magnaðri plötu þarsem heyra
mátti margan demantinn sem fór
ofangarðs og neðan á kraftmiklum
hljómleikum á Jazzhátíð Reykja-
víkur í haust, degi áður en haldið
var í hljóðver.
Ef Prím og Klif voru ferðalag
frá hinum órafmagnaða Miles til
frjálsari spuna og Septett bætti
sveifluþættinum oft skemmtilega
við, var Varp upphaf hins marg-
ræðari hryns sem kenndur er við
flest frá rokki til pönks og fönks
og síðan sameinast allir þessir
þættir í Horni sem er höfuðverk
Jóels til þessa. Hvert leiðin liggur
þaðan verður spennandi að heyra.
Stjörnudiskur
Geisladiskur
Jóel Pálsson: Hornbbbbb
Jóel Pálsson tenórsaxófón og kontra-
bassaklarinett, Ari Bragi Kárason
trompet og flygilhorn, Eyþór Gunn-
arsson píanó, Rhodes píanó og Mini-
moog, Davíð Þór Jónsson, Hammond-
orgel, Minimoog, barítonsaxófón og raf-
bassa og Einar Scheving trommur.
Tekið upp í Stúdíó Sýrlandi 28.-30.
ágúst 2010. Flugur003.
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Morgunblaðið/RAX
Jóel Pálsson „Þetta er ævintýralega
góð plata,“ segir rýnir um Horn.
Samtíminn er einkar hugleik-inn rithöfundum um þessarmundir en þeir fara mis-jafnlega með hann og sem
betur fer er varla hætta á því að
sagnfræðingar framtíðar leiti í
smiðju glæpasagnahöfunda nútíðar
til að varpa ljósi á stöðu og gang
mála á líðandi stundu.
Glæpasagan Önnur líf eftir Ævar
Örn Jósepsson er ein þessara sam-
tímasagna þar sem hrottaleg nauðg-
un og morð tengjast hruninu og eft-
irmála þess. Byrjunin lofar góðu af
sakamálasögu að vera en fljótlega
fer allt á verri veg og plottið gengur
einfaldlega ekki upp. Allt of margir
endar eru lausir og hnútarnir ekki
rétt hnýttir.
Höfundur tengir söguna við sam-
tímann með til dæmis því að gera
raunverulega menn að persónum í
eigin hlutverki. Síðan er ýmislegt
nefnt til sögunnar sem hefur gerst
hérlendis undanfarin tvö ár og það
fært í búning auk þess sem sjá má
líkindi í sögunni með mönnum og
málefnum. Gott og vel, en þegar gert
er lítið úr laganna verði og búinn til
drykkjurútur og fífl úr lögreglu-
manni, sem annars gegnir veiga-
miklu hlutverki, dettur botninn úr
sögunni. Ekki bætir úr skák þegar
þingmaður er gerður að drullusokki
og lágkúran nær hámarki sínu í
sameiginlegum ódæðum fjölskyldu-
meðlima. Þá er langt því frá trúverð-
ugt að bendla ódæðismann við
stjórnmálaflokk og líknarsamtök og
gefa þannig jafnvel til kynna að við-
komandi starfi í
skjóli flokksins og
samtakanna.
Þetta er subbuleg
bók. Vel má vera að
undirheimar hér-
lendis séu orðnir
óyfirstíganlegir og
að stjórnvöld ráði
ekki við neitt, en höfundur málar
veruleikann frekar dökkum litum og
valtar yfir nánast allt og alla. Ekki
trúverðugt. Sama á við um stílinn.
Reynt er að gera samræður sem
eðlilegastar og þær virðast oft vera
það en þetta stöðuga enskuskotna
mál er þreytandi til lengdar og virk-
ar óraunverulegt. Það er líka pínlegt
að reyndur rithöfundur skuli end-
urtaka sig orðrétt og það í sama
kafla, en tvær fyrstu málsgreinarnar
í 2. kafla eru þær sömu og næstu
tvær.
Ævar Örn Jósepsson hefur skrif-
að spennandi bækur og þess vegna
hefði mátt búast við betra verki að
þessu sinni en raun ber vitni. Í sögu-
lok er ýmislegt opið og ekki kæmi á
óvart þó sjálfstætt framhald fylgdi
sögunni. Þá hlýtur höfundur að gera
betur og verður í raun að gera það til
þess að standast samkeppnina.
Hnútarnir ekki rétt hnýttir
Önnur líf
bbnnn
Eftir Ævar Örn Jósepsson.
Uppheimar, 2010. 361 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/ÞÖK
Ævar Örn „Höfundur málar veru-
leikann frekar dökkum litum.“
Það ætti engan að undra aðPaolo Giordano hafi fengiðhin virtu Premio Strega-verðlaun fyrir þessa fyrstu
skáldsögu sína. Sem fyrsta verk er
hún að sönnu tilkomumikil þó að ým-
issa vankanta gæti um leið.
Sagan fjallar um tvær einmana sál-
ir, þau Alice og Mattia sem eru að ei-
lífu tengd en ná þó aldrei fyllilega
saman. Alice stríðir við líkamlega
fötlun, er hölt á fæti eftir skíðaslys í
æsku en hún er einnig anorex-
íusjúklingur. Mattia er hins vegar á
mörkum þess að vera einhverfur og
hefur það á sálinni að hafa valdið
dauða tvíburasystur sinnar.
Rennsli sögunnar og bygging
hennar er glúrin og þýðing Hjalta
Snæs Ægissonar er lipur. Hann nær
að snara andblæ og stemningu allrar
framvindu vel og þægilegt fumleysi
er bundið í blaðsíðurnar. Tónninn er
fölur og melankólískur
og Giordano lýsir vel
sálarlífi söguhetjanna
sem eru dæmdar til
einmanaleika þótt þær
strögli af misveikum
mætti við að ná ein-
hverri tengingu við
umheiminn. Giordano, sem er eðlis-
fræðingur, notar þá stærðfræðileg
hugtök skemmtilega til að varpa ljósi
á meinsemdir Mattia.
Því miður, og það er helsti löstur
sögunnar, nær hún ekki að halda
dampi út í gegn. Þannig er fyrsti
þriðjungurinn mjög vel stílaður og
þéttur en eftir það losnar um og
manni líður eins og einhver tækifæri
hafi farið forgörðum. Maður sér fyrir
sér fljótræði og fát vegna dauðastik-
unnar alræmdu. En hvað sem öðru
líður er þetta lofandi höfundur og
meistaraverkin bíða, sé vel haldið á
spöðum.
Einmana prímtölur
bbbnn
Eftir Paolo Giordano. Bjartur (Neon)
2010. 359 bls. Hjalti Snær Ægisson þýddi.
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
BÆKUR
Paolo Giordano Hann „lýsir vel sál-
arlífi söguhetjanna.“
Enginn er eyland