Morgunblaðið - 18.12.2010, Síða 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010
Söngkonan Anna Mjöll Ólafs-
dóttir heldur tónleika á morgun,
19. desember, á Kaffi Rósenberg og
hefjast þeir kl. 21. Á tónleikunum
mun Anna flytja lög af nýrri jóla-
plötu sinni, Christmas JaZZmaZ, en
á henni má finna sígild jólalög í
djössuðum útsetningum.
Djössuð jól hjá Önnu
Mjöll á Rósenberg
Fólk
The South River Band eða bandið Suður-
ársveitin gefur út disk um jólin sem nefnist Um
jólin. Hljómsveitarmeðlimirnir eru sveitungar
og frændur frá Ólafsfirði. Á Kleifum í Ólafs-
firði er bær sem þeir eiga ættir að rekja til og
nefnist Syðri á. Þar er mikil söngmenning og
eftir Kleifamótið árið 2000 ákváðu þeir að
stofna hljómsveit. Þeir hafa hist vikulega síðan
þá og æft og samið lög.
„Þetta er einsog hálfgerður saumaklúbbur,“
segir Helgi Þór Ingason, einn meðlimur sveit-
arinnar úr sveitinni. „Þetta er jóladiskur sem
við höfum gengið með í maganum mjög lengi.
Við ákváðum núna í ár að setja mikinn kraft í
þetta og vorum í sumar að semja jólalög. Ég
var mikið úti á verönd í sumar í steikjandi hita,
ber að ofan, berjandi frá mér flugurnar og
samdi jólalög um snjókorn og nístandi snjó-
bylji. Í mestu hitabylgjunni samdi ég mjög
kuldalegan texta um jól á Hvanndölum þarsem
ég er að velta fyrir mér hvernig jólin hafa ver-
ið á þeim afskekkta stað. Það eru tólf lög á
plötunni og um það bil helmingur þeirra er
frumsaminn. Þetta er þjóðlagatónlist þar sem
við erum með lifandi hljóðfæri; fiðlu, gítar,
mandólín, harmonikku og kontrabassa,“ segir
Helgi.
Ekkert tónleikahald verður hjá hljómsveit-
inni þar sem einn meðlimanna, Ólafur Þórð-
arson, liggur þungt haldinn á spítala í Reykja-
vík og segir Helgi að hugur þeirra sé hjá
honum um þessi jól. borkur@mbl.is
Suðurársveitin kemur suður með jólaplötu
Suðurársveitin Ólafur, Helgi, Matthías, Ólafur
Baldvin og Jón Kjartan í South River Band.
Einhver skærasta poppstjarna
Íslands, Páll Óskar, ætlar að vera
algjörlega gordjöss á Nasa í kvöld.
Páll mun þeyta skífum fram á
morgun og spila ýmis góð og vinsæl
partílög auk þess að taka eigin
smelli eins og honum einum er lag-
ið. Sérstakir gestir Páls Óskars
verða bræðurnir Friðrik Dór og
Jón Jónsson. 20 ára aldurstakmark
er í partíið sem hefst kl. 23.30.
Gestir eru hvattir til þess á miða-
söluvefnum midi.is að taka með sér
myndavélar þar sem Páll hafi gam-
an af því að pósa, enda gordjöss
eins og fram hefur komið.
Gordjöss Palli, Friðrik
Dór og Jón Jónsson
Kvikmyndin Rokland, byggð á
samnefndri bók Hallgríms Helga-
sonar, verður frumsýnd 14. janúar
2011 í Sambíóunum. Frá því segir á
fésbókarsíðu myndarinnar. Með að-
alhlutverkið í myndinni, Bödda
Steingríms, fer leikarinn viðkunn-
anlegi Ólafur Darri Ólafsson en
leikstjóri er Marteinn Þórsson.
Rokland frumsýnt 14.
janúar í Sambíóum
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Árið 2010 hefur verið annasamt hjá
hljómsveitinni Seabear, sem hefur
haldið nærfellt 100 tónleika á árinu
um veröld víða. Seabear er ein af
þessum skilgetnu afkvæmum nýj-
ustu tækni og vísinda í tónlistariðn-
aðinum; tölvupóstur, stafræn tón-
listartækni og annað slíkt gerir
Seabear kleift að hafa bækistöðvar á
Fróni en atvinnuna utan þess (og
dásamleg tónlistin gerir auðvitað
sitt gagn líka!). Hún er lítt þekkt
hérlendis en á harðfylgna aðdá-
endur erlendis og fer sá hópur
stækkandi. Sveitin hefur enda verið
á ferð og flugi í fjögur ár, eða allt
síðan að kynning á fyrstu breiðskíf-
unni, The Ghost That Carried Us
Away, hófst. Önnur platan, We Built
A Fire, sem út kom í mars, er svo
ástæða alls þessa flandurs í ár.
Það var það
„Jú jú, það var það,“ segir Sindri
Már Sigfússon, söngvari, gítarleik-
ari og lagahöfundur Seabear, að-
spurður hvort árið hafi ekki verið
annasamt.
„Við fórum út strax í janúar og
höfum svo verið að fara út í hverjum
mánuði. Nokkrum sinnum til Evr-
ópu og tvisvar til Ameríku. Við átt-
um frí í júlí og júní en annars hefur
þetta verið svo gott sem stanslaust.“
Tónleikarnir eru tæplega hundr-
að, og af alls kyns toga segir Sindri,
uppátroðslur í útvarpsþáttum, sjón-
varpsþáttum og vefþáttum t.d.
„Það er t.d. í tísku að láta sveitir
spila á einhverjum skrítnum stöð-
um; við spiluðum í kókosbolluverk-
smiðju í Noregi, í einhverjum garði í
New York, úti á svölum í Póllandi og
í tómu skrifstofuhúsnæði í Þýska-
landi.“
Seabear lék líka í Berlín í janúar í
frostgaddi miklum. Sindri hlær við.
„Já, það var víst kuldamet í borg-
inni. Þetta er mesta sturlun sem ég
hef tekið þátt í, við gátum spilað í ca.
30 sekúndur en svo þurftum við að
stilla hljóðfærin aftur þar sem þau
voru öll orðin fölsk. Ég er búinn að
komast að því að Ísland er heitasta
land Evrópu á veturna, það er eins
og að koma til hitabeltiseyju að
koma hingað aftur, eftir að hafa ver-
ið í þessum Mið-Evrópulöndum að
vetri til.“
Náið
Sindri og sveitin eiga í góðu sam-
starfi við Morr Music í Berlín og
vinna náið með umboðsmanni, bók-
ara og útgáfu.
„Þetta er nýja viðskiptamódelið í
indíbransanum,“ segir Sindri.
„Seabear og svo Sin Fang (sóló-
verkefni Sindra) eru með þýskan
umboðsmann á sínum snærum
og hann stendur sig feikivel.
Þjóðverjarnir eru bara svo pott-
þéttir, það stenst allt sem þeir
segja og það er aldrei neitt „þetta
reddast“ í gangi. Þeir eru gríð-
arlega skipulagðir og það er
t.d. búið að skipuleggja
allt næsta ár hvað
Seabear viðkemur.“
Hann segir að næsta ár hjá Sea-
bear fari líklega í að semja og taka
upp plötu sem kæmi svo út 2012. Ný
Sin Fang-plata kemur út í mars,
Sóley hljómborðsleikari gefur út
breiðskífu og aðrir meðlimir hafa
líka nóg að gera við önnur verkefni,
tónlistartengd og ekki.
„Það eru kostir og gallar við að
vera á svona löngum ferðalögum.
Annars vegar er þetta draumur
hvers starfandi tónlistarmanns en
það er erfitt að þurfa að horfa á
barnið sitt byrja að ganga í gegnum
Skype. Ég vinn þó eingöngu við
þetta þannig að ég get varið miklum
tíma með fjölskyldunni á milli túra.
Ég geri líka dálítið af því að semja
stef fyrir auglýsingar og kvikmynd-
ir. Það er fáránlega mikið af pen-
ingum í þeim bransa en það þarf að
selja skrilljón plötur til að fá eitt-
hvað út úr því. En svo teikna ég líka
og mála og sel það í gegnum netið
þannig að það tikkar alltaf eitthvað
inn. Þannig að ég lifi af listinni, sem
mér finnst eiginlega hálfótrúlegt.“
Kókosbollu-
verksmiðja í
Noregi
Seabear hefur verið á linnulausu
tónleikaferðalagi allt þetta ár
Sveitin Seabear í öllu sínu veldi með Sindra eiturslakan á kantinum.
Seabear heldur lokatónleika
sína á þessu ári í nýuppgerðu
Tjarnarbíói á morgun, sunnu-
dag. Sindri segist hlakka mikið
til að spila á staðnum en þess
ber að geta að ekki eru nema
200 miðar í boði. Um upphitum
sér hljómsveitin Hudson
Wayne en miðaverð er
2.000 kr. Húsið verð-
ur opnað klukkan 20
og tónleikar hefjast
stundvíslega klukkan
21. Forsala aðgöngu-
miða er í anddyri
Tjarnarbíós á virk-
um dögum frá 13-15
og á midi.is.
Árið kvatt
KVEÐJUTÓNLEIKARNIR
Seabear Byrjaði
sem sólóverkefni.
sögubók. Meðal
þeirra má nefna
sönginn um hann
Vilhjálm níunda
greifa af Poitou.
Aðrir textar segja
sögur sem kitla
ímyndunarafl
hlustanda eins og lögin „Matinée“ og
„Við Ari“. Textarnir á plötunni eru
sérstaklega skemmtilegir og athygl-
isvert hvernig textahöfundurinn Bene-
dikt H. Hermannsson leikur sér að ís-
lenskri tungu í bland við einhvers
konar útlensku. Kannski Benna
Hemm Hemmsku?
Við fyrstu hlustun svipar plötunni
Áplötunni Skot leiða samanhesta sína Benni HemmiHemm og hljómsveitinRetro Stefson sem sér um
undirleik. Platan er óvenjulegt sam-
bland gleðipopps með söngtextum
sem sumir hverjir eru dálítið eins og
sungnir beint upp úr mannkyns-
nokkuð til tónlistarstíls Belle and Seb-
astian í bland við Badly Drawn Boy.
Segja má að Benni Hemmi sé eins kon-
ar tónlistar-hjarðmaður sem smalar til
sín ýmiskonar tónlistarmönnum til að
ramma inn rödd sína og gítarspil. Á
þessari plötu smalar hann saman heilli
hljómsveit og hefur hópnum tekist að
búa til plötu fulla af forvitnilegum og
heillandi hljómum með töfrandi söng-
textum. Þeir flytja hlustanda í ferðalag
þar sem áfangastaðurinn skiptir ekki
öllu máli heldur miklu frekar ferðin
sjálf. Það er þannig sem tónlist Benna
Hemm Hemm lætur hlustanda líða
áfram í þægilegum nið sem lætur vel í
eyra og huga hans.
Samkennd Benni Hemm Hemm fékk liðsmenn Retro Stefson í lið með sér á
nýjustu plötu sinni. Þessa skemmtilegu mynd má finna í umslagsbæklingi.
Benni Hemmi Hemm – Skot
bbbmn
MARÍA ÓLAFSDÓTTIR
TÓNLIST
Heillandi hljómur,
töfrandi textar