Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 63

Morgunblaðið - 18.12.2010, Page 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2010 Sýnd kl. 2(650kr.) og 3:50 (ísl. tal) Sýnd kl. 2(950kr.) og 5 EINN BESTI SPENNU- TRYLLIR ÁRSINS... ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND HHH Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:30 HHH “Heldur manni í heljargreipum. Ég sef með kveikt ljósin á næstunni...” T.V. - Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10 (enskt tal - ótextuð) KOMDU Í FERÐALAG OG UPPLIFÐU ÆVINTÝRI NARNIA EINS OG ÞÚ HEFURALDREI SÉÐ ÁÐUR. Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10 (ótextuð) Sýnd kl. 2(950kr.), 4 og 6 (íslenskt tal) -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.isTilboð í bíó GILDIR Á ALLARSÝNINGAR MERKTARMEÐ RAUÐU Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum SMÁRABÍÓ Nánar á Miði.is Nánar á Miði.isBORGARBÍÓ NARNIA 3 3D KL. 3 (900kr.) - 5.30 - 8 - 10.15 UNSTOPPABLE KL. 6 - 8 PARANORMAL ACTIVITY 2 KL. 10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 3 (600kr.) - 4.30 7 12 16 L Nánar á Miði.is MEGAMIND 3D ÍSL. TAL KL. 1 (950kr.) 3.30 - 5.50 MEGAMIND 3D ENSKT TAL ÓTEXTUÐ KL. 5.50 - 8 - 10.10 NARNIA 3 3D KL. 1 (950kr.) 3 - 5.30 - 8 - 10.30 NARNIA 3 3D LÚXUS KL. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 FASTER KL. 8 - 10.10 PARANORMAL ACTIVITY 2 KL. 10.10 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 1 (700KR.) 3.30 JACKASS 3D ÓTEXTAÐ KL. 5.50 - 8 ARTHÚR 3 KL. 1 (700) laugardag - 3.40 L L 7 7 16 16 L 12 L NARNIA 3 3D KL. 4 (950kr.) - 6.30 - 9 FASTER KL. 8 - 10.10 AGORA KL. 3 - 6 - 9 NIKO OG LEIÐIN TIL STJARNANNA KL. 4.30 (700KR.) - 6.20 UNSTOPPABLE KL. 10.10 EASY A KL. 4 - 6 YOU WILL MEET A TALL DARK STRANGER KL. 8 7 16 14 L L L L HÁSKÓLABÍÓGLERAUGU SELD SÉR ÍSL. TALÍSL. TALT.V. - KVIKMYNDIR.IS Hann leitar hefnda á þeim sem sviku hann. Frábær hasarmynd! "MYND SEM HITTIR Í MARK!" -H.H, MBL Í 3-DMEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 3-D 5% Einfalt með kokkalandsliðinu Matarritstjórn: Bjarni G. Kristinsson og Fritz M Jörgensson. Sögur bbbbn Hugmyndin er góð, að fá kokkalands- liðið til að sjóða saman auðvelda sæl- kerarétti sem eiga það sam- eiginlegt að innihalda aldrei fleiri en fjögur hrá- efni. Um leið fáum við að kynnast liðsmönnum kokkalandsliðsins sem deila með okkur sínum eftirlæt- isréttum. Reyndar innihalda margar upp- skriftanna aðeins fleiri hráefni, en þau má finna í flestum eldhúsum og eru vatn, olía, salt og sykur, svo fátt eitt sé nefnt. Þó svo að uppskriftirnar innihaldi ekki mörg hráefni eru þarna hug- myndir að nokkuð fjölbreyttri mat- seld, smáréttum, meðlæti, kjöt- og fiskréttum, sósum, brauðum og eft- irréttum svo fátt eitt sé nefnt. Myndir af kokkunum eru per- sónulegar og flottar og eins er vel til fundið að hrúga öllu liðinu inn í eitt eldhús eins og gert er á for- síðumyndinni. Allt umbrot er einnig til fyrirmyndar. Bókin er góð viðbót í eldhúsið og hægt að nýta við hvers kyns matseld sem flestir ættu að ráða við. Stóra Disney matreiðslubókin Ritstjórn: Helga Dögg Björgvinsdóttir / Crymogea. Edda útgáfa. bbbbm Ekki er ég viss um að út- gefendur Stóru Disney- matreiðslubók- arinnar hafi gert sér í hug- arlund að bókin ætti eftir að verða ein mest selda bók ársins 2010. Sú varð hinsvegar raunin og því fjölmargir landsmenn sem luma á einni slíkri, eða munu allavega gera það eftir jólin. Bókin er afar fjölbreytt og klisjan um að allir finni eflaust eitthvað við sitt hæfi á vel við. Uppskriftirnar eru misjafnar, í sumum er hollustan ekkert endilega í aðalhlutverki en aðrar innihalda spelt, agave-sýróp og annað sem jafnan einkennir upp- skriftir sem þykja í hollari kant- inum. Þá eru þarna afar einfaldar uppskriftir með örfáum hráefnum í bland við aðeins flóknari gjörninga og allt þar á milli. Uppsetningin á bókinni er afar góð, upplýsingar skýrar og aðgengi- legar og myndirnar stílhreinar og girnilegar. Listar yfir áætlaðan eld- unartíma, áhöld og erfiðleikastig matreiðslunnar auðvelda ungum matreiðslumeisturum undirbúning og listar yfir hráefni og aðferðir eru afar skýrir og auðskiljanlegir. Disney-fígúrurnar sem leggja nafn sitt við uppskriftirnar eiga ef- laust eftir að auka áhuga ungra mat- reiðslumanna á eldamennskunni ekki síður en matnum sjálfum. Það er nokkuð öruggt að grænmet- isvefjur Þyrnirósar sem litlar hend- ur hafa matreitt sjálfar bragðast talsvert betur en hefðbundnar grænmetisvefjur úr eldhúsi foreldr- anna. Léttir réttir Hagkaups Friðrika Hjördís Geirsdóttir Hagkaup bbbbn Nú hefur ver- ið ákveðið að talað verði um verslunina Hag- kaup í eintölu, því heitir nýj- asta mat- reiðslubókin frá versluninni Léttir réttir Hagkaups. En það er önnur saga. Hér er það kokk- urinn góðkunni Friðrika Hjördís Geirsdóttir, Rikka, sem er höfundur uppskrifta. Það er skemmst frá því að segja að umrædd bók er stútfull af girni- legum léttum réttum. Rikka hefur greinilega viðað að sér fjölda girni- legra uppskrifta í gegnum tíðina og í bókinni má finna margskonar rétti úr fjölbreyttu hráefni. Þrátt fyrir að léttir réttir sé þema bókarinnar eru uppskriftirnar langt því frá einsleit- ar og þarna er að finna ýmiskonar mat, meðlæti og smárétti eins og áð- ur sagði. Í stíl við hina léttu línu sem er dregin í bókinni fylgir svo rammi með upplýsingum um næringargildi í hverjum rétti fyrir sig og aftast í bókinni fylgja svo nánari útskýr- ingar á hlutverki helstu næring- arefna sem nefnd eru til sögunnar. Þessi hluti bókarinnar gagnast trú- lega mörgum. Uppsetning bókarinnar er í takt við aðrar matreiðslubækur Hag- kaups og ekkert uppá það að klaga. Ég saknað þess að stungið væri uppá hvers kyns mat sósur og með- læti pössuðu best með. Það er nefni- lega vel til fundið að benda á ým- iskonar meðlæti í bókinni með stærri réttunum til að hægt sé að nýta allt sem bókin hefur uppá að bjóða. Léttir réttir Hagkaups á án efa eftir að gagnast mörgum við elda- mennsku, bæði byrjendum og lengra komnum. Gestgjafinn 30 ára – í tilefni dagsins Ritstjórn: Sólveig Baldursdóttir og Guðrún Hrund Sigurðardóttir Birtíngur/Gestgjafinn bbbnn Hið margróm- aða tímarit Gest- gjafinn fagnar 30 ára útgáfuafmæli um þessar mund- ir. Því er vel til fundið hjá að- standendum að gefa út sam- antekt af síðum blaðanna í bókarformi. Þá er reynd- ar skrítið að ekki hafi verið gengið alla leið og gerð ærleg samantekt frá upphafi útgáfunnar, en bókin inni- heldur uppskriftir frá „und- anförnum árum“. Bókin er falleg og fagmannlega sett upp og myndirnar sömuleiðis eins og best verður á kosið í mat- reiðslubókum. Enda fagfólk á ferð sem fæst við þessa hluti með góðum árangri í Gestgjafanum mán- aðarlega. Röð uppskrifta er fremur óhefð- bundin, byrjað er á eftirréttum, en svo taka eftirréttir og partíréttir við. Aðalréttirnir reka svo lestina. Tals- vert fleiri uppskriftir er að finna í fyrstnefndu flokkunum, og upp- skriftir að girnilegum kökum og klúbbaréttum ná langt framyfir miðja bók. Því hefði kannski átt að halda til haga í upptalningu á forsíðu, hafa fjölmennustu flokkana sem fyrst koma fyrir í bókinni efsta á lista. Þá fannst mér helst til mikill sam- tíningur í kaflanum um morgunmat- inn, réttir eins og volg eplakaka hefðu frekar átt heima í kaflanum um kökur og eftirrétti. En uppskriftirnar í þessari fallegu bók eru afar girnilegar og henta fyr- ir alla sælkera sem vilja gera sér og sínum glaðan dag. Matreiðslubækur Birta Björnsdóttir birta@mbl.is Yfirlit yfir nýútkomnar matreiðslubækur Morgunblaðið/Árni Sæberg 4 stjörnur Léttir réttir Friðriku Hjördísar Geirsdóttur virka vel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.