Morgunblaðið - 18.12.2010, Blaðsíða 68
LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2010
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Gefa út stormviðvörun
2. „Vissi alltaf að hún væri stelpa“
3. Fastur á heiði með tonn af rjóma
4. Börnin aftur til móður sinnar
Mynd Dags Kára Péturssonar var
frumsýnd í Danmörku í vikunni og
hefur fengið góða dóma í helstu miðl-
um þar í landi. Myndin er nýkomin út
á mynddiski hérlendis.
Morgunblaðið/Golli
Danir himinlifandi
með Dag
Listamaðurinn
Daníel Hjörtur
mun munda
keðjusög af mikilli
list framan við
búðina Eitthvað
íslenskt á Skóla-
vörðustíg 14 á
morgun frá kl.
13.00. Er það í
þökk listagyðjunnar en Daníel sker
mannsandlit út úr rekaviðardrumb-
um og öðru trékenndu efni. Sjón er
sögu ríkari en Daníel mun troða upp á
heila tímanum.
Maður með keðjusög
á Skólavörðustígnum
ADHD í Þjóð-
menningarhúsinu
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 10-18 m/s með éljum, hvassast norðvestanlands, en
léttskýjað suðvestantil. Hiti kringum frostmark en vægt frost inn til landsins.
Þriðja íslenska knattspyrnukon-
an hefur bæst í raðir sænsku bik-
armeistaranna Örebro eftir að
María Björg Ágústsdóttir, mark-
vörður úr Val, skrifaði í gær undir
eins árs samning við félagið. Þar
með verður þriðjungur mark-
varða sænsku úrvalsdeildarinnar
á næsta keppnistímabili Íslend-
ingar. »1
María Björg til
bikarmeistaranna
Sundkonan efnilega úr
Hafnarfirði, Hrafnhildur
Lúthersdóttir, heldur áfram
að stórbæta eigin árangur
og Íslandsmetin á heims-
meistaramótinu í sundi í
Dubai. Hún komst að auki í
annað sinn í undanúrslit á
mótinu í gær. Framundan er
keppni í þriðju greininni þar
sem möguleiki er einnig á
sæti í undanúrslitum. »2
Ekkert lát á
metaslætti á HM
„Það hefðu kannski verið meiri
möguleikar hjá okkur ef við hefðum
dregist á móti liði eins og Schalke en
eins og Chelsea hefur spilað síðustu
vikurnar tel ég að við eigum alveg
möguleika á að komast áfram,“ segir
Sölvi Geir Ottesen, leik-
maður FCK sem mætir
Chelsea í 16 liða úrslit-
um Meist-
aradeildar
Evrópu í
knatt-
spyrnu. »
3
Eigum alveg möguleika
á að komast áfram
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Hin árlegu bókmenntaverðlaun
bóksala voru veitt í gær. Bóksalar
landsins völdu Veiðimenn norðurs-
ins eftir Ragnar Axelsson (RAX)
bestu fræðibók ársins. Í öðru sæti
var Sveppabókin eftir Helga Hall-
grímsson. Besta íslenska skáld-
sagan er að mati bóksala Svar við
bréfi Helgu eftir Bergsvein Birg-
isson og í öðru sæti var Ljósa eft-
ir Kristínu Steinsdóttur. Besta
ljóðbókin er Blóðhófnir eftir Gerði
Kristnýju og Þrjár hendur eftir
Óskar Árna Óskarsson var í öðru
sæti. Ævisaga Gunnars Thorodd-
sen eftir Guðna Th. Jóhannesson
var valin besta ævisaga ársins og
Þóra biskups eftir Sigrúnu Páls-
dóttur lenti í öðru sæti.
Besta þýdda skáldsagan er
Hreinsun eftir finnsku skáldkon-
una Sofi Oksanen en hún hlaut
Bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs fyrr á þessu ári fyrir
þá bók og spennubókin Dávald-
urinn eftir Lars Kepler lenti í
öðru sæti. Besta barnabókin er
Árstíðirnar eftir Þórarin Eldjárn
og Guðrún
Helgadóttir
hafnaði í öðru
sæti með bók
sína Lítil saga
um latan unga.
Besta þýdda
barnabókin er
svo að mati
bóksala mat-
reiðslubókin
Þú getur eldað og í öðru sæti í
þeim flokki var ævintýrabókin
Töframaðurinn eftir Michael
Scott.
Morgunblaðið/Golli
„Mjög ánægður,“ sagði RAX sem fékk blómvönd frá bóksölunum Bryndísi Loftsdóttur og Kristínu Gísladóttur.
Bóksalar velja það besta
RAX með bestu fræðibókina Svar við bréfi Helgu
besta skáldsagan Gunnar Thoroddsen besta ævisagan
Þetta er ellefta árið sem verð-
laun bóksala eru veitt.
Þau eru alls veitt í sjö
flokkum. Kjörseðlar
eru sendir til allra
bókabúða landsins og
starfsmenn þeirra
velja þær bækur sem
þeir telja bestar. Ekki
er um verðlaunafé að
ræða en bækurnar fá
veglegan sess í bóka-
búðum og eru sérstaklega
merktar með viðurkenningar-
miðum.
Sjö flokkar
VERÐLAUN BÓKSALA
Nýverið opnaði hópur spilaáhuga-
manna leikjamiðstöðina Leikjavík í
fjölmenningarmiðstöðinni Múltí-
kúltí á Barónsstíg. Þar sameinast
spilaáhugamenn yfir borðspilum og
hafa gaman af. Stofnendur Leikja-
víkur hófu að spila í heimahúsi en
vegna vinsælda spilasamkomanna
þótti ráð að finna húsnæði sem gæti
hýst allan mannskapinn.
Að sögn Filipu Andrade, spila-
áhugamanns og stofnanda, var sú
hugmynd einnig uppi að stækka
hópinn. Það hefur heldur betur
gengið eftir því nú mæta til leiks 20
til 30 manns á hverju kvöldi og spila
ýmis spil, en í spilamiðstöðinni
fyrirfinnast meira en 70 spil af öll-
um stærðum og gerðum. »26
Spila borðspil í
leikjamiðstöðinni
Leikjavík í Reykjavík
Morgunblaðið/Golli
Skemmtun Spilaáhugamenn ættu að líta
inn í leikjamiðstöðina í miðborginni.
Fargjöld Strætó
bs. hækka um
5%-25% á næsta
ári. Stakt gjald
hækkar úr 280
kr. í 350 kr. en
tímabilskort
hækka um allt að
14,8%. Þá mun
afsláttur eldri
borgara miðast við 70 ára aldur í
stað 67 ára.
Framlög sveitarfélaganna til
Strætó bs. hafa lækkað um 5% á
milli ára og finnur fyrirtækið sig
því knúið til að grípa til gjald-
skrárhækkunar. »6
Kostar 350 krónur í
strætó á næsta ári
Hinir árlegu jólatónleikar hljóm-
sveitarinnar ADHD fara fram í Þjóð-
menningarhúsinu sunnudagseftir-
miðdegið 19. desember klukkan
17.00. Sveitin er skipuð þeim Óskari
Guðjónssyni, Ómari Guðjónssyni,
Davíð Þór Jónssyni og Magnúsi
Tryggvasyni. Sérstakur gestur verður
saxófónleikarinn snjalli Rúnar
Georgsson.
Á sunnudag og mánudag Norðaustan 8-15 m/s og snjókoma eða él norðan- og norð-
austantil, en léttskýjað sunnan- og suðvestantil. Frystir víðast hvar.
Á þriðjudag Norðlæg átt, 8-13 m/s með éljum, en léttskýjað um landið sunnanvert.
Frost víða 5 til 10 stig.