Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 2 0. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  297. tölublað  98. árgangur  PAKKAÐ INN Í GRJÓT, MOSA OG SNJÓ Í SJÖUNDA HIMNI EFTIR METIN LOÐMAR LISTA- VERK FYRIR ALLA HRAFNHILDUR Á HM ÍÞRÓTTIR JÓLABÆKURNAR 37UMBÚÐAPAPPÍR 10 Yfirlit yfir nýútkomnar barnabækur dagar til jóla 4 Gluggagægir kemur í kvöld www.jolamjolk.is Mikil röskun varð á áætlun ís- lensku flugfélaganna um helgina vegna snjókomu víðsvegar í Evr- ópu. Icelandair þurfti að aflýsa ferðum til og frá London og París í gær. „Flug til og frá Heathrow hef- ur legið niðri vegna veðurs,“ segir Guðjón. „Það er einhver umferð um Heathrow, en það er misjafnt eftir flugstöðvarbyggingum. Til dæmis er ekki hægt að koma flugvélum til eða frá flugstöðvarbyggingunni sem Icelandair notar,“ sagði Guð- jón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, við mbl.is í gær- kvöldi. Um 1.500 manns, sem áttu farmiða með Icelandair voru strandaglópar ýmist hér á landi eða í Evrópu. Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Ex- press, segir að félagið hafi þurft að seinka flugi til og frá Gatwick- flugvelli í London, en flugvöllurinn hafi opnast og lokast á víxl. Hún segir ekki útilokað að félagið muni bæta við flugferðum næstu daga til að vinna þetta upp, en það verði skoðað strax og flugvellir hafi verið opnaðir að nýju. „En eins og staðan lítur út núna ættum við að geta undið ofan af þessu án þess að þurfa að bæta við flugferðum,“ seg- ir Kristín. Á milli 250 og 300 manns biðu eftir flugi með Iceland Express. annalilja@mbl.is Nærri 2.000 strandaglópar  Snjókoma á helstu flugvöllum Evrópu Reuters Moka Snjóruðningstæki að störfum á Heathrow-flugvelli í gær. Tunglið var tignarlegt yfir Esjunni í gær en almyrkvi á tungli verður í fyrramálið, frá kl. hálfsjö til níu. Samkvæmt veðurspám eru ágætar líkur á að landsmenn sjái til almyrkvans, sér í lagi sunnanlands. »14 Tunglmyrkvi í fyrramálið Morgunblaðið/Árni Sæberg Það vakti mikið uppnám á Alþingi og einkum í stjórnarliðinu þegar þrír þingmenn Vinstri grænna; þau Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason og Lilja Mósesdóttir, tilkynntu að þau myndu ekki greiða fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar at- kvæði sitt heldur sitja hjá og eiga þannig samleið með stjórnarand- stöðunni en ekki ríkisstjórninni. For- dæmi þessa hefur ekki fundist. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra gagnrýndi þingmennina þrjá harðlega og sagði naumast hægt að líta á þá sem stuðningsmenn rík- isstjórnarinnar lengur. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra sagði að ábyrgð stjórnar- liða næði í senn til skyldu til að verja ríkisstjórn vantrausti og að styðja fjárlagafrumvarp hennar. Stjórnar- þingmenn sem gerðu slíkt ekki yrðu að skoða hvar í veröldinni þeir væru staddir, eins og Össur orðaði það. Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði að þau þrjú sem setið hefðu hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið gætu ekki setið áfram í þingflokknum „eins og ekk- ert hefði ískorist“. Hætt er við að hjásetu þingmann- anna þriggja verði að skoða í nýju ljósi því samkvæmt heimildum Morgunblaðsins tóku þingmennirnir þrír ákvörðun um hjásetu sína á há- degisfundi þar sem sátu auk þing- mannanna þriggja þau Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra, Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, formaður þingflokks Vinstri grænna (er í barn- eignarleyfi), og Jón Bjarnason, land- búnaðar- og sjávarútvegsráðherra. Þingmenn VG eru 15 eftir að Þrá- inn Bertelsson gekk til liðs við þing- flokkinn. Fjörutíu prósent þing- manna VG voru því á fundinum þegar hin sögulega ákvörðun um hjá- setu við afgreiðslu fjárlaga var tekin. Heimildarmenn Morgunblaðsins bentu á að í þessu ljósi yrði að líta á tiltölulega vinsamleg ummæli Ög- mundar Jónassonar um hjásetu þingmannanna þriggja. Samráð um hjásetu vegna afgreiðslu fjárlaganna  Sex þingmenn höfðu samráð um hjásetuna, þeirra á meðal tveir ráðherrar Afgreiðsla fjárlaga » Atli Gíslason, Ásmundur Ein- ar Daðason og Lilja Mós- esdóttir, þingmenn VG, sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga. » Fjárlögin voru samþykkt með 32 atkvæðum en 31 sat hjá á Al- þingi sl. fimmtudag. Tæpari mátti meirihlutinn ekki vera. » Sex af fimmtán þingmönnum Vinstri grænna lögðu á ráðin um hjásetu þingmannanna þriggja.  Þriðji geirinn svonefndi; hjálp- arsamtök og önnur frjáls fé- lagasamtök og sjálfseign- arstofnanir, er talinn velta um 60 milljörðum króna á ári hér á landi. Er þá mið- að við að veltan jafngildi um 4% af vergri lands- framleiðslu líkt og í helstu ná- grannalöndum eins og Svíþjóð. Á bak við þessar fjárhæðir eru m.a. þjónustusamningar hins opinbera við félög og samtök innan geirans, jólaaðstoðin og sala á flugeldum, lottói og öðrum happdrættum. Ann- ars er verið að kortleggja betur þennan markað innan nýstofnaðs Fræðaseturs þriðja geirans. »18 Þriðji geirinn veltir milljörðum króna Mikið hjálparstarf fer fram fyrir jólin.  „Það er mikill munur á veður- spám ennþá, sérstaklega fyrir að- fangadag, það munar nærri tíu stigum á hitanum. Það er því enn spurning hvort úrkoman verður snjór eða rigning á aðfangadag, þótt það verði kalt fram að því,“ segir Óli Þór Árnason hjá Veður- stofu Íslands. „Það verður samt svalara um norðan- og austanvert landið, það er eiginlega það eina sem er nokkuð öruggt. En enn er of snemmt að spá um hvít eða rauð jól á sunnan- og suðvestanverðu land- inu,“ segir Óli en telur að þetta muni skýrast í kvöld. Of snemmt að spá um rauð eða hvít jól Veðrið Verða hvít eða rauð jól? Morgunblaðið náði tali af Sigurgeiri M. Jenssyni í gærkvöldi, en dóttir hans, Harpa Elín, er strandaglóp- ur á Charles de Gaulle-flugvelli í París. „Hún sagði að henni og öðrum Íslendingum hefði verið hrúgað inn í herbergi á flugvellinum, með eina kaffivél, og þar hefðu þau starað á skjái til að fá fréttir af fluginu. Svo hvarf flugnúmerið bara skyndilega af skjánum. Hún var ekki hress með samskiptaleysið. Nú er þeim sagt að að þau komist heim annað kvöld [í kvöld].“ Flugnúmerið hvarf af skjánum FARÞEGAR ICELANDAIR FASTIR Í PARÍS Harpa Elín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.