Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 ✝ Friðrik HelgiJónsson fæddist á Siglufirði 13. nóv- ember 1951. Hann lést að heimili sínu í Reykjavík 12. desem- ber 2010. Hann var sonur hjónanna Stein- unnar Friðriksdóttur, f. 10. janúar 1934, og Jóns Árnasonar, f. 28. september 1932, d. 1. apríl 2007. Systkini Friðriks eru Elín Guðrún Jónsdóttir, f. 22. mars 1953; Árni Frímann Jónsson, f. 6. ágúst 1955; Ástríður Sigurrós Jónsdóttir, f. 23. mars 1961, og Jón Steinar Jónsson, f. 14. október 1963. Friðrik kvæntist konu sinni Guð- nýju Ágústu Steinsdóttur 14. sept- ember 1974. Guðný fæddist 18. ágúst 1954 í Reykjavík, foreldrar hennar eru Steinn Guðmundsson, f. 15. maí 1933, og Guðbjörg Soffía Petersen, f. 20. júlí 1933. Friðrik og Guðný eignuðust saman tvö börn þau Hildi, f. 11. júlí 1985, og Stein, f. 23. mars 1988. sínu sviði og var eftirsóttur til margvíslegra starfa. Hann var for- stöðumaður Félagsvísindastofn- unar 1999-2009. Hann sat einnig í stjórnum stofnana skólans, var varafulltrúi í háskólaráði og tók þátt í margs konar nefndarstörfum fyrir Háskóla Íslands. Hann var forstöðumaður Rannsóknastofn- unar uppeldismála 1986-1987 og formaður skólanefndar Mennta- skólans við Hamrahlíð um skeið. Einnig gegndi hann ýmsum trún- aðarstörfum fyrir mennta- málaráðuneytið. Friðrik var ötull rannsóknamaður í sálfræði í nær þrjá áratugi. Hann var að- alhvatamaður og stjórnandi ráð- stefnuhalds um rannsóknir í fé- lagsvísindum, sem nú kallast Þjóðarspegill, fyrst 1994 og fram til ársins 2008. Friðrik lék knatt- spyrnu með yngri flokkum og var markvörður meistaraflokks FH. Síðar tók hann að sér þjálfun, eink- um markvarða. Útför Friðriks fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í dag, 20. des- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 16. Fyrstu fjögur ár ævi sinnar bjó Friðrik hjá ömmu sinni og afa á Siglufirði, en eftir það ólst hann upp hjá foreldrum sínum í Hafnarfirði. Friðrik lauk kennaraprófi og stúdentsprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1973, BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1976, meist- araprófi í fé- lagssálfræði frá London School of Economics 1977 og doktorsprófi frá Háskólanum í Sheffield 1986. Hann vann næstum allan sinn feril í Háskóla Íslands, varð stundakenn- ari í félagsvísindadeild árið 1983 og lektor í sálfræði árið 1989. Hann varð dósent í sömu grein 1992 og prófessor árið 2007. Aðal- kennslugrein Friðriks var fé- lagssálfræði en á ferli sínum sinnti hann kennslu miklu víðar, bæði innan sálfræðinnar og utan. Hann var vinsæll kennari og farsæll stjórnandi, gat sér góðan orðstír á Elsku bróðir, ekkert var mér fjar- lægara en að setjast niður og skrifa um þig minningargrein. Ég gekk allt- af að því sem vísu að þú yrðir til stað- ar og ég gæti tekið í styrka hönd þína hvenær sem er. Ég þekki ekki annað en að eiga þig að og geta leitað til þín í gleði og sorg. Frá fæðingu hefur þú passað mig og mínar fyrstu minning- ar tengjast þér. Hugurinn leitar aftur til þess þegar þú um fermingu sóttir mig þriggja eða fjögurra ára stelpu- hnátuna í leikskólann. Þú tókst þétt í höndina á mér og við gengum saman sundið við hliðina á St. Jósefsspítala. Á leiðinni kenndir þú mér að segja orðið útvarp og svo kartafla. Tungan vafðist eitthvað fyrir mér en það var engin gagnrýni frá þér heldur aðeins þolinmæði kennarans sem vildi að sú stutta kæmi orðunum rétt frá sér. En auðvitað var það ekki alltaf einfalt fyrir unglinginn að þurfa að taka ábyrgð á litlu systur, eins og við Sel- vogsgötuna, þú slepptir hendinni af mér, en bauðst mér litla putta. Það var aldrei að vita hverjum við mætt- um, þú unglingurinn með litlu systur í eftirdragi. Þegar ég varð aðeins eldri varstu fljótur að ráða mig til hinna ýmsu verkefna sem ég hefði ef- laust unnið kauplaust en að fá 500 krónur fyrir að klóra þér á bakinu; 500 strokur voru unnar af samvisku- semi enda reiknaðir þú ekki með öðru. Í gegnum árin hef ég alltaf verið svo ótrúlega stolt af þér. Þegar þú varst í markinu hjá FH, kláraðir námið við LSE og ekki síst þegar þú varðst doktor. Örlögin höguðu því þannig að þú kvaddir okkur í hinsta sinn daginn sem þú hélst upp á 25 ára doktorsafmæli. Þú gerðir allt svo vel, varst fyrirmyndareiginmaður og fyr- irmyndarfaðir. Hvernig þú komst fram við þitt fólk var aðdáunarvert, af látleysi og hógværð, þó þú værir fastur fyrir og ákveðinn. Af yfirveg- un var orðum hagað þannig að í þeim fólst stuðningur en ekki gagnrýni, en um leið oft ögrun til að fá fólk til að hugsa. Þeir eru ófáir nemendurnir sem hafa hrósað þér í mín eyru sem af- burðakennara. Þú lagðir alúð við það starf og mikinn metnað í undirbúning fyrir hverja önn og það kallaði oft á vinnu heilu næturnar, enda gerðir þú meiri kröfur til þín en annarra. En þú varst fyrst og síðast vinur vina þinna. Órækasti vitnisburðurinn um hversu góður þú varst við alla, sem stóðu þér nærri, er vinahópurinn sem heimsótti þig reglulega í gegn- um veikindin. Mikið þótti okkur öll- um vænt um hversu mikla ræktar- semi æskuvinirnir og samstarfsmaður sýndu þér og langar mig að þakka Sigurði Grétarssyni, Steingrími Þórðarsyni og Viðari Halldórssyni fyrir hlýjuna og traust- ið sem þeir sýndu þér alla tíð. Það var okkur öllum mikið áfall þegar þú greindist með krabbamein vorið 2008. En þú ákvaðst strax að sigrast á þessum sjúkdómi og barðist af hörku allan tímann. Allt fram á síð- asta dag varst þú ákveðinn í að hafa sigur. Síðustu dagar hafa verið erfiðir en að fá að vera með þér fram á síðustu stundu mun alltaf ylja mér um hjartarætur og strengurinn sem var á milli okkar verður aldrei slitinn. Guð geymi þig, elsku bróðir. Þín litla systir, Ástríður Sigurrós (Ásta Rós). Kveðja frá Barcelona. Friðrik var einstaklega góður maður, með húmorinn í lagi og alltaf glaður. Fyrirmynd hann flestum var, þótt lið hans hafi verið Tottenham. Kunnir ráð við flestu og með allt á hreinu, enda sálfræðingur með meiru. Meistari á Meistaravöllum varst, keppnisskap þú ávallt barst. Við kveðjum þig með söknuði, elsku Friðrik frændi. Minningu þína við munum alltaf geyma, þú ert í hjarta okkar allra hérna heima. Um leið og ég kveð þig bið ég góð- an Guð að passa Guðnýju, Hildi, Stein og ömmu Steinunni. Þín frænka, Guðrún Nielsen. Það var svalt síðustu vikuna í sept- ember 1958 þegar hringt var á dyra- bjöllunni hjá okkur í nýbyggingunni á Hringbrautinni. Við vorum nýflutt úr Óla Garða-húsi, sem stóð í miðri Illubrekkunni, og vorum hálffeimin við sírat nýju íbúðarinnar sem var dyrasími. Fyrst í stað þótti okkur svolítil tilgerð að tala í dyrasíma milli hæða í húsi sem hafði ekki venjuleg- an síma og því var hlaupið niður með- an við vöndumst tækninni. Úti í haustnepjunni stóð brosandi og snöggklipptur Friðrik Helgi Jónsson með fráhneppt í hálsinn. Hann sagði að við yrðum í sama bekk í Barna- skóla Hafnarfjarðar og að við værum víst skyldir í ofanálag, nokkuð sem húsbóndinn á Hringbrautinni stað- festi síðar og rakti til manna sem höfðu tekið til handargagns fleira sauðfé en þeir áttu. Vináttan var inn- sigluð áður en september var allur og hélst áreynslulaust síðan. Í Barnaskóla Hafnarfjarðar hófum við skólalærdóm með því að bíða í röð eftir öðlingnum Kjartani Ólafssyni, sem í endurminningunni var ævin- lega í gráum jakkafötum og ilmaði af filterslausum Camel. Kjartan var svo góður og við bekkjarsystkinin svo elsk að honum að jafnvel steinbíts- takið, sem hann notaði stundum til að róa æsta stráka, varð eins og blíðleg stroka. Enginn hafði viðlíka áhrif á okkur og hann alveg þangað til við kynntumst Bítlunum. Á leiðinni heim úr skólanum hrekktum við svo stelp- ur sem okkur leist vel á. Á Hringbrautinni og í Háukinninni uppgötvuðum við riddara hring- borðsins og seinna Stones. Við sór- umst í fóstbræðralag við þá vorið 1963 og innsigluðum það með kaup- um á „Sixties Chelse“-skóm, þessum með breiðu teygjunni og hælnum. Grimmir töffarar á 1. bekkjar ballinu í Flensborg, í skónum og með áhnepptar blúndur á skyrtunum sem hannyrðakonan í Háukinninni útbjó. Nýtt líf hófst 1966 þegar Friðriki áskotnaðist fyrir fermingarpen- ingana fyrsta alvörugræjan, Robert‘s útvarp. Sunnudagskvöldin fóru í Top Twenty á Radíó Luxemburg, hvílík kvöld. Í júní 1967 kom svo Sgt. Pep- per‘s og tónninn var gefinn fyrir Kennaraskólaárin. Axlasítt hár og nýir vinir. Upp frá því fór að örla á áhuga Friðriks á sálinni, því óræða fyribæri. Það var þá sem ég áttaði mig á því að við hugsuðum ekki alltaf eins. Þá fór hann að hlusta á Dylan og Motown-liðið með blásturshljóðfær- unum sem er nú ekki beinlínis rokk. Og skömmu seinna viðraði Friðrik pólitískar skoðanir sem voru ekki al- veg eins og Hafnarfjarðarkratisminn sem ég var alinn upp við. Eftir á að hyggja held ég þó að ólíkar skoðanir okkar í þeim efnum hafi verið eins og hjá þeim sem aldrei lásu pólitísku fræðin vel. Að minnsta kosti vöfðust þau aldrei fyrir vináttu okkar. Síðustu tvo áratugina tókum við upp þráðinn frá unglingsárunum og spiluðum bridds. Við hefðum bara þurft önnur 20 ár saman á því sviði til að verða góðir. Svo er ævinlega um þann mann sem eignast góða konu að hann vex á því að hún er með honum. Það var gæfa Friðriks að feta lífsbrautina með Guðnýju Steinsdóttur. Elsku- semi hennar er viðbrugðið. Steingrímur Þórðarson. Við Friðrik kynntumst haustið 1960, þegar ég settist í 9 ára A hjá Kjartani Ólafssyni í Barnaskóla Hafnarfjarðar. Vorum nágrannar – á Hvaleyrarbraut og í Ásbúðartröð. Síðan urðum við samskipa í lífinu í hálfa öld. Báðir fóru í Flensborg, Kennaraskólann, Háskóla Íslands og í meistara- og doktorsnám til Eng- lands. Svo í starf við Háskólann. Þar höfum við verið nánir samverkamenn í tæpa þrjá áratugi. Líka miklir FH- ingar og átt góðar stundir í leik og starfi með Fimleikafélaginu. Fyrir nokkrum árum tók Friðrik upp á því að hjóla úr Reykjavík á heimaleiki FH í Kaplakrika. Tvö sumur hjólaði ég með honum. Við áttum góðar stundir tveir einir og um margt að spjalla. Nú sé ég betur hversu dýr- mætir þessir hjólatúrar voru. Unn- um líka oftast. Þótti ekki verra. Hann var minni en ég þegar við vorum níu ára. Strákarnir í bekknum flugust gjarnan á, sjaldan þó í illu. Oft slógumst við Frikki og alltaf eins: hann boxaði og kom einhverjum höggum í andlitið á mér áður en ég kom honum flötum á skólamölina – og lá síðan ofan á honum þangað til allur vindur var úr okkur. Ekki var kappið minna í fótboltanum. Þegar við vorum í 12 ára A komum við á skólamóti í knattspyrnu og gáfum til þess bikar – sagt var að við hefðum þegar smíðað hillu undir bikarinn í okkar stofu. Úrslitaleiknum töpuðum við fyrir 11 ára C, þar sem Þórir heit- inn Jónsson fór fremstur í flokki. All- ir vorum við beygðir, en markvörð- urinn hljóp beint heim, grenjandi af reiði. Seinna lærði Friðrik að temja skap sitt betur. En dugnaðurinn, metnaðurinn og keppnisskapið ein- kenndu hann ævilangt. Vinir hans hafa síðustu ár dáðst að því harðfylgi sem hann sýndi í sinni síðustu glímu. Friðrik var Háskóla Íslands frá- bær starfsmaður. Hann gegndi lyk- ilhlutverki við uppbyggingu kennslu í sálfræði í félagsvísindadeild. Líka í Félagsvísindastofnun, þar sem hann var forstöðumaður í áratug. Ráð- stefna um rannsóknir í félagsvísind- um – nú Þjóðarspegillinn – var að miklu leyti hans verk. Einn fremsti vísindamaður Háskólans var í dóm- nefnd sem mælti með framgangi Friðriks í starf prófessors. Hann sagði mér, að það starf hefði verið sér alveg sérstök ánægja: óeigingirnin hefði leiftrað úr ferilskránni. Friðrik hefði ekki bara sinnt þeim starfsþátt- um sem í punktakerfi Háskólans gilda til hærri launa og aukins starfs- frama, heldur lagt sig allan fram við að efla greinina, deildina, Háskólann – hvort sem því fylgdi veraldleg umb- un eða ekki. „Svona mann vildi ég hafa í minni deild!“ bætti hann við. Oddaverjar sakna Friðriks. Sam- ræðna á kaffistofu um enska menn- ingu, stjórnmál, fræði, mannlíf. Skarpra og fyndinna athugasemda. Kerskni og stríðni. Stöku sinnum of- urlítils koníaks inni á skrifstofu eftir verkalok. Vinar, sem alltaf var hægt að leita til ef á bjátaði. Fyrir hönd starfsfólks Félagsvís- indasviðs HÍ votta ég Guðnýju, Hildi, Steini og öðrum ættingjum dýpstu samúð okkar – um leið og við þökkum samvistirnar við Friðrik. Hann var góður drengur. Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs HÍ Minning um kæran vin. Elskulegur vinur okkar, Friðrik H. Jónsson, er látinn eftir erfið veik- indi. Aldrei kom annað til greina hjá honum en að sigra og háði hann hetjulega baráttu allt til enda með Guðnýju sér við hlið sem gætti hans og fylgdi hvert fótmál. Annar eins kærleikur og á milli þeirra ríkti er vandfundinn. Það var alltaf tilhlökk- unarefni þegar matarklúbbskvöldin voru framundan. Við höfum haldið þeim sið í mörg ár að hittast og eiga saman góðar stundir vinkonurnar ásamt mökum. Friðrik var hafsjór af fróðleik hvort sem var um tónlist, knattspyrnu, bókmenntir eða lífið al- mennt. Hann var snjall í rökræðum, vildi brjóta málin til mergjar og hafði af því yndi. Hann var mikill fjöl- skyldumaður, frábær faðir, góður fé- lagi barna sinna og naut þess að styðja þau í þeim verkefnum sem þau tóku sér fyrir hendur. Friðrik var dýrmætur vinur sem við öll söknum. Elsku Guðný, Hildur, Steinn og fjölskylda. Missir ykkar er mikill. Megi almættið veita ykkur styrk til að líta fram á veginn í sorginni og geyma með ykkur minninguna um góðan dreng. Blessuð sé minning hans. Sólrún, Jóhannes, Aðalheiður, Oddur, Ásta og Guðleifur. Í dag kveðjum við góðan vin og fé- laga til áratuga. Það er í minningunni ekki svo ýkja langt síðan að leiðir okkar Friðriks lágu saman í fótbolt- anum í FH og síðan í gegnum lífið. Friðrik Helgi var vinur vina sinna, hafði ákveðnar skoðanir og rökræð- urnar voru margar sem við áttum, fyrst um fótboltann, sem fylgdi okk- ur alla tíð, og síðan einnig um pólitík- ina. Frikki var markmaður í FH lið- inu á 8. og 9. áratugnum, góður markmaður en gekk með það í mag- anum að hann væri einnig frábær framlínumaður en ekki voru margir sem deildu þeirri skoðun með honum. Frikki var metnaðarfullur, vildi ná langt bæði í leik og starfi, glaður á góðri stundu, mikill fræðimaður og hafði góðan skilning á íþrótt íþróttanna, knattspyrnunni. Við hjónin urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi að fylgja þeim Frikka og Guð- nýju á lífsleiðinni og man ég vel þeg- ar þau byrjuðu að draga sig saman snemma á 8. áratugnum. Frikki var gæfumaður í einkalífi og samband þeirra Guðnýjar ávallt hlýtt og nota- legt, virðing og samkennd einkenndi þau. Börnin Hildur og Steinn nutu ástríkis og umhyggju og má segja að veganesti þeirra út í lífið sé gott, góð gildi í hávegum höfð. Það er margs að minnast þegar maður á besta aldri er kallaður burt. Æfingar, leikir, keppnisferðir og ferðir á útihátíðir á yngri árum. Skemmtilegar minningar koma upp um heimsóknir bæði hér heima og er- lendis þegar árin liðu og konur og börn komu inn í líf okkar. Alltaf var Frikki í jafnvægi, yfirvegaður en ávallt skemmtilegur. Það var því erf- itt að fá þær fréttir á vordögum 2008 að Frikki hefði greinst með erfiðan sjúkdóm, en ekki kvartaði hann. Hann ætlaði sér að sigrast á þessum sjúkdómi en beið lægri hlut að lokum þrátt fyrir hetjulega baráttu, ávallt með Guðnýju sér við hlið. Hennar barátta var ekki síður hetjuleg. Söknuður hennar og barnanna Hild- ar, Steins og kærustunnar Mörtu er mikill. Frikki var stoð þeirra og stytta, hvatti þau áfram á jákvæðan hátt. Frikki mun ávallt lifa í hjarta okkar og minningin um hann aðeins kalla fram kærleika og hlýju. Guðný, Hildur, Steinn, Marta og Steinunn: Ykkar er missirinn mest- ur, megi minningin um góðan dreng, ástríkan föður, elskulegan eiginmann og umhyggjusaman son ávallt lifa með ykkur og styrkja á erfiðum tím- um. Viðar Halldórsson og Guð- rún Bjarnadóttir. „Vertu viss“ var nokkuð sem vinur minn Friðrik Helgi Jónsson sagði við mig og innprentaði mér fyrir margt löngu. Nú þegar hann hefur kvatt eftir erfið veikindi er ég ekki lengur viss um að ég skilji hina ýmsu hluti sem tengjast lífinu og tilverunni. Allavega er ég ekki viss og skil ekki hvernig almættið velur í liðið hjá sér. Vini mínum er þar eflaust ætlað stórt og mikið hlutverk þó ég vildi heldur hafa hann í okkar liði hér á jörðinni. Kynni okkar voru í fyrstu tengd íþróttum en þróuðust síðan í ævi- langa vináttu þar sem fjölskyldur okkar léku stórt hlutverk. Sem vinur og fræðimaður var ávallt hægt að leita til hans varðandi hina ýmsu hluti og þá gat maður alltaf verið viss um að fá hreinskilið svar. Svarið var ekki endilega það sem maður hafði búist við eða óskað sér en það var ávallt gott veganesti varðandi þær aðgerðir eða ákvarðanir sem taka þurfti. Friðrik var maður hreinn og beinn, með stórt hjarta sem hafði mikið að gefa. Slíku bera fjölskylda hans, fræðistörf og kennsla fagurt vitni. Þakklæti og söknuður er okkur efst í huga þegar þessi góði drengur er fallinn frá. Guð blessi minningu Frið- riks Helga Jónssonar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Elsku Guðný, Hildur, Steinn og Marta – missir ykkar er mikill. Megi góður guð styrkja ykkur og varð- veita. Ólafur Magnússon og fjölskylda. Á uppvaxtarárum okkar félaganna á Öldunum voru ekki sömu afþrey- ingarmöguleikar og nú til dags. Í minningunni spiluðum við strákarnir í hverfinu fótbolta nánast á hverju kvöldi sumarlangt. Má segja að við Friðrik höfum kynnst á öðrum hvor- um sparkvellinum við Klaustrið eða Hamarinn. Nú er hins vegar löngu búið að byggja raðhús við Klaustrið og Hamarsvöllurinn hýsir bílastæði nemenda Flensborgarskóla. Þegar ekki var sparkað á hverfisvöllunum æfði Friðrik knattspyrnu með FH og Friðrik Helgi Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.