Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ TímaritiðÞjóðmálhefur al- gjöra sérstöðu á sínu sviði og vekur útgáfa þess jafnan mikinn áhuga og er það mjög að verðleikum. Í nýj- asta hefti þess eru þrjár burð- argreinar. Greinarnar eru úr ólíkum áttum en prýðilegar all- ar og mjög forvitnilegar. Ragn- hildur Kolka gerir grein fyrir skrifum Theodore Dalrymple sem sumir telja snjallasta rit- gerðarhöfund á enskri tungu síðan George Orwell. Hann hefur fjallað með óvenjulegum hætti um hnignun vestrænna velferðarríkja og hvernig væntingar um að ríkisvald megni allra vanda að leysa hafi gert illt verra. Ólöf Nordal alþingismaður fjallar um hið óskiljanlega óða- got við breytingar á stjórn- arskrá sem afsakað er með óljósri tengingu við banka- hrunið og Gústaf Níelsson birt- ir fróðlega og ýtarlega úttekt á baráttu íslenskra stjórnvalda fyrir sæti í Öryggisráðinu og varpar nýju ljósi á málið. Stjórnmálalegir rétttrún- aðarmenn láta sjálfsagt þessar greinar fram hjá sér fara og það er skynsamlegt af þeim. Björn Bjarnason fjallar á af- gerandi hátt um virðingarleysi þeirra sem síst skyldi fyrir lög- um og rétti og viðrar meðal annars athyglisverð sjónarmið vegna fyrirhugaðrar lands- dómsmeðferðar. Þá fjallar Björn um landflótta og stjórnlagaþing og þær ógöngur sem viðvarandi gjald- eyrishöft hafa, enda studdi Björn þau á þingi sem skammtíma neyð- arráðstöfun. Í því sambandi má benda á að þegar Seðlabankinn lætur í té hagfellda gengisspá til að undirstrika útreikninga um sem minnstan kostnað við þriðja Icesave-samninginn er augljóst að bankinn gengur út frá því að gjaldeyrishöftin standi að minnsta kosti fram yfir árið 2016. Ella gengur spá bankans alls ekki upp. Þá skrifar Bergþór Ólason pistil um Ríkisútvarpið og rannsóknarskýrsluna og er sú lýsing á framgöngu ríkisfjöl- miðilsins við birtingu Rann- sóknarskýrslu Alþingis með miklum ólíkindum. Dæmin sem pistlahöfundurinn dregur fram eru lyginni líkust, þótt þeir sem halda þessari ríkisstofnun uppi með fjárframlögum, nauð- ugir viljugir séu orðnir ýmsu vanir. Er augljóst af þessum dæmum sem pistlahöfund- urinn vekur máls á og reyndar svo mörgum öðrum sem upp hafa komið á síðustu árum að núverandi útvarpsstjóri lítur verkefni sitt og skyldur mjög sérstökum augum. Skal þó hvergi úr því dregið að út- varpsstjórinn er prýðilegur þulur. Það er fengur að frísklegum skrifum í vönduðum tímaritum á borð við Þjóðmál} Vekjandi efni Í fréttum Stöðvar2 fyrir helgi var rætt við Stefán Ólafsson, prófess- or í félagsvís- indadeild og for- mann stjórnar Tryggingastofn- unar. Tilefnið var að þriggja barna móðir þótti hafa háar bætur, en hún væri með fjögur hundruð þúsund krónur til ráð- stöfunar á mánuði. Um þetta sagði Stefán: „Það er þannig og hefur verið þannig lengi í ís- lenska velferðarkerfinu að það hefur verið reynt að gera vel við foreldra barna, sérstaklega einstæða foreldra, þannig að erfiðar aðstæður bitni ekki um of á börnunum.“ Stefán hefur á liðnum árum átt afar greiðan aðgang að fréttastofum ljósvakamiðlanna með sjónarmið sín og þeim sem hafa hlýtt á þau sjónarmið hlýtur að hafa krossbrugðið að heyra þessi nýju viðhorf hans. Á meðan kaupmáttur fór vax- andi hér á landi og skattar voru lækkaðir var Stefán í sérstakri herferð til að reyna að sannfæra fólk um að skattar hefðu í raun hækk- að og að velferð- arkerfið væri handónýtt. Nú telur hann skyndilega að velferðarkerfið styðji vel við þá sem mest þurfa á að halda og að svo hafi verið lengi. Þessu til viðbótar hafa erindi hans um auknar skattbyrðar á almenning horfið úr fjöl- miðlum, enda er Samfylkingin nú komin til valda og nú er í raun verið að hækka skatta. Athygli vekur að á sama tíma og þessi kúvending verð- ur hjá Stefáni Ólafssyni stend- ur Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra, í hörðum deilum við Guðlaug Þór Þórð- arson alþingismann um hvort hún sé að fela greiðslur til nokkurra aðila, þeirra á meðal Stefáns. Stefán Ólafsson kvartar ekki lengur undan sköttum og hampar nú velferð- arkerfinu} Kúvending pólitísks prófessors J ólatréð mitt væri ekki vænlegur kandídat í keppni um stílhrein og smart jólatré. Í slíkri keppni mundi það líklega verma eitt af botnsæt- unum. Hugsanlega myndi það hreppa verðlaun sem vinsælasta jólatréð, kannski yrði það valið jólatréð með fegursta fótinn, vænlegustu könglana eða bústnustu greinarnar. En tréð mitt er svo skynsamt, að því myndi aldrei detta önnur eins firra í hug og að keppa í útliti. Eigendum trésins (því tré eru ekki sjálfráða) myndi heldur aldrei detta í hug að skrá tréð sitt í slíka keppni. Þeir vita betur en að láta tréð sitt keppa í fegurð við önnur tré. Enda þykir hverjum sitt tré fagurt. Á aðventu birtast gjarnan viðtöl við af- skaplega smekklegt fólk í hinum ýmsu jóla- blöðum. Orðið jólaþema ber þar iðulega á góma. „Jóla- þemað í ár er gyllt / silfurlitað / fjólublátt / appelsínugult / svart.“ Við það síðastnefnda setur mig hljóða því svart þykir mér langt frá því að vera jólalegur litur. Fyrir þá sem ekki vita snýst jólaþema um að skreyta heimilið sitt í tilteknum lit. „Í ár er þemað hjá mér fjólu- blátt. Allt skrautið og allar seríurnar eru fjólubláar. Glassúrinn á piparkökunum er fjólublár og við erum öll búin að fá okkur fjólublá jólaföt.“ Gott ef ekki slær fjólu- bláum bjarma á hamborgarhrygginn og hangiketið. Skapast neyðarástand á svo stílhreinu heimili dirfist leikskólabarn að koma heim með jólaföndur sem er ekki fjólublátt? Er því (jólaföndrinu en ekki barninu) þá stungið inn í skáp hið snarasta, vegna þess að það stingur í stúf við litaþema ársins í ár? Svari þessu þeir sem svarað geta. Því ég hef aldrei nokkurn tímann náð svo langt í jólaskreytingaþróunarsögunni að geta gumað af því að vera með jólalitaþema. Í ár prýða eftirfarandi gersemar jólatréð mitt: Ýmislegt föndur dætranna, fánar land- anna sem fjölskyldan hefur búið í, eldgamalt jólaskraut frá ömmu minni og afa (framleitt fyrir tíma plastsins og er því MJÖG brothætt og aldrei of oft áréttað við fólk sem þarf endi- lega að handfjatla alla skapaða hluti), dýrlegt föndur frá aldraðri og listfengri frú og pakka- skraut sem var geymt frá því á jólunum í fyrra, því það þótti frekar flott. Þarna er ekkert litaþema á ferð, nema kannski einna helst regnbogaþemað, sem stendur reyndar fyrir svo ótal margt og fallegt í mannlífinu. Á toppnum trónir stjarna og dæturnar skiptast á um að fá að setja hana á toppinn. Nákvæmar skrár eru haldnar um þann viðburð. Annars ætla ég að prófa að vera með jólaþema í ár. Inntak þemans er að hafa það sem allra best á jólunum með sem allra minnstri fyrirhöfn. Það er nefnilega vel hægt að halda jól án þess að ramba á barmi taugaáfalls. Er ekki einhver mótsögn í því að tala um stress í sama mund og talað er um gleði og frið? Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Jólatré í stofu stendur STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is S ælla er að gefa en þiggja, segir máltækið, og á lík- lega sjaldan betur við en um jólin þegar náunga- kærleikurinn nær há- marki hjá landsmönnum. Fjölmörg góðgerðarsamtök og líknarfélög reiða sig á framlög fyrirtækja og ein- staklinga allt árið um kring en líklega aldrei meira en í aðdraganda jólanna. En hve mörg eru þessi samtök og hvað fá þau mikla fjármuni til sín? Heildarupphæðir liggja ekki ná- kvæmlega fyrir en samkvæmt sænskri rannsókn er talið að þriðji geirinn svonefndi sé um 4% af vergri þjóðarframleiðslu þar í landi. Talið er að hlutfallið geti verið svipað hér á landi, sem jafngildir um 60 millj- örðum króna miðað við þjóðarfram- leiðslu síðasta árs. Til þeirrar veltu heyra m.a. framlög til samtaka og stofnana frá hinu opinbera, fyrir- tækjum og einstaklingum, jólaaðstoð til hjálparstofnana og sala á flug- eldum, lottói og happdrætti. Fræðasetur þriðja geirans, sem nýverið tók til starfa innan Háskóla Íslands í samstarfi við Almannaheill – Samtök þriðja geirans, er að kort- leggja þennan geira samfélagsins og meta efnahagsleg áhrif kreppunnar á hann. Þriðji geirinn samanstendur af samtökum og stofnunum sem starfa utan hins opinbera og einkageirans, einkum með sjálfboðaliðastarfi og eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Hafa rannsóknir sýnt að um 40% Íslend- inga sinna sjálfboðaliðastarfi með ein- hverjum hætti og er það svipað hlut- fall og hjá öðrum Norðurlanda- þjóðum. Náungakærleikur landans hefur t.d. komið vel í ljós þegar efnt er til fjársöfnunar til styrktar ákveðnu málefni í beinni útsendingu sjón- varpsstöðvanna. Þá hafa safnast tugir og hundruð milljóna króna. Um 150 félagasamtök Almannaheill voru stofnuð árið 2008 og hafa samtökin 19 aðildarfélög innan sinna vébanda. Góðgerðar- og líknarfélög eru hins vegar mun fleiri. Er talið að félagasamtök í velferðar- þjónustu séu upp undir 150, þ.e. sam- tök sem hafa greitt einhver laun en reitt sig að öðru leyti á starf sjálf- boðaliða. Bergur Ólafsson, verkefnisstjóri hjá Almannaheillum, segir samtökin hafa það á stefnuskrá sinni að fjölga aðildarfélögum. Helstu baráttumál samtakanna eru þau að skattalögum verði breytt á þann hátt að almanna- heillafélög og sjálfseignarstofnanir verði undanþegin erfðafjárskatti og að einstaklingum og lögaðilum verði heimilað að draga gjafir til félaga og samtaka frá tekjuskattsstofni. Sam- kvæmt núverandi skattalögum má draga framlög lögaðila til viður- kenndra góðgerðarsamtaka og líknarfélaga frá skatti, en þó ekki fyr- ir meira en 0,5% af tekjum rekstr- arársins. Þá vilja samtökin að heildar- löggjöf verði sett um starfsemi frjálsra félagasamtaka, réttindi þeirra og skyldur. Velferðarráðherra hefur á borði sínu skýrslu sem nýlega var skilað til hans, þar sem lagt er mat á mikilvægi þess að setja heildar- löggjöf um starfsemi samtaka og sjálfseignarstofnana. Bergur segir mjög brýnt að búa til einhvern lagaramma um starfsemi þriðja geirans. „Eftir að kreppan skall á hefur eftirspurn eftir þjón- ustu þriðja geirans aukist, á sama tíma og erfiðara er fyrir þessi samtök að afla sér fjár. Gera þarf þessi samtök starfhæfari.“ Þriðji geirinn veltir tugum milljarða Morgunblaðið/Brynjar Gauti Styrktarsöfnun Rauði kross Íslands er með stærstu hjálparsamtökum landsins og stendur árlega fyrir söfnuninni Göngum til góðs. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við félagsráðgjafardeild HÍ og annar tveggja forstöðumanna Fræðaseturs þriðja geirans, segir skorta mikið á upplýs- ingar um umfang og veltu þriðja geirans og þau Ómar H. Kristmundsson, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ, séu einmitt að vinna í því, m.a. um hvað fólk leggur mikið til til þessara samtaka. Þau Ómar skoðuðu einnig áhrif krepp- unnar á tekjur félagasamtaka í velferðarþjónustu og komust m.a. að því að frá 2008 til loka árs 2009 breytt- ust tekjur samtak- anna ekki mikið en tekjusamsetningin breyttist. Minna hefði komið frá hinu op- inbera og fyrirtækjum en jafnvel meira frá ein- staklingum. Framlög hins opinbera gætu lækkað enn meir á næsta ári. Kortleggur geirann FRÆÐASETUR STARFANDI Steinunn Hrafnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.