Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Árni Sæberg Fönkí Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar í stuði. Árlegir jólatónleikar útvarpsstöðv- arinnar X-ins 977 voru haldnir á Sódómu Reykjavík á föstudags- kvöldið. Fimmtán hljómsveitir stigu þar á svið og rann allur að- gangseyrir að tónleikunum óskipt- ur til Stígamóta. Meðal þeirra sveita sem komu fram voru Dikta, Endless Dark, Ensími, Cliff Clavin, Agent Fresco, Bloodgroup, Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar og Króna. Jólahressar Það er gaman að fara á tónleika með vinum sínum. Rokkað High Class Monkey tók vel á því. Vinsælir Haukur Heiðar í Diktu einbeittur í sólói. Jólarokkað á X-mas 2010 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK Óhugnaleg spennumynd sem fór beint á toppinn í USA og Bretlandi! Komdu í ferðalag og upplifðu ævintýri Narnia eins og þú hefur aldrei séð áður „ÓGNVÆNLEGA SKEMMTILEG.“  SARA MARIA VIZCARRONDO  BOXOFFICE MAGAZINE HHHHH „SKÖRP OG ÓGNVEKJANDI MYND.“  KIM NEWMAN  EMPIRE HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSS WILL FERRELL, TINA FEY, JONAH HILL OG BRAD PITT ERU ÓTRÚLEGA FYNDIN Í ÞESSARI FRÁBÆRU FJÖLSKYLDUMYND "ÉG VAR HÆSTÁNÆGÐUR MEÐ MYNDINA OG TEL HANA EINA AF BETRI HROLLVEKJUM ÁRSINS."  FBL. H.V.A HHHH BESTA SKEMMTUNIN MEGAMIND - 3D ísl. tal kl. 5:503D L HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 - 10:10 10 MEGAMIND - 3D enskt tal kl. 83D - 10:103D L HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 VIP THE LAST EXORCISM kl. 6 - 8 - 10:10 16 DUE DATE kl. 8 10 LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 10 KONUNGSRÍKI UGLANNA - 3D kl. 5:503D ísl. tal 7 / ÁLFABAKKA MEGAMIND - 3D ísl. tal kl. 5:303D L NARNIA - 3D kl. 5:303D - 83D L MEGAMIND - 3D enskt tal kl. 83D - 10:303D L LIFE AS WE KNOW IT kl. 8 - 10:30 L HARRY POTTER kl. 5 - 8 - 10 10 DUE DATE kl. 5:40 10 / EGILSHÖLL FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK OG KUNG FU PANDA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI (ATH! SÝNINGIN MEÐ ENSKU TALI ER ÓTEXTUÐ) Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Leiksýningin Fólkið í kjallaranum sem byggist á skáldsögu Auðar Jónsdóttur hefur slegið rækilega í gegn. Verkið var frumsýnt í Borg- arleikhúsinu 10. október og fékk góða dóma og sýningin varð þegar í stað afar vinsæl. Nú rétt rúmlega tveimur mánuðum síðar hafa verið fimmtíu sýningar á verkinu, allar fyrir troðfullu húsi og nú hafa hátt í fimmtán þúsund manns séð verkið. Síðasta sýningin var á fimmtudaginn fyrir fullu húsi og spyrja menn sig af hverju sýningum hafi verið hætt? Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri Borgarleikhússins, segir ástæðuna vera þá að fyrir tveimur árum var sýningarfyrirkomulagi í Borgarleikhúsinu breytt umtalsvert. „Í stað þess að sýna verk stopult í langan tíma er nú lagt upp með þétt og snörp sýningartímabil,“ segir Magnús Geir. „Þannig er í upphafi ákveðið hve langt sýningartímabilið er og gengið út frá því að það standi. Nú er skipulag leikhússins unnið mun lengra fram í tímann en áður en af því felst mikið hagræði. Að auki er það mat leikhúsfólks að listræn gæði sýninga aukist þegar sýning- artímabil eru þéttari, þannig eru leikararnir „heitari“ í stað þess að vera alltaf að rifja upp textann vegna þess hve langt líður á milli sýninga. Að auki gefst tækifæri til umfangsmeiri leikmynda en áður vegna þess að einungis ein leikmynd stendur í rýminu,“ segir Magnús Geir. Aftur á fjalirnar í haust „Í skipulagi leikársins hafði verið gert ráð fyrir sýningum á Fólkinu í kjallaranum fram í miðjan desember og eftir það dreifast leikararnir í önnur verkefni eins og Ofviðrið, Elsku barn, Fjölskylduna og Nei ráðherra. Þá bíður ný sýning frum- sýningar á Nýja sviðinu. Þannig er útilokað að halda nú áfram sýn- ingum á Fólkinu í kjallaranum, nema með því að riðla fjölmörgum öðrum áætlunum leikhússins. Þegar velgengni er mikil eins og raunin hefur verið á síðustu misserum í Borgarleikhúsinu gefst hins vegar tækifæri á að taka aftur upp vinsæl- ar sýningar á nýju leikári. Þannig hefur Gauragangur gengið fyrir fullu húsi í haust og Fjölskyldan og Jesús litli rötuðu aftur á svið nú á haustmánuðum eftir að hafa hætt fyrir fullu húsi í fyrra. Síðasta leikár í Borgarleikhúsinu er það leikár í sögu íslensks leikhúss sem aðsóknin er mest. Nýtt sýning- arfyrirkomulag á eflaust sinn þátt í því auk áskriftarkorta. Þeir sem fá ekki miða á Fólkið í kjallaranum nú geta því glaðst yfir því að þeim mun gefast annað tækifæri næsta haust þegar þessi sýning fer aftur á fjal- irnar. Um leið er rétt að árétta að leikhúsunnendur grípi gæsina með- an hún gefst og tryggi sér miða í tíma á þær sýningar sem heilla,“ segir Magnús Geir. Fólkið í kjallaranum Sýningum á verkinu hefur verið hætt í bili. Fólkið í kjallaranum hættir fyrir troðfullu húsi  „Í stað þess að sýna verk stopult í langan tíma er nú lagt upp með þétt og snörp sýningartímabil“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.