Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.12.2010, Blaðsíða 23
var þar ötull og samviskusamur iðk- andi og átti hann síðar eftir að gera garðinn frægan með gullaldarliði Fimleikafélagsins. Þetta lið sem stundum var kennt við Árna Ágústs- son átti eftir að brjóta blað í knatt- spyrnusögu FH, koma félaginu í úr- valsdeild í fyrsta sinn og móta framtíðina að glæstum ferli knatt- spyrnudeildar FH. Fyrir þrettán árum tókum við Friðrik upp þráðinn að nýju þegar við fjórir félagar af sparkvellinum við Klaustrið stofnuðum með okkur bridgeklúbb. Við vildum ekki hafa neinn viðvaningsbrag yfir okkar spilamennsku og fjárfestum í sagn- boxum og spilabökkum og spiluðum forgefin spil kennd við Tops og Doop. Stíll Friðriks við spilaborðið féll mér ávallt vel í geð. Hann var óhræddur við að melda á spilin sín og tók bæði sigrum og tapi með sama jafnaðar- geðinu. Tvisvar til þrisvar á vetri var svo bryddað upp á þeirri tilbreytingu að hefja spilamennsku upp úr hádegi á föstudegi eða laugardegi í stað hefðbundinna fimmtudagsspilafunda og gera sér glaðan dag á eftir í mat og drykk. Friðrik vildi heldur halda slíka dýrðardaga á föstudögum, því eins og hann orðaði það: „Það er svo syndsamlegt að spila á vinnudegi.“ Ég leyfi mér að efa að vinur okkar hafi drýgt stærri syndir en þessar um dagana. Ég minnist Friðriks á knatt- spyrnuleikjum í Kaplakrika, hafandi lagt að baki hjólreiðaferð úr vestur- bænum, orðinn sjúkur, en ekki bug- aður á nokkurn hátt, svitastorkinn með sitt einlæga bros á vör. Friðrik var sönn hetja og verður ávallt hetja í mínum huga. Guð blessi ykkur, Guðný, Hildur og Steinn og varðveiti á sérhverja lund. Sömuleiðis sendum við Stein- unni og öðrum aðstandendum Frið- riks okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð geymi góðan dreng. Gunnlaugur Sveinsson og Elín Ástráðsdóttir. Við fráfall lærimeistara í vísindum, fræðimanns, afburða kennara og góðs vinar koma ljóðlínur Hannesar Péturssonar upp í hugann. Eitthvað er það sem engin hugsun rúmar en drýpur þér á augu sem dögg – þegar húmar. Ég tók fyrst eftir Friðriki Helga Jónssyni, eða öllu heldur Frikka, eins og við félagarnir í fótboltanum vorum vanir að kalla hann, á Hringbraut- arvellinum í Hafnarfirði, þá tæplega 10 ára gamall. Þar lék hann með hverfafélaginu Spörtu þegar strákar öttu kappi í knattspyrnu milli hverfa í Hafnarfirði. Ég horfði upp til þessara stráka sem voru aðeins eldri og reyndi að líkja eftir tilburðum þeirra og færni. Seinna fékk ég tækifæri til að vera í liði þeirra, á uppgangstíma FH í knattspyrnu á áttunda áratug síðustu aldar. Friðrik lék annað hlut- verk en flestir aðrir í liðinu, hann varði markið og var útsjónarsamur í öllum aðgerðum. Hann reyndist lið- inu ákveðin kjölfesta, bæði utan og innan vallar. Þessari kjölfestu hélt hann lífið á enda, sem eiginmaður og foreldri, einstakur fræðimaður og kennari við félagsvísindadeild Há- skóla Íslands, en ekki síst sem traust- ur félagi og vinur með einstaka nær- veru. Við kennslu, rannsóknir og vísindastörf naut hann sín. Sjálfur á ég Friðriki mikið að þakka, ekki að- eins fyrir að hafa varið markið á sín- um tíma heldur einnig fyrir aðstoð í framhaldsnámi, yfirlestur lokaverk- efna og vísindagreina. Á leiksviðinu í Odda var Friðrik á heimavelli líkt og Sæmundur fróði á Rangárvöllum forðum daga. Hann var einnig á heimavelli á Hvaleyrarholtsvelli og síðar í Kaplakrika en fram á síðasta dag fylgdist hann vel með gangi mála í knattspyrnunni. FH var hans lið. Það er ekki svo langt síðan að hann hjólaði úr vesturbæ Reykjavíkur í Krikann til að fylgjast með deildar- leik sinna manna. Hvílík elja og dugnaður. Það var ávallt styrkur að leita til Friðriks. Hann hafði góða yfirsýn yf- ir fræðasvið vísinda, var glöggur að setja sig inn í efnið og færa til betri vegar. Hann er höfundur fjölda fræðigreina og rita. Gagnfræðakver- ið handa háskólanemum er eitt þess- ara rita. Þar leggur hann ásamt fé- laga sínum, Sigurði J. Grétarssyni, ákveðinn grunn að akademískri kjöl- festu háskólastúdenta. Á skýran en einfaldan hátt er grundvallarsjónar- miðum komið til skila sem styrkja stoðir háskólasamfélagsins. Hlut- verk hans var að veita fjöldanum leið- sögn og skapa trausta undirstöðu. Því verður hans sárt saknað. Friðrik átti einstakan förunaut, Guðnýju Steinsdóttur, sem nú sér á eftir manni sínum langt um aldur fram. Samrýmdari hjón var varla hægt að hugsa sér, enda var alltaf jafn notalegt að sækja þau heim, hvort sem það var á fyrstu búskapar- árum á Mánagötunni þar sem allt nýjasta poppið var leikið eftir góða sigra í fótboltanum, í Sheffield þar sem hann lauk doktorsnámi eða á Meistaravöllunum í vesturbæ Reykjavíkur. Við Sigrún sendum Guðnýju, börnum þeirra, Hildi og Steini ásamt unnustu hans og ætt- ingjum okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Megi minning um einstakan fé- laga lifa. Janus Guðlaugsson. Meira: mbl.is/minningar Þegar ég frétti fráfall góðs vinar þagnaði tónlist heimsins um stund. Síðan hefur hún einhvern veginn misst takt sem hún átti fyrr – það vantar í hana kunnuglegan bjartan tón. Friðrik var traustur vinur vina sinna og vina vina sinna, elskulegur fjölskyldumaður, fæddur kennari, heimspekingur og maður tónlistar. Þegar hann var á skrifstofu sinni var alltaf opið inn til hans. Ég á Friðriki mikið að þakka og mun ætíð varðveita minninguna um skemmtilegar samverustundir og samtöl um hvernig lífið var áður en tónlistin breyttist. Hans verður sárt saknað. Ég sendi fjölskyldu hans og vinum innilegar samúðarkveðjur. Bless, Maharishi. Takk fyrir að hafa verið til með okkur. Terry. E-bekkurinn okkar sem útskrifað- ist með kennarapróf vorið 1972 hefur alla tíð verið samheldinn og vand- ræðalaus. Mikil hlýja hefur einkennt samkomur okkar. Við hittumst a.m.k. á fimm ára fresti, síðast 2007 hjá Ingu Braga. Maðurinn hennar Ingu Pálma tók frábærar myndir af okkur og þar er Frissi bráðlifandi, nú mið- aldra, og ljósa bítlahárið ögn farið að láta á sjá. Þetta var sveitabekkur, því margir komu utan af landi. Hafnar- fjörður taldist varla til dreifbýlis, þótt nærri lægi, en þaðan komu þeir Friðrik og Steingrímur á hverjum morgni með Hafnarfjarðarstrætó. Fyrsta daginn í skólanum leit Inga Andreassen yfir hópinn og vonaði heilshugar að þessir töffarar úr Firð- inum lentu í hennar bekk, þvílík glæsimenni. Og það gerðu þeir og Frissi hóf strax fyrsta daginn að fikta í tökkunum sem stýrðu gardínunum. Eftir það stóðst hann aldrei þá freist- ingu. E-bekkurinn hefur nú í fyrsta sinn misst bekkjarfélaga og er að vonum brugðið. Hugur okkar er nú hjá þess- um ljóshærða víkingi sem var hlýr, brosandi, léttur í lund, stundum galsafenginn og stríðinn, en ætíð með skopskynið ofar öllu. Frissi var góður bekkjarfélagi, lagði gott til málanna og liðsinnti þeim sem á þurftu að halda. Væntumþykja einkenndi hann. Upp í huga sumra okkar kem- ur partí sem Friðrik bauð okkur í heima hjá afa sínum og ömmu fyrir árshátíðina í fjórða bekk. Á bak við prakkarann var ábyrgur maður sem afi og amma treystu fyrir fínu íbúð- inni sinni, enda fór ekkert úrskeiðis. Frissi var betur að sér í tónlist en við hin og kenndi okkur að hlusta. Cream þóttu góðir á þessum árum. Tónlistin gerði það að verkum að Friðrik hafði komist yfir flottari enskan framburð en við hin. Friðrik var vel gefinn og var strax eftir kennarapróf staðráðinn í því að mennta sig enn frekar, eins og marg- ir bekkjarfélaganna reyndar. Hann hóf strax um haustið nám í sálfræði og tilkynnti þeim sem heyra vildu að hann hygðist aldrei fá lægri einkunn en 12, sem var ágætiseinkunn. Ekki vitum við annað en að hann hafi stað- ið við það, og hefur alla tíð síðan verið fyrirmynd bekkjarfélaganna í dugn- aði, rétt eins og í gleðinni. Það gerðist nýlega að doktorsnemi tileinkaði Friðriki og Huldu, bekkjarsystur okkar, ritgerð sína. Hulda kenndi honum í barnaskóla, en Friðrik í há- skóla. Þessi tvö voru fyrirmyndir hans í kennsluháttum. Guðný bættist í hópinn í lok Kenn- araskólaáranna og fylgdi sínum manni gegnum þykkt og þunnt alla tíð. Hjónaband þeirra kom okkur ætíð fyrir sjónir sem hið vandaðasta. Það var greinilega góður vinskapur milli þeirra. Þótt Friðrik væri upptekinn við sína iðju, gaf hann sér ætíð tíma til að setjast niður og ræða málin, og fyrir það erum við þakklát í dag. Þessari yfirvegun hélt hann fram á síðasta dag og lét ekki á öðru bera en að hann væri ánægður og sáttur. Það hvarflaði ekki annað að honum en að varðveita sína einstæðu skapgerð út lífið. Við hugsum til Frissa með virð- ingu og þakklæti fyrir samveru- stundirnar, og biðjum guð að styðja fjölskyldu hans. Már og Inga fyrir E-bekkinn. Kveðja frá Háskóla Íslands Við kveðjum í dag kæran sam- starfsmann, prófessor við Sálfræði- deild Heilbrigðisvísindasviðs Há- skóla Íslands. Friðrik Helgi Jónsson var ástríðu- fullur kennari, vísindamaður og leið- beinandi og bar hag Háskóla Íslands og nemenda sinna fyrir brjósti allan sinn starfsaldur. Hann var ósérhlíf- inn, vandvirkur og einlægur í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var vakinn og sofinn í þekkingarleit og viðleitni til að miðla henni til sam- starfsmanna, nemenda og almenn- ings. Friðrik kom til starfa með okkur hjá Háskóla Íslands árið 1983, fyrst sem stundakennari í félagsvísinda- deild en síðan lektor og seinna dósent og prófessor í sálfræði. Friðrik lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Ís- lands og lauk meistaraprófi í fé- lagssálfræði frá London School of Economics og doktorsprófi frá Há- skólanum í Sheffield. Doktorsverk- efni hans var á sviði þroskasálfræði og fjallaði um skilning barna á verð- mætum. Aðalkennslugrein Friðriks við Háskóla Íslands var félagssál- fræði. Hann var vinsæll kennari og hafði sérstakt lag á að kynna fræði sín. Hann var frábær leiðbeinandi við lokaritgerðir í grunnnámi, meistara- námi og doktorsnámi. Mannkostir Friðriks og persónuleiki gerðu hann að eftirsóttum ráðgjafa sem margir leituðu til, bæði á faglegum og per- sónulegum nótum. Hann lagði mikið af mörkum fyrir fræðigrein sína og háskólann allan. Við kynntumst stjórnunarhæfi- leikum Friðriks þegar hann var for- stöðumaður Félagsvísindastofnunar 1999-2009 og í stjórnum stofnana Há- skóla Íslands. Hann var varafulltrúi í háskólaráði og tók þátt í margs konar nefndarstörfum fyrir skólann á ýms- um vettvangi. Hann var forstöðu- maður Rannsóknastofnunar uppeld- ismála og formaður skólastjórnar Menntaskólans við Hamrahlíð um skeið. Friðrik var aðalhvatamaður og um árabil stjórnandi árlegrar ráð- stefnu um rannsóknir í félagsvísind- um, sem nú kallast Þjóðarspegill. Síðustu ár átti Friðrik í baráttu við illvígan sjúkdóm. Það mun seint gleymast hversu keikur hann stóð í þeirri viðureign, staðráðinn í að standa og sinna sínum störfum með- an stætt var. Ég hitti hann síðast í haust þar sem hann var að koma til vinnu. Ég dáðist mikið að styrk hans, metnaði og umhyggju fyrir starfinu og stúdentunum. Með ótímabæru fráfalli Friðriks er stórt skarð höggvið í raðir starfsfólks Háskóla Íslands, en vitaskuld er þó mestur missir og harmur Guðnýjar, eiginkonu Friðriks og barna þeirra, Hildar og Steins. Fyrir hönd Háskóla Íslands votta ég þeim innilega samúð á þessari sorgarstundu. Ég þakka Friðriki Helga Jónssyni fyrir farsæl störf í þágu skólans og mikilsvert framlag til kennslu og rannsókna á sviði sálfræði og félagsvísinda. Starfsfólk og stúdentar Háskóla Ís- lands minnast Friðriks með þakklæti og virðingu. Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands. Við hittumst fyrst þrítugir, hálf-ó- fastráðnir stundakennarar eða hvað það hét. Þó var eins og við hefðum lengi þekkst. Afi hans hafði forðum unnið með pabba í síldarútflutningi og við áttum því margt sameiginlegt: Utanferð með tunnuskipi, Radio- nette útvarp. Fortíðarþræðirnir spunnust einhvern veginn þannig að við treystum hvor öðrum strax. Og okkur var fljótt falið að kenna stóran hluta sálfræðináms í HÍ. Ekki beinlínis að stjórna náminu en það gerðum við óbeðnir. Við opnuðum gluggalausa skrifstofu í Odda og redduðum því sem redda þurfti í anda síldarútvegsmanna. Friðrik var snjall og skjótráður hvort sem við- fangsefnið var kennsla í sístækkandi sálfræðitímum, ráðgjöf, stjórnsýsla eða brýning í körfubolta. Hann hafði alltaf nef fyrir aðalatriðum og fljótur að leggja til lausnir. Þá sjaldan að ráð hans nutu ekki hylli mælti hann áfram fyrir þeim af kappi, jafnvel eft- ir að allt var um garð gengið. Stjórn- samur hefði hann kallast ef ekki hefði verið stöðug eftirspurn eftir ráðum hans. Áhrif hans mótuðu kynslóðir sálfræðinga og félagsvísindamanna. Hann kom því í verk sem gera þurfti, samkvæmt eða meðfram skipuritum. Að löngu krossaprófi sömdu og frágengnu, var undirrituð- um kannski efst í hug að halda heim á leið og hamingjunnar njóta eins og Friðrik orðaði það. En þá var eftir að þýða bálkinn á ensku fyrir þá tvo sem þess óskuðu. Ef ég ekki tók fullan þátt í því verki lauk hann því einn án þess að minnast á það. Vinnugleði við þau störf sem hann tók að sér og stolt yfir því trausti sem honum var sýnt dvínaði aldrei. Hann var ekki á leiðinni neitt annað, hvorki út né upp. Honum fannst gaman. Kenndi mér að læra nöfn sem flestra nemenda. Við vorum ánægðir, stund- um dálítið roggnir, með árangurinn, samanber orð hans á leið í léttar veit- ingar nokkru eftir að hann veiktist: Ef þeir verða ekki farnir að heiðra mig eftir tuttugu mínútur held ég ræðu sjálfur. Á heimleið í lok dags skýrði hann gjarnan sitt góða skap með því sem vel hafði tekist um dag- inn: Vel kennt og stjórnað, sigur á þeim stóru í körfunni, snjöll lína í kaffistofuþrefinu. Draumar hans rættust daglega. Viðskipti hans við þann ömurlega handrukkara, krabbann, voru sam- kvæmt þessari lífssýn. Þegar ég lét í ljós áhyggjur af veikindum hans til- kynnti hann að núna skyldi hann hafa áhyggjurnar. Mínar mundu engu skila. Vinsamlegast lifa áfram og miða við að hann mundi ná 85 ára aldri eins og spákonan spáði. Nema hún hafi verið lesblind og meint 58. Þegar fyrra lyfið hætti að hrína á krabbanum og hið síðara hleypti upp feiknstöfum í andliti hans tilkynnti hann frá útlöndum. Hér glápa allir á okkur Guðnýju og hugsa: Hann hlýt- ur að vera ríkur þessi, svona ljótur með svona fallegri konu. Góður fjölskyldufaðir, einstakur vinnufélagi og frábær vinur er allur. Ég kveð hann með orðum sem hann viðhafði svo oft þegar ég kvaddi eftir að hafa sótt til hans ráð og skemmt- un, síðast nokkrum dögum áður en hann lést: Þakka þér fyrir að tala við mig. Sigurður J. Grétarsson. Kær vinur, samstarfsmaður og kennari, Friðrik H. Jónsson, prófess- or í sálfræði við Háskóla Íslands, lést 12. desember síðastliðinn. Friðrik lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1976, meistaraprófi frá London School of Economics ári síð- ar og doktorsprófi frá Háskólanum í Sheffield 1986. Friðrik átti langan og farsælan feril sem kennari og fræði- maður við sálfræðideild. Hann hóf störf sem stundakennari í félagssál- fræði árið 1983, var ráðinn lektor árið 1989 og síðan prófessor 2007. Friðrik bar hag sálfræðinnar ávallt fyrir brjósti og átti, að öðrum ólöstuðum, einna mestan þátt í upp- byggingu greinarinnar á síðustu 20 árum. Verklegri kennslu í rannsókn- um og hagnýtingu sálfræðinnar á flestum sviðum mannlífs var gert hærra undir höfði en áður. Þessar áherslur hafa eflaust haft mikil áhrif á framgang sálfræðinnar og gert hana að einni vinsælustu grein skól- ans. Hann hafði einnig frumkvæði að stofnun sérstakrar námsbrautar á meistarastigi í félags- og vinnusál- fræði. Friðrik var frábær kennari sem hafði einstakt lag á að setja námsefnið fram með lifandi og stund- um ögrandi hætti og fékk þannig nemendur til að taka virkan þátt í umræðum um námsefnið. Hann var afar eftirsóttur leiðbeinandi við loka- ritgerðir og hafði umsjón með vel á annað hundrað ritgerða á BA- og meistarastigi. Friðrik var traustur samstarfs- maður, hollráður og greiðvikinn og enginn kom að tómum kofunum þeg- ar til hans var leitað. Bæði samstarfs- menn og ekki síst nemendur voru ávallt velkomnir á skrifstofu hans og fengu þar greiða úrlausn sinna mála. Friðrik var eftirsóttur stjórnandi innan Háskólans, sat í stjórnum stofnana skólans og tók þátt í marg- víslegum nefndarstörfum. Hann var forstöðumaður Félagsvísindastofn- unar um margra ára skeið og kom með beinum eða óbeinum hætti að fjölbreyttu rannsóknarstarfi innan félagsvísinda. Efling rannsókna- starfs innan Háskólans var Friðriki einnig hugleikin og var hann aðal- hvatamaður að árlegri ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum sem nú nefnist Þjóðarspegill. Sá hann um skipulagningu Þjóðarspegils frá upp- hafi fram til ársins 2008. Friðrik var vinsæll meðal sam- starfsfólks, enda glettinn og skemmtilegur maður sem hafði gam- an af því að tefla fram óhefðbundnum hugmyndum og sjónarmiðum þegar honum þótti menn taka sig fullalvar- lega í samræðum um málefni líðandi stundar. Var þetta oft þörf áminning til okkar hinna um að öll mál eiga sín- ar spaugilegu hliðar en Friðrik hafði jafnan glöggt auga fyrir þeim. Nú er horfinn á braut einn af okkar fremstu kennurum og fræðimönnum í sál- fræði og verður hans sárt saknað úr kennaraliði sálfræðideildar. Við sendum Guðnýju eiginkonu hans og börnum þeirra innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. sálfræðideildar Háskóla Ís- lands, Daníel Þór Ólason, deildarforseti. Mig langar með örfáum orðum að minnast Friðriks H. Jónssonar sem jarðsettur verður í dag. Ég hef þekkt Friðrik í meira en 15 ár og unnið með honum að ýmsum verkefnum. Meðal annars hefur hann á undanförnum árum verið í doktorsnefnd í Við- skiptafræðideild og hefur hann veitt doktorsnemanum mikilvæg ráð. Allt- af var gott að leita til Friðriks og verður hans sárt saknað. Á árinu 1994 beitti Friðrik H. Jónsson sér fyrir að haldin yrði ráð- stefna um rannsóknir í félagsvísind- um. Að ráðstefnunni stóðu Félagsvís- indadeild og Viðskipta- og hagfræðideild. Þátttaka frá Fé- lagsvísindadeild var mikil en aðeins voru flutt þrjú erindi um viðskipta- fræði. Á árinu 1997 var ákveðið að halda aftur ráðstefnu, Rannsóknir í félagsvísindum II og var það aftur að frumkvæði Friðriks. Í þetta skipti var þátttaka frá Félagsvísindadeild aftur mikil en aðeins eitt erindi var flutt um viðskiptafræði. Í hófi eftir ráðstefnuna sagði ég við Friðrik að næst vildi ég fá að vinna með honum að undirbúningi ráðstefnunnar með það að markmiði að auka þátttöku á sviði viðskiptafræði. Ráðstefna um rannsóknir í félagsvísindum var næst haldin á árinu 1999 og aðstoðaði ég Friðrik við undirbúning hennar og voru þá flutt sjö erindi um viðskipta- fræði. Samstarfið við Friðrik var sér- staklega ánægjulegt og tókst ráð- stefnan vel. Ráðstefnan Rannsóknir í fé- lagsvísindum IV var haldin á árinu 2003 og vann ég með Friðriki að und- irbúningi. Í þetta skipti var ekki lengur unnt að gefa öll erindin út í einni bók eins og gert var í fyrstu þrjú skiptin. Í bók Viðskipta- og hag- fræðideildar voru nú 50 greinar og var þátttakan loksins orðin viðun- andi. Frá og með árinu 2003 hefur MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.